Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Reynir Arngrímsson dósent í erfðafræði við Háskdla íslands Fráleitt að hafa gagnagrunn í höndum einkafyrirtækis „MÉR fyndist fráleitt að miðlægur gagnagrunnur á heilbrigðissviði yrði í höndum einkafyrirtækis en hins vegar má telja eðlilegt að einkafyrirtæki geti samið við vörsluaðila gagnagrunna um að- gang að ákveðnum gögnum til ákveðins tíma. Varsla á slíkum gagnagrunnum ætti að mínu mati að vera á höndum Háskóla íslands," sagði Reynir Arngrímsson læknir í samtali við Morgunblaðið. Reynir hefur sett fram þá hugmynd að Há- skólinn hefði varðveislu gagna- grunnsins með höndum og að til hans væri sótt um leyfí til nýtingar þeirra í rannsóknaskyni. „Við viljum að tryggður sé frjáls aðgangur allra vísindamanna að gagnagrunninum því það myndi leiða til tortryggni, ekki bara hér- lendis heldur erlendis líka, ef vís- indamenn og stjórnvöld verða að kaupa aðgang og sæta ákvörðun stjómar fyrirtækis um það hvaða upplýsingar mættu fara út,“ sagði Reynir ennfremur en hann er sér- fræðingur í erfðalækningum og starfar sem dósent í klínískri erfða- fræði við Háskólann. „Ég tel eðlilegt að þeir sem myndu vilja aðgang að gögnum greiddu fyrir slíkt og rynnu þeir fjármunir til háskólasjúkrahússins. Pannig mætti fá fjármagn til að byggja upp þennan gagnagrunn smám saman. Á þann hátt gæti ís- lensk erfðagreining fengið þau gögn sem hún hefur áhuga á að skoða í tengslum við rannsóknir sínar rétt eins og aðrir aðilar. Fyrii-tækið myndi ekki eignast gagnagrunninn en fá aðgang að honum og greiða fyrir það,“ sagði Reynir og minnti á að það væri meginregla í öllu vís- indastarfí að aðgangur væri frjáls að gögnum. „Um leið og farið er að takmarka aðgang og selja einkaleyfi þá vaknar tortryggni vegna þess að þá er ekki hægt að skoða gögnin af sama hlutleysi og gert er í dag. Það er því vísasta leiðin til að minnka traust í vísindaheiminum og ekki síst erlendis ef farið er að veita einkafyrirtækjum eða umboðs- mönnum lyfjafyrirtækja, sem hafa fjárhagslegan hag af því hvað er birt og hvað ekki, einkaleyfi og ef aðrir visindamenn þyrftu að sækja um leyfi gegnum það. Gera verður skýran lagalegan mun á viðskipta- gagnagrunni og vísindagagna- grunni sem allt önnur lögmál gilda um.“ Heilbrigðisvísinda- stofnun Islands Reynir kynnti á fundinum hug- mynd um nýsköpunaráætlun vís- inda og hátækni á heilbrigðissviði og væri henni m.a. ætlað að efla samvinnu aðila vinnumarkaðarins og háskólanna. Hugmyndin væri sú að ti) yrði Heilbrigðisvísindastofnun íslands en að henni myndu standa Háskóli íslands, Háskólinn á Akur- eyri og háskólasjúkrahús. Hún væri stefnumótandi aðili sem stuðlaði að framþróun læknavísinda í samvinnu við læknadeild og aðrar rannsókna- stofnanir Háskólans. Gagnagrunnar verði geymdir þar sem þeir verða til og verði upplýsingar ekki færðar í stóran gagnagrunn vegna vand- kvæða sem gætu skapast við vörslu. Hann sagði slíka dreifingu ekki skerða á neinn hátt möguleika á vís- indarannsóknum á sviði erfðafræði. „Við verðum einnig að huga að því að Háskóli íslands verður að mennta allt þetta fólk sem atvinnu- lífið og vinna við slíkan gagnagrunn þarfnast og því verðum við að skapa HÍ tekjulind til að mæta þessu. Við megum heldur ekki gleyma því að það verður að vera forgangsverk- efni þjóðarinnar að fjölga vel menntuðu fólki sem getur tekið þátt í nýsköpun atvinnulífsins til dæmis á sviði erfðavísinda. Því megum við ekki gefa frá okkur augljósa tekju- lind án umhugsunar," sagði Reynir ennfremur. „Ég vil líkja þessu nokkuð við varðveislu fiskimiðanna. Við mynd- um aldrei afhenda einhverju norsku fyrirtæki einkaleyfi á fiskveiðum við Island og að íslenskir sjómenn yrðu að sækja um leyfi til þess eftir veið- um og stjórnvöld yrðu að vera því háð um upplýsingar um afla. Þannig yrði um gagnagrunn á heilbrigðis- sviði sem til yrði á einum stað í höndum eins fyrirtækis með erlend ítök.“ Reynir sagði nauðsynlegt að kalla eftir frekari umræðu um málið og sagði skorta á faglega umræðu aðila á sviði erfðafræði. Nauðsynlegt væri að skoða alla kostnaðarliði og lykiltölur mikið betur svo sem mannaflaþörf og tæknileg fram- kvæmdaatriði. Slík greining væri forsenda allra ákvarðana í málinu og yrði að vinnast af hlutlausum að- ila. Það væri óviðunandi að ákvarð- anir væru byggðar á getgátum í svo viðamiklu máli. Þörf á víðtækri umræðu Sigurbjörn Sveinsson, talsmaður Læknafélags íslands, segir að áhugi stjórnar LI standi fyrst og fremst til þess að skapa grundvöll fyrir víð- tæka umræðu og skoðanaskipti svo að sem flestir sem áhuga hafa gætu tjáð sig um málið, til dæmis læknar, lögfræðingar, siðfræðingar og heimspekingar. „En að sjálfsögðu hefur Læknafélagið líka mikinn áhuga á því að allur almenningur skilji hvað hér er á ferðinni og taki þátt í umræðunni. Liður í því er að þingmönnum gefist tóm til ítarlegr- ar umfjöllunar og að þeir tali við kjósendur sína um þetta mál. Það er hin lýðræðislega aðferð," sagði Sig- urbjörn ennfremur. Financial Times segir Island hugsanlega skattaparadís Rangt að tala um beinar áætlanir BRESKA dagblaðið The Financial Times birti á þriðjudag frétt um „miklar áætlanir" Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og sagði að fengi hann sínu framgengt yrði Island bankaparadís. Davíð sagði í fyrra- kvöld að í fréttinni hefði ekki verið nákvæmlega eftir sér haft og rangt væri að tala um beinar áætlanir. „Kostir þess að setja upp fjármála- miðstöð hér voru hins vegar kannaðir á sínum tíma og blaðamanninum var sagt frá því,“ sagði Davíð. „Síðan er mönnum einnig kunnugt um það að verið hefur ágreiningur innan Evr- ópusambandsins og Evi’ópulandanna hvort Evrópusambandsþjóð eins og Lúxembourg geti haldið sinni banka- starfsemi í þeim farvegi, sem hún er nú. Ef þrengdist þar um er augljóst að kostir okkar mundu aukast í þeim efnum og það er rétt að vera vakandi fyrir því.“ í frétt dagblaðsins segir að það gæti tekið tíma að breyta Reykjavík í fjármálamiðstöð þar sem þar séu aðeins fjórir viðskiptabankar, en hér sé um að ræða nýjustu og eina metnaðarfyllstu tilraunina til að auka fjölbreytni í hagkerfi þar sem öldum saman hefur verið treyst á sjósókn. Hins vegar séu ýmis teikn á lofti um að efnahagslíf landsins sé farið að hagnast á lágum fram- leiðslukostnaði, hraðri þróun í tölvu- hugbúnaði og ábatasömum fríversl- unarsamningum. Morgunblaðið/Þorkell Á höfninni umpáskana Hafnarsaga á Hafnarbakkanum REYKJAVÍKURHÖFN hefur fest kaup á og sett upp lista- verkið „Hafnarsaga" á Mið- bakkanum. Verkið er eftir Guð- rúnu Oyahais myndlistarkonu og sýnir grunnmyndir af hafn- arsvæðinu frá sex ólíkum tíma- bilum eftir að uppfyllingar hófust við Örfirisey og Granda. Verkið var unnið í kjölfar verk- efnis sem málaradeild Mynd- lista- og handíðaskóla Islands tók þátt í um umhverfi hafnar- innar. Á myndinni má sjá verkið „Hafnarsaga" í forgrunni en í bakgrunni eni sýningarkassar með stækkuðum ljósmyndum og uppdráttum sem sýna starfsemi og atburði við Reykjavíkurhöfn frá fyrri tíð. Kerum með þör- ungum og botndýrum úr Reykjavíkurhöfn hefur einnig verið komið fyrir á bakkanum, eins og undanfarin ár. Kerin, sýningarkassamir og listaverkið eru hinsvegar aðgengileg allan sólarhringinn. Bandarískur eðlisfræðingur um áhrif geislunar í háloftunum Getur verið jafnmikil í flugi og kjarnorkuverum , . Morgunblaðið/Árni Sæberg BANDARISKI eðlisfræðingurinn Robert J. Barish flutti erindi um geislun í háloftunum á fundi hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í fyrrakvöld. „ÉG HEF bent á að full ástæða væri til þess að menn kynntu sér geislun í háloftunum og áhrif henn- ar á mannslíkamann og hefðu jafn- vel af henni nokkrar áhyggjur en það hefur gengið hægt að vekja áhuga flugmálayfirvalda og flugfé- laga á því,“ segir Robert J. Barish, eðlisfræðingur frá Bandaríkjunum, sem ræddi um þessi mál á fundi hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna í fyrrakvöld. Segir hann að bæði flugáhafnir og þeir sem ferðist mik- ið geti orðið fyrir jafnmikilli eða meiri geislun og starfsmenn kjarn- orkuvera. „Mér finnst álitamál að réttlæta gífurlega vinnu sem lögð hefur ver- ið í að fylgjast með geislun starfs- manna í kjarnorkuverum ef ekki er skeytt um aðra hópa sem verða ekki síður fyi-ir geislun,“ sagði Robert J. Barish í samtali við Morgunblaðið. „Þar á ég til dæmis við flugáhafnir og þann stóra hóp farþega sem ferðast mikið í flugi. Ég tel að þeir farþegar sem ferðast meira en 75 þúsund mílur á ári hverju, sem get- ur þýtt nokkrar viðskiptaferðir af lengra taginu, ættu að gefa gaum að þessum málum, til dæmis ekki síst þungaðar konur.“ í fyrirlestri sínum hjá FÍA benti Barish á að menn yrðu fyrir geislun nánast hvar sem væri í daglegu lífi í nútímaþjóðfélagi. Áhrif geislunar væru mæld m.a. í einingunni sievert og í Evrópu og Bandaríkjunum væri talið að geislun sem væri eitt millisievert eða minni væri leyfileg. Barish sagði áhrif of mikillar geisl- unar margvísleg; þau gætu hugsan- lega verið krabbamein, vansköpun, erfðabreytingar og ófrjósemi. Barish nefndi að áhrif geislunar hefðu mikið verið rannsökuð í fram- haldi af kjarnorkusprengingum, m.a. á Hiroshima og Nagasaki en fyrst hafi menn velt fyrir sér áhrifum geislunar í háloftun- um þegar hljóðfráar þotur voru teknar í notkun á sjötta ára- tugnum. Væri það vegna þess að þær flygju í mikilli hæð, yfir 50 þúsund fet- um. „Núna er vitað að geislun getur hugs- anlega haft áhrif í lægri flughæð og áhrifin tvöfaldast með hverjum 6.500 fetum eftir 30 þús- und feta hæð. Ein- staka flugfélög eni byi’juð að safna upp- lýsingum og vit- neskju um þessi mál en vitneskjan er ekki orðin almenn. Það er spurning hvenær kemur að því að flug- félög verði sökuð um að vita af áhrifum geislunar án þess að upplýsa farþega sína og starfsmenn um það og kannski verða flugmiðar í framtíð- inni með áletrun rétt eins og tóbakið þar sem varað er við að tiltekin flugferð geti hugsanlega valdið til- tekinni geislun." Hann lagði að lokum áherslu á að brýnt væri að flugmannafélög, flug- félög og flugmálayfírvöld gæfu þess- um málum alvarlegan gaum og nauð- synlegt væri að upplýsa fólk innan og utan flugheimsins um þessi áhrif. _ Kristján Egilsson, formaður FÍA, segir að fundurinn hafi verið liður í því að afla félagsmönnum upplýs- inga um hvort hætta geti stafað af geislun í háloftunum. Hann segir að bandaríska flugmannafélagið hafi rannsakað málið talsvert og meðal flugmannafélaga sé vaxandi áhugi á að fá rannsakað hver áhrif geislun- ar í háloftunum séu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.