Morgunblaðið - 09.04.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 09.04.1998, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mildu UPP með háfinn, það þarf hvorki maðk né flugu á þessa stórlaxa, maður bara húkkar þá, góði... afsláttur! Akureyri Nethyl Ccislagötu 7 * Akureyri ♦ Nethyl 2 • Reykjavík NÝHERJI Nýherjabúðin • Skaftahlíð zt, • Reykjavík X> í 5 .! 'z'irp''- 9 li. 'U 1 Suðurlandsbraut 6 * Reykjavík Pósthússtraeti n * Reykjavík e VAKA - HELGAFELL Forlagsverslun Síðumúla 6 * Reykjavík Háaleitisbraut 58 * Álfabakka 12 * Crímsbæ v/Bústaðaveg • Reykjavík Faxafeni 5 * Reykjavík Læknaháskóli í Varsjá Auglýst eftir nemendum LÆKNISFRÆÐIHÁSKÓLINN í Varsjá í Póllandi auglýsti eftir stúd- entum í sex ára M.D.-nárn í Morg- unblaðinu sl. sunnudag. Einar Stef- ánsson, deildarforseti í læknadeild, segist ekki hafa séð slíkar auglýs- ingar fyrr, en ljóst sé að háskólar víða um heim bjóði upp á menntun á alþjóðavettvangi og þar á meðal læknaháskólar. Einar kvaðst lítið geta tjáð sig um þennan tiltekna skóla. Hann hefði ekki upplýsingar um hvort hann væri faglega viðurkenndur. „Háskólamir í Mið-Evrópu era náttúrulega fornfrægir og standa á gömlum merg. En hvar þeir standa í dag er mér ekld kunnugt um,“ sagði Einar. Hann segir að allar Austur-Evr- ópuþjóðirnar hafi liðið undir komm- únismanum í fiestum greinum vís- inda, ekki síst í læknisfræði. All- margir skólar í Austur-Evrópu geri hins vegar út á þennan markað og einnig skólar í Suður- og Mið-Amer- íku. ---------- Þcssi fyrirtæki vcita öllum scm greiða með VISA krcditkorti rafrænan afslátt Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt © FRÍÐINDAKLUBBURINN www.fridindi.is • www.visa.is Klæðning bauð lægst KLÆÐNING efh. í Garðabæ átti lægsta tilboðið í vegaklæðingar á Norðurlandi vestra í sumar. Bauð Klæðning efh. 13.906.300 kr. í verk- ið en kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar var 13.894.085 kr. Alls bárust fjögur tilboð í verkið og átti Ræktunarsamband Flóa og Skeiða efh. á Selfossi næstlægsta tilboðið, sem var 14.111.600 kr. Borgarverk efh. í Borgamesi átti þriðja lægsta tilboðið og bauð 15.873.600 í verkið og Slitlag efh. á Hellu átti hæsta tilboðið og bauð 16.350.160 kr. í verkið. Vestnorræna þingmannaráðið Reisa á Þjóð- hildarkirkju á Grænlandi þing- gera VESTNORRÆNA þingmannaráðið er skipað sex þing- mönnum frá hverju Vest- ur-Norðurlandanna, Is- landi, Grænlandi og Færeyjum. Hver lands- deild kýs sér formann sem skiptast á um að vera for- menn Vestnorræna ráðs- ins. Nú er Grænlendingur formaður en Svavar Gests- son er fyrri varaformaður ráðsins og formaður ís- landsdeildarinnar. - Hvaða hlutverki gegn- ir Vestnorræna þing- mannaráðið? „Það er samstarfsvett- vangur þingmanna í þess- um þremur löndum, Græn- landi, Færeyjum og ís- landi, og við höfum verið að reyna að styrkja þetta mannaráð, breyta því og það virkara en áður. Aðallega beinist samstarf okkar að þvi sem er sameiginlegt þ.e.a.s. nýt- ingu náttúrunnar á norðurslóð- um, að umhverfismálum og að því sem við eigum sameiginlegt í menningu og menningararfi. All- ar ráðstefnur okkar til þessa hafa snúist um þessi mál beint og óbeint. Nú erum við hins vegar aðallega að vinna að fjórum verk- efnum um þessar mundir.“ - Hvaða verkefni eru það? „Fyrst ber kannski að nefna að Vestnorræna þingmannaráðið stendur fyrir æskulýðsráðstefnu í sumar þar sem 50 ungmenni frá hverju landi hittast og ræða um framtíðarsýn ungs fólks á Vest- ur-Norðurlöndum. Þar verður væntanlega birt niðurstaða skoð- anakönnunar sem nú er verið að undirbúa á vegum félagsvísinda- stofnunar Háskóla íslands um framtíðarsýn og gildismat átján ára árgangsins í öllum löndunum þremur." Svavar segir að starfandi sé undirbúningsnefnd sem vinnur að þessu verkefni og fram- kvæmdastjóri Vestnorræna ráðs- ins frá síðustu áramótum er Páll Brynjarsson stjómmálafræðing- ur. - Eruð þið ekki líka að endur- byggja hús í Bröttuhlíð á Græn- landi? „Vestnorræna þingmannaráðið samþykkti að beita sér fyrir því að reist yrðu tvö hús í Bröttuhlíð á Grænlandi og stendur til að opna þau almenningi til skoðunar árið 2000.“ Svavar segir að reisa eigi í fyrsta lagi Þjóðhildarkirkju í Bröttuhlíð en hún er kennd við Þjóðhildi konu Eiríks rauða. „Þetta er örlítil landnámskirkja sem er ekki ósvipuð ___________ þeirri sem sýnd var í anddyri Þjóðminja- safnsins í vetur og var fyrsta kristna húsið í Vesturheimi. í öðru lagi er meiningin að reisa hús sem er eftirlíking af bæ Ei- ríks rauða og konu hans Þjóðhild- ar. Þjóðveldisbærinn er svipaður þeim þjóðveldisbæ sem er í Þjórs- árdal. Hann er einnig líkur þeim bæ sem verður væntanlega reist- ur á Eiríksstöðum í Haukadal í Dalasýslu." Svavar bendir á að frumkvöðull að þessu máli öllu sé Ami Johnsen alþingismaður. „Hann er formað- ur byggingamefndar þessa verk- efnis en auk Vestnorræna ráðsins geram við ráð fyrir að fjöldi fólks komi að verkinu bæði íslenska rík- Svavar Gestsson ► Svavar Gestsson er fæddur í Borgarfirði árið 1944. Hann var blaðamaður og ritstjóri á Þjóðviljanum til ársins 1978 þegar hann var kosinn þing- maður Reykvíkinga og varð siðan viðskiptaráðherra. Svavar var heilbrigðis-, trygg- inga- og félagsmálaráðherra frá árunum 1980-83 og menntamálaráðherra frá árinu 1988-91. Hann var formaður Alþýðu- bandalagsins frá árinu 1980-1987. Svavar tók við for- mennsku þingflokks Alþýðu- bandalagsins og óháðra árið 1995. _ Eiginkona hans er Guðrún Agústsdóttir, forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur. Þau eiga sex böm; þijú hvort frá fyrra hjónabandi. Æskulýðs- ráðstefna í sumar isstjómin, grænlenska og fær- eyska landsstjómin auk fjölda annarra." - Er vinna þegar hafin við byggingu þessara tveggja húsa á Grænlandi? „Hönnun, skipulag og önnur undirbúningsvinna er þegar hafin af fullum krafti og við reiknum fastlega með að framkvæmdimar sjálfar verði unnar sumarið 1999.“ - A ekki Vestnorræna þing- mannaráðið aðild að Heimskauta- ráðinu? „Jú, og þjóðir sem eiga land að norðurheimskautinu munu hittast í Síberíu í lok þessa mánaðar í bæ sem heitir Salekhard. Þar verða þjóðþing heimskautalanda með fúlltrúa sína, Grænland, ísland, Rússland, Kanada og Bandaríkin svo og Norðurlandaráð og Vest- norræna ráðið.“ Svavar segir að þingmennimir í _________ Vestnorræna þing- mannaráðinu telji að það sé eitt aðalhlut- verk þeirra að vera eins og brú frá heim- skautalandasamstarfi yfir til Norðurlandaráðs og Evr- ópusamstarfsins. - Fleira framundan hjá ráðinu á þessu ári? „Reglulegur ársfundur ráðsins verður í byrjun júní og að þessu sinni verður hann haldinn í bæn- um Illullisat á Grænlandi. Þar ætlum við að ræða sérstak- lega um ungu kynslóðina á Vest- ur-Norðurlöndum og framtíð hennar þar sem og annars stað- ar.“ Svavar segist gera ráð fyrir að þessi ársfundur verði mjög mynd- arlegur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.