Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Enginn lyf- seðill til á bókmenntir NORBERTO Codina Boeras er skáld frá Kúbu sem kom til Islands og las upp ljóð sín og hélt erindi í boði Vináttu- félags íslands og Kúbu dag- ana 26.-28. mars, en hélt eftir það til Stokkhólms til að sitja hliðarstefnu við menningar- ráðstefnu UNESCO þar. í fyrra var hann gestur á ljóða dögum í Malmö í Svíþjóð sem skáldið Lasse Söderberg stjómar. Codina Boeras fæddist í Caracas í Venezuela 1951, en er kúbanskur ríkisborg- ari og hefur búið á Kúbu frá 1959. Eftir hann liggja að minnsta kosti fimm ljóða- bækur og hann hefur rit- stýrt safnritum með ljóðum skálda frá Kúbu, vinnur nú m.a. að safni Ijóða eftir skáld fædd eftir 1959 og úrvali verka Raúl Hernández Novás. Hann hefur um átta ára skeið rit- stýrt La Gaeeta sem er sameigin- legt blað Bandalags rithöfunda og listamanna á Kúbu og situr hann í stjórn bandalagsins. Hann hefur fengið ýmis opinber verðlaun og viðurkenningar á Kúbu og verið fulltrúi Iands síns á ráðstefnum víða um heim. Ég hitti Codina Boeras ásamt Sigurlaugu Gunnlaugsdóttur sem er í stjórn vináttufélagsins fyrmefnda. Hún sagði mér að skáldinu hefði verið vel tekið í Reykjavík, um 40-50 hlýddu á hann lesa upp ljóð sín á Súfistanum, flestir þeirra frá spænskumælandi löndum, en líka íslendingar. Sigurlaug sagði að hann vildi sjá fjöll, víkinga og eld- LA GACETA er eitt áhrifarík- asta menningartímaritið á Kúbu. fjöll, þau yrðu samt að bíða. Skáldið sagði að það væru sérréttindi að koma til Islands. Codina Boeras er aðeins mæltur á spænska tungu. Aðspurður um ljóðlist á Kúbu sagði hann að í henni gætti áhrifa úr öllum áttum, hún væri svipuð og annars staðar. Hann nefndi Spán og Suður-Ameríku, Bandaríkin og Evrópu. Ljóðin væru ólík og skáldin ólík, yi-kisefnin væra Skáld frá Kúbu, Norberto Codina Boeras, hafði stutta viðdvöl á Islandi, las úr ljóða- bókum sínum og spjallaði um málefni lands síns. Jóhann Hjálmarsson hitti skáldið og reyndi að grennslast fyrir um það hvort ástæða væri fyrir Kúbuskáld að byrja að láta sig dreyma á ný um betra samfélag. Morgunblaðið/Ásdís NORBERTO Codina Boeras: „Rithöfundar sitja ekki í fangelsum á Kúbu, eftir því sem ég best veit.“ alþjóðleg. Nefna mætti áhrifa- valda eins og T. S. Eliot og síð- ast en ekki síst höfuðskáld Kúbumanna, Nicolás Guillén. Hann væri mikið skáld. Að mati Codina Boeras er Raúl Her- nández Novás (1948-1993) einnig meðal meistaranna. Ekki félagi í Kommúnista- flokknum Codina Boeras er augljóslega vanari því að menn ræði ástandið á Kúbu, stjórnmálin frekar en Ijóð- listina, og segir mér að hann sé ekki félagi í Kommúnistaflokki Kúbu. Margir listamenn séu ekki í flokkn- um. Eg spyr hann hvort ekki sé vin- sælast að vera í flokknum. Hann skýrir fyrir mér félagsmálin, segist líta á sig sem fulltrúa rithöfunda á Kúbu en ekki útsendara ríkisins. Bandalag listamanna er stéttarfé- lag, heldur hann áfram, og fjár- magnar starfsemina sjálft. í banda- lagið era kjörnir félagar, til dæmis 4.000 rithöfundar af 7.000 skrifandi. Tónlistarmenn eru fjölmennir á Kúbu, um það bil 12.000. Hann er í forystu rithöfunda. A Kúbu era gefnar út margar bækur, þó ekki eins margar og áður vegna pappírsvandræða. Bækumar eru líklegast þær ódýrustu í heimi, meðalverð um 50 krónur. Efnahags- mál era í ólestri á Kúbu og mikill samdráttur í bókaútgáfu frá því sem áður var. Tala má um kreppu eftir 1992. Tímaritið sem Codina Boeeras rit- stýrir, La Gaceta, sem er eitt hið mikilvægasta á Kúbu, hefur 5.000 áskrifendur og er eitt af 40 menn- ingartímaritum þar í landi. Fjallað er um bókmenntir og aðrar list- greinar. Núna er í undirbúningi áætlun um eflingu og útbreiðslu bókmennta, að sögn Codina Boeras. Sitja rithöfundar í fangelsum á Kúbu? „Ekki svo ég viti. Ég þekki engin dæmi um það.“ Jarðarber og súkkulaði Codina Boeras víkur að ástandinu á Kúbu og talar m.a. um flóttann þaðan. Kvikmynd eins og Jarðarber og súkkulaði hefði verið óhugsandi fyrir tuttugu áram. Hann fullyrðir að flóttamenn skipuleggi hryðjuverk á Kúbu, þeir hafí til dæmis staðið fyrir sprengingum á hótelum. Lýsa bókmenntir Kúbu ástandinu þar, þeirri erfiðu leið sem Kúbu- menn virðast þræða? „Já, og einnig ljóðin þótt þau snú- ist stundum um ást eins og mín og byggi á myndmáli. Bókmenntirnar era í vissu andófí. Áður mátti ekki tjá samkynhneigð í skáldskap, en það gengur nú. Uppgjör er í gangi við einsleita stefnu sem ættuð er frá áttunda áratuginum. Það er ekki hægt að gefa út lyfseðla á bók- menntir. Kvikmynd eins og Jarðar- ber og súkkulaði hefði verið óhugs- andi fyrir tuttugu ái-um.“ Ég læt á mér skiljast að ég sé ekki síst forvitinn um bókmenntir og hans eigin ljóð. Þess vegna les hann að lokum fyrir mig ljóð úr einni af bókum sínum til að gefa nokkra hugmynd um hvernig hann yi-ki. Ljóðið fjallar um Monu Lisu Leonardos da Vincis meðal annars, lýsir ósætti við málarann sem felur fætur gyðjunnar og í heild er ljóðið snjall óður til daglega lífsins í hnit- miðuðu formi og hljómrænu. Eru di-aumarnir dánir? Skáld frá Kúbu dreymir ekki framar, orti Herberto Padilla, eitt helsta skáldið á Kúbu sem Codina Boeras segir að hafi verið mikilvæg- ur fyrir sína eigin kynslóð, skáld sjöunda áratugarins. Padilla lenti í útistöðum við stjórnvöld og var for- dæmdur. Lasse Söderberg sem fór eitt sinn á menningarhátíð á Kúbu og gaf mér heimkominn til Svíþjóðar digran vindil sem Castro gaf honum (góðan vindil eilítið sætan) orti um flokksmálgagnið Granma sem hann fékk sent til sín í Malmö: Vikulega kemur Granma, flokksmálgagnið, svo það glymur í póstlúgunni. Fyrst svelgi ég lyktina af papplrnum og prentsvertunni, sem fær mig til að minnast morgna í Havanna, staða, radda, kenninga, vindsins, sem var rakur og fullur af fólki, alls, sem var ný reynsla. Síðan renni ég augunum yfir fréttirnar og þær eru sjaldan eins og ég gerði mér vonir um. Sennilega er ástæða til að láta sig dreyma áfram því fyrirmyndarríkið er alltaf langt undan. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson SONGMENN úr Hrunamanna- og Gnúpverjahreppi. Ljúfur söngur á afmælishátíð Morgunblaðið. Hrunamannahreppi. YNGSTI karlakúr landsins, Karla- kúr Hreppamanna, sem stofnaður var fyrir ári, minntist afmælisins með túnleikum laugardagskvöldið 4. apríl. Söngmenn eru 30 úr Hrunamanna- og Gnúpverjahreppi. Stjúrnandi kúrsins er Edit Molnár en undirleikari Miklús Dalmay. Það fúr vel á því hjá þessum vösku söngsveinum að bjúða til sín elsta karlakúr landsins, Þröstum í Hafnarfirði, en sá kúr var stofnað- ur árið 1912. Tæplega 40 kúrfélag- ar gátu komið af þeim 48 sem starfa í kúrnum. Stjúmandi er Jún Kristinn Cortez en undirleikari Lára S. Rafnsdúttir. Lagaval var fjölbreytt og létt yf- ir körlum. Meðal annarra ágætra laga frumfluttu Ilreppamenn lagið Ljúfir hljúmar eftir Miklos Dalmay við texta eftir einn kúrfélaga, Hrein Þorkelsson. Edit Molnár flutti tvö píanúverk eftir Franz Liszt og Fréderic Chopin. Að lok- um sungu kúrarnir tvö Iög saman. Ánægja var meðal áheyrenda með þessa vel heppnuðu söng- skemmtun, fannst hún hafa tekist vel, enda mikið klappað. H.C. Andersen- verðlaunin veitt Á FÆÐINGARDEGI H.C. Ander- sens, 2. apríl, var tilkynnt hveijir hlytu að þessu sinni verðlaunin sem við hann eru kennd og IBBY-sam- tökin veita annað hvert ár. Fyrir valinu urðu rithöfundurinn Katherine Paterson, tilnefnd af Bandaríkjunum, og myndlistar- maðurinn Tomi Ungerer sem Frakkar tilnefndu. Katherine Pa- terson fæddist í Qing Jiang í Kína árið 1932 en foreldrar hennar voru trúboðar þar. Hún hefur skrifað tólf bækur fyrir börn og unglinga, en einnig fullorðinsbækur. Bæk- urnar draga dám af því að hún hef- ur víða farið og margt reynt en auk þess að hafa dvalið í Kína sem barn bjó hún ásamt fjölskyldu sinni í Japan í fjögur ár. Katherine hefur unnið til marg- víslegra verðlauna og viðurkenn- inga. Árið 1994 var bók hennar „Lyddie“ á heiðurslista IBBY-sam- takanna, en hún gerist í Vermont og Massachusetts árið 1840. Aðeins ein bók eftir Katherine Paterson hefur komið út á íslensku, „Merki samúræjans" sem bókaút- gáfan Nótt gaf út árið 1985 í ís- lenskri þýðingu Þuríðar Baxter. Tomi Ungerer fæddist árið 1931 í Strassborg. Á æskuárum hans var borgin ýmist frönsk eða þýsk og hefur hann síðan staðið á mörkum franskrar og þýskrar menningar. Leið Tomi lá víða, meðal annars sinnti hann herþjónustu í Úlfalda- hersveit franska hersins í Alsír árið 1952. Árið 1956 hélt hann til Banda- ríkjanna með 60 dollara upp á vas- ann og þar kom út fyrsta barnabók hans „The Mellops Go Flying", árið 1957. Síðan hefur hann samið eða myndskreytt fjölda barnabóka. Tomi Ungerer hefur haft búsetu á víxl í Þýskalandi og Frakklandi og í báðum ríkjum hefur honum hlotnast margvíslegur heiður. Tuttugu og fimm rithöfundar og jafnmargir myndlistarmenn vora tilnefndir til verðlaunanna að þessu sinni. Fyrir hönd íslandsdeildar IBBY var Sigrún Eldjárn tilnefnd til hvorra tveggja verðlaunanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.