Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mildu UPP með háfinn, það þarf hvorki maðk né flugu á þessa stórlaxa, maður bara húkkar þá, góði... afsláttur! Akureyri Nethyl Ccislagötu 7 * Akureyri ♦ Nethyl 2 • Reykjavík NÝHERJI Nýherjabúðin • Skaftahlíð zt, • Reykjavík X> í 5 .! 'z'irp''- 9 li. 'U 1 Suðurlandsbraut 6 * Reykjavík Pósthússtraeti n * Reykjavík e VAKA - HELGAFELL Forlagsverslun Síðumúla 6 * Reykjavík Háaleitisbraut 58 * Álfabakka 12 * Crímsbæ v/Bústaðaveg • Reykjavík Faxafeni 5 * Reykjavík Læknaháskóli í Varsjá Auglýst eftir nemendum LÆKNISFRÆÐIHÁSKÓLINN í Varsjá í Póllandi auglýsti eftir stúd- entum í sex ára M.D.-nárn í Morg- unblaðinu sl. sunnudag. Einar Stef- ánsson, deildarforseti í læknadeild, segist ekki hafa séð slíkar auglýs- ingar fyrr, en ljóst sé að háskólar víða um heim bjóði upp á menntun á alþjóðavettvangi og þar á meðal læknaháskólar. Einar kvaðst lítið geta tjáð sig um þennan tiltekna skóla. Hann hefði ekki upplýsingar um hvort hann væri faglega viðurkenndur. „Háskólamir í Mið-Evrópu era náttúrulega fornfrægir og standa á gömlum merg. En hvar þeir standa í dag er mér ekld kunnugt um,“ sagði Einar. Hann segir að allar Austur-Evr- ópuþjóðirnar hafi liðið undir komm- únismanum í fiestum greinum vís- inda, ekki síst í læknisfræði. All- margir skólar í Austur-Evrópu geri hins vegar út á þennan markað og einnig skólar í Suður- og Mið-Amer- íku. ---------- Þcssi fyrirtæki vcita öllum scm greiða með VISA krcditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt © FRÍÐINDAKLUBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is Klæðning bauð lægst KLÆÐNING efh. í Garðabæ átti lægsta tilboðið í vegaklæðingar á Norðurlandi vestra í sumar. Bauð Klæðning efh. 13.906.300 kr. í verk- ið en kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var 13.894.085 kr. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og átti Ræktunarsamband Flóa og Skeiða efh. á Selfossi næstlægsta tilboðið, sem var 14.111.600 kr. Borgarverk efh. í Borgamesi átti þriðja lægsta tilboðið og bauð 15.873.600 í verkið og Slitlag efh. á Hellu átti hæsta tilboðið og bauð 16.350.160 kr. í verkið. Vestnorræna þingmannaráðið Reisa á Þjóð- hildarkirkju á Grænlandi þing- gera VESTNORRÆNA þingmannaráðið er skipað sex þing- mönnum frá hverju Vest- ur-Norðurlandanna, Is- landi, Grænlandi og Færeyjum. Hver lands- deild kýs sér formann sem skiptast á um að vera for- menn Vestnorræna ráðs- ins. Nú er Grænlendingur formaður en Svavar Gests- son er fyrri varaformaður ráðsins og formaður ís- landsdeildarinnar. - Hvaða hlutverki gegn- ir Vestnorræna þing- mannaráðið? „Það er samstarfsvett- vangur þingmanna í þess- um þremur löndum, Græn- landi, Færeyjum og ís- landi, og við höfum verið að reyna að styrkja þetta mannaráð, breyta því og það virkara en áður. Aðallega beinist samstarf okkar að þvi sem er sameiginlegt þ.e.a.s. nýt- ingu náttúrunnar á norðurslóð- um, að umhverfismálum og að því sem við eigum sameiginlegt í menningu og menningararfi. All- ar ráðstefnur okkar til þessa hafa snúist um þessi mál beint og óbeint. Nú erum við hins vegar aðallega að vinna að fjórum verk- efnum um þessar mundir.“ - Hvaða verkefni eru það? „Fyrst ber kannski að nefna að Vestnorræna þingmannaráðið stendur fyrir æskulýðsráðstefnu í sumar þar sem 50 ungmenni frá hverju landi hittast og ræða um framtíðarsýn ungs fólks á Vest- ur-Norðurlöndum. Þar verður væntanlega birt niðurstaða skoð- anakönnunar sem nú er verið að undirbúa á vegum félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands um framtíðarsýn og gildismat átján ára árgangsins í öllum löndunum þremur." Svavar segir að starfandi sé undirbúningsnefnd sem vinnur að þessu verkefni og fram- kvæmdastjóri Vestnorræna ráðs- ins frá síðustu áramótum er Páll Brynjarsson stjómmálafræðing- ur. - Eruð þið ekki líka að endur- byggja hús í Bröttuhlíð á Græn- landi? „Vestnorræna þingmannaráðið samþykkti að beita sér fyrir því að reist yrðu tvö hús í Bröttuhlíð á Grænlandi og stendur til að opna þau almenningi til skoðunar árið 2000.“ Svavar segir að reisa eigi í fyrsta lagi Þjóðhildarkirkju í Bröttuhlíð en hún er kennd við Þjóðhildi konu Eiríks rauða. „Þetta er örlítil landnámskirkja sem er ekki ósvipuð ___________ þeirri sem sýnd var í anddyri Þjóðminja- safnsins í vetur og var fyrsta kristna húsið í Vesturheimi. í öðru lagi er meiningin að reisa hús sem er eftirlíking af bæ Ei- ríks rauða og konu hans Þjóðhild- ar. Þjóðveldisbærinn er svipaður þeim þjóðveldisbæ sem er í Þjórs- árdal. Hann er einnig líkur þeim bæ sem verður væntanlega reist- ur á Eiríksstöðum í Haukadal í Dalasýslu." Svavar bendir á að frumkvöðull að þessu máli öllu sé Ami Johnsen alþingismaður. „Hann er formað- ur byggingamefndar þessa verk- efnis en auk Vestnorræna ráðsins geram við ráð fyrir að fjöldi fólks komi að verkinu bæði íslenska rík- Svavar Gestsson ► Svavar Gestsson er fæddur í Borgarfirði árið 1944. Hann var blaðamaður og ritstjóri á Þjóðviljanum til ársins 1978 þegar hann var kosinn þing- maður Reykvíkinga og varð siðan viðskiptaráðherra. Svavar var heilbrigðis-, trygg- inga- og félagsmálaráðherra frá árunum 1980-83 og menntamálaráðherra frá árinu 1988-91. Hann var formaður Alþýðu- bandalagsins frá árinu 1980-1987. Svavar tók við for- mennsku þingflokks Alþýðu- bandalagsins og óháðra árið 1995. _ Eiginkona hans er Guðrún Agústsdóttir, forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur. Þau eiga sex böm; þijú hvort frá fyrra hjónabandi. Æskulýðs- ráðstefna í sumar isstjómin, grænlenska og fær- eyska landsstjómin auk fjölda annarra." - Er vinna þegar hafin við byggingu þessara tveggja húsa á Grænlandi? „Hönnun, skipulag og önnur undirbúningsvinna er þegar hafin af fullum krafti og við reiknum fastlega með að framkvæmdimar sjálfar verði unnar sumarið 1999.“ - A ekki Vestnorræna þing- mannaráðið aðild að Heimskauta- ráðinu? „Jú, og þjóðir sem eiga land að norðurheimskautinu munu hittast í Síberíu í lok þessa mánaðar í bæ sem heitir Salekhard. Þar verða þjóðþing heimskautalanda með fúlltrúa sína, Grænland, ísland, Rússland, Kanada og Bandaríkin svo og Norðurlandaráð og Vest- norræna ráðið.“ Svavar segir að þingmennimir í _________ Vestnorræna þing- mannaráðinu telji að það sé eitt aðalhlut- verk þeirra að vera eins og brú frá heim- skautalandasamstarfi yfir til Norðurlandaráðs og Evr- ópusamstarfsins. - Fleira framundan hjá ráðinu á þessu ári? „Reglulegur ársfundur ráðsins verður í byrjun júní og að þessu sinni verður hann haldinn í bæn- um Illullisat á Grænlandi. Þar ætlum við að ræða sérstak- lega um ungu kynslóðina á Vest- ur-Norðurlöndum og framtíð hennar þar sem og annars stað- ar.“ Svavar segist gera ráð fyrir að þessi ársfundur verði mjög mynd- arlegur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.