Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 60
60 FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Pétur A. Ólafs-
son fæddist í Val-
höll á Patreksfirði
28. desember 1937.
Hann lést 22. mars
síðastliðinn á sjúkra-
húsi í Nyköbing, Sví-
þjóð. Foreldrar hans
voru Stefanía Er-
lendsdóttir, f. 21.11.
1896, d. 18.2. 1943,
og Aðalsteinn P.
Ólafsson, f. 19.9.
1899, d. 18.6. 1980.
Pétur var yngstur af
sex börnum Stefaníu
og Aðalsteins sem
eru Hera, f. 5.1. 1933, gift Ingvari
Guðmundssyni, Sif, f. 14.2. 1931,
gift Elfari Ragnarssyni, Sjöfn, f.
4.11. 1929, d. 23.3. 1989, gift Guð-
jóni Hannessyni, Heba, f. 7.9.
1928, d. 13.3. 1991, gift Páli
Ágústssyni, d. 1987. Bolli, f. 12.9.
1926, kvæntur Svanhildi Svan-
berg Júlíusdóttur. Áður átti Stef-
Þegar ég bjó á ísafirði á árunum
1966-1970 kynntist ég fljótt ná-
grönnum mínum við Fjarðarstræti.
Meðal þeirra var Pétur A. Olafsson
og kona hans Helga, en þau bjuggu
- þá nánast í næsta húsi við okkur
hjónin og voru á svipuðum aldri.
Pétur var þá á sjónum, ýmist
sem vélamaður og eða kokkur, þó
það hljómi einkennilega, en hann
var jafnvígur á báðum vigstöðvum.
Hann starfaði einnig oft á milli
róðra í landi og þá yfirleitt í rækju-
verksmiðju Óla Ólsen, en við fjöl-
skyldu Óla var ávallt mikil vinátta.
Þá var hann og listakokkur og
hefði án efa getað náð langt á því
sviði, en hann var þar sjálfmennt-
* aður sem og á öðrum sviðum. A
þessum árum var algengara en nú,
að ungt fólk tæki slátur og byggi í
haginn með slíkri matargerð og var
Pétur lærimeistari konu minnar í
því fagi. En þar var hann, eins og á
öðrum sviðum, útsjónasamur og
stór í sniðum og notaði gamla
þvottavél til að þvo vambimar,
anía Erlu Kristínu
Egilson, f. 13.3. 1924,
gift Skarphéðni
Loftssyni. Hennar
faðir var Þorvaldur
Egilson, látinn.
Pétur kvæntist 10.
október 1962 Helgu
Árnadóttur, f. 29.3.
1945. Foreldrar
hennar voru Sesselja
Jónasdóttir, f. 10.10.
1919, d. 22.10. 1982,
og Ami Danielsen, f.
26.3. 1904, d. 1948.
Börn Péturs og
Helgu eru: Anna Sif,
f. 7.8. 1963, Arne Páll, f. 21.9.
1964, og Stefán Jóhann, f. 12.3.
1973. Fyrir átti Pétur Nönnu
Sjöfn, f. 18.7. 1955, gift Jóni Rún-
ari Gunnarssyni. Móðir hennar er
Anna Gísladóttir.
títför Péturs verður gerð í
heimabæ hans, Nyköping, á skír-
dag.
enda var ekki verið að taka neina
smáskammta. Uppátæki sem á
þeim tíma vakti mikla furðu ráð-
settra húsmæðra á staðnum.
Árið 1968 fluttu þau hjónin til
Svíþjóðar og settust þar að, enda
hafði móðir Helgu flutt þangað
nokkrum árum fyrr. Frá því um
1970 hefur fjölskyldan búið í
Nyköping þar sem Helga hefur
m.a. rekið snyrtistofu og verslun.
Þrátt fyrir flutning þeirra til Sví-
þjóðar hefur alltaf haldist gott
samband við þau. Við hjónin höfum
heimsótt þau reglulega og ávallt
fengið höfðinglegar móttökur, að
ekki sé minnst á þær konunglegu
matarveislur sem Pétur átti allan
veg og vanda af.
I Svíþjóð stundaði Pétur ýmis
störf. Fyrst starfaði hann hjá
gróðrarstöð og gat sér þar hið
besta orð. Hann fann m.a. upp ým-
is tæki og tól, sem voru notuð til að
létta störfin og eru enn nýtt við þá
starfsemi. En fljótlega fór hann að
starfa sjálfstætt eða í samvinnu við
vini og kunningja, sem hann eign-
aðist fljótt þar í landi. Hann starf-
aði þó mest í viðskiptum, rak um
tíma veitingastaði, vinnuvélar, inn-
flutning, bflasölu o.fl. Með hugviti
og útsjónarsemi á ótrúlegustu svið-
um gerði hann það gott eins og
sagt er, á meðan heilsan leyfði.
En Pétur var aðeins rúmlega
fimmtugur þegar hann veiktist
hastarlega, hjartað gaf sig. Hann
tók veikindum sínum af æðruleysi
og barðist hetjulega þrátt fyrir
fleiri áfóll. Síðustu árin hafa verið
honum mjög erfið. En þrátt fyrir
það tókst Pétri með ótrúlegri
lífslöngun og með einstakri um-
hyggju Helgu konu sinnar að eiga
gott ævikvöld í faðmi fjölskyld-
unnar.
Þau hjónin eignuðust þrjú mann-
vænleg böm: Onnu Sif, sem sótt
hefur matgerðarhæfileikana til föð-
ur síns og starfar nú sem forstöðu-
kokkur á vínekrubúgarði í Frakk-
landi. Arna, sem hefur haslað sér
völl í viðskiptum sem markaðs-
fræðingur og hefur starfað víða um
heiminn, m.a. í Bandaríkjunum, og
Stefán, sem lokið hefur herþjón-
ustu og er enn við nám. Eina dótt-
ur, Nönnu Sjöfn, eignaðist Pétur
fyrir hjónaband sitt.
Pétur hafði ákveðnar skoðanir á
þjóðfélagsmálum og fylgdist mjög
vel með innanlandsmálum í Svíð-
jóð. Hann hafði gaman af að ræða
íslensk mál, þó hann af eðlilegum
ástæðum þekkti þau ekki nema af
afspum síðustu árin. Hann var
hægri maður, maður sjálfstæðra
ákvarðana og einstaklingsfram-
taks. En aldrei var hann svo ég viti
bundinn neinum stjómmálaflokki.
Pétur var ekki allra, en hann var
traustur vinur vina sinna. Pétur
minntist upprana síns, hann var
ávallt Islendingur og ekki síst
minntist hann Patreksfjarðar, enda
var fjölskylda hans þaðan og afi
hans og nafni kunnur athafnamað-
ur þar á sinni tíð.
Eg þakka Pétri samfylgdina,
sem því miður var allt of stutt, og
sendi Helgu og afkomendum hans
samúðarkveðjur okkar hjóna.
Blessuð sé minning Péturs A.
Olafssonar.
Jóhann Einvarðsson.
PÉTUR A.
ÓLAFSSON
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
vift öll tækifæri
Skúluvörfiustig 12.
á horni Bergslaúastrætis.
sími 551 9090
<0*
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
GUNNAR
ÁRNASON
+ Gunnar Árnason fæddist í
Reykjavík 3. desember 1917.
Hann lést á Landspítalanum 23.
mars síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Bústaðakirkju 2.
aprfl.
Vertualltafhressíhuga
hvað sem kann að mæta þér.
Lát ei sorg né böl þig buga,
baggi margra þyngri er.
Vertu sanngjam, vertu mildur,
vægðu þeim sem mót þér braut.
Bið þinn Guð um hreinna hjarta,
hjálp í lífsins vanda og þraut.
Mér komu þessar línur í hug, er
ég frétti andlát Gunnars Árnasonar.
í desember á sl. ári hélt hann upp á
80 ára afmæli sitt. Fáir sem þekktu
Gunnar trúðu því að árin væru orð-
in svo mörg. Þrátt fyrir að hann
fengi þann þunga dóm í júlí sl. að
hann væri með krabbamein lét hann
það ekki skemma gleði sína.
Gunnar var meðalmaður á hæð,
grannur og kvikur í hreyfingum.
Hann átti erfitt með að stoppa lengi
á sama stað. Gunnar var í bog-
mannsmerkinu og það með sanni.
Eftir að hann hætti að vinna, 72
ára, fór hann í allskonar félagsstarf
með eldri borguram, má þar nefna
bókband, útskurð, bátasmíði, sund
og síðast en ekki síst söng. Það var
toppurinn á tilveranni þegar kórfé-
lagarnir komu og sungu í afmælinu
hans, en einnig komu þeir að
sjúkrabeð Gunnars 13. mars og
sungu fyrir hann og aðra sjúklinga.
Gunnar bað þá að syngja „Undir
bláhimni", lagið sem stjómandinn
dansaði með, um leið og hún stjóm-
aði. Miklar þakkir sendi ég öllu
þessu góða fólki fyrir þessa ómetan-
legu stund fyrir mikið veikan mann.
Gunnar hef ég þekkt nærri alla
mína tíð, en kynni okkar tókust þó
best þegar sonur hans kom í sveit
til mín. Gott var að fá stráksa, en
ekki var síður gott að fá þann gamla
(eins og hann var kallaður) í heim-
sókn. Alltaf sá hann eitthvað bros-
legt og hló manna mest. Hann gat
þó líka verið snöggur í tilsvöram og
veit ég að sumum þótti nóg um.
Gunnar missti konu sína frá sex
ungum bömum en hélt heimilinu
saman af miklum dugnaði með hjálp
bama sinna. Ég tók líka fljótt eftir
því hvað fjölskyldan er samhent.
Móðir mín, Vilborg Eiríksdóttir,
og Gunnar hafa verið samferða
gegnum lífið síðustu 10 árin. Ég
held að það hafi verið mikil gæfa
fyrir þau bæði. Þau bættu hvort
annað upp. Hann glaður og félags-
lyndur, en hún ljúf og hlý og hugs-
aði um hann allt til síðustu stundar.
Vissi ég að hann kunni henni miklar
þakkir fyrir umhyggjuna. Ég þakka
Gunnari allt sem hann var mömmu,
mér og mínum börnum. Innilegustu
samúðarkveðjur til elsku mömmu,
Jóhönnu, Bjama, Þóra, Guðnýjar,
Guðmundar, Lillu og fjölskyldna
þeirra. Megi algóður Guð styrkja
ykkur og styðja í sorg ykkar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Kolbrún J. Sigurjónsdóttir
og fjölskylda.
GUÐGEIR
GUÐJÓNSSON
+ Guðgeir Guðjónsson fæddist
í Skuggahlíð í Norðfirði 21.
janúar 1931. Hann lést 3. apríl
síðastliðinn á Fjórðungssjúkra-
húsinu í Neskaupstað. Foreldrar
hans voru Guðjón Hermannsson,
bóndi í Skuggahlíð, og koha
hans Valgerður Þorleifsdóttir.
Guðgeir átti fjögur systkini,
tveir bræður hans eru látnir en
eftirlifandi systur hans eru Her-
dís Valgerður í Skuggahh'ð og
Sigrún í Neskaupstað.
Guðgeir var ókvæntur og
barnlaus.
títför Guðgeirs fer fram frá
Norðfjarðarkirkju laugardaginn
11. apríl og hefst athöfnin
klukkan 14.
Það var komið undir jól árið
1951. Ég var nýlega átta ára, hafði
verið í Skuggahlíð um tæplega
mánaðar tíma. Ég er eitthvað að
sýsla í eldhúsinu, kannski voram
við Sigrún að spila, eða myndast
við að hjálpa Valgerði móður henn-
ar við verkin. Úti var fimbulvetur,
einhver hinn snjóþyngsti sem kom-
ið hafði í manna minnum, hvítur
freri yfír öllu. Þetta var fyrir daga
nútíma samgangna og skipulegir
mjólkurflutningar ekki hafnir frá
Skuggahlíð, fáir á ferð í vondri tíð.
Engum datt í hug að Oddsskarðs-
vegurinn nýi yrði opnaður fyrr en
komið væri sumar, vegurinn um
sveitina kolófær. Ég hafði komið,
sitjandi á sleða sem dreginn var af
nýlegri jarðýtu bænda í Norðfjarð-
arhreppi. Það var fátt í heimili í
Skuggahlíð þær vikumar miðað við
það sem ég kynntist síðar.
Boð höfðu borist frá Karlskála
þess efnis að Guðgeir myndi ganga
norður yfir um daginn. Hann
kenndi börnum í Helgustaða-
hreppi þennan vetur, var á leið
heim í jólafrí. Og þó ég gerði mér
ekki grein fyrir alvöra þessa ferða-
lags hef ég líklega fundið fyrir óró-
leikanum í huga Valgerðar, móður
ferðalangsins. Hún vissi að vetur-
inn á fjöllum var ekkert grín,
menn getur hrakið af leið, frostið
bítur, dagurinn er stuttur í
svartasta skammdeginu og klæðn-
aður langt frá því að standast
nokkum samjöfnuð við það sem nú
þekkist. Má vera að hún hafi hugs-
að til tveggja sona sinna sem hún
hafði nýlega misst.
En svo stóð hann allt í einu á
eldhúsgólfinu í mórauðum jakka og
dregur innan úr jakkanum nokk-
urra vikna hvolp af skoskum ætt-
um. Hann hlaut nafnið Bob, varð
síðar frægur um hreppinn allan, en
varla að sama skapi vinsæll fyrir
skapfestu og atorku sakir við kyn-
bræður sína, - í þeim málum sem
miklu skipta fyrir viðhald tegund-
arinnar.
Gerða heimti son sinn úr helju
vetrarins. Ég hef löngum trúað því
að þeir félagar hafi orðið hvor öðr-
um til nokkurs gagns á göngunni,
gaddurinn varla undir 20 gráðum.
Skömmu síðar kom Dísa um Odds-
skarð ofan af Eiðum, ég fór til
míns heima. Hélt hver jól í ranni
sinnar fjölskyldu. Svo liðu árin.
Við Guðgeir unnum saman að
mörgum verkum í Skuggahlíð,
stundum einir, einkum að slætti á
sumram þegar enn var slegið með
hestasláttuvél, girðingavinnu,
skepnuhirðingu og hvaðeina sem
við þurfti á vaxandi búi. Ég var
honum til aðstoðar að sækja hest-
ana, leggja á og raka frá. Hann var
ekki margmáll og vildi að maður
skildi einföld fyrirmæli fljótt og
greinilega. Hann vann fyrir sunn-
an á vetrum. Eitt vorið, líklega
1954, stóð nýr Land Róver á hlað-
inu, einn af þessum sem nú þykja
gersemar á söfnum. Guðgeir hafði
unnið fyrir honum og keypt fyrir
sunnan, þá var nýr jeppi ennþá
stórtíðindi í sveitum.
A þeim áram áttu búin á Hofi og
í Skuggahlíð stóð suður í Sandvík.
Þegar ég var orðinn nógu bora-
brattur unglingur var ég eitt haust
sendur með Guðgeiri og fleiram
suður yfir Sandvíkurskarð að
sækja folöldin og stóðhestinn. Þá
vora allir bæir frá Norðfirði til
Vaðlavíkur komnir í eyði, en í
Sandvík stóðu enn að nokkur hús
uppi á einum bæ. Þar gistum við.
Mér þótti vistin ekki sem best, en
varð rórra þegar hinir fullorðnu
sofnuðu áhyggjulitlir, og sofnaði
líka. Sú ferð myndi nú á dögum
vera flokkuð undir æfintýraferð
sem hugvitsamir menn gætu selt
túristum fyrir of fjár. I annað sinn
fóram við snemma vetrar ásamt
Steinþóri mági Guðgeirs að leita að
nokkram kindum úti á Barðsnesi.
Okum á Land Róvemum yfir
Oddsskarð, út með Reyðarfirði og
stefndum yfir í Viðfjörð. Brú hafði
tekið af veginum uppi á Viðfjarðar-
heiði. Við neyddumst því til að
skilja bílinn eftir. Tvær kindur
fundum við, og auðvitað vora þær
úti undir Rauðu björgum. Veðrið
var meinlítið, ökkladjúpur snjór en
feikilegt frost. Á bakaleiðinni hugs-
aði ég um þetta eitt: Fer jeppinn í
gang í þessum gaddi? Ég hef lík-
lega aldrei orðið lúnari um mína
daga, en jeppinn fór í gang. Heim
komumst við heilu og höldnu.
Og nú er Guðgeir Guðjónsson
fallinn frá. Við þau tíðindi er margs
að minnast frá löngu liðnum dög-
um og er hér aðeins fátt eitt nefnt.
Þegar ég hitti þau saman í síðasta
sinn mæðginin Valgerði og Guð-
geir, gaf hann mér stein úr safni
sínu. Við höfum ekki sést síðan, en
minningin um góðan dreng lifir.
Ég sendi þeim systrum, Dísu og
Sigrúnu, ættingjum og venslafólki
öllu mínar dýpstu samúðarkveðjur.
Helgi Guðmundsson.
VIGFÚS
VIGFÚSSON
+ Vigfús Vigfússon fæddist í
Tungu í Nauteyrarhreppi 12.
febrúar 1914. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 23.
mars síðastliðinn og fór útför
hans fram frá Bústaðakirkju 31.
mars.
Móðurbróðir minn, Vigfús Vig-
fússon, er látinn. Móðir mín talaði
oft um þennan eina bróður sinn,
þótt þau hafí ekki alist upp saman.
Er ég kynntist honum fyrst, 14 ára
gömul, bjó hann í Reykjavík, en við
úti á landi. Ég þurfti að gangast
undir aðgerð í Reykjavík og eftir
hana þurfti ég að vera í gipsi um
tíma. Þá var Vigfús leigubflstjóri,
og var hann óþreytandi að fara
með þessa ungu frænku sína í
skoðunarferðir um bæinn, og
gleðja hana á annan hátt, enda ein-
staklega ljúfur og góður drengur.
Þótt við byggjum hvort á sínu
landshominu alla tíð, héldum við
alltaf sambandi og fylgdust fjöl-
skyldur okkar hvor með annarri,
enda börn okkar á svipuðu reki, og
sum þeirra kynntust, er þau vora
saman í sveit. Lítil bæn, sem systir
hans hafði miklar mætur á, fylgir
þér, elsku frændi.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Með Vigfúsi kveður góður
drengur, og sendi ég og fjölskylda
mín ekkju hans, börnum og baraa-
bömum innilegar samúðarkveðjur.
Arnfríður Hermannsdóttir.