Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 47 FRÉTTIR Hjálparsveit skáta á Akureyri kaupir snjóbfl Stórt skref í efl- mgu or- yggismála HJÁLPARSVEIT skáta á Akur- eyri festi nýlega kaup á nýjum snjóbíl. Um er að ræða bíl af gerðinni Tucker Sno-cat ár- gerð 1998 með sæti fyrir allt að átta farþega. Kaupverð snjó- bflsins nam tæplega 11 milljón- um króna. Forsvarsmenn Hjálparsveitar skáta telja að með kaupunum sé stigið stórt skref í eflingu öryggismála í þessum lands- hluta. Enda hafi það margoft sýnt sig að öflugur snjóbfll sé eina öryggistækið sem treystandi er á. Nýi snjóbfllinn var formlega tekinn í notkun við Súlurætur, ofan Akureyrar, sl. laugardag. Morgunblaðið/Kristján Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Svavar Tuliníus og Sveinbjörn Dúason við nýja snjóbflinn. ISLEIVSKT MAL BERGÞÓR Erlingsson og Bessi Skírnisson á Akureyri vildu gjama vita sem mest um orða- sambandið að spóka sig. Skal þá reynt að tína hér til það helsta úr heimildaritum. Hér á landi er þetta kunnugt af bókum frá því á 17. öld og talið merkja labba um, sýna sig, láta á sér bera. Nafnorðið spóki merkir spjátr- ungur eða oflátungur, og lýsing- arorðið spókaralegur= sperrt- ur, spjátrungslegur, rogginn. I nýnorsku er merkingin enn lakari; þar merkir spok fífldjarft flón, smávaxinn spjátrungur, flónslegur maður og önnur svip- uð orð eftir því. Þessi orð eru talin tökuorð úr gamalli þýsku, þar sem spök merkir reimleikar, vofa, draug- ur. Er þá skammt yfír í dönsku spogelse í sömu merkingu, stundum tekið upp í íslensku og „lagað til“. Ásgeii- Sigurðsson kvað í ungdómsgamni: í Spónsgerði á íslandi býr hertogi. Heitir Jón, er ekkert flón né grallari. Á sér frú, ei þekkir sú neitt spaugelsi. Hefrn- skegg á vangavegg á kýrkjafti, og punktum finale. Hér er sem sagt komið yfír í það sem við köllum spaug, en ef við víkjum aftur að sögninni að spóka (sig), virðist ráðlegra að hafa hana um aðra fremur en sjálfan sig. ★ Oft hef ég glaðst yfír því, að ekki hafa allir sama smekk. Mér þykir vænt um að fá bréf frá mönnum sem ekki hafa að öllu leyti sama málsmekk og ég, enda er þessi þáttur vettvangur umræðu og skoðanaskipta, en ekki dómstóll, því síður hæsti- réttur. Eftir þennan formála kemur bréf frá Garðari Hall- dórssyni á Akranesi, birt með þökkum fyrir vinsamleg orð í garð umsjónarmanns. Um sögn- ina að hjóla sem útrýmdi sögn- inni að „sukkla" ætla ég að skrifa innan skamms og ýmis- legt varðandi það fyrirbæri sem kallað hefur verið reiðhjól, hjól- hestur eða sukkull. ★ „Mig langar til þess að gera Umsjónarmaður Gísli Jónsson 948. þáttur smá athugasemd við þakkir þín- ar til Jóns Aðalsteins Jónssonar (innan hornklofa í 944. þætti um íslenskt mál) fyrir framkomin ummæli hans um sagnirnar „að skíða“ og „að skauta“ í orðabók- arþáttum sunnudagsblaðs Morgunblaðsins. Eg sé ekki neina frambæri- lega ástæðu til fordæmingar á þessu orðafari og það stendur heldur ekki til að það útrými öðrum og eldri rithætti. Ef þið Jón Aðalsteinn hefðuð verið orðnir jafn ritglaðfr mál- vemdarmenn þegar reiðhjól voru tekin í notkun hérlendis, eins og síðar varð, þá hefðuð þið andmælt því „að hjóla“ og menn þurft „að fara á hjóli“ sem flestra sinna ferða. Læt þetta nægja að sinni en hugsa mér síðar að senda þér bréf um annað efni, því þótt ég sé með smávegis ónotalegheit hér að framan, þá dáist ég að þrautseigju þinni og úthaldi við þættina í Morgunblaðinu, sem senn ná þúsundinu, og ég er dyggur lesandi þehra. Með bestu kveðjum." ★ Þórir J. Hai-aldsson bjam- dýrafræðingur („úrsólóg") hefur hvatt mig tO að skrifa fáein orð um sykur og sitthvað þvílíkt. Ekki læt ég það undir höfuð leggjast. Sykur= sætuefni, sætt kol- vetni (unnið m.a. úr sykurrófum og sykurreyr) er tökuorð í ís- lensku, úr dönsku sukker. Það er bæði karlkyns og hvorug- kyns, sykurinn og sykrið. „Sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í,“ segir í Gilsbakkaþulu, en í Aravísum er spurt: „Hví er sykurinn sætur?“ Orðið sykur er komið á Norðurlönd úr arabísku sukkar og indversku sakkara, sbr. sakkarín, en í latínu er giiskættaða orðið saccharinus= sætur. Flórsykur, dönsku florsukk- er, er fyrri hlutinn ættaður úr latínu flos= blóm, ft. flores, e. flower. Púðursykur er enn danskt tökuorð (puddersukker), en pudder (e. powder) er af latínu pulvis= duft, sbr. tökuorðið púl- ver. Kandís er sömuleiðis komið til okkar með Dönum, en það má rekja til arabísku qand sama sem reyrsykur, en fyrri hlutinn í kandis mun vera skylt enska orðinu cane= stafur, prik. Melís er molasykur, og það fengum við líka frá Dönum en þeir úr þýsku frá miðaldalatínu saccharum melitense= sykur frá Möltu. Naumast skaðar að geta þess, að hunang er mel á latínu. Við eflum hvorki ónot né hrekki, við látum ei kastast í kekki; friður með okkur sé allt frá mjöðm niðrí hné, - nú, en meira ég sykra víst ekki. ★ Aflinn er miklu minni en í fyrra. Svona er hægt að hafa þetta skýrt og einfalt. Því miður hef ég heyrt: „aflinn er miklu minni miðað við síðastliðið ái-.“ Það er auðvelt að fínna muninn. Sláum skjaldborg um saman- burðartenginguna en, svo stutt og laggóð sem hún er. Látum ekki enska orðasambandið „compared to“ ragla okkur. Að ég tali nú ekki um, þegar við för- um að rangþýða enska orðið while með „á meðan“, þar sem á að vera gagnstæðistengingin en. Dæmi: Jón fékk 300 atkvæði, meðan Sigurður fékk 400. Þarna eigum við auðvitað að segja: Jón fékk 300 ... en Sigurður o.s.ft-v. ★ Ingvar Gíslason, fv. ráðherra, sendi mér þessa ágætu limra, sbr. þátt 946: Siggi fór norður á Nes með Nirði sem strandaði á Fles. Menn sögðu af þvi sögur og sömdu um það bögur, að, ferð hans var ekki til fés“. Auk þess biður Sverrir Ragn- ars á Akureyri menn að gleyma ekki orðinu lirossatað, honum þykh- of mikið talað um „hrossa- skít“. Og umsjónarmaður biður menn vinsamlegast að gefa „kíkja á“ að minnsta kosti páskafrí og segja í staðinn líta á, horfa á eða gægjast á, svo að til- breytingardæmi séu tekin. Og enn: Skilríkir menn heyrðu þáttagerðarmann í útvarpinu nota orðið sporgöngumaður í merkingunni brautryðjandi. Það er alveg öfugt. Sporgöngumaður gengur auðvitað í spor annars, fylgir á eftir honum. Fréttamannastyrkir N or ðurlandaráðs NORÐURLANDARÁÐ veitír í ár nokkra ferðamannastyrki sem nor- rænir fréttamenn geta sótt um. Styrkjunum er ætlað að auka áhuga fréttamanna á og möguleika til að skrifa um málefni annarra Norðui’- landa svo og um norræna samvinnu. Styrkur er veittur í hverju Norð- urlandanna og er fjárhæðin 70.000 danskar krónur fyrir ísland í ár. Styrkurinn er veittur einum eða fleiri fréttamönnum dagblaðs, tíma- rits, útvarp eða sjónvarps. Sjálfstætt starfandi fréttamönnum er einnig heimilt að sækja um styrkinn. Umsæþjandi skal tilgreina til hvers og hvernig hann hyggst nota styrkinn. Einnig skal gerð grein fyr- ir útgáfuformi og ferðaáætlun. Styrkinn ber að nota innan árs. Um- sóknarfrestur er til 28. apríl. Um- sækjendum verður tilkynnt um styrkveitinguna fyi’ir maílok. Umsóknareyðublöð fást hjá ís- landsdeild Norðurlandaráðs, Austur- stræti 14, 5. hæð, 150 Reykjavík. Vinningaskrá 45. útdráttur 8. apríl 1998. íbúðavinningur Kr. 2.000.000_________ Kr. 4.000.000 (tvðfaldur) 50807 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 24281 46922 61235 70488 Ferðavinningur Kr, 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 2509 16893 40879 58558 65127 75563 5718 24656 53395 65122 72987 76812 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 Kr, 20.000 (tvöfaldur) 1396 13568 20297 30255 43329 50946 65627 72961 1902 13875 22004 31918 43607 51477 66383 73078 2996 14860 24815 32461 44611 51639 66468 73215 5143 15219 25441 35204 46413 52335 66813 73998 5651 16346 25597 36138 47150 52451 66829 74482 7793 16614 26328 37151 47203 53213 67311 75102 7976 17060 26816 38010 48268 53834 67783 77241 9399 17101 27878 39022 48443 53940 68034 78475 10095 18031 27928 39124 48862 54388 68290 78584 10571 18901 29095 39876 49423 55274 68866 11947 19369 29585 39897 50033 57892 69071 12419 19851 29676 40625 50518 64139 71322 13426 20191 29683 43054 50542 64276 71939 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 72 8585 19708 30203 38193 47995 60374 70926 223 8593 19764 30213 38487 48232 61098 71191 414 8782 19889 30264 38504 48758 61184 71194 773 8872 20007 30281 38506 48853 61288 71325 858 8998 20220 30374 38666 49046 61334 71444 868 9033 20948 30608 38786 49221 61401 71652 886 9372 20949 30637 38913 49514 61587 72124 942 9610 21092 30644 39125 49836 61874 72228 1079 9657 21127 30683 39214 50000 62018 72446 1164 10167 21211 30703 39369 50268 62089 72814 1215 10266 21587 30825 39433 50355 62542 72918 1306 10515 21601 30895 39608 50563 62574 73430 1378 10624 22023 31057 40461 50695 62581 73626 1614 10874 22239 31067 40729 50914 62661 73681 1730 12091 22876 31109 40997 51073 62849 73993 1777 12332 23349 31132 41045 51099 63337 74177 1844 12567 23606 31226 41499 51615 63371 74222 1856 12580 23843 31546 41558 51654 63738 74753 1893 12637 24197 31576 41643 52037 63845 75340 2125 12987 24260 32019 41677 52110 63974 75647 2394 13037 24701 32048 41742 52115 64195 75711 2762 13443 24836 32058 42084 53007 64300 75772 3215 13740 24857 32161 42357 53198 64308 75808 3274 14426 25343 32271 42439 53350 64569 75966 3460 14713 25593 32636 42595 53366 64590 76400 3744 14786 25665 32902 42818 53567 64647 76481 3802 15672 25833 32992 42987 53588 64954 76818 4188 15858 25890 33075 43151 53647 65151 76833 4531 16109 26249 33301 43291 53667 65573 76875 4905 16285 26329 33458 43485 54308 65755 77037 4953 16312 26491 33589 43726 54423 65839 77157 5008 16321 26714 33675 43989 54426 65952 77217 5196 16438 26800 33973 44208 54453 66241 77284 5704 16468 27245 33986 44540 54495 66388 77749 5721 16482 27362 34438 44821 54706 66439 77830 5798 16684 27437 34693 45016 55881 66522 77964 5799 16789 27802 35473 45710 56353 66992 78072 5942 16855 27806 35546 46008 56585 67085 78153 5956 16885 27829 35922 46135 56789 67768 78189 6168 17161 27933 36172 46232 56809 68011 78331 6254 17298 28336 36368 46307 57148 68674 78348 6346 17408 28371 36392 46367 57388 68713 78593 6422 17744 28405 36688 46416 58206 68774 78611 6537 18423 28408 36707 46508 58226 69248 79568 6713 18905 28470 36791 46639 58315 69262 79635 7133 18980 28797 37053 46680 58624 69556 79679 7512 19022 28881 37302 46712 58825 69717 79752 7626 19130 29348 37590 46746 59387 70048 79763 7709 19529 29880 37879 47204 59523 70128 79902 8420 19548 29968 38150 47724 59567 70418 79903 Næsti útdráttur fer frara 16. aprfl 1998 Heimasíða á Interneti: Http://www.itn.is/das/ J «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.