Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 61
t MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 61 1 í 4 4 í 4 í 4 i 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 í MINNINGAR GUÐMUNDUR KRIS TJÁNSS ON Guðmundur (Gumbur) Krist- jánsson, fyrrver- andi skipamiðlari, fæddist á Flateyri við Onundarfjörð hinn 21. nóvember 1909. Hann lést á Landspítalanum 29. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 8. apríl. Afi okkar Gumbur tók í nefið, fór heljar- stökk bæði aftur og fram, gekk á höndum sem fótum, spilaði gítarsóló á hægri fótlegg með miklum tilþrif- um, sigldi seglum þöndum á skíðum eftir jöklum og snjóbreiðum, stakk sér fimlega til sunds úr hæstu hæð- um, synti í brimi sem blíðalogni, barði á kassann, hrópaði bravó, fékk sér einn lítinn og kannski annan til. Sjálfui' sagðist hann á góðum stund- um vera: „falskur, lyginn og ómerki- legur, en góður drengur, enda ætt- aður að vestan“. Ekki er hægt að minnast afa Gumbs öðruvísi en að fyllast stolti, fá léttan fiðring í magann, brosa breitt og finna stórt tár trítla blíð- lega niður vangann. Afi bar með sér kankvísi og Ijúfa lund í hreyfingum, fasi, orðum og athöfnum, hvernig hann klóraði sér bak við eyrað, dott- aði í stólnum sínum, saltaði saltfisk- inn, tók í nefið, snýtti sér hressilega með rauðum eða bláum vasaklút, brosti í kampinn, beygði sig eftir ósýnilegu kuski á gólfinu, heilsaði og kvaddi. Þá eru okkur minnis- stæðar allar góðu stundirnar sem við höfum átt hjá afa Gumb og ömmu Gróu. Þegar afi sat við borð- stofuborðið, kóngur í ríki sínu, lagði kapal, reif kjaft við spilin og hótaði því að éta þau ef kapallinn gengi ekki upp. Þetta þýddi náttúrlega að hann varð að sitja við þar til spilin lögðust á borðið eins og til var ætl- ast. Að sjálfsögðu var harðbannað að hagræða spilunum í stokknum til að auðvelda leikinn. Fyrir okkur barnabörnin var það hinn mesti heiður að fá að hjálpa afa með kap- alinn og fá að launum hrós og hlátur og kannski þrjú korn úr neftóbaks- dósinni. Saman gátu afi og amma endalaust rætt um ættfræði, hver væri skyldur hverjum, giftur þess- um og tengdur hinum, á hvaða skip- um þessi hefði verið og í hvaða sveit hinn hefði verið prestur eða sýslu- maður. Ef þau voru ekki viss í sinni sök eða bar ekki saman var skokkað inn í bókaherbergi og náð í viðeig- andi uppflettirit svo sem stýri- mannatal, lögfræðingatal eða guð- fræðingatal og málið þar með út- kljáð. Afi Gumbur hafði gaman af sjó- mennsku, skipum og siglingum. Þótti okkur hin besta skemmtan að fara með honum niðrá höfn að skoða skipin. Ef í boði voru siglingar með varðskipum, hvalveiðiskipum eða öðrum fleytum á tyllidögum lét afi, unglingur á níræðisaldri, sig ekki vanta um borð, stóð styrkum fótum frammi í stafni og horfði hýreygur fram á veginn. Þegar við vorum yngri komu stundum skip sem afi hafði umboð fyrir til landsins og tók hann okkur þá gjarnan með í skoð- unarferð. Þetta voru stór skip og spennandi og margt að skoða fyrir forvitna krakka. Þannig kveikti hann áhuga okkar á skipum og sigl- ingum. Þegar svo Fjóla og Maggi áttu nokkur sumur á sjó á farskip- um Eimskips kom afi í heimsókn um borð í skipin, heilsaði upp á skip- stjórann, stýrimanninn, hásetann og brytann, kynnti sér aðbúnað í káetu og tæki í brú, og fylgdist svo með siglingu skipsins um heimsins höf á landakorti í stofunni heima. Afi Gumbur var jafnan hnyttinn í tilsvörum og sagði skemmtilega frá. Fyrir skömmu var hann spurður að því hverju hann þakkaði háan aldur og góða heilsu. Afi svaraði að bragði, alveg blákaldur: „Bara töff gæi.“ Afi sagði okkur sögur af því þegar hann var lítill strákur vestur á Flat- eyri. Hann sagði okkur frá töntu sinni sem vó 214 pund og var voða mjúk og voða góð. Hann sagði frá sér og systkinum sínum, veiði- ferðum og svaðilförum, feluleik í skafrenningi, smaladrengnum Gumb og kúnni Dumbu. Með frásögn sinni hreif afi okkur með sér inn í heim ævintýra og góðra drengja. Afi Gumbur og amma Gróa hafa alltaf verið einstaklega góð við okk- ur barnabörnin sín, öll sem eitt, ver- ið stolt af okkur og ánægð með flest það sem við tökum okkur fyiár hendur. Saman hafa þau áhugasöm, en þó án allrar afskiptasemi, haft gaman af og fylgst með skólagöngu, tómstundum, leikjum og uppátækj- um, svo sem: ferðalögum Agu til fjarlægra landa; álvers- og virkjana- fóndri Fjólu; hestakaupum og hundakúnstum Guðmundar frænda búðarkassa; ferðum Magga í lofti, á láði og legi; kokkakúnstum Gumbs litla kassa; lottótölum og ljúfri lund Eddu Maríu og hlustað heilluð á hlaupagikkinn Gróu Björgu syngja kvæðið um fuglana. Ekki getum við neitað því, barna- börnin hans afa Gumbs, að við höf- um nú kannski einhverntíma átt það til að vera allt í senn: fölsk, lygin og ómerkileg, svona eins og gengur. En öll sem eitt erum við sannfærð um það, að í hjarta okkar blundi ætíð góður drengur, ættaður að vestan. Elsku afi Gumbur, blessuð sé minning þín. Þín barnabörn, Fjóla, Magnús, Guðmundur og Ágústa. Okkur systkinin langar til að minnast elsku afa okkar sem nú hef- ur yfirgefið okkur, en hann mun ætíð vera í huga okkar. Minning- arnar um þig eru svo ótal margar og ógleymanlegar. Okkur er það sérstaklega minnisstætt hvað það var notalegt að koma og heimsækja þig og ömmu og fara í sund með þér á morgnana, en þú varst með morg- unhressari mönnum sem við þekkt- um. Þú varst alltaf hress og kátur og sagðir okkur stundum sögur að vestan eða frá því þú varst í fimleik- um hjá Armanni og jöklaferðum þínum. Þú hafðir gaman af að gera fólk furðu lostið og einu sinni labb- aðir þú á höndunum einum saman á þakkantinum á Hafnarhúsinu og lést sem ekkert væri. Kæri afi, þú þurftir að takast á við erfiðan tíma í lífinu en þú varst dug- legur maður og stóðst ávallt eins og klettur. Hérna megin varst þú okkar helsti afi, því hinn afi okkar dvaldi ekki lengi meðal okkar, og munum við ætíð vera þakklát Guði fyrir að hafa fengið að hafa þig svona lengi. Það er skrýtin tilfinning að eiga ekki eftir að sjá þig meira hérna megin, en við vitum að nú líður þér vel og þú ert tilbúinn að taka á móti okkur þegar þar að kemur. Eftir eigum við ljúfar minningar í hjarta okkar um afa okkar sem við mátum svo mikils, hann var og verður um ókomna tíð einstakur í huga okkar. Við þökkum þér, afi. Að lokum lang- ar okkur að kveðja þig, kæri afi, með þessu erindi: Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mina, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll bömin þín, svo blundi rótt. (M. Joch.) Guðmundur, Edda María, Gróa Björg. Guðmundur Kristjánsson, skipa- miðlari, er látinn. Með honum er genginn einhver besti frændi sem ég hef átt. Guðmundur var um margt einstakur maður. Hann fór ekki um lífið með hávaða eða fyrir- ferð, heldur með hægð og gætni. Hann þvældist ekki fyrir fólki að óþörfu. Hann bað aldrei um neitt. Ætlaðist aldrei til neins af einum eða öðrum. Hann var það sem Bret- ar kalla „gentleman" og það út í fingurgóma. Það var honum ein- hvern veginn í blóð borið, enda þótt hann fæddist í litlu plássi vestur á fjörðum. Þótt fyrirferðin hafi ekki verið mikil var Guðmundur, eða Gumbur eins og svo margir kölluðu hann, einstaklega vinsamlegur og vinmargur maður. Ég hef aldrei á ævi minni heyrt eina einustu mann- eskju segja styggðaryrði um Gumb. Aftur á móti hef ég oft fengið hrós í eyra þegar fólk hefur komist að því að hann var föðurbróðir minn. Gumbur var vinur vina sinna; frændi frænda sinna. Gumbur fæddist á Flateyri. Sonur Kristjáns Asgeirssonar, faktors, frá Skjaldfönn og Þorbjargar Guð- mundsdóttur frá Höll í Haukadal í Dýrafirði. Gumbur var gegnheill Vestfirðingur. Lundin var vestfírsk. Það var tryggðin einnig. Ég tala nú ekki um skoðanirnar í pólitík; þær voru hoggnar í vestfirskt grágrýti. Það gat enginn breytt skoðunum hans í pólitíkinni. Hann var skot- heldur sjálfstæðismaður, rétt eins og Kristján faðir hans var alla tíð. Gumbur hafði meitlaðar og skemmtilegar skoðanir á lífinu og landsmálunum og hafði óskaplega skemmtilega aðferð við að lýsa þeim með hnyttnum athugasemdum. Það fór ekkert á milli mála hvað Gumbur hugsaði þegar hann á annað borð tjáði sig. Hann var einstaklega orð- heppinn. Hann þurfti ekki mörg orð um eitt eða annað, samt vissi maður upp á hár hvert hann var að fara. Það var líka gi-unnt á húmornum, en hann skildu e.t.v. ekki nema þeir sem þekktu Gumb vel. Heiðarleiki, traust, vinátta og kærleikur voru leiðarljós hans í lífinu. Leiðarljós sem entist honum ævina á enda. Gumbur, eins og við hin, saup margan sjóinn á lífsgöngunni. Hann var engu að síður mikill gæfumaður. Átti einstaklega góðan og ljúfan lífs- förunaut, Gróu Ólafsdóttur, sem lifir mann sinn. Saman áttu þau þrjár dætur, sem erft hafa mannkosti for- eldranna. Tengdasynirnir og barna- börnin eru í sama gæðaflokki og Gumbur og Gróa. Með foreldrum mínum og Gumbi og Gróu ríkti náin og mikil vinátta og leið vart sá dag- ur að ekki væri samband á milli þeirra. Ég og fjölskylda mín nær og fjær færum þeim öllum innilegar samúðarkveðjur. Ég, eins og svo margir aðrir í fjöl- skyldunni, átti góðan að þar sem Gumbur var. Lífið hefði ekki orðið jafn skemmtilegt ef ég hefði engan Gumb frænda átt. Með Gumbi er genginn einstakur maður sem seint gleymist. Ef mér yrði falið að velja áletrun á bautastein Gumbs yrði það íslenski málshátturinn: „Eftir lifir mannorð mætt, þótt maðurinn deyi.“ Jón Hákon Magnússon. Að sýnast, að vera. Þessi hugtök eru ólík en ganga þó eins og rauður þráður í gegnum líf okkar. Við vilj- um svo gjarnan vera góðir menn, sanngjarnir menn, miklir menn, en þegar við finnum vanmátt okkar grípum við til hins, að sýnast. Rósin opnar ekki blóm sitt til að sýnast, fegurð hennar er fullkomin án vitundar hennar sjálfrar. Það er ekki til að sýnast að móðirin tekur á móti barni sínu opnum örmum, faðmar það og kyssir, þegar það í neyð sinni kemur grátandi til henn- ar. Það er eðlislæg ástúð sem þar birtist, en ekkert að sýnast. Slík dæmi eru óteljandi sem betur fer; það er margt algerlega ekta í þessu lífi, það var hann Gumbur tengda- faðir okkar, hann var ekki þeirrar gerðar að sýnast, hann var sannur maður, góður og heiðarlegur dreng- ur að vestan. Allir menn eiga ferð fyrir höndum sem þeir fara einir síns liðs, og hafa ekkert sér til styrktar annað en það, sem þeh’ eru í huga og hjarta. Á þessum fallegu vordögum hefur hann Gumbur hafið þessa ferð sem hann ekki þarf að kvíða, svo vel telj- um við okkur þekkja til mannkosta hans eftir áratuga kynni. Smala- drengurinn að vestan er vel nestað- ur og þegar yfii' um kemur bíða vin- ir í varpa. Þegar við sem ungir menn vorum að bera víurnar í dætur Gumbs og Gróu var ekki örgrannt um að beig- ur bærðist í brjósti þegar sú óum- flýjanlega stund rann upp að fram færi kynning á tilvonandi tengdafor- eldrum, sá ótti var með öllu ástæðu- laus. Elskulegri móttökur var ekki hægt að gera sér í hugarlund og það er okkar bjargfasta skoðun að leitun muni vera á yndislegri tengdafor- eldrum en þeim Gumb og Gróu. Þau tóku okkur strax sem hinum týndu sonum og engan skugga hefur borið á samvistir okkar allar götur síðan. Hann Gumbur var að sönnu með lífsskoðun sem slungin var mörgum þáttum sem sjálfsagt hafa mótast af erfðum, uppeldi og lífsvenjum. Flestir íslendingar eru langræktað- ir sveitamenn gæddir náttúruskyni. Gumbur var sér vel meðvitaður um þann fjársjóð sem felst í landi okkar, hann var mikill útivistar- og nátt- úruunnandi og naut sín vel á ferða- lagi hérlendis sem erlendis. Hann var drengskaparmaður að upplagi og eðlisfari og var ávallt boðinn og búinn að veita þeim hjálparhönd sem til hans leituðu. Hann tengda- faðir okkar var slíkt snyrtimenni að til þess var sérstaklega tekið og leit- un var á fegurri rithendi. íþrótta- maður var hann framúrskarandi og flinkur fimleikamaður á sínum yngri árum. Guð gaf honum í vöggugjöf einstaklega ljúfa lund, og hann varð þeirrar gæfu aðnjótandi að varð- veita barnið í sjálfum sér sem við ástvinir hans nutum ríkulega. Elsku Gróa, orð eru vanmáttug á þessari stundu en það máttu vita að við munum öll standa þétt að baki þér, styrkja þig og styðja um ókomna tíð. Það er líkur á því að honum Gumb þyki það bíræfni, jafnvel skortur á háttvísi af okkur, að skrifa um hann of löng eftirmæli og skal því hér staðar numið. Á þessum áningarstað þökkum við samfylgdina sem hefur gert okkur að betri mönnum, við munum leitast við að rækta í börn- um okkar og barnabörnum þær manngildishugsjónir sem hann Gumbur hafði að leiðarljósi. Megi algóður Guð blessa minn- ingu Guðmundar Kristjánssonar. Ólafur Ágúst, Sigtryggur Rósmar. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall föður okkar, tengda- föður og afa, GUÐBERGS SIGURSTEINSSONAR, Smáratúni, Vatnsleysuströnd. Ágúst Þór Guðbergsson, Guðrún Sigríður Gísladóttir, Steinar Smári Guðbergsson, Magnús ívar Guðbergsson, Magnúsína Ellen Sigurðardóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför vinar míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÁRNASONAR, Strandaseli 1. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítalans á deild 11-E fyrir hlýhug og góðan stuðning í veikindum hans. Vilborg Eiríksdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Bjarni G. Bjarnason, Bjarni H. Gunnarsson, Þóra Gunnarsdóttir, Guðný Gunnarsdóttir, Ólafur F. Brynjólfsson, Guðmundur Gunnarsson, Guðleif Nanna Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartans þakkir til allra, sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, AÐALSTEINS BERNHARÐSSONAR, skipstjóra, Hafnartúni 4, Siglufirði, Guðbjörg Sjöfn Eggertsdóttir, Soffía Aðalsteinsdóttir, Sigríður Vala, Gunnar Frans Brynjarsson, barnabörn og systkini. + Hjartans þakkir sendum við þeim fjölmörgu, sem sýndu okkur samhug og vináttu við and- lát og útför SIGURJÓNS KJARTANSSONAR. Elísabet H. Hauksdóttir og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.