Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 54
'•#'4 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FJÓLA VILMUNDARDÓTTIR, Meistaravöllum 31, Reykjavík, sem andaðist í Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánu- daginn 6. apríl, verður jarðsungin frá Bústaða- kirkju fimmtudaginn 16. apríl kl. 13.30. Sigurður Helgi Sveinsson, Þyri Dóra Sveinsdóttir, Kjartan Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, JÓNA GÍSLÍNA SIGURÐARDÓTTIR, Bústaðavegi 85, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli mánudaginn 6. apríl sl. Útför Jónu fer fram frá Áskirkju föstudaginn 17. apríl nk. kl. 13.30. Sigurður Brynjólfsson, Guðborg Olgeirsdóttir, Margrét Karlsdóttir, Herbert Svavarsson, Guðmundur Valur Sigurðsson, Ólafía Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SÓLBJÖRG JÓRUNN VIGFÚSDÓTTIR + Sólbjörg Jór- unn Vigfús- dóttir var fædd á Stóru-Hvalsá í Hrútafirði 20. júní 1917. Hún lést á Hjúkrunarheimil- inu Víðihlíð í Gr- indavík 31. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Stein- unn Jónsdóttir, f. 28. júlí 1878, d. 30. júní 1959, og Vig- fús Guðmundsson, f. 10. október 1884, d. 15. nóvember 1963. Systkini Sólbjargar voru Ey- steinn Einarsson, f. 12. apríl 1904, d. 25. febrúar 1991, og Jóna Þórunn Vigfúsdóttir, f. 30, mars 1919. Fyrri eiginmaður Sólbjarg- ar var Vernharður Eggerts- son frá Akureyri, f. 4. desem- ber 1909, d. 13. febrúar 1951. Þau eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Dagný Austan, f. 21. janúar 1940, sambýlismað- ur Herbert Kristjánsson. 2) Karl, f. 10. september 1941, sambýliskona Anna Brynja Richardsdóttir. 3) Vígsteinn, f. 10. júní 1943, kvæntur Christinu Drag- hici. 4) Jóna Þór- unn, f. 20. október 1944, gift Reyni Kristjánssypi. Árið 1949 hóf Sólbjörg búskap með eftirlifandi eiginmanni sínum Guðmundi Sveins- syni, f. 5. október 1924 frá Torfalæk í Húnavatnssýslu, og 26. desember 1963 gengu þau í hjónaband. Bjuggu þau alla tíð í Innri- Njarðvík. Eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: 1) Drengur, f. 5. júní 1951, d. 5. júní 1951. 2) Vigfús Heiðar, f. 4. júní 1953, kvæntur Þorbjörgu Ágústu Helgadóttur. 3) Svanhildur Stella Júnírós, f. 23.6. 1955, gift Óskari Ásgeirssyni. Barnabörnin eru 24 og barna- barnabörnin 18. Utför Sólbjargar fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju laug- ardaginn 11. apríl nk. og hefst athöfnin klukkan 13.30. + Ástkær faðir okkar og fósturfaðir, SIGURÐUR KRISTJÁN GISSURARSON, Kirkjuvegi 59, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 4. april. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd vandamanna, Þórarinn Sigurðsson, Margrét Sigurðardóttir, Lúðvík Marteinsson, Karl Marteinsson. + Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, JOHN WILFRED GOTT, 38 Bradley Road, Grimsby, Englandi, lést þriðjudaginn 7. apríl. Helga Gott, Yvonne og Glenn Wishart, Sara og Róbert. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INGVAR G. ODDSSON, Kirkjuvegi 1, Keflavfk, sem lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur mánudaginn 6. april sl., verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju miðvikudaginn 15. april kl. 14.00. Soffía Axelsdóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. * + Ástkær móðir mín og tengdamóðir, GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Háukinn 2, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 13.30. Svanur Pálsson, Marselína Pálsson. Vertu hjá mér, halla tekur degi, Herra, myrkrið kemur, dylst mér eigi. Þegar enga hjálp er hér að fá, hjálparlausra Uknin, vert mér hjá. Óðum sólin ævi minnar lækkar, alltaf heimsins gleðiljósum fækkar, breytist allt og hverfim þá og þá, - þú sem aldrei breytist, vert mér þjá. Bend mér upp og yfir tjöldin skýja upp mig tak. Lát jarðar myrkrin flýja fyrir þosi landinu’ engla frá. - I lífi og dauða, Herra, vert mér hjá. (Stefán Thorarensen.) Elsku mamma, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Hvíl í friði. Svanhildur Stella Júnírós. Núna er yndislega amma mín far- in, hvfldinni fegin. Mig langar að þakka elsku ömmu minni þann tíma sem ég átti með henni, en ég get aldrei lýst því hve heitt ég sakna hennar og það er ekki hægt að túlka þá tómleikatilfinningu sem myndaðist í hjarta mínu þegar móðir mín hringdi og tilkynnti mér andlát hennar. „Yndið, yndið, ömmu sinnar yndi,“ kallaði hún mig alltaf, ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana segja nafnið mitt, nema þegar ég gerði eitthvað af mér þá heyrðist stundum miðnafnið mitt hátt og snjallt. Hlýj- an og kærleikurinn sem frá henni streymdi er það fyrsta sem kemur upp í huga mínum. Hún mátti aldrei neitt aumt sjá og var alltaf boðin og búin að hjálpa til og aðstoða aðra. Minningarnar streyma svo ótal- margar og ég sit hér með pennann í hendinni og horfi á mynd af ömmu frískri og hlæjandi. Elsku amma mín, hvar eigum við að byrja? Það er fyrst og fremst þakklæti í huga mín- um, þakklæti fyrir að vera hluti af lífi mínu. Ég hafði þau forréttindi að eyða mikið til mínum fyrstu árum hjá ömmu og afa í Njarðvík sem er búið að vera mér dýrmætt veganesti í lífinu. Amma vildi aldrei heyra um neinn ljótleika ef hún komst hjá því og sagði mér að láta aldrei óvandað- ar manneskjur hafa áhrif á mig, ekki eyða tíma í að rífast eða fljúgast á. Kveddu bara og það eina sem við getum gert er að biðja fyrir þeim, sagði hún. Amma var ávallt léttlynd og húmorinn skammt undan. Amma og afi byggðu sér fallegt heimili I Innri-Njarðvík og bar innbú þeirra vott um ferðalög þeirra erlendis. Á heimili þeirra var oft mjög gest- kvæmt og margt um að vera og með röggsemi og dugnaði eldaði þessi húsfreyja ofan í allan mannskapinn og alltaf þrífandi eins og stormsveip- ur. Amma var mjög heimakær og stolt af heimili sínu og svo öHu sínu fólki sem hún prjónaði allt á, maður fór aldrei vettlinga- og leistalaus frá henni. Hún var mikfll dýravinur og áttu þau hundinn Sokka þegar ég var barn sem passaði mjög upp á mig og dró mig áfram á sleðanum á vetuma, einfaldlega því amma bað hann um það. Síðustu árin áttu þau hundinn Gosa sem var ömmu mjög kær. Amma og afi dekruðu við mig á alla lund og létu margt eftir mér en þó kom ákveðinn svipur ef átti að fylgja einhverju banni, t.d. var ég langt komin að tvítugu þegar ég vog- aði mér út á Stapa. Ámma kenndi mér að syngja og spila á píanó flest- öll bamalögin, og við þetta sat ég heflu dagana glamrandi á píanóið og söng með og hún amma blessunin sat undir þessu. Amma og afi áttu hæsnabú og nokkra hesta, svo það var dagleg rútína að sinna þeim og hvernig sem Frágangur afmælis- og minningargreina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentun- inni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (569 1115) og í tölvu- pósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvem látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A- 4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar em beðnir að hafa skímarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. viðraði örkuðum við amma upp í hús sem var töluverð leið. I roki eða byl dúðaði hún mig og skutlaði mér á há- hest. Að sjálfsögðu fékk „Yndið ömmu“ sinn eigin hest, þá amma fór niður á fjóra fætur setti upp í sig beisli, rétti mér tauminn og ég sett- ist á bak og amma hjóp um allar trissur og hneggjaði. Amma var mjög trúuð kona og var mjög áhugasöm um að kenna mér hvaða boðskap biblían hafði. Samverustundirnar okkar ömmu á kvöldin þykir mér einna vænst um, þegar við lögðumst upp í og röbbuðum saman og lásum og fór- um með bænirnar sem hún kenndi mér og hún strjúkandi í gegnum hárið á mér þar til ég sofnaði. Þetta er líka það fyrsta sem ég kenndi börnunum mínum og eru þessar stundir mjög mikilvægar hjá þeim. Það er mikið gleðiefni fyrir mig að amma skuli hafa hitt börnin mín, Snæfríði Birtu sem mun muna eftir hlýju hennar en Þorgeir og Sædís Lea eru of ung. Ég mun varðveita minningu hennar í hjarta mínu og segja þeim frá ömmu í Njarðvík. Amma var mikil vinkona mín og ræddum við saman um allt, um heima og geima, ég hef alltaf getað snúið mér til hennar með öll mín mál. Við gátum setið tímunum sam- an og rabbað og stundum sögðum við ekki neitt, bara héldumst í hendur. Hún var fyrsta mann- eskjan sem ég sagði frá að ég væri orðin þunguð. I fyrsta skipti sagði ég henni glottandi að ég þyrfti að trúa henni fyrir leyndarmáli, svo kom ég aftur tæpum þremur árum seinna með sömu setninguna og svo þegar ég birtist í þriðja sinn á fjór- um og hálfu ári, og var hálfnuð með setninguna skellti amma upp úr og rétti út faðminn til mín. Sjálf kom hún upp sex börnum og þar af fjór- um á fjórum árum svo við ræddum oft þessa miklu vinnu og álag sem fylgir örum barnsfæðingum. Þegar ég trúlofaði mig samgladdist amma mér mjög og við ræddum oft um brúðkaup mitt og hún lofaði mér að hún skyldi sitja fremst og sjá um að þetta færi allt saman vel fram og ég hef aldrei hugsað mér þennan dag án hennar enda veit ég vel að hún muni nú samt eyða þessum degi með mér. Sem bam var ég stokkin upp í rútu um leið og skólabjallan hringdi út á fóstudögum til að eyða helginni hjá ömmu og afa. Páskamir vom alltaf stórar og dýrmætar stundir hjá okkur ömmu því þá fengum við tæplega tvær vikur saman. Ég hef alltaf tengt þessa daga við ömmu enda þótt ég hafi verið hætt að gista en heimsóknir og símtöl komu í stað- inn svo það er mjög sár og skrýtin tilfinning að vera að kveðja þig núna þegar þessi hátíð er að ganga í garð. Verst er þó að ég á ekki eftir að heyra oftar í þér, heyra þig kalla í mig og fá að hjúfra mig í faðminn þinn aftur. Ömmu hrakaði hratt síð- ustu mánuði sína, skammtímaminnið farið að stríða henni en sem betur fer var léttleikinn enn til staðar og hún gat þó helgið að því ef eitthvað hrökk til í tímasetningunni hjá henni eins og um miðjan febrúar síðastlið- inn þegar við sátum að spjalli eins og svo oft áður og hún spyr mig allt í einu á hvaða hesti ég hafi komið! Svo hlógum við eins og hross. Nokkrum dögum síðar veikist hún mikið og varð ekki aftur snúið til betri heilsu. Amma dvaldi sín tæplega tvö síð- ustu ár á hjúkrunarheimilinu Víði- hlíð í Grindavík og naut þar góðarar umhyggju starfsfólks. Elsku afi, guð færi þér styrk og okkur öllum. Kallið er komid, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.