Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Páska- eggið skreytt í Prag PÁSKAHEFÐIRNAR eru mis- munandi frá einu landi til ann- ars og í Tékklandi og víðar í Mið- og Austur-Evrópu er það gömul venja að búa til mjög stór egg í líkingu við þetta, sem hún Jirina Petraturova, hálfsjötug kona í Prag, er að vinna að. Páskaegg nú á dögum má rekja aftur til miðalda þegar páska- skatturinn var greiddur í eggj- um. Var sogið innan úr þeim og þau sjðan skreytt og gefin börn- um. Á 19. öld var farið að búa til pappaöskjur fylltar sætindum og síðan súkkulaðiegg en hér á landi urðu þau almenn eftir 1920. Voru þau fyrst steypt í Björnsbakaríi í Reykjavík. Máls- hættir á páskaeggjum eru kunn- ir allt frá því á barokktímanum og voru þá skráðir á eggin sjálf. Eidesgaard herðir takið á stjórn Nyrups JÓANNES Eides- gaard, sem situr fyrir færeyska jafnaðar- menn á danska þing- inu, herðir nú takið á ríkisstjóm jafnaðar- manna. Segir hann í viðtali við Sosialurin að fái Færeyingar ekki hagstæða niðurstöðu í Færeyjabankamálinu geti Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra „allt eins boð- að til kosninga“. Meirihluti dönsku stjórnarinnar stendur og fellur með Eides- gaard og segir hann í samtalinu við færeyska blaðið að danska þingið verði óstarfhæft ef Færeyingar verði ósáttir við málalok Færeyjabanka- málsins. Færeyska landsstjórnin mun á næstu dögum ganga frá stefnu á hendur danska ríkinu, Den Danske Bank og Fj árfestingasj óðnum árið 1992, vegna þess. Líta má á ummæli Eidesgaards sem merki um að hann sé jafnvel reiðubúinn að fella stjórn Nyrups ef viðræður um banka- málið sigla í strand, að því er segir 1 Jyllands- Posten. Blaðið ræðir við Jógvan Mprkpre, félagsfræðing við há- skólann í Þórshöfn, sem segir ummælin harkaleg. „Eidesgaard teflir djarft. Þrátt fyrir reiðina sem ríkir í garð stjórnar Nyrups, munu þau tæplega vekja óblandna hrifn- ingu í röðum jafnaðarmanna [í Færeyjum],“ segir Morkore. Eidesgaard er einn þeirra sem talinn er eiga möguleika á að verða næsti lögmaður Færeyinga í Lög- þingskosningunum sem fram fara 30. apríl. Fari svo tekur varamaður hans, Marita Petersen, fyrrverandi lögmaður, sæti Eidesgaards. Segist hún fylgja sömu hlutleysisstefnu og hann hefur gert en Eidesgaard hef- ur sagst eingöngu munu greiða at- kvæði um mál í danska þinginu er varði Færeyjar. Aukið fylgi við sjálfstæði Skoðanakönnun sem birt var í Færeyjum í gær, bendir til þess að þeir flokkar sem styðja æ háværari kröfur um sjálfstæði Færeyja frá Danmörku, muni auka hlut sinn verulega í kosningunum en Sam- bandsflokkurinn, sem er fylgjandi óbreyttu sambandi við Dani, tapi fyigi- Jóannes Eidesgaard Ráðuneyti skrá skoð- anir blaða- manna Helsinki. Morgunblaðið. MIKILL trúnaðarbrestur hefur orðið milli fínnskra fjölmiðla og nokkurra ráðherra vegna frétta af því að að minnsta kosti þrjú ráðu- neyti hafi látið skrá mat á umfjöll- un einstakra blaðamanna um mál- efni sem varða ráðuneytin. Uttekt atvinnumálaráðuneytisins á skrifum blaðamanna hefur verið birt eftir þrýsting frá fjölmiðlum. I henni vora nafngreindum blaða- mönnum gefin stig eftir því hversu jákvæðir eða neikvæðir þeir höfðu verið gagnvart aðgerðum ráðuneyt- isins. Jafnaðarmaðurinn Liisa Ja- akonsaari, ráðherra atvinnumála, neitaði í fyrstu opinberlega að nokkur listi væri til en varð svo að viðurkenna tilvist hans. Þá neitaði Jaakonsaari því hins vegar að markmið stigagjafarinnar væri að flokka blaðamennina. Það hefur einnig vakið athygli að úttektin var pöntuð hjá ráðgjafa- fyrirtæki en ekki framkvæmd af embættismönnum ráðuneytisins. Ráðgjafarfyrirtækið fékk rúmlega 200.000 fínnsk mörk í greiðslu fyrir úttektina, um 2,4 milljónir ísl. kr., og þykii- það nokkuð góð upphæð fyrir að lesa blöðin og flokka um- fjöllun þeirra. Annað sem kemur gagnrýnend- um Jaakonsaaris spánskt fyrir sjónir er að flokkssystir hennar var verið meðal þeirra sem fram- kvæmdu úttektina. Ulpu Iivari, fyrrverandi flokksritari jafnaðar- manna, var í hópi þeirra er vann að verkefninu. ----------------- „Snorriu reyn- ir aftur ÁHÖFNIN á „Snorra", eftirmynd af víkingaskipi, ætlar að gera aðra tilraun í sumar til að sigla í kjölfar Leifs Eiríkssonar frá Grænlandi til Nýfundnalands. I fyrrasumar varð hún að gefast upp þegar stýrið brotnaði. Rithöfundurinn W. Hodding Carter og félagar hans gera ráð fyrir, að það taki þá sex til átta vik- ur að sigla leiðina, sem er 1.900 míl- ur, en ævintýrið er kostað af póst- versluninni Lands’ End í Wiscons- in. Er „Snorri", sem er 54 feta lang- ur, kominn með ný og endurbætt stýri en siglt verður yfir Davissund til Baffinseyjar, þaðan í suðaustur til Labradors og þaðan til L’Anse aux Meadows á Nýfundnalandi. v I f \^k Opið alla páskana 1 Inoled /A<?A — skírdag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum — bæði í Grillinu og í Skrúði. Borðapantanir og nánari upplýsingar í síma 552 9900. Gleðilega páska! •/f/////f//////////////////////////////////////j////////////////////////////////////////> l X I i i t í 1 t i i ! i ;
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.