Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ } VIÐ afhendingu sjóðsins, f.v. Eiríkur Þorgeirsson og Ágúst Sigurðs- son fulltrúar Kiwanismanna, Eiríkur Ágústsson, Samúel Eyjólfsson og Loftur Þorsteinsson, fulltrúar eigenda félagsheimilisins. Kiwanismenn stofna hljóðfærasjóð Hrunamannahreppi - Félagar í Kiwanisklúbbnum Gullfossi, sem starfar hér í Hreppum, gáfu nýlega 100 þúsund krónur til að endurnýja mætti hljóðfæri Félagsheimilisins á Flúðum. * Fært í Arneshrepp Áriieshreppi. Morgunblaðið. BYRJAÐ var að moka veginn frá Bjarnarflrði og norður í Árnres- hrepp 2. apríl og lauk Kristján Guð- mundsson ýtustjóri störfum seinnipart 5. apríl, en hann sagði þetta hafa verið leiðinlegan snjó að moka, harðfenni enda oft búið að blotna í snjónum og margsíga. Vegurinn verður aðeins fær fjór- hjóladrifsbflum fyrst um sinn og er vegurinn fær um mánuði fyrr nú en í fyrra. Agúst Sigurðsson gjaldkeri þeirra Kiwanismanna sagði, er hann af- henti fulltrúum eigenda Félags- heimilisins gjöfina, að þessi litla upphæð ætti að vera vísir að sjóði, sem duga myndi til að kaupa nýjan og fuUkominn flygil í húsið. Allir sem vildu leggja eitthvað til þessa málefnis gætu snúið sér til af- greiðslu Búnaðarbankans á Flúðum, innansveitarmenn sem burtfluttir. Það hljóðfæri sem nú er í notkun var keypt árið 1961 og því farið að fella fjaðrirnar, fullnægði ekki þeim kröfum sem skyldi og gerðar eru nú til slíkra hljóðfæra. Þar sem nýtt hljóðfæri myndi kosta nokkr- ar milljónir króna væri það nokk- urt átak að fjárfesta í því og vildu þeir Kiwanismenn því hafa þennan háttinn á. Slátrun páska- lamba á Hvammstanga Hvammstanga - Hjá sláturhúsinu Ferskum afurðum á Hvamms- tanga var um helgina slátrað um 400 dilkum sem Ferskir fjár- bændur selja til Hagkaups í Reykjavík. Að sögn Eyjólfs Guðmundsson- ar á Bálkastöðum, formanns Ferskra fjárbænda, var slátrað tæpum fjögur hundruð dilkum sem eru smálömb frá liðnu hausti. Flest féð kom úr Vestur-Húna- vatnssýslu en 50 dilkar komu úr Saurbænum í Dölum. Kjöt af þessari slátrun var í verslunum Hagkaups nú fyrir páskana. Að söng Eyjólfs stendur til að slátra aftur dilkum fyrir hefðbundinn sauðburð. Guðmundur Þorbergsson, kjöt- matsmaður hjá Ferskum afurð- um, sagði Morgunblaðinu að nú væri í þessu sláturhúsi í fyrsta sinn metið dilkakjöt eftir nýjum ESB-reglum. Nú væri ekki flokk- að í DI-DIII með undirnúmerum sem segði til um þyngd. Nýju flokkarnir tilgreina annars vegar holdbyggingu skrokkanna og hins vegar beina fitumælingu. Holdafar skrokkanna flokkast í E-U-R-0 og P, þ.e. hágæða- flokkkur væri E, næsti gæða- flokkur er U og lakasti er P. Guðmundur sagðist sann- færður um að hið nýja gerði kaup- endum auðveldara að finna kjöt að sínum óskum. Morgunblaðið/Silli BRÆÐURNIR Indriði og Ivar skoða fæðingarskrár, dánarskrár og bændatöl á 19. öld skráð af afa þeirra, Indriða Þórkelssyni. Héraðsskjalasafnið á Húsavík 50 ára Húsavík - Héraðsskjalasafn Suð- ur-Þingeyinga og Húsavíkur- kaupstaðar er nú 40 ára og tók á veglegan hátt þátt í kynningu Héraðsskjalasafnsins síðastliðinn laugardag, enda hefur það margt að sýna. Hvatamaður að stofnun safns- ins var Páll H. Jónsson, þá kenn- ari að Laugum. Hann hvatti sýslunefnd Suður-Þingeyjarsýslu 1955 til að koma á fót Héraðs- skjalasafni skv. lögum 1947 og reglugerð 1951. Ari síðar eða 1956 var mál þetta rætt á sýslu- nefndarfundi og þar samþykkt að hefjast handa. Það var síðasti sýslunefndarfundurinn sem Júlí- us Havsteen stýrði. Ári síðar gerðist bæjarstjórn Húsavíkur aðili að málinu og síðan hefur ver- ið gott samstarf milli sýslu og bæjar. Safnið fékk fyrst aðstöðu í eld- traustu herbergi í nýlega byggðu húsi Kaupfélags Þingeyinga, en þar var ekki aðstaða fyrir hendi svo að almenningur gæti nýtt sér safnið, en sífellt fjölgaði skjala- gögnum, sem til þess bárust. Allt frá upphafsárunum hafa safninu borist skjalagögn sem sveitarfélög og ýmis félagasam- tök verða að skila samkv. lögum. Einnig hefur safninu borist mikið frá einstaklingum, bréfasöfn, dagbækur, bændatöl og fleira. Héraðsskjalasafnið er nú allt tölvuskráð, sem auðveldar mjög alla leit að gögnum. Hefur sú vinna staðið yfír í 5 ár. Nú er haf- in skráning á ljósmynda- og filmusafni. Sameiginlega mynda þessi söfn grunn fyrir rannsóknir á sögu héraðsins, ásamt þeim gögnum sýslumannsembættisins sem samkv. lögum er skilað til Þjóð- skjalasafnsins. Miklar heimildir til frá 19. öld Það vekur eftirtekt við skoðun skjalasafnsins, hve mikið er til af dagbókum, bændatölum og fæð- ingarskrám frá 19. öldinni og er þar margar merkar heimildir að finna. Sýnishorn úr dagbók Jóns Jóakimssonar, Þverá í Laxárdal, frá 28. mars 1854 er í safninu en stafrétt segir þar svo: „28di drifahláka ekki þó mjög kvass, um Morgunin tók Herdís mín ljettasótt - eftir að hafa verið lánsamlega mjög velsæl - og fæddi Piltbarn kl. 9V2 mátt heita að það geingi alt vel til er barnið 14 1/1 mörk, var Þorgerður í Hól- um hjá henni, sem búin er að vera hjer í 3 vikur, - kom hjer Krist- ján í Grímshúsum í Sníkjugerð, fjekk eg honum Sauðarskamrif, kýrmagál, 12 Spaðbita og 2 fiska, lofaði hann mjer að ljá mjer hest? ef ég þyrfti.“ Grunnskólinn á Hellu Hafið til um- fjöllunar Hellu - Hefðbundin kennsla Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir BOÐIÐ var upp á ýmis skemmtiatriði er tengdust hafinu. var brotin upp í síðustu viku fyrir páskafrí hjá nemendum og kennurum Grunnskólans á Hellu en í liennar stað fengu börnin að vinna að margvísleg- um verkefnum í tengslum við hafið. Yngstu börnin höfðu farið í fjöruferð og útbúið margt og skemmtilegt úr því sem þar safnaðist en önnur útbjuggu plaköt eða líkön og margvís- íegar myndir sem síðan voru sýndar á vorhátíð skólans sem haldin var í lok þemavikunnar. Gestum var boðið til hátíðar- innar en á dagskrá voru fjöl- breytt skemmtiatriði nemend- anna sem öll tengdust hafinu á einn eða annan hátt. Foreldrar og aðrir velunnarar skólans fjölmenntu en í hléi gæddu gestir sér á tertum af hlað- borði 10. bekkinga. Dráttarvél af vatnsbotni Hvammstanga - Björgunarsveit- inni Káraborg á Hvammstanga tókst fyrir nokkru að bjarga drátt- arvél úr Vesturhópsvatni. Eins og mörgum er í fersku minni lentu hjónin Ragna Sigurbjartsdóttir og Konráð Jónsson á Böðvarshólum í þeim hremmingum í febrúar að festa stóra jeppabifreið í vök á vatninu og við björgun hennar fór dráttarvél þeirra niður um ísinn. Dráttarvélin, sem var með stórum ámoksturstækjum, stóð á hrygg á vatnsbotninum á um 5-6 metra dýpi. Við könnun á aðstæðum virtist vonlítið að draga mætti vélina til lands þegar ísinn leysti og bauðst björgunarsveitin til að ná vélinni upp á ísinn. Söguð var vök í ísinn og byggður sterkur rammi úr raf- magnsstaurum í kring. Tveir gálgar voru reistir á rammann og settar krafttalíur á hvorn gálga. Kafarar losuðu ámoksturstækin af vélinni niðri í vatninu og festu taugar á hana. Vélin var síðan hífð upp og stungið undir hana trjám, dregin með jeppum í landi út á ísinn og síð- an í land. Loks voru ámoksturstæk- in hífð upp á sama hátt. Verkið tók marga klukkutíma en um kvöldið var dráttarvélin gangsett og virtist ekki hafa orðið mjög meint af volk- inu. Konráð og Ragna eru með bút- ryggingar sínar hjá Tryggingamið- stöðinni og í tilefni þessarar sér- stæðu björgunar afhenti Trygg- ingamiðstöðin og umboð hennar á Hvammstanga björgunarsveitinni 40.000 kr. sem viðurkenningu fyrir vel heppnaða björgun og einnig fyr- ir önnur óeigingjörn störf sem sveitin hefur unnið. Vélar og bif- reiðar eru hins vegar ekki tryggðar við slíkar aðstæður og hefði tjón hjónanna geta orðið verulegt. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson LYFTIBUNAÐUR á ísnum, dráttarvélin í kafi. Gálgarnir minntu á heimaslátrun að sögn viðstaddra. UMBOÐSMAÐUR Tryggingamiðstöðvarinnar, Sigurður Þorvaldsson, afhenti Guðmundi Jóhannessyni, formanni Káraborgar, viðurkenningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.