Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.04.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1998 33 spurningin sem stöllurnar þrjár vilja skoða með svifkylfu sinni. Und- ir heitinu Boomerang þykjast þær einmitt skynja aukinn slagkraft í myndlist non-ænna kvenna; að hin fógi'u fyrirheit 7. og 8. áratugarins muni ef til vill vera að ljúka spor- baug sínum. Reyndar bendir margt til þess að norræn kvennalist sé að breytast. Værðin sem einkenndi hana íyrir skömmu hefur vikið fyi'ir aukinni dirfsku og snöggtum meiri krafti. Það er greinilegt að konur hafa gef- ist upp á hægðinni og hógværðinni sem forðum einkenndi framgang þeirra, enda farnar að sjá að öllum líkindum hve slíkt háttalag reynist skammgott og misskilið. Þetta er kynslóð Bjarkar Guðmunds sem er búin að fá sig fullsadda af biðinni eftir að vera boðið upp. Það er greinilegt á „Boomerang" í Nikolaj-kirkju að konur eiga ekki sömu hagsmuna að gæta í listinni og lagsbræður þeirra. Þær virðast vera mun frjálsari í leit sinni að nýjum leiðum og láta skeika að sköpuðu þótt eitthvað vanti upp á útfærsluna. Þær flíka einfaldlega sterkari og opnari meiningu fyiár vikið. I vel- flestum tilvikum eiga þær það þó sammerkt með undangenginni kyn- slóð að þær nýta sér þekkinguna úr eldhúsinu og öðrum hefðbundnum vígbúðum kvenna. Mýmörg dæmi eru um þetta hjá listakonunum tuttugu og tveim, en fáein verða að nægja. Meðal þeirra eru 52 handgerðir skrautpúðar sænsku listakonunnar Evu Larsson, frá 1995. Púðarnir liggja á gólfinu, en uppi á vegg fyrir ofan þá er texti um það hvernig flytja má orku, yfir- færa hana og umbreyta. Ut frá þess- um afstæðu eigindum hefur Eva Larsson svo reiknað að orkan sem hún eyddi í að bródera púðana 52 jafngilti annað hvort þvi - 1) að 218 bílum væri lyft einn metra frá jörð- inni - 2) að kveikt væri á 910 ljósa- perum í einu - 3) að 6,5 tonn af ís væru brædd. Annað skondið og ísmeygilegt verk er ljósmyndaröð Mariu Finn frá síðasta ári, sem hún kallar Cover-versioner. Nokkrir karlmenn - frá barnsaldri og upp úr - sitja fyrir klæddir bolum af ýmsum gerð- um og litum. Bolirnir eru bróderaðir með alls kyns teikningum, hlut- bundnum sem óhlutbundnum. Hafi Eva Larsson hegðað sér sem stærð- fræðingur í útreikningum sínum á orkunotkun setur Maria Finn sig í stellingar atferlisfræðingsins. Leikur hennar er fólginn í þeim einföldu vöruskiptum að hún býður körlunum að velja sér bol og segja sér hvaða teikningu þeir gætu hugs- að sér að hafa framan á maganum. Að því búnu bróderar listakonan teikninguna í bolinn og býðst til að gefa viðkomandi flíkina gegn því að fá mynd af honum í henni. I texta með myndröðinni kemur á daginn að listakonan var allan tímann að fiska eftir því - til að kunngjöra - hvernig viðkomandi karlmenn vilja líta út í augum veikara kynsins. Slíkur viðsnúningur á hefðbundnu atferli er dæmigerður fyrir verkin á þessari athyglisverðu sýningu í Nikolaj, Æ fleiri konur virðast vera að hrista af sér doða þolandans og tjá sig með afgerandi hætti. Það þýðir að léttleikinn og fyndnin sem þeim var fyrirmunað að sýna forðum blómstrar núna í verkum yngstu kynslóðarinnar af meira hispurs- leysi en nokkru sinni. Þá liggja þessar listakonur ekki lengur á tilfinningum sínum heldur leyfa sér að tjá þær umbúðalaust eins og sannast best á þriggja ára gömlu myndbandi Ann Lieslegaard I cannot escape the ghost of you. Margir muna eflaust eftir dáleiðslu- teikningum þessarar norsk-dönsku listakonu á sýningunni „Sólgin", í Nýlistasafninu 1994. I myndbandi sínu í Nikolaj-kirkjunni virðist hún einnig horfin yfir á eitthvert annað plan þar sem hún baðar sig með áfergju í ilminum af rauðum rósum. Ef íslendingar eru á faraldsfæti í nágrenni Striksins ættu þeir ekki að hika við að leggja leið sína á Nikolaj- torgið til að sjá „Boomerang". Það kostar ekkert nema röltið því að- gangur er ókeypis. Lj ósmynd/Spessi GUÐNY Magnúsdóttir, „lífskúnstner að vestan". Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins — árangur og framtíðarmöguleikar — Morgunverðarfundur haldinn föstudaginn 17. apríl á Hótel Sögu — Skála, kl. 8.15—10.00. Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna og Samband íslenskra prófunarstofa standa fyrir kynningarfundi um árangur (slands í fjórðu rammaáætlun ESB, sem lýkur á þessu ári. Við tekur ný áætlun, sem nær yfir tímabilið 1998—2002 og verða megin þættir hennar kynntir. Sérstök áhersla verður lögð á upplýs- ingatæknisviðið, sem fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB, Óskar Einarsson, mun kynna. Vestfírskar hetjur LJÓSMYNDARINN Spessi opnar í dag, skírdag, kl. 16 sýningu á ljós- myndaverkum sínum í Tjöruhúsinu á ísafirði. Sýninguna nefnir hann Hetjur og þar eru ljósmyndaportrett af vestfirskum konum. Ljósmyndaverk Spessa nú koma í beinu framhaldi af eldra verkefni þar sem hann ljósmyndaði gamla vest- firska sjómenn á spariklæðum. Spessi ólst sjálfur upp á Isafirði og segir að þær hetjur sem hann hafi nú lokið við að ski'ásetja eigi það sam- eiginlegt að standa á þeim tímamót- um að hafa lokið eða vera við það að ljúka ævistarfi sínu. „Þetta eru kon- ur sem hafa gegnt ýmsum störfum á ævinni og geta nú litið yfir farinn veg,“ segii' Spessi. „Þarna kem ég og hengi hetjuorðuna á þær því auðvit- að eru allir hetjur, burtséð frá því hvað þeir hafa starfað við, bara ef þeir hafa kiárað sitt líf og eru ennþá í lagi.“ Spessi kom sér upp stúdíói í gömlu og reisulegu húsi á Isafirði kennt við Rögnvald í Olíunni. Hann segist hafa haft það að sjónarmiði við gerð myndanna að láta fyrirsæturnar sjálfar um að stilla sér upp á sinn hátt. Oftar en ekki varpi portrett- myndir sem teknar eru í fulh'i lík- amsstærð betur ljósi á persónuna sem situr fyrir. Margt megi dæma af líkamsstöðu fólks. Hugmyndin er sú að síðar meir verði hægt að gefa út bók með ljósmyndum af þessum vestfirsku kven- og karlhetjum. „Eg hef verið að velta fyrii' mér alda- langri hefð portrettverka, t.d. í end- urreisnarmálverkinu og í gömlum ljósmyndum frá fyrri hluta aldarinn- ar. Uppstillinga og þess samspils manneskjunnar og bakgrunnsins sem þar er að finna. Fyrst og fremst eru þessar ljósmyndir þó gífurlega mikilvæg skráning á þessu fólki fyrir vestan.“ Dagskrá: • Þátttaka íslands í 4. rammaáætlun ESB, yfirlit yfir árangur. Elísabet M. Andrésdóttir, deildar- stjóri alþjóðasviðs RANNÍS. • Rammaáætlun ESB varðandi rannsóknir og þróun, tímabilið 1998—2002. Hákon Ólafsson, stjórnarmaður í SÍP greinir frá stöðunni í dag, en undirbúningur áætlunarinnar er á lokastigi. • Upplýsingatækniáætlun ESB, yfirlit yfir áherslur undir 4. rammaáætluninni og þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar undir 5. rammaáætlun- inni. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Rannsóknarráðs íslands í síma 562 1320, frekari upplýsingar veitir Elísabet M. Andrésdóttir í sama síma. Einleikara- próf í Fella- og Hóla- kirkju TÓNLEIKAR verða haldnir á veg- um Tónlistarskólans í Reykjavík í Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 15. apríl kl. 20.30. Tónleikamir eru síðari hluti ein- leikaraprófs Ing- ólfs Vilhjálms- sonar klarínettu- leikara frá skól- anum. Píanóleik- ari er Lára S. Rafnsdóttir. A efnisski-á eru Sónatína fyr- ir klaríenettu og píanó eftir Bohuslav Maryinu, Fjögur stykki fyrir klarínettu og píanó op. 5 eftir Alban Berg, Grand duo Concertant op. 48 fyrh' klarínettu og píanó eftir Carl Maria von Weber, Edgar fyrir klarínettu og tölvu (frumflutningur) eftir Kolbein Einai'sson og Sónata í Es-dúr op. 120 nr. 2 eftir Johannes Brahms. ---------------- Allra síðasta sýning á Hamlet VEGNA mikillai' aðsóknar verður ein aukasýning á Hamlet í Þjóðleik- húsinu og verður það allra síðasta sýningin á verkinu. Verður hún mið- vikudaginn 15. apríl kl. 20. Leikstjóri sýningarinnar er Baltasai- Kormákur. Miðasala Þjóð- leikhússins er lokuð frá skírdegi til og með annars páskadags en verður opnuð aftur á þriðjudag. HONDA Verð á götuna: 1.295.000.- Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri nnifaliö í verði bíísins M400cc 16 ventla vél með tölvustýröri innsprautun ►Rafdrifnar rúður og speglar tVindskeið með bremsuljósi MÍtvarp og kassettutæki kHonda teppasett M4" dekk ►Samlæsingar ► ABS bremsukerfi ►Ryðvörn og skráning Honda Civic 1.6 VTi VTEC 1.890.000,- 160 hestöfl 15" álfelgur Rafdrifin sóllúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leðurstýri og leðurgírhnúður Honda Civic 1.5 LSi VTEC 1.490.000,- 115 hestöfl Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar aftan 4 hátalarar Hæðarstillanlegt ökumannssæti Honda Civic 1.4 Si 1.375.000,- 90 hestöfl Sjáffskipting 100.000, 0J HONDA Sfmi: 520 1100 Halldór Björn Runólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.