Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Af djass- tónleikum PJASS F í II - s a I u r i n n / MúI i nn/\oi'I'íbna luísið TÓNLEIKAR Minningartónleikar um Gunnar Ormslev. Salur FÍH 22. mars. Öðling- ar FÍH. Múlinn, Sólon íslandus. 29. mars. Girl talk. Norræna húsið. 2. apríl. Veigar Margeirsson/Jóel Páls- son. Múlinn, Sólon Islandus. 2. aprfl. ÞAÐ var líflegt djasslíf í Reykja- vík sl. viku. Það upphófst sunnu- dagskvöldið 29. mars er Öðlingar FIH léku í Múlanum á Sóloni ís- landusi, en Öðlingarnir eru þeir fé- lagar FIH sem komnir eru yfír sex- tugt og þarna djömmuðu saman fyrrverandi jafnt sem núverandi at- vinnumenn svo og nokkrir gestir sem ekki hafa náð hinum virðulega aldri. Friðrik Theódórsson og Skapti Ólafsson héldu uppi fjöri með söng og gríni og skópu þá gleðistemmningu sem ríkja verður á samkomum sem þessum. Hans Jensson var einleiksstjarna kvölds- ins og blés hina ágætustu sólóa. Hann var erlendis og fjarri góðu djammi er minningartónleikar voru haldnir um Gunnar Ormslev í FÍH salnum viku áður og sjö saxistar stóðu á sviðinu og blésu meistara Ormslev til heiðurs: Bent Jædig, Jóel Pálsson, Kristinn Svavarsson, Ólafur Jónsson, Óskar Guðjónsson, Rúnar Georgsson og Sigurður Flosason. A tónleikunum komu fram sautján hljóðfæraleikarar, auk saxistanna, menn sem léku mikið með Ormslev: Alfreð Alfreðs- son, Arni Scheving, Carl Möller, Guðmundur R. Einarsson, Guð- mundur Steingrímsson og Ólafur Gaukur, en það gerðu að sjálfsögðu bæði Bent og Rúnar líka, svo og yngri hljóðfæraleikarar: Bjarni Sveinbjörnsson, Björn Thoroddsen, Gunnar Hrafnsson og Tómas R. Einarsson. Á miðvikudag hélt Carl Möller tónleika í Norræna húsinu og á fimmtudagskvöld voru fernir tón- leikar á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Á Catalinu í Kópavogi lék tríó Ró- berts Þórhallssonar ásamt Kristni Svavarssyni. I Hafnarborg í Hafn- arfirði var Óli Steph og tríó með Harlemdagskrá á skátadjassi. Þar er stóri salurinn alltaf troðfullur af djassunnendum fyrsta fimmtudag hvers mánaðar. I Reykjavík var djass í Non-æna húsinu og á Sóloni Islandusi. Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að norski utanríkisráðherr- ann hefur verið í Islandsheimsókn. Halldór Ásgrímsson hefur haft tríó Óla Steph með í ferðum utanlands og Vollenbæk bauð uppá kvenna- djass í Norræna húsinu. Girl talk heitir tríóið. Þær stöllur léku stand- arda þetta kvöld, þó með Jobim- innskoti, og voru flestir af ballöðu- kyni. Leiðtogi tríósins, tenórsaxist- inn Bodil Niska, blæs í websterísk- um anda. Tónninn er að vísu ekki mikill en því framhjáblásnari eins og Ben tíðkaði á seinustu æviárum sínum. Stundum mátti heyra Stan Gets áhrif í bland. Kannski var efn- isskráin of einhæf enda ekki verið að leika fyrir venjulegt djasspúblik- um, en Bodil á tveimur glansnúm- erum Websters, The touch of your lips og Blue and sentimental, var með ágætum. Píanistinn Elizabet Walker, sem er bandarísk, og bassaleikarinn Tine Asmundssen eru fyrsta flokks hljóðfæraleikarar en það var fyrst og fremst Bodil - hin kvenkyns Webster - sem situr eftir í huganum. The beauty and the beast var Webster oft kallaður. Það var ekkert af ruddanum í Bodil - því meira af ljúflingnum. Þegar þær norsku stöllur höfðu lokið leik sínum var haldið á Múl- ann og hlustað á seinni hluta tón- leika Veigars Margeirssonar trompet- og flygilhornblásara og Jóels Pálssonar tenórista. Með þeim léku Eyþór Gunnarsson á pí- anó, Þórður Högnason á bassa og Matthías MD Hemstock á tromm- ur. Þeir fluttu frumsamin verk Veig- ars og Jóels í anda hinna ungu ljóna, bíboppstef og ballöður með sömbu og léttfónkuðum New Or- leans blús í bland. Veigar var hér í stuttri heimsókn, en hann er við nám í Miami í Flórída um þessar mundir. Þeir félagar léku ágætlega og við mikla hrifningu áheyranda og ekki þótti mér aukalagið síst: Hland fyrir hjartað eftir Jóel, þar sem heyra mátti hjartaslátt, reglu- legan sem óreglulegan, pípið í hjartalínuritstækinu og gleðilegan óhugnað ekki ósvipað og hjá Louis Armstrong í The skeleton in the closet. Verst var bara að deilast ekki víðar þetta kvöld. Vernharður Linnet Morgunblaðið/Jón Svavarsson EINAR Heimisson leikstjóri ásamt Sigurði Valgeirssyni dagskrár- stjóra innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins og Guðmundi Hall- varðssyni stjórnarformanni DAS og Sjómannadagsráðs. Við höfðum ekkert vit á stríði Sj ómennirnir sem gleymdust í KVÖLD verður á dagskrá Sjónvarpsins ný heimildamynd eftir Einar Heimisson sem nefnist „Við höfðum ekkert vit á stríði“, og fjallar um íslensku sjó- mennina sem færðu Bretum fisk á stríðsár- unum. Um þessar hetj- ur hafsins hefur lítið verið íjallað, en auk þess að vera aðalmat- arbúr Breta, björguðu þeir hundruðum þýskra hermanna frá drukknun en fram- seldu þá síðar Bretum. Þeir sýndu einstaka samstöðu og fórnuðu lífi sínu margir hverjir við þessa vinnu. Þegar heimildamyndin var for- sýnd í Laugarásbíói sl. mánudag var þar mörg göinul kempan mætt. Pétur H. Ólafsson er að sögn leikstjórans „á margan hátt maðurinn á bakvið þessa heim- ildamynd". „Ég hringdi í Einar þegar hann var að lýsa eftir fólki sem þekkti þetta tímabil. Ég er fæddur og uppalinn á togurum, og þegar ég fór að segja honum mína sögu þá sá hann að ég þekkti þessa hluti mæta vel og bað mig um að koma inn í verkefnið," segir Pétur. „Þetta var mitt líf á þessum tíma, ég var 44 ár til sjós. Ég byijaði 1935 á litlu togurunum og var þar alla mína tíð, nema að ég tók eitt ár í aukasiglingu til Murmansk." - Fannst þér kom- inn tími til að gera mynd um sjómenn stríðsáranna? „Já, ég hefði viljað gera þetta mikið stærra, að það næði út fyrir líf og dauða. Það hefði verið fínt að fá togara af þessari stærðargráðu, og fara með menn í skipið til að sýna hvernig þau voru virkilega útbúin, miðað við nýsköpun- artogarana sem seinna komu. Það var engin aðstaða til þess að þrífa sig og klósett- aðstaðan var hálfgerð- ur kamar.“ - Þú ætlar ekki að biðja Einar að gera kvikmynd um þessa menn? „Mér finnst það skylda ríkisins að gefa fjármagn til þess að taka upp sögu sjómannastéttarinnar allrar, og þjóðin skuldar þessum aldurshóp sem er að hverfa annað eins. Það var þessi stétt sem tókst að safna fé eftir mögru árin 1930- 1940 til áframhaldandi uppbygg- ingar, sem var fyrsti vísirinn að velferðarþjóðfélagi Islendinga. Þetta eru sjómennirnir sem gleymdust." Einar Heimisson tók það fram í ávarpi sínu á undan sýningunni að vonandi yrði þessi mynd ein- ungis upphafið en ekki endirinn á umfjölluninni um þetta tímabil og hetjur þess. Pétur H. Ólafsson Glæsileg'ur samleikur TONLIST Digraneskirkja KAMMERTÓNLEIKAR Áshildur Haraldsdóttir og Einar K. Einarsson fluttu verk eftir Guiliani, Poulenc, Villa-Lobos, Ibert, Piazolla og Lárus Grímsson. Mánudagurinn 6. aprfl 1998. BÆÐI gítarinn og flautan, sem eiga sér mjög langa sögu og gegndu stóru hlutverki bæði á end- urreisnar- og barokktímanum, voru undarlega fjarri áhugasviði stóru klassísku og flesfra róman- tísku tónskáldanna, svona rétt eins og þessi hljóðfæri væru ekki til. Fyrsta verkið á tónleikum Áshildar og Einars, Grosse Sonata op. 85, er eftir samtímamann Beethovens, Mauro Giuseppe Sergio Pantaleo Giuliani (1781-1729), ítalskan gít- arsnilling, er starfaði á árunum 1806-19 í Vínarborg. Eftir hann liggja um 200 tónverk fyrir gítar, þar á meðal þrír konsertar. Stóra sónatan, op. 85, er langt verk, fjög- urra þátta og vínarískt að stíl og formi. Þetta ágæta samleiksverk fyrir flautu og gítar var mjög vel flutt en líklega ætti betur við að leika verkið á barokkflautu, vegna mikils munar á tónstyrk hljóðfær- anna. Þrjú smálög og smáleg verk eftir Poulenc voru næst á efnisskránni. Nefnast þau Mouvements Perpétu- els og voru þessar þriggja þátta sí- byljur sérlega vel leiknar, sem þó bjargaði ekki þessum lítilfjörlegu tónverkum. Síðasta verkið eftir hlé var langt og vel samið, eftir Lárus Grímsson og heitir því einkenni- lega nafni ‘T is a stairway, not a street. Þetta eins þáttar verk skiptist í þrjá hluta, sem hver fyrir sig er byggður á sjálfstæðu tónefni, sem tengist saman með svipuðum úrvinnsluaðferðum, þar sem leikið er með ýmis flutnings- blæbrigði, þrástefjun og beinar endurtekningar stefja, sem oftlega eru tónöl og jafnvel tengd saman með skölum. I heild er verkið mjög þétt unnið og tæknilega krefjandi. Áshildur og Einar léku það frá- bærlega vel og var gott styrkleika- jafnvægi á milli hljóðfæranna, sem að nokkru má jiakka rithætti höf- undar. Flutningnr þessa frábæra verks var hápunktur tónleikanna, bæði vegna gæða tónlistarinnar og svo fyrir afburða góðan flutning. Eftir hlé var á efnisskránni Distribuicao du Flores eftir Villa- Lobos og Entr’acte eftir Ibert, þar sem sérlega er lögð áhersla á flaut- una, en um er að ræða einfaldan undjrleik fyrir gítarinn og var leik- ur Áshildar einstaklega glæsilegur í þessum skemmtilegu leiktækni- verkum. Lokaverk tónleikanna var Histoire de Tango eftir Astor Pi- azolla og er þessi saga sögð frá 1900 tfi 1990, í fjórum þáttum með þrjátíu ára millibili. Danstónlist hefur ávallt haft áhrif á þróun ódanshæfrar tónlistar og nægir að nefna svítuna, menúettinn, Vínar- valsinn, slavneska og spánska danstónlist, djass- og popptónlist. Nú er tangótónlist farin að heyi-ast í tónleikasölum og þó hún sé einum of hljómbundin í tónferli, þannig að rómantískar laglínurnar eru í raun tónræn skreyting á einfaldri hljóm- skipan, er þar að finna tónstíl, sem að nokkru leyti mætti kalla þjóð- lega tónlist Suður-Ameríku. Verkið er í fjórum þáttum, sem að stíl og efnismeðferð eru svo keimlíkir, fyrir utan smá mun í hraða, að þeir hljóma allir eins. Þrátt fyrir þetta er útfærslan faglega unnin og ekki þarf að spyrja að flutningnum sem í einu orði sagt var frábær. Það þarf ekki mörg orð um leik Áshild- ar, sem er afburða flautuleikari, og einnig var leikur Einars mjög góð- ur og er hann vaxandi gítarleikari. Leikur hans var einstaklega ör- uggur og átti hann stóran þátt í sérlega góðu samspili, sem var aðal þessara tónleika. Jón Ásgeirsson Nóttin skömmu fyrir skógana NÓTT & dagur frumsýnir leikritð „Nóttin skömmu fyrir skógana“ eftir franska leik- skáldið Bernard-Marie Koltés, mánudaginn 13. apríl kl. 21. Leikritið verður sýnt í Leik- húsvagninum. Leikhúsvagn- inn er strætisvagn sem keyrir um götur Reykjavíkur á með- an á sýningunni stendur. Allrahanda hópferðir leggja til strætisvagninn, en lagt verður af stað frá Lofkastalanum út í dularfulla nóttina. Aðeins 50 áhorfendur kom- ast með í hverja ferð og verð- ur því nálægðin við verkið og leikarann mikil. Franski höfundurinn Bern- ard-Marie Koltés er um þess- ar mundir sá höfundur sem mest er leikinn og þýddur í leikhúsheiminum í dag. Hann lést árið 1989 úr alnæmi, þá aðeins fjörutíu ára gamall. Irski leikstjórinn Stephen Hutton er staddur hérlendis til að leikstýra sýningunni en hann hefur getið sér gott orð víðsvegar um Evrópu fyrir uppsetningar sínar. Áðalhlutverk _ er í höndun Ólafs Dan-a Ólafssonar en hann útskrifast úr Leiklistar- skóla Islands nú í vor. Ólafur Darri hefur áður tekið þátt í ýmsum verkefnum og m.a. leikið eitt aðalhutverkanna í kvikmynd Óskars Jónssonar „Perlur og Svín“. Páska- kantata í Egilsstaða- kirkju Morgunblaðið. Egilsstöðum. KÁMMERKÓR Austurlands heldur tónleika í Egilsstaða- kirkju laugardaginn fyrir páska. Flutt verður kantatan „Christ lag in Todesbanden", eftir J.S. Bach og fimm sálma- lög við passíusálma eftir W. Keith Reed, stjórnanda kórs- ins. Kantatan var samin til flutnings á páskadag og er efni hennar páskaboðskapur- inn. „Christ lag in Todes- banden“ var fyrst flutt í nú- verandi mynd árið 1725 í Tómasarkirkjunni í Leipzig og er ein af best þekktu kantöt- um Bachs. Kammerkór Austurlands var stofnaður á vordögum 1997. Kórinn telur um 20 söngvara af Fljótsdalshéraði og úr nærliggjandi byggðum. Kórinn flutti kantötu Bachs, „Ich hatte viel Bekúmmernis“ um síðustu páska. Næsta verkefni kórsins var óratorían Messías eftir G.F. Handel sem var flutt á jólaföstunni. Stjórnandi kórsins hefur frá upphafi verið W. Keith Reed. Sýningu lýkur LJÓSMYNDASÝNING Kjartans Einarssonar í Galler- íi Horninu, Hafnarstræti 15, verður lokuð á föstudaginn langa og páskadag. Sýning- unni lýkur svo miðvikudaginn eftir páska, 15. apríl. Ljós- myndirnar á sýningunni eru teknar í Nepal á síðasta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.