Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 1

Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 1
112 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 94. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kosningaósigur CDU í Sachsen-Anhalt Alvarleg gagn- rýni á Kohl frá flokksbræðrum HELMUT Kohl, kanzlari Þýzkalands, vísaði í gær á bug vangaveltum um að hann myndi hætta við að sækjast eftir endurkjöri eftir að flokk- ur hans, Kristilegir demókratar (CDU), þurfti að þola einhvern mesta kosningaósigurinn í sögu sinni, í kosningum til þings sambandslands- ins Sachsen-Anhalt í austurhluta landsins um helgina. LÖGREGLUMAÐUR tekur ómjúkum höndum á verkfallsverði við Árósahöfn, sem tók þátt í að hindra að bíl- ar kæmust um borð ( ferju á fyrsta degi verkfalls um 450 þúsund danskra launamanna í gær. Danir búa sig undir langvinnt verkfall Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. „EF ÞÚ ætlar að fá mjólk verðurðu að mæta fyrir opnun,“ sagði starfs- stúlka í kjörbúð á Austurbrú í gær, reynslunni ríkari eftir að rúmlega hundrað manns beið við búðardyrn- ar, þegar opnað var klukkan níu í gærmorgun. Hið fáránlega er að það er til nóg af vörum, en hömstr- unaræði Dana hefur vakið marga til umhugsunar um hvað sé eiginlega á seyði. Verkfallið setti svip sinn á borgar- lífið í Kaupmannahöfn og þjóðlífið víðar. Aðeins um helmingur strætis- vagna borgarinnar hélt uppi ferðum og undarlegar gloppur voru í úrvali kjörbúðanna. A sjúkrahúsum var starfsfólkið beðið að fai-a sparlega með hreint lín, því þvottar falla víða niður. Það reiknar enginn með að verkfallið standi skemur en fram í miðja næstu viku, og er giskað á að þá verði ástandið orðið svo slæmt að stjórn Poul Nyrup Rasmussen geti vísað til neyðarástands og sett bráðabirgðalög. „Þetta er alveg brjálað,“ varð búð- armanni nokkrum í kjörbúð á Aust- urbrú að orði, er hann var að lýsa því hvernig fólk þyrpist að þessa dagana til að versla og við þessu reyna kaup- menn að bregðast. Á grænmetis- markaði Kaupmannahafnar, þaðan Fólk fer hamför- um í hamstri sem afgreitt er í búðir, eru á venju- legum mánudegi keyrð út 10 tonn af kartöflum, en í gær dugði ekki minna en 62 tonn til að anna eftir- spurn. Helsta hörgulvaran er þó ger. Vís- ast mun mikið af því fara til spillis, ekki síst ef margir hafa keypt eins og kona nokkur, sem rætt var við, en hún hafði keypt 75 50 gramma ger- pakka. Það dugir gróflega áætlað í 150 brauð, sem ætla má að dugi með- alfjölskyldu í um fimm mánuði, svo á þeim bæ var greinilega búist við langvinnu verkfalli. Mjólk sást óvíða, því fæstir hafa áttað sig á að mjólk- urbúin verða ekki fyrir barðinu á verkfallinu. Flutningar eru annars eitt þeirra sviða, er verkföllin ná til. Því er ekki keyrt út bensín, svo flest- ar bensínstöðvar munu verða bensín- lausar er líður á vikuna. Bens- ínskortur mun hafa víðtæk áhrif jafnt á fjölskyldur sem fréttaöflun sjónvarpsstöðva, er ekki munu geta keyrt út til að afla frétta. Af öðrum sviðum má nefna að blöðin koma ekki út vegna verkfalls prentara. Ferjur í einkaeign sigla ekki. Um Kastrup-flugvöll fóru í gær aðeins tuttugu prósent af venjulegu utanlandsflugi og mun það enn minnka næstu daga. Flestir leigubíl- ar hverfa af götunum nema þeir sem eigandi keyrir sjálfur. Starfsmenn sjúkrabíla eru í verkfalli, en bílunum er haldið gangandi á undanþágum. Hreingemingar á sjúkrahúsum og í skólum leggjast niður en sjúkrahús- in fá að hluta undanþágu. Sorp er ekki sótt, flestar verksmiðjur eru lokaðar og byggingarframkvæmdir liggja niðri. Undanþágur treglega veittar Flest veitinga- og kaffihús eru op- in, en gætu átt erfitt með að afla birgða. Mörgum hótelum verður lok- að. Haugar umsókna um undanþág- ur liggja fyrir, en verkalýðsfélögin afgreiða þær treglega. Ekki eru þær heldur ókeypis því hver umsókn kostar rúmar þrjátíu þúsund íslensk- ar og fyrir starf unnið á undanþágu þarf að borga tvöfaldan taxta. Það stefnir því allt í að Danir fái upplifun ársins ef ekki áratugarins, því það eru fæstir vanir því að sjá strætisvagna- og leigubflalausar göt- ur, svo og búðarhillur sem minna á Austur-Evrópu fyrir fall múrsins. Kanzlarinn leitaðist á frétta- mannafundi í gær við að gera sem minnst úr ósigri helgarinnar, en við úrslit kosninganna í Sachsen-Anhalt vakti mesta athygli að hægriöfga- flokkur, Þýzka þjóðarbandalagið (DVU) hlaut mjög óvænt nærri 13% atkvæða. CDU tapaði rúmum 12 prósentu- stigum frá því síðast var kosið til þings Sachsen-Anhalt fyrir fjómm ámm; fékk nú 22% í stað rúmlega 34% áður. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), sem hafði verið við stjórnvöl- inn í héraðinu undanfarið kjörtíma- bil í minnihlutastjómarsamstarfi við Græningja, bætti lítillega við fylgi sitt, en Græningjar féllu út af þingi. Reinhard Höppner, forsætisráð- herra og héraðsleiðtogi SPD, sagð- ist í gær fýrst leita til CDU um stjórnarsamstarf. PDS, arftakaflokkur austur-þýzka kommúnistaflokksins SED, festi sig í sessi með tæp 20% atkvæða. Meiri háttar áfall Stjórnmálaskýrendur túlkuðu þessi úrslit sem meiri háttar áfall fyrir stjórnina í Bonn og töldu þau spilla möguleikum Kohls á að ná endurkjöri til að gegna kanzlara- embættinu í fjögur ár til viðbótar við þau 16 sem hann á þegar að baki. Fimm mánuðir era nú til kosninga til Sambandsþingsins. Kohl lýsti því jrfir í gær að hann hefði enn „alla möguleika á sigri“. Þótt gagnrýni úr röðum eigin flokksmanna Kohls hafi verið hörð gekk hún þó ekki svo langt að þess væri krafizt að hann segði af sér flokksformennsku, sem hann hefur gegnt undanfarinn aldarfjórðung. Heiner Geifiler, varaformaður þing- flokks CDU, sagði í gær að hann hefði hvatt flokkinn til að flýta áætl- unum um hvað tæki við eftir að Kohl hætti. GeiBler sagði Kohl einan bera ábyrgðina á því hvernig fór í Sach- sen-Anhalt. ■ Ásakanir ganga/25 KOHL kanzlari á fréttamanna- fundi í Bonn í gær. Færeyingar stefna dönsku stjórninni Heima- stjórn- arlögin brotin? Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landstjómin lagði í gær fram stefnu á hendur danska ríkinu og Den Danske Bank vegna taps Færeyinga á yfirtöku Færeyja- banka árið 1993. Færeyingar krefj- ast 1,519 milljarða danskra kr. í bæt- ur, um 15,8 milljarða ísl. kr. en hætt var við að stefna Fjárfestingasjóðn- um. Hins vegar sakar landstjórnin dönsk yfirvöld um að hafa brotið færeysku heimastjórnarlögin en það kann að neyða danska dómstóla til að taka fyrir hvaða reglur gildi í ríkjasambandi Færeyja og Dan- merkur, að því er segir í Jylkinds- Posten. Samið við Fjárfestingasjóðinn Landstjórnin tilkynnti í gær að gerður hefði verið samningur við Fjárfestingasjóðinn sem felur í sér að Færeyingar áskilji sér rétt til að stefna sjóðnum allt að hálfu ári eftir að lokadómur fellm- í málinu. í færeysku heimastjórnarlögunum frá 1948 segir að landstjórnin eigi kröfu á að hafa áhrif á allar ákvarð- anir er varði færeyska hagsmuni. Þessa grein laganna telur land- stjórnin að dönsk stjómvöld hafi þverbrotið. Þá er Mogens Lykketoft, fjár- málaráðherra Dana, sakaður um að hafa leitt færeysku landstjómina á villigötur er hann fullyrti að Fjár- málaeftirlitið og seðlabankinn hefðu fallist á saminginn um yfirtökuna en það var ekki rétt. Grikkir óttast að átök Serba og Kosovo-Albana geti breiðst út á Balkanskaga Líkja Kosovo við handsprengju Þessalonikíu, Pristina, Lúxemborg. Reuters. GRISKI varnarmálaráðherrann, Akis Tso- hatzopoulos, sagði í gær að mikil hætta væri á því að átökin í Kosovo-héraði í Serbíu breiddust út til nálægra ríkja, ef Serbar og Albanir í Kosovo yrðu ekki beittir auknum þrýstingi til að semja um frið. „Kosovo er eins og handsprengja og ef við drögum pinnann lengra út, springur hún,“ sagði Tsohatzopoulos í gær. Sagði hann að fá yrði Serba og Kosovo-AIbani til að setjast að samn- ingaborði með einhverjum ráðum. Albanir hafa ekki viljað funda með Serbum og Serbar höfnuðu erlendum afskiptum af deilunni í þjóðaratkvæða- greiðslu í síðustu viku. Landamæri ekki færð til Tsohatzopoulos sagði að ekki kæmi til greina að landamæri á Balkanskaga yrðu færð til en Al- banir í Kosovo hafa krafist sjálfstæðis. Grikkir eiga landamæri að Albaníu og hefur oft verið óró- legt á þeim. Þá sagði ráðherrann að Fatos Nano, forsætis- ráðherra Albaníu, hefði fullyrt að albönsk stjórn- völd styddu ekki Frelsishreyfingu Kosovo, sem átt hefur í átökum við serbnesk stjórnvöld. Spenna hefur aukist mjög í héraðinu eftir að júgóslavneski herinn fór að beita sér í auknum mæli gegn Albönum. I gær féllu þrír Albanir í átökum við herinn en þetta er í þriðja sinn sem til átaka kemur á fimm dögum. Þá lýsti Robin Cook, utanríkisráðherra Bret- lands, sem fer með forystu í Evrópusambandinu, því yfir að sambandið myndi ekki draga úr þrýst- ingi á Serba að kalla herlið sitt frá Kosovo. í því sambandi kæmi til greina að auka viðskipta- þvinganir gegn Serbum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.