Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 66
'V> 66 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens ( &S ÁFIUA BLA&IÞMiTf Efrig KÆZUSTVMNI • sWiNN/-- I h. ■" l,ua! l V ^ J 5^ ^ Grettir Tommi og Jenni HEREðM^IPEA.. 5PIKE15 A FRIENP OF MICKE1' M0U5E, RI6HT? 1 U)ELL;AT /ANDMICKeT^ LEA5T ME / M0D5E 15 SAYS VERYWEALW, HE 15.. A RI6HT? /' U/I4Y DON T WE CALL HIM ON THE PHONE, ANP A5K HIM TO 5ENPU5 A LIMO? i f 1 Hér er mín hugmynd... Ja, það segir hann að Sámur er vinur Mikka minnsta kosti ... Og Mikki músar, er ekki svo? mús er vellauðugur, ekki satt? Af hverju hringjum við Er þetta hugmyndin þín? ekki til hans og biðjum Kannski m.a.s. lengdan eðal- hann að senda okkur vagn... eðalvagn? BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Listir eyjaskeggja Frá Svervi Ólafssyni: ALLT frá landnámstíð hafa ís- lendingar haft ríka þörf til að brjóta af sér átthagafjötra eylandsins og leggjast í víking til fjarlægra landa. Þetta hefur ekki síst átt við um íslenska listamenn. Þeir öðlast með því betri yfirsýn yfir eigin verk og fá hollan saman- burð við það besta sem gerist ann- ars staðar á jarðarkringlunni. Tækifærin sem íslenskir lista- menn hafa til slíkra landvinninga eru því miður ekki mörg og hafa veist alltof fáum. Ekki er aðeins um að ræða landfræðilega ein- angrun okkar, heldur hefur stefnuleysi ríkis og sveitarfélaga í menningarmálum mjög takmark- að framlag íslenskra listamanna til heimslistarinnar. Það er sorg- legur samanburður ef litið er til íþrótta, þar sem nær endalausu fjármagni er dælt í aðstöðu og ár- angur fárra, þrátt fyrir að marg- sannað er að sáralítill hópur fólks fylgist með keppnisíþróttum í samanburði við þá sem fylgjast með menningarviðburðum. Þetta afskræmda hlutfall verður að end- urskoða rækilega. íslensk stjórn- völd virðast ekki enn vera vaxin upp úr þeim afdalaskap að hampa listum á tyllidögum, en vilja ekk- ert af þeim vita þess á milli. Þetta er náttúrulega ekkert annað en hallærislegt yfirklór, sem lýsir vanþroska sálum, sem kunna eng- in skil á íslenskri menningu og þeim dýrmæta þjóðararfi sem okkar litla eyland hefur getið af sér gegnum aldirnar. Nýlega las ég bréf frá góðum vini mínum, frönskum listfræðingi sem af flestum er talin einskonar „guð- faðir“ hinna þekktu listamanna Andy Warhol, Christo, Jean Tinguely, Jasper Johns, Ives Klein, Oldenburg, Rauschenberg o.fl. Þessi virðulegi aldurhnigni vinur minn var nýkominn af al- þjóðlegri sýningu á list eyjabúa víðsvegar úr heiminum. Hann heillaðist mjög af sýningunni og þó sérstaklega af verkum íslensks málara, Sigurðar Örlygssonar. Eg stóðst ekki mátið og tók upp sím- tólið og hringdi til Frakklands til þess að afla nánari vitneskju um málið. Fomtni mín var vakin, ekki síst vegna þess að bæði Sigurður og annar þátttakandi, Mendive, eru mér að góðu kunnir og hafa lengi verið í miklum metum hjá mér sem listamenn. Sýningin sem ber nafnið „Islas“ var opnuð í Las Palmas á Kanaríeyjum í septem- bermánuði sl. Hún hefur síðan far- ið til Tenerife og er ætlað að opna hana fljótlega í Sevilla, þeirri sögufrægu menningarborg Spán- ar. Sýningin hefur hvarvetna fengið frábærar viðtökur og gagn- rýnendur lofað hana í hástert. Sérstaklega eru þó verk Sigurðar Örlygssonar, Kúbumannanna Mendive, Olazabal og Telemaque, lofuð öðrum fremur. Þá hafa vakið verðskuldaða athygli verk Jamaika-búans Nariward, sem ég þekki frá sýningu sem ég var svo lánsamur að sjá í S-Ameríku fyrir fáeinum árum. Blaðagagnrýni og önnur umfjöllun um þessa sýningu vermdi svo sannarlega mitt Is- lendingshjarta. Það hlýtur þó að vera umhugsunarefni, að ekki hafa fjölmiðlar hér heima minnst einu orði á afrek okkar manns í þessum listviðburði og er ekki einsdæmi. Upplýsingar sem mér berast reglulega starfs mín vegna hafa fært mér heim sanninn um það, að kolröng stefna hefur verið rekin í kynningu á íslenskri list er- lendis mörg undanfarin ár. Klíku- skapur, pólitík og ýmis annarleg sjónarmið hafa miklu fremur ráðið ferðinni en faglegt mat. Ofurmat hefur verið lagt á getu listfræð- inga til að annast þetta verk og þeir hafa oftar en ekki veðjað á meðalmennsku og tískubylgjur. Það er til dæmis hreint fráleitt að ætla að listamenn sem komnir eru um miðjan aldur eða lengra á lífs- leið sinni séu síðri listamenn en þeir sem eru að skríða út úr skól- um blautir á bak við eyrun. List- fræðingar og safnstjórar hérlend- is hafa fómað dýrmætri reynslu og þekkingu fjölda listamanna á altari einhvers konar miskilinnar æskudýrkunar, þar sem allt er steypt í sama fjölþjóðlega mótið en íslensk séreinkenni og þroski reynslunnar era kæfð í fæðingu. Þetta sama á við um aðrar list- greinar, ekki síst tónlist og bók- menntir. Einhvers konar heimótt- arskapur veldur því, að enginn ís- lenskur listamaður virðist boðleg- ur nema að hann búi í útlöndum, fremji „útlenda" list eða hljóti náð fyrir augum „elítunar“. Þetta er hið sígilda Garðars Hólm „syndróm". íslenskir listamenn hafa á undanfömum árum víða gert garðinn frægan. Oftast eru þar á ferð listamenn, sem ekki hafa hlotið blessun eða stuðning þessa sjálfskipaða menningarað- als, sem hefur um árabil ráðið lög- um og lofum á landi elds og ísa. Það er ánægjulegur þáttur starfs míns, að fá tækifæri til að fylgjast með afrekum hljóðlátra afreks- manna hinna aðskildu listgreina í landvinningum þeirra. Þrátt fyrir að engar séu fánaborgirnar, ráð- herramóttökur eða fálkaorður er þetta fólk í sinni hógværð að bera hróður lands og þjóðar langt út fyrir þau mörk, sem ráðamönnum þjóðarinnar og sjálfskipuðum menningarpostulum virðist gefið að koma hugsun yfir. SVERRIR ÓLAFSSON, forstöðumaður Listamiðstöðvarinnar Straums. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.