Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 59> - finna það að mín börn, þeirra vegur og velferð skiptu hann máli sem hans eigin og ég trúi því sjálfur að það hafí verið gagnkvæmt. Við söknum hans sáran. Kolbrúnu og fjölskyldunni allri sendum við dýpstu samúðarkveðjur og biðjum Guð að leggja líkn með þraut. En við skulum hugsa til orða sálma- skáldsins hebreska sem vitnað var til í upphafi, að þótt fógnuð hjarta vors hafí þrotið um sinn og snúist í sorg, þá hefur þetta allt einnig aðra hlið og hún er sú, að við megum fagna og gleðjast yfir því að hafa átt hann Sigurð Randver. Og við skul- um ylja okkur við þær minningar. Ólafur Jens Sigurðsson. Það er dálítið einkennilegt að festa á blað orð um mann sem mað- ur hefur ekki séð í hartnær þrjátíu ár. En í eilífðinni skiptir árafjöldinn ekki máli þegar öðlingur á í hlut. Við Sigurður vorum bekkjarbræður og samstúdentar frá MH 1971. Það fór ekki mikið fyrir Sigurði í dag- legri umgengni í skólanum. En það leyndi sér ekki að þar fór prúð- menni sem hann fór. Hann var jafn- an glaður í sinni og lagði gott til allra mála. Sterkust er minning mín um Sigurð, er við vorum í boði fyrir útskriftarball í heimahúsi rétt fyrir skólaslit. Þá snérust samræður okk- ar um ljóð og umræðuefnið var „Fagra veröld" Tómasar Guð- mundssonar. Við lásum ljóð til skiptis og ræddum um þau. Síðasta ljóðið sem Sigurður las var síðasta erindið í „Haustnótt“: En fjærst í dýpstu rayrkur og lengra en aug- aðeygi er aðrir sofa rótt, á eirðarlausum flótta um auða hafsins vegi, á undan nýjum degi, fer stakur már um miðja vetramótt. Svo kom þögn. Þetta verkaði djúpt á sálina. Síðan hef ég ekki getað shtið þetta erindi frá minn- ingunni um Sigurð Randver. En nú er márinn horfinn bak við sjóndeild- arhringinn til nýrra landa. En minningin um góðan dreng lifir. Eg veit að allir bekkjarfélagar okkar úr 4.N taka undir það. Eg votta eigin- konu Sigurðar og börnum mína dýpstu samúð. Óli Hilmar. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Sár eru þessi sannindi okkur sem eftir lifum, en þó jafnframt nokkur huggun harmi gegn. Og víst er það, Siggi, að með lífi þínu ávannst þú þér elsku og traust, ekki aðeins guðanna, heldur og okkar dauðlegra. Verkalýðsbarátta og stéttarvit- und bar okkur saman á hafi lífsins, stundum skerjóttu og oftast vand- sigldu. Þú stóðst við stýrið, ég og við hin vorum áhöfnin, siglingar- tækin. Oft þurfti að stilla komp- ásana, endurmeta stefnuna, án þess nokkurntíma að missa sjónar á tak- markinu. Þú kunnir á kortin, varst ávallt sá sem tókst að finna færustu leiðirnar gegnum brotin. Þú kunnir þá list að lesa þín siglingartæki og fylkja áhöfninni. Djörf sókn var háttur þinn. En þú kunnir líka að sigla beitivind hjá boðum og skila þannig fleyinu heilu til hafnar. Við hin treystum dómgreind þinni og þú okkar. Við kvöddum þig glaðan síðast liðið haust er þú lagðir stjórnar- tauma Kennarafélags Suðurlands í hendur nýs formanns. Við vorum glöð því þú hafðir tekið við enn mik- ilvægari trúnaðarstörfum fyrir okk- ar hönd. Við þekktum verkin þín og vissum að þú varst sá okkar sem best var til forystunnar fallinn. Þú varst stoltur af vel unnu verki og horfðir með tilhlökkun fram til nýrra trúnaðarstarfa. En þú horfðir ekld síður glaður fram til meiri tíma með fjölskyldu og nemendum. Þar varstu líka forystumaður. Og við stýrið stóðstu meðal nemenda þinna er guðimir sóttu þig skyndilega til enn mikilvægari starfa. Deyr fé, deyja ffændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Hávamál.) Það var mér gæfa að kynnast þér, félagi. Megi rödd þín hljóma áfram í verkum þínum, jafnt hér sem á nýju tilverustigi. Kæra Kolbrún. Þér og fjölskyld- um ykkar sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðmundur Óli Sigurgeirsson. Móðurbróðir minn Sigurður Randver Sigurðsson lést langt um aldur fram 1. aprfl síðastliðinn. Að lýsa því hvernig mér varð innan- brjósts við að fregna skyndilegt og ótímabært andlát frænda míns er mér um megn enda fremur ætlun mín 1 nokkrum fátæklegum orðum að minnast Sigurðar frænda og þess sem ég tel að hafi gert hann að manni meiri sanda en margir sam- ferðamenn hans. Sigurður var yngstur í systkinahópi móður minn- ar og ég elsta bam hennar og um leið elsta systkinabam hans. Aðeins átta ár vora á milli okkar og því varð á margan hátt um bræðrasam- band milli okkar að ræða - ég hafði Sigga frænda sem stóra bróður og fyrirmynd. Þegar ég lít til baka minnist ég best sjálfstæðs og ákveðins ungs manns sem missti föður sinn sautján ára gamall og stóð styrkur við hlið ömmu minnar. Eg minnist líka frænda sem hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var ekkert að liggja á þeim við litla frænda. Ég minnist þess þegar ég lotn- ingarfullur horfði á eftir frænda mínum geysast fullum eldmóði út úr dyrunum á Langholtsvegi 24 til þátttöku í mótmælaaðgerðum til að minnast þess að 20 ár voru liðin frá inngöngu íslands í NATO. Sjálfur varð ég að sitja heima og þótti súrt í brotið, en ég var of lítill að sögn írænda, sem auðvitað hafði ekki lát- ið hjá liggja að leiða mig í allan sannleika um ástæður og bakgrunn þess að til aðgerðanna kom. Sjálfur er ég nokkrum áram of ungur til að hafa tilheyrt hinni svokölluðu 68-kynslóð. Þökk sé hinsvegar Sigga frænda fyrir að ég náði að stinga höfðinu í dyragættina og fylgjast með nokkrum af tilburð- um hennar á sínum tíma. Hefði hans ekki notið við hefði ég t.d. aldrei náð að upplifa síðustu starfs- ár Bítlanna „í beinni útsendingu". Þá lífsreynslu met ég enn mikils. Þökk sé Sigga frænda fyrir að taka mig með til að verða vitni að fyrstu tilraun sem gerð hefur verið á fs- landi til að skjóta upp eldflaug. Þökk sé Sigga frænda fyrir að hafa lesið upp mörg ljóða Steins Steinarr fyrir þann litla og opna augu hans fyrir góðum og innihaldsríkum kveðskap. Svona gæti ég haldið áfram að telja, en uppúr þessu fór nú samvistunum að fækka - hún Kolla kom til sögunnar og frændi og hún felldu hugi saman, stofnuðu fjölskyldu og voru á stuttum tíma orðin foreldrar tveggja dætra. Ég tel að leita þurfi vel og lengi til að finna fólk sem átti jafn vel saman og Siggi og Kolla - ég hef alltaf dáðst að því hversu samhent og samtaka þau vora. í raun voru þau fyrir mér eins og eitt og ég verð að segja að ég hef eiginlega aldrei litið á Kollu sem konuna hans frænda, mér hefur alltaf frekar fundist hún vera frænka mín. Ég veit að hún Kolla hefur orðið fyrir miklu áfalli, en ég veit líka að hún á þann styrk sem nú þarf til að horfa fram á við og halda áfram ein síns liðs. Það er mér huggun á þess- ari stund. Það er oft sagt þegar fólk fellur frá fyrir aldur fram að þeir sem guðirnir elski deyi ungir. Má sosum rétt vera, en er mér þá farið að finn- ast nóg um eigingirni þeirra. Eigin- gimi er hinsvegar eiginleiki sem Sigurður Randver Sigurðsson var afskaplega fátækur af. Athafnir hans, hugsjónir og draumar var nokkuð sem var gert, hugsað og dreymt með liag og velferð annarra en hans sjálfs að leiðarljósi. Um þetta vitna störf hans að ýmsum fé- lags- og stjómmálum, störf í kjara- baráttu og baráttu fyrir auknu rétt- læti í þjóðfélaginu. Og þegar Siggi frændi tók að sér verkefni var ekk- ert sem hét neitt hálfkák, hlutunum var fylgt efth- og maður fór nú ekki alltaf varhluta af því sem á honum brann - það var ekki hans stíll að kalla hlutina öðram nöfnum en þeir hétu. Minningin lifir um baráttu- mann sem alla tíð stóð uppúr meðal- mennskunni. Að lokum: Eitt skaltu vita, Sig- urður frændi! Menn lifa áfram í verkum sínum þó þeirra njóti ekki við lengur. Fyrir mér lifir þú áfram sem frændi og stóri bróðir sem gafst mér mikið. Minningin um þig léttir mér sporin þegar ég hugsa til þess að við getum ekki hist aftur. Kolbrún, Gerður, Katrín, Guð- brandur og Þórhildur. Hugur okkar Láru er hjá ykkur á þessum erfiðu tímamótum. Grétar Þór Eyþórsson. Þau hörmulegu tíðindi bárast út að kvöldi miðvikudags 1. apríl, að vinur okkar og félagi Sigurður Randver hefði orðið bráðkvaddur - hnigið nið- ur í miðri önn dagsins og verið allur. Okkur setti hljóð. Gat þetta verið satt? Hann Siggi dáinn svona fyrir- varalaust. Hann sem spjallaði við mig í símann kvöldið áður, hress og ráða- góður að vanda. En því miður, þetta var satt. Fallinn er í valinn einn af helstu forsvarsmönnum kennara á Suðurlandi. Sigurður Randver var félagsmálamaður í besta skilningi þess orðs. Hann starfaði ötullega að félagsmálum stéttar sinnar og var alls ódeigur í baráttu fyrir bættum kjöram kennara. Sigurði Randver vora falin ýmis trúnaðarstörf á vegum félags okkar. Hann varð formaður KS haustið 1991 en hafði áður setið í stjórn fé- lagsins og sinnt ýmsum trúnaðar- störfum á þess vegum. Á síðasta fulltrúaþingi KÍ tók Sigurður Rand- ver sæti í stjórn KÍ, en fulltrúi okk- ar í kjaranefnd hafði hann verið um nokkurt skeið. ÖH félagsmálaumsvif kosta tíma og fyrirhöfn. Sigurður Randver spai’aði hvoragt og hlífði sér hvergi þegar störf að málefnum kennara voru annars vegar. Hinu má ekki gleyma að enginn stendur í félagsmálabaráttu án þess að til komi dyggur stuðningur að heiman. Sigurður Randver var lukkunnar pamfíll hvað það varðaði. Eiginkona hans, Málfríður Kolbrán Guðnadóttir, hefur staðið þétt við bakið á honum í umsvifum hans á félagsmálasviðinu og hvergi latt til dáða. Slíkur stuðningur er hverjum þeim sem gefur sig að félagsmálum ómetanlegur. Fyrir þann stuðning eru henni nú færðar innilegar þakk- ir fyrir gott framlag. Éallinn er frá forgöngumaður kennara á Suðurlandi. Að leiðarlok- um skulu Sigurði Randver þökkuð heilladrjúg störf í þágu félagsins. Maðurinn fellur en merkið stendur. Við sem eftir stöndum munum leit- ast við að halda merki félags okkar á lofti. Minning Sigm-ðar Randvers verður okkur leiðarljós í baráttunni. Góður drengur er genginn. Innilegar samúðarkveðjm- send- um við Kolbránu og fjölskyldunni allri með þökk fyrir heilladrjúg störf hans í þágu kennara. Hvíl í friði, kæri vinur. F.h. Kennarafélags Suðurlands, Edda Eiríksdóttir. Látinn er félagi og samherji til margra ára langt um aldur fram. Sigurður Randver var baráttumað- ur fyrir bættum heimi. í brjósti hans brann eldur réttlætis og hjarta hans sló sannarlega vinstra megin, eins og við allaballar á Selfossi segj- um gjarnan. Okkar fyrstu kynni vora í starfi fyrir Foreldrafélag þroskaheftra, sem síðar varð Þroskahjálp á Suðurlandi. Þar leiddi Sigurður í stjórninni og með okkur tókust ágæt kynni. Um það leyti voru þau hjónin komin á kaf í pólitískt starf fyrir Alþýðubanda- iagið. Sigurður Randver var í fjölmörg ár í stjórn fyrir Alþýðubandalagið á Selfossi. Hann ritstýrði líka Bæjar- blaðinu og alltaf síðan höfum við notið hans í blaðaútgáfu vegna sveitarstjórnarkosninga sem og þingkosninga. Og nú er skarð fyrir skildi, ekki bara hjá okkur heldur svo ótalmörgum öðrum. Sigurður var kennari að mennt og óhætt er að segja að hann var fagmaður góður. Hann hafði hug- sjónir og ákveðnar skoðanir um menntun og menningu. Hann sinnti trúnaðarstörfum fyrir kennarasam- tökin. Fyrir fáum vikum talaði hann á fundi um nýja menntastefnu og taldi þar að margt væri komið í drög sem kennarasambandið hefði gert að stefnumálum sínum, þótt frekari útfærsla væri eftir. Á öðrum fundi, sem haldinn var núna í mars, um varnir gegn vímuvá hér á Selfossi, hélt Sigurður mjög gott erindi sem fékk góðar viðtökur og hefði mátt heyra saumnál detta, svo vel náði hann til áheyrenda. Sigurður Randver starfaði í bygginga- og skipulagsnefnd fyrir K-listann á Selfossi og eru honum færðar þakkir fyrir störf hans á vettvangi bæjarmála. Kolbrán og Sigurður eignuðust fjögur böm, þau era: Gerður Hall- dóra, Guðbrandur Randver, Katrín Gróa og Þórhildur Edda. Maður Gerðar er Benedikt Þ. Axelsson og eiga þau einn son. Ég sendi Kolbrúnu og börnum innilegar samúðarkveðjur og um leið kveðjur frá stjórn Alþýðu- bandalagsfélags Selfoss og ná- grennis. Sigríður Ólafsdóttir, formaður Abl. Selfoss. Það er miðvikudagur, vor í lofti og spenningur því páskafrí er framundan. Hópur nemenda og kennara í Sandvíkurskóla er að vinna að undirbúningi árshátíðar elstu bekkja skólans. Eins og venju- lega er Sigurður Randver í farar- broddi sem kennari, aðstoðarmaður og stjómandi, allt í senn. Skyndilega breytist allt, skólinn okkai- hljóðnar og allt lífið skiptir um lit. Hann Siggi er dáinn. Það er erfitt fyrir okkur sem störfuðum með Sigga að skilja þessa ráðstöfun almættisins. Það er ekki auðvelt að sjá skólann okkar fyrir sér án hans. Skarðið sem hann skilur eftir sig er vandfyllt. Hann var eins og klettur í tilvera okkar, bóngóður, ósérhlífmn, úrræðagóð- ur, alltaf tilbúinn til aðstoðar, skrafs og ráðagerða. Siggi var þægilegur í umgengni, skemmtilega stríðinn, fróður, rök- fastur og fylginn sér. Hann hafði ákveðnar skoðanir á flestum málum og sagði þær umbúðalaust. Siggi var góður kennari og náði vel til nemenda sinna. Hann var bæði fé- lagi þeirra og fræðari. Hann lagði áherslu á fagleg vinnubrögð og hafði m.a. aflað sér framhalds- menntunar í sérkennslu. Siggi var mikill félagsmálamaður og á því sviði naut hann sín vel. Það var því engin tilviljum að hann var valinn til forystu fyrir samtök kenn- ara bæði heima í héraði og á lands- vísu. Siggi var mikill gæfumaður í einkalífi sínu og góður fjölskyldu- faðir. Kolbrán eiginkona hans er að- stoðarskólastjóri við Sandvíkur- skóla og vora þau hjón mjög sam- hent bæði heima fyrir og í skólan- um. Þegar starfsmenn skólans hafa komið saman hefur það oftar en ekki verið á heimili Sigga og Kollu. Þaðan eigum við margar góðar minningar sem era okkur afar dýr- mætar núna. Elsku Kolla, Gerður og fjöl- skylda, Kata, Guðbrandur, Þórhild- ur og aðrir vandamenn. Við sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Af eilífðarljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Blessuð sé minning Sigurðar Randvers. Samstarfsfólk í Sandvíkurskóla. Enn hefur verið höggvið skarð í þann samstillta hóp kennara, sem í áraraðir starfaði saman í Barna- skólanum á Selfossi/Sandvíkur- skóla. Dagfríður Finnsdóttir lést 1989; síðan Aldís Bjarnardóttir 1991' og Olöf Sigurðardóttir 1995, allar eftir langvarandi veikindi, og nú Sigurður Randver Sigurðsson við störf sín í skólanum, aðeins 47 ára gamall. Það er hverri stofnun dýrmætt að hafa á að skipa fólki, sem leggur sig fram í starfi og er gætt hæfileikum til að_ takast á við ki-efjandi verk- efni. I Sandvíkurskóla voru margir þessum eiginleikum gæddir. Sig- urður var í þeirra hópi. Sigurður hóf kennslu við Bama- skólann á Selfossi 1978 þegar þau-- hjón fluttu öðru sinni á Selfoss. Áð- ur hafði Sigurður kennt við Gagn- fræðaskólann á Selfossi í tvö ár, Héraðsskólann að Laugum önnur tvö og Árbæjarskóla í Reykjavík eitt ár. Kolbrán, eiginkona Sigurðar, gerðist einnig kennari við skólann 1981 og hafa þau bæði starfað þar og í Sandvíkurskóla óslitið síðan. Kolbrún sem aðstoðarskólastjóri frá hausti 1989. Það má því segja að líf þeirra hafi verið samofið skóla- starfinu. Þau hjón, Kolbrán og Sigurður, voru mjög samstiga í öllu sem þau gerðu. Þau komu sér upp fógru heimili í Lambhaga 19 hér í bæ og - eignuðust fjögur yndisleg börn. Þar undu þau hag sínum vel. Kennslan átti vel við Sigurð. Hann var hugmyndaríkur, ákveðinn og fastur fyrir en hafði þann sveigj- : anleika sem góðan kennara prýðir. Hann náði góðu sambandi við nem- endur sína og fann oft skemmtileg- ar leiðir í miðlun kennsluefnisins. Það var gaman að fylgjast með Sig- urði í starfi. Þegar Kennaraháskólinn bauð grunnskólakennurum á Selfossi til. náms í starfsléikni og síðar sér- kennslu var Sigurður í hópi þeirra sem sóttu námið. Þetta var krefj- andi nám og urðu kennarar að skila dagsverki sínu og stunda svo nám- ið í frístundum. Að námi loknu starfaði Sigurður að öllu leyti eða hluta við sérkennslu í sérdeild skólans. Þar komu hæfileikar hans einnig í Ijós. I hópi samkennara sinna naut hann sín vel og tók þátt í störfum þeirra innan skólans og utan og var í forystu á mörgum sviðum. Hann var formaður Kennarafélags Suður- lands um árabil, í stjórn KÍ og kjaranefnd grannskólakennara. Hann var í fyrstu stjóm foreldrafé- lags Barnaskólans og lagði með öðr-' um grann að öflugu starfi félagsins. Sem skólastjórnandi minnist ég Sigurðar ekki síður á þessum vett- vangi. Hann tók virkan þátt í félagslífi nemenda, árshátíðum, leikhúsferð- um, skíðaferðum, vettvangsferðum og vorferðum. Þar var Sigurður alltaf í fremstu röð. Þá minnist ég þeirra góðu stunda sem ég átti með honum og öðram í félagsstarfi kennara, að undirbúningi árshátíða, ; þoraablóta, skemmtiferða og leik- húsferða. Þar naut hann sín vel. Og dýrmætar minningar koma í hugann úr vorferðum nemenda j austur í Skaftafellssýslu og í Þórs- ! mörk. Þetta voru erfiðar ferðir og | reyndi mikið á kennarana. Þar naut Sigurður sín vel og fór fyrir á mörg- um sviðum. Ég gleymi ekki ljóman- \ um sem færðist yfir andlit hans þegar tekist hafði að koma öllum í ró og kennarar settust að hljóð- skrafi í bjartri vornóttinni. Þessa er mér ljúft að minnast. Ég votta þér, kæra Kolbrún, börnunum ykkar og fjölskyldu dýpstu samúð og óska þess að minningin um góðan eiginmann og ' föður verði styrkur í ykkar miklu sorg. Genginn er góður drengur. • Blessuð sé minning Sigurðar Rand- ! vers Sigurðssonar. Óskar Þór. • Fleiri minningargreinar um Sigurð Randver Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.