Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 39
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KOR Seltjarnameskirkju ásamt píanóleikaranum Pavlinu Pasmovu, bassaleikaranum Michal Pasma og
stjórnanda tónleikanna Vieru Gulazsiovu Manásek.
Tónlist og myndlist
í Seltjarnarneskirkju
LISTAHÁTÍÐ á Seltjamarnesi er
tvíæringur sem nú er haldinn
fjórða sinni í Seltjarneskirkju og
hefst á páskadag. Yfirskrift hátíð-
arinnar er Gleði trúarlífsins. 16
listamenn sýna saman verk sín í
kirkjunni ásamt verkum nemenda í
Mýrarhúsaskóla. Að kvöldi annars
í páskum, kl. 20, verða tónleikar í
kirkjunni þar sem fram kemur
fjöldi listamanna; bæði hljóðfæra-
leikara og söngvara, undir stjórn
organista Seltjamarneskirkju, Vi-
em Gulazsiovu Manásek.
Myndlistarmennimir sem sýna í
Seltjarnameskirkju era allir bú-
settir á nesinu. Hrafnhildur
Schram listfræðingur hefur haft
umsjón með framkvæmd sýningar-
innar og segir að þátttakendunum
hafi verið send bréf í fyrrasumar
þar sem þeim var kynnt þema
listahátíðarinnar að þessu sinni,
gleði trúarlífsins. „Listamennirnir
hafa því haft talsverðan tíma til að
vinna myndefni fyrir sýninguna,“
segir Hrafnhildur. „Verkin era
mjög fjölbreytt; bæði glerlist,
textíll, grafík, vatnslitamyndir og
olíumálverk, teikningar og leirlist."
Myndlistarsýningin verður sett
upp í safnaðarheimilinu, inni í
kirkjuskipinu og við innganginn. Á
jarðhæð sýna nemendur á aldrin-
um 7 til 12 ára í Mýrarhúsaskóla
verk sín.
Á annan í páskum verða tón-
leikar í Seltjarnarneskirkju undir
stjórn Viera Gulazsiovu Manásek
organista. Þar syngur kirkjukór-
inn ásamt einsöngvaranum Alinu
Dubik frá Póllandi. Strengjasveit
leikur á tónleikunum og hana
skipa þau Szymon Kuran, Zbigni-
ew Dubik, Jóhanna Valsdóttir,
Lovísa Fjeldsted og Pavel Maná-
sek auk ungra hjóna, Pavlinu Pa-
smovu og Michal Pasma sem
koma hingað til lands frá Tékk-
landi gagngert til þess að leika á
tónleikunum. Þau leika á píanó og
kontrabassa og eru meðlimir í Sin-
fóníuhljómsveit Zlínborgar. Þá
leika á trompet með sveitinni þeir
Guðjón Leifur Gunnarsson og Ei-
ríkur Örn Pálsson. Auk Alinu og
kirkjukórsins syngja Svava K.
Ingólfsdóttir og P.J. Buchan sam-
an dúett og kvartett Seltjarnar-
neskirkju.
Frumflutningur Ijóðs
Tónleikarnir hefjast á efnisskrá
gestanna frá Tékklandi, þeirra Pa-
vlinu Pasmovu píanóleikara og
Michal Pasma, bassaleikara. Þar
verða fluttar sónötur eftir Eccels
og Marcello, konsert eftir Hof-
meister og sálmur 23 eftir Dvorák.
Þá flytur sópransöngkonan Alina
Dubik aríu úr Mattheusarpassíu
J.S. Bachs. Eftir hlé tekur við kór
og strengjahljómsveit. Haldið
verður áfram að flytja verk eftir
Bach. Þá tekur við Páskakantata
D. Buxtehude, kafli úr Messa
Dolorosa eftir A. Caldara og loks
verður frumflutt ljóð eftir einn kór-
meðlimanna, Egil Gunnarsson,
stjórnanda Háskólakórsins. Tón-
leikamir hefjast kl. 20.
Listahátíð á Seltjamarnesi lýkur
hinn 26. apríl með tónleikum
Selkórsins.
Morgunblaðið/Aðalheiður
ÞAÐ var mikið fjör á æfingu leikhóps grunnskólabarna í Þykkvabæ .
Börn í Þykkvabæ
setja upp leikrit
Hella. Morgunblaðið.
VERIÐ er að selja upp leikritið
„Stóra klunnalega blórann með
uppsnúnu uggana“ í samkomuhús-
inu í Þykkvabæ eftir danska
kennarann Björge Hanson en þýð-
andi verksins er Emil Emilsson. 23
börn á aldrinum sex tii þrettán ára
úr Grunnskólanum í Þykkvabæ
leika í verkinu undir stjórn G. Mar-
grétar Óskarsdóttur.
Að sögn Margrétar er þetta
söng- og ævintýraleikur með
brúðuleik í fimm leikmyndum sem
eru m.a. hafið ofan- og neðansjáv-
ar, indíánaþorp og skógur. Leik-
myndirnar unnu bömin sjálf í
myndmenntatímum í skólanum.
Verkið fjallar um nokkur börn
sem fara að leita að „Blóranum" en
lenda í alls konar ævintýrum. Mar-
grét sagði þetta afar fjörlega
fantasíu sem hægt væri að laga að
næstum hvaða leikhóp sem er hvað
varðar stærð og samsetningu, með
eða án hljómsveitar. Frumsýning
„Blórans" verður kl. 15, 10. apríl í
samkomuhúsinu f Þykkvabæ.
Nýjar bækur
• ÚT er komið ritið Nátt-
úrufar á Seltjarnarnesi. Hér
er á ferðinni rit sem segir í
máli og myndum frá jarð-
myndun, lífríki og náttúra
Seltjarnarness. Bókin er ætl-
uð áhugafólki og fræðimönn-
um um þessi efni.
í bókinni er að finna niður-
stöður úr ítarlegum rann-
sóknum sem unnar voru af
sérfræðingum hjá Náttúru-
fræðistofnun Islands og Líf-
fræðistofnun Háskólans á ár-
unum 1987-1997. Meðal efnis
í bókinni eru kaflar um jarð-
myndanir á Seltjarnarnesi,
gróðurfar, fugla og spendýi’
auk kafla um fjöralíf.
Margar litmyndir eru í
bókinni auk jarðfræðikorta
og skýringamynda af lífríki
Seltjarnarness. Einnig er þar
að finna skrá yfir flóru Sel-
tjarnarness, tegundir plantna
og dýra í fjörum Seltjarnar-
ness auk skráa yfir varpfugla
og fugla sem hafa þar við-
komu. Bókin er alls 112 síð-
ur.
Seltjarnarnessbær stendur
að útgáfu bókarinnar og ann-
aðist umverfisnefnd Seltjarn-
arness útgáfu hennar. Hægt
er að nálgast bókina á bæjar-
skrifstofum Seltjarnarnes-
bæjar.
Sýning
í Hruna
OPNUÐ hefur verið sýning í safn-
aðarheimilinu Hruna. Systurnar
Jóhanna og Þórdís Sveinsdætur
sýna. Jóhanna sýnir grafíkmyndir,
stálætingu og dúkristur. Verkin
fjalla um hringferð jarðar, birtu og
lit. Dúkristurnar era unnar sér-
staklega með náttúru Islands í
huga.
Þórdís sýnir textflverk, hand-
þrykkta dúka og silkislæður. Hún
notar mynstur af gömlum tréút-
skurði í verk sín. Sýningin stendur
til 1. júní.
HLUTI úr mynd eftir
Jóhönnu Sveinsdóttur.
BOKASALA í mars
Rðð Var Titill/Höiundur/Úlgefandi
1 SÁLMABÓK ÍSLENSKU KIRKJUNNAR/ Lögin valdi Róbert A. Ottósson/Kirkjuráð
2 ÍSLENSK ORÐABÓK/ Ritstj. Árni Böðvarsson/Mál og menning
3 EINAR BENEDIKTSSON/Guðjón Friðriksson/lðunn
4 ALMANAK HÁSKÓU ÍSLANDS/ /Háskóli Isiands
5 STAFAKARLARNIR/ Bergljót Arnalds/Skjaldborg
6 FLÝTTU ÞÉR EINAR ÁSKELL/ Gunilla Bergström/Mál og menning
7 SVEI ATTAN EINAR ÁSKELL/ Gunilla Bergström/Mál og menning
8 ÓÐURINN UM EVU/ Manuela Dunn Mascetti/Forlagið
9 AF BESTU LYST/ Ritstj. LaufeySteingrímsdóttir/Vaka-Helgafell
10-11 ALMANAK HÁSKÓLA ÍSLANDS/ /Háskóii (slands
10-11 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/Orðabókaútgáfan
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 HIBYLI VINDANNA/ Böðvar Guðmundsson/Mál og menning
2 ENGLAR ALHEIMSINS/ Einar Már Guðmundsson/Mái og menning
3 SJÁLFSTÆTT FÓLK/ Halldór Kiljan Laxness/Vaka-Helgafell
4 í SKOTLÍNU/ Max Allan Collins/Frjáls fjölmiðlun
5 ISLANDSFORIN/ Guðmundur Andri Thorsson/Mál og menning
6 FAÐIR OG MÓÐIR OG DULMAGN BERNSKUNNAR/ Guðbergur Bergsson/Forlagið
7 SKELFING/ Margit Sandemo/Reykholt
8 BRENNUNJÁLSSAGA/ Halldór Laxness annaðist útgáfuna/Vaka-Helgafell
9 RÉTTLÆTI FULLNÆGT//Ásútgáfan
10 SNORRA EDDA/ Snorri Sturluson/Mál og menning
ÆVISOGUR OG ENDURMINNINGAR
1 EINAR BENEDIKTSSON/Guðjón Friðriksson/lðunn
2 ERRO - MARGFAL.T LÍF/ Aðalsteinn Ingólfsson/Mál og menning
3 GUÐBERGUR BERGSSON METSÖLUBÓK/ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir/Forlagið
4 LÍFRÓÐUR ÁRNA TRYGGVASONAR LEIKARA/ Ingólfur Margeirsson/Örn og Örlygur
5 ÞAÐ VAR ROSALEGT/ Hákon Aðalsteinsson/Hörpuútgáfan
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 STAFAKARLARNIR/ Bergljót Arnalds/Skjaldborg
2 FLYTTU ÞÉR EINAR ÁSKELL/ Gunilla Bergström/Mál og menning
3 SVEI ATTAN EINAR ÁSKELL/ Gunilla Bergström/Mál og menning
5 HEIMA ER BEST/ Margit Ravn/Hildur
5-6 FÍN FARARTÆKI/StuartTrottermyndskreytti/Mál og menning
5-6 ÚLFURINN OG SJÖ KIÐLINGAR/ Richard Scarry/Björk
7 DOLLI DROPI ARKAR UM AKUREYRI/ Jóna Axfjörð/Fjöivi
8 ÍSLENSKU DÝRIN/ Halldór Pétursson/Setberg
9 DÝR - PÚSLUBÓK//Útg. Mál og menning
10 BRÉF TIL TÍGRISDÝRSINS/ Janosch/Bjartur
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 SALMABOK ISLENSKU KIRKJUNNAR/ Lögin valdi Róbert A. Ottósson/Kirkjuráð
2 ÍSLENSK ORÐABÓK/ Ritstj. Árni Böðvarsson/Mál og menning
3 ÓÐURINN UM EVU/ Manuela Dunn Mascetti/Forlagið
4 AF BESTU LYST/ Ritstj. Laufey Steingrímsdóttir/Vaka-Helgafell
5-6 ALMANAK HÁSKÓU ÍSUNDS//Háskóli islands
5-6 ENSK-ÍSLENSK / ÍSLENSK-ENSK ORÐABÓK/ Ritstj. Sævar Hilbertsson/Orðabókaútgáfan
7 ENSK-ÍSLENSK ORÐABÓK/ Sigurður örn Bogason/Mál og menning
8 INTERNET FYRIR ALLA/ Benedikt Friðbjörnsson/Tölvuskóli Reykjavikur
9 NYJA ISUND/ Guðjón Arngrímsson/Mál og menning
10 NOSTRADAMUS - HORFT TIL FRAMTÍÐAR/ Peter Lorie/Forlagið
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Bóksala stúdenta v/Hringbraut
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Eymundsson, Kringlunni
Penninn, Hallarmúla
Penninn, Kringlunni
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavikur, Keflavik
Bókval, Akureyri
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum
KÁ, Selfossi
Samantekt Fólagsvísindastofnunar á sölu bóka á sölu bóka í febrúar 1998 Unnið fyrir Morgunbíaðið,
Félag íslenskra bókautgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur
sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennsíubækur.