Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Gengið að
Clark vísri
ERLEJVDAR
BÆKUR
Spennusaga
PRETEND YOU DON’T
SEE HER
Mary Higgins Clark: Láttu sem þú
sjáir hana ekki. „Pretend You
Don’t See Her“. Pocket Books
1997. 318 síður.
BANDARÍSKI glæpasöguhöf-
undurinn Mary Higgins Clark
vermir iðulega fyrsta sæti banda-
ríska metsölulistans
með sögum sínum um
morð og meiðingar á
meðal betri borgar-
anna vestra. Hún á ef-
laust tilkall til þess að
vera kölluð drottning
spennusagnanna. Hún
hefur skrifað eitthvað
hátt í tuttugu spennu-
sögur sem notið hafa
mikilla vinsælda.
Bækur hennar eru
þýddar á fjölmörg
tungumál og meðal
annars á íslensku en
bók hennar Mánadís í
myrkri grafar eða
„Moonlight Becomes
You“ var ein af jóla-
bókunum hér á landi í fyrra.
Götnul hugmynd og ný
Bækur sínar skrifar Clark fyrir
ákveðinn hóp lesenda. Persónur
** hennar eru fagrar og greindar og
fágaðar í framkomu, nokkurskonar
herragarðslið án herragarðsins;
aðalpersónan gjaman snöfurmann-
legur kvenmaður sem lendir í
hættum miklum, kemst í kynni við
væntanlegan draumaprins í gegn-
um þrengingar sínar, verður til
þess með undraverðum kjarki að
morðmál leysast og lifir eflaust
hamingjusöm það sem eftir er æv-
innar. Þetta er svosem ekki verri
formúla en hver önnur og Higgins
ekki slæmur sögumaður þótt vilji
lengjast óþarflega á söguþræðinum
og síðumar verða öllu fleiri en
kannski tilefni er til.
Hún segir að fólk sé sífellt að
spyrja sig að því hvernig hún fái
hugmyndimar að sögum sínum og í
nokkurs konar inngangi að nýjustu
sögunni, Láttu sem þú sjáir hana
ekki eða „Pretend You Don’t See
Her“, sem kom nýlega út í vasa-
broti, svalar hún forvitni lesenda
sinna að nokkru þegar hún segir
frá því hvemig saga hennar varð
til. Hún var að velta fyrir sér
nokkmm möguleikum án þess að
neinn þeirra hefði hleypt ímyndun-
araflinu á skeið þar til hún sat
kvöld eitt að snæðingi á vönduðum
veitingastað í New York, Rao’s Bar
and Grill. Þegar leið á kvöldið hóf
eigandi veitingastaðarins og söngv-
ari í frístundum að kyrja lag sem
Jerry Vale gerði vinsælt fyi-ir
mörgum áram og ber titilinn sem
er á nýju bókinni. „Þegar ég hlust-
aði á lagið tók hugmyndin að mót-
ast: Ung kona verður vitni að
morði og neyðist til þess að leita
skjóls hjá vitnavemd bandarísku
alríkislögreglunnar.“
Þetta er líklega einhver mest-
notaða hugmynd að spennusögu
bæði í afþreyingarbókmenntum og
kvikmyndum, sem
hægt er láta sér detta í
hug. Hið eitursnjalla
plott, sem Clark virðist
telja sæmilega fram-
legt, er fyrir löngu orð-
ið að leiðinlegri klisju
og óhætt er að segja að
höfundurinn gerir ekk-
ert nýtt fyrir hana.
Formúlan hefur
sinn gang
Hin unga og geð-
þekka Lacey Farrell á
framtíðina fyrir sér á
Manhattan sem af-
burðasölumaður fast-
eigna. Dag einn þegar
hún er að undirbúa
sölu á glæsilegri Manhattaníbúð
verður hún vitni að morði og í því
sem fómarlambið geispar golunni
hvíslar það að henni að gæta dag-
bókar látinnar dóttur sinnar, sem
morðinginn er á höttunum eftir.
Lacey geymir eitt eintak dagbók-
arinnar, lætur lögregluna hafa
annað og eiginmann hinnar myrtu
það þriðja, áður en hún er látin
hverfa frá Manhattan sem vitni í
hættu. Morðinginn er á eftir henni
og fyrir einstaka tilviljun getur
hún rannsakað málið á eigin spýt-
ur þar sem henni hefur verið
plantað niður einhverjum þúsund-
um mflna frá Manhattan.
Inní þennan félagsskap flækj-
ast fasteignasalar, stórtækir veit-
ingahúsaeigendur, fjölskyldumeð-
limir, eigurlyfjasalar, lögreglu-
menn, ástmenn og hatursmenn og
jafnvel útvarpsmenn, en sem fyrr
er svarsins að leita í fortíðinni og
hana grefur Lacey upp. Raunar
er allt tíðindalaust af vígstöðvum
Mary Higgins Clark. Formúlan
hefur sinn gang án mikilla átaka
og að mestu leyti laus við óvæntar
uppákomur. Aðdáendur hennar
verða eflaust ekki sviknir um enn
einn spennurómaninn. Hinir
munu velta því fyrir sér hvað þeir
eiginlega vora að gera við pening-
inn.
Arnaldur Indriðason
MARY Higgins Clark
nýtur mikilla vinsælda
um allan heim.
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
FRÁ tónleikum Samkórs Norður-Héraðs á Brúarási.
Samkór Norður-
Héraðs syngur
á Brúarási
Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið.
ÁRLEGIR vortónleikar Samkórs
Norður-Héraðs voru haldnir á
Brúarási nú fyrir páskana. Á
dagskrá tónleikanna voru lög eft-
ir bæði íslenska og erlenda höf-
unda, sum eru nýútsett fyrir
blandaðan kór af stjórnendum
kórsins, Rósmari og Julian Hew-
lett. Meðan kórinn gerði hlé á
flutningi sínum léku nemendur
Tónskóla Norður-Héraðs
einleik og dúett á þverflautur og
píanó.
Kórinn hyggur á söngferðalag
um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur
helgina 18.-19. apríl næstkom-
andi. Laugardaginn 18. apríl
verður kórinn í Skjólbrekku í Mý-
vatnssveit kl. 14 og á Laugarborg
í Eyjafirði kl. 21. Sunnudaginn 19.
apríl syngur kórinn á Breiðumýri
í Reykjadal kl. 15.
ELIN Adda Jónsdóttir lék ein-
leik á þverflautu.
Bók Elínar um
Gerði Helgaddttur
endurútgefin
NÆSTKOMANDI
laugardag 11. aprfl
verða Hðin 70 ár frá
fæðingu Gerðar Helga-
dóttur myndhöggvara.
Af því tilefni verður
opnuð viðamikfl sýning
á verkum hennar í
Gerðarsafni.
I tengslum við sýn-
inguna verður ævi-
saga Gerðar eftir
Elínu Pálmadóttur
blaðamann endurút-
gefin. Bókin kom út
árið 1985. Hún var
metsölubók á sínum
tíma og seldist strax
upp og hefur verið al-
gjörlega ófáanleg síðan. Óneitan-
lega skiptir máli til skilnings á
listaverkum persóna höfundar,
líðan á hverjum tíma, vinnubrögð
og við hvaða aðstæð-
ur listamaður skapar
list sína.
Frá því að Gerðar-
safn var opnað fyrir
réttum fjóram árum
hefur mikið verið
spurt um bókina.
Lista- og menningar-
ráð Kópavogs ákvað
því að gefa aftur út
ævisögu Gerðar í tfl-
efni af sjötugsafmælis
hennar svo að hún
megi verða tiltæk í
safninu.
Elín Pálmadóttir
hefur gefið safninu út-
gáfurétt sinn og höf-
undarlaun og rennur ágóði af sölu
bókarinnar í sjóð við safnið sem
ætlað er að koma listaverkum
Gerðar til góða.
Elín
Pálmadóttir
Sænsk og lit-
háísk list í gall-
erí Kúnna
SÝNING Díönnu Storásin og Sím-
onar Skrabulis opnar föstudaginn
langa í gallerí Kúnna, Skólavörðu-
stíg 6 kl. 20.00. Á sýningunni eru
teikningar og innsetningar. Díana
er frá Svíþjóð og Símon frá Litháen
og bæði eru þau nemar í Myndlista-
og handíðaskóla íslands. Sýningin
stendur til 17. apríl og er opin frá
16-18.
Um eðli kvenna
Sigríður Þorgeirsdóttir heimspek-
ingur flytur rabb á vegum Rann-
sóknastofu í kvennafræðum við Há-
skóla Islands þriðjudaginn 14. aprfl
kl. 12.00 í stofu 201 í Odda. Nefnist
rabbið Heimspekingar um eðli
kvenna: Frá Aristótelesi til Gunn-
ars Dal. Era allir velkomnir.
Nýjar bækur
Tvö byrjendaverk
ISEKIJR
Ljðð
í LANDI ÞRÍFÆTLUNNAR
eftir Kjartan Jónsson, eiginútgáfa,
1997 - 32 bls. LÍF MITT I
HNOTSKURN eftir Helgu
Jenný Hrafnsdóttur,
eiginútgáfa 1998 - 61 bls.
FYRSTU sporin á ritvellinum
■*- era aldrei auðveld. Menn feta sig
misjafnlega varlega út á þá braut.
Sumir taka jafnvel undir sig stökk
og gefa út heilar ljóðabækur. Tvær
slíkar bækur, Líf mitt í hnotskum
eftir Helgu Jenný Hrafnsdóttur og
I landi þrífætlunnar eftir Kjartan
Jónsson, eru slík byrjendaverk.
jfc Þótt farið sé fram af nokkram
* metnaði bera þó bæði verkin þess
glöggt vitni að byrjendur eru hér á
ferð. í bókunum era lífsreynsluljóð
og áhugaskáldskapur en nokkuð
vantar á listræna fágun og vinnslu
ljóðanna.
Líf mitt í hnotskurn er eins og
nafnið bendir til bók sem tengist
eigin lífsreynslu höfundar. Þar er
að finna ljóð sem tengjast ástum og
ástalífi, móðurást, ástarþrá, sökn-
uði og jafnvel afbrýði og reiði. Sum
ljóðin eru full af sársauka en önnur
hlaðin brotgjamri von. Allur er
ljóðheimurinn viðkvæmur og brot-
hættur:
ídag
er ég aðeins
visið blóm sem stendur ekki
undir eigin þunga
Þótt bókin myndi góða heild virka
mörg Ijóðin eins og drög að skáld-
skap fremur en fullkominn texti.
Meiri yfiriega og betri yfirlestur
hefði einnig komið í veg fyrir
nokkra málfarshnökra sem stinga í
augu.
Minni heildarsvipur er á bók
Kjartans Jónssonar, í landi þrífætL
unnar, og kvæðin ólík að formi. í
bók hans er að finna jafnt rímuð
ljóð sem órímuð. Mörg einkennast
þau þó af kaldhæðni og þjóðfélags-
gagnrýni sem þó snýst stundum
upp í hálfkæring. Sum ljóðin líða
dálítið fyrir ákafa höfundar á að
koma skoðunum sínum á framfæri.
Einkum þó hin bundnu ljóð. Þetta
skynjar skáldið og segir: „Mig lang-
ar að yrkja öðruvísi. / Mig langar að
sprengja / utan af mér / búr stuðla
og höfuðstafa.” Á þetta má líka líta
öðrum augum. Ef til vill þarf skáld-
ið frekar að íhuga hvaða form orð-
listar í víðum skilningi þess hugtaks
hentar hugsunum þess. Þess ber þó
að geta að þau ljóð Kjartans ganga
þokkalega upp þar sem hann leitast
við að túlka kaldhæðni sína með
beinum og einföldum ljóðmyndum
eins og í ljóðinu Brúðkaupsferð:
Hvítur eðalvagn
í vegarkanti,
brúðkaupsferð hafin
með brotnum öxli.
Hjónaband á leið
inn í 21. öldina.
Bækur þeirra Kjartans Jónsson-
ar og Helgu Jennýjar Hrafnsdóttur
eru báðar byrjendaverk og bera
þess merki þótt ólíkar séu. Hér eru
á ferðinni áhugaskáldskapur og lífs-
reynsluljóð og ljóst að bæði skáldin
eiga ýmislegt ólært.
Skafti Þ. Halldórsson
• PERL UR og steinar eftir Jó-
hönnu Kristjónsdóttur er komin út
á ný eftir að hafa verið ófáanleg frá
því hún seldist upp
fyrir jólin 1993.
I bókinni leitast
höfundur við að
gefa sem sannasta
mynd af árum sín-
um með rithöfund-
inum Jökli Jakobs-
syni og þeim per-
sónum sem þar
koma við sögu.
Á þessum árum
skrifaði Jökull flest af sínum bestu
verkum m.a. Sumarið 37 sem nú er
verið að sýna í Borgarleikhúsinu.
I bókinni er dregin upp marg-
þætt mynd af Jökli, listamanninum,
eiginmanninum, syninum og föð-
urnum.
Bókin er gefin út í kilju nú og
inniheldur fjölda Ijósmynda af per-
sónum og atburðum sem fjallað er
um.
Bókin er 285 bls. og fylgir nafna-
skrá. Bókaútgáfan Sagan gefur út.
Verð í bókabúðum er 1.630 kr.
Jóhanna
Kristjónsdóttir