Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 2

Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VARÐSKIP Landhelgisgæslunnar draga flotkvína, sem vegur um 8.000 tonn, í átt að landi á sunnudag. Varðskipin vega hins vegar 910 og 1.214 tonn hvort. Yfir 500 lítrar af landa fundust LÖGREGLA í Reykjavík lagði hald á um 526 lítra af Ianda og á fjórða hundrað h'tra af gambra í lagerhúsnæði verslunar í austur- hluta Reykjavíkur á fimmtu- dagskvöld. Þrír menn hafa verið yfirheyrðir vegna málsins sem er enn í rannsókn og má búast við frekari yfirheyrslum grun- aðra samkvæmt upplýsingum lögreglu. Haldið var í fyrstu að um enn meira magn væri að ræða, sök- um stærðar ílátanna, en við nán- ari eftirgrennslan tæknideildar lögreglu kom í ljós að borð var lægra í ílátunum en við fyrstu sýn. Endanlegar játningar liggja ekki fyrir samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu en nokkuð ljóst þykir hverjir stóðu að fram- leiðslunni í bruggverksmiðjunni. Þá voru bifreiðar stöðvaðar aðfaranótt laugardags og sunnudags vegna gruns um landasölu. Teknir voru alls ríf- lega 40 lítrar af landa. Sam- kvæmt upplýsingum frá lög- reglu hyggst hún hafa vakandi auga með landasölum á næst- unni, enda lýkur samræmdum prófum í grunnskólum í dag og í mörgum öðrum skólum fer prófum að ljúka. Bruggað undir Jökli Þá gerði lögregla húsleit á fimm stöðum í Snæfellsbæ síð- degis á laugardag og fann á tveimur stöðum samtals 75 lítra af eimuðu áfengi og 60 lítra af gambra. Einn maður viðurkenndi að eiga bruggið sem var gert upp- tækt ásamt tækjum og tólum til framleiðslunnar. Málið, sem hef- ur verið í undirbúningi um tals- verða hríð samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu, er talið upplýst. Flotkvíin á leið til hafnar FLOTKVÍ Velsmiðju Orms og Víg- lundar er nú á leið til hafnar eftir að hana hafði rekið stjórnlaust til vest- urs frá Reykjanesi í tæpa viku. Tvö varðskip Landhelgisgæslunnar eru með kvína í togi og draga hana hægt og sígandi að landi, en kvíin var komin um 300 sjómílur vestsuð- vestur af Reykjanesi þegar náðist að stöðva rek hennar. Austanátt er enn ríkjandi á þess- um slóðum og voru fímm vindstig þar í gær. Reiknað er með að komið verði með flotkvína til hafnar í Hafnarfirði á miðvikudag eða fimmtudag, en varðskipin voru síð- degis í gær stödd innan við 200 sjó- mílur vestsuðvestur af Reykjanesi og gengu 2-5 sjómflur á klukku- stund með kvína í togi. Beðnir að leggja ekki veiðarfæri á leið kvíarinnar Landhelgisgæslan hefur beint þeim tilmælum til línu- og netabáta að þeir leggi ekki veiðarfæri sín eina sjómílu frá leið þeirri er komið verður til hafnar með kvína, frá há- degi í dag og til hádegis fimmtudag- inn 30. aprfl. Leiðin er 63°45N- 26°30V, 64°00N-25°00V, 64°10N-5 sjómflur norður af Garðskaga og 64°04,3N-022°09,2. Hætta á veiðarfæratjóni er miMl þar sem 650 metra langur 7 tomma vír hangir neðan úr kvínni. Verkfallið í Danmörku bitnar á Flugleiðum, Eimskipafélaginu og Samskipum 400 símtöl vegna verkfallsins fyrsta VERKFALLIÐ í Danmörku hefur raskað samgöngum þannig að hvorM er hægt að fljúga þangað né sMpa upp varningi og hefur því áhrif á starfsemi íslensku íyrirtækjanna Flugleiða, EimsMpafélags íslands og SamsMpa. Þar sem flug lá niðri í Danmörku fóru kraftar starfsfólks Flugleiða þar í að hjálpa farþegum að komast leiðar sinnar á annan hátt og var þeim einkum beint til Stokkhólms eða Hamborgar. „Við höfum afgreitt um 400 símtöl frá farþegum vegna verkfallsins í dag, svp álagið hefur verið mikið,“ sagði Ársæll Harðarson, svæðis- stjóri Flugleiða í Kaupmannahöfn. „Félagið greiðir ekM kostnað, sem farþegar hafa af því að verða að fara til Hamborgar eða annað til að ná vélum félagsins.“ Þórður Sverrisson, framkvæmda- stjóri flutningasviðs Eimskipafélags íslands, sagði að verkfallið hefði þau áhrif á flutninga á vegum félagsins að hvorM yrði hægt að hafa viðkomu í Árósum né Kaupmannahöfn í þess- dagmn ari viku að minnsta kosti. Þess vegna voru allar vörur til Jótlands losaðar í Hamborg í Þýskalandi í gær og síðar í vikunni yrði vörum til Sjálands sMpað í land í Helsingborg. Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri flutningasviðs SamsMpa, sagði að samkvæmt áætlun ætti flutninga- skip á vegum félagsins að koma til Danmerkur á fimmtudag. Nú væri verið að skoða hvernig tryggja mætti flutninga frá Danmörku í gegnum aðrar hafnir, en það yrði ekM einfalt. Ekki yrði vandamál að afgreiða þá vöru, sem væri á leiðinni til Danmerkur. Henni yrði skipað á land í Bremerhaven og hún flutt með bifreiðum á viðkomandi stað. Bjarni Sigtryggsson, sendiráðsrit- ari í íslenska sendfráðinu í Dan- mörku, sagði að álag hefði ekki auk- ist miMð í sendiráðinu í Kaupmanna- höfn utan hvað sótt hefði verið um tæpan tug vegabréfa. Þar hefði verið á ferðinni fólk, sem gæti ferðast vegabréfalaust milli landanna, en þyrfti vegabréf ætlaði það að fara um þriðja land utan Norðurlandanna. Þjófar gripnir með þýfí í stolnum bíl TVEIR menn voru handteknir í Hlíðahverfi eftir skamma eftirför lögreglu um klukkan 16 í gær, en þeir óku um á Saab-bifreið sem hafði verið stolið í Breiðholti á föstudag. Eftir ábendingu leigubflstjóra komst lögregla á snoðir um bílinn og hafði fljótlega uppi á honum og tókst að stöðva för þeirra sem í honum voru, þótt þeir væru nokk- uð tregir til að nema staðar. í bíln- um fannst ætlað þýfi. Mennirnir voru færðir í fangageymslur lög- reglu þar sem þeirra beið yfir- heyrsla. Morgunblaðið/Ingvar Sérblöð í dag Sumarhús #|| 11 B ► EFTIRSPURN eft- Si ■ ■ ■ Sa ir sumarhúsum er eðli málsins samkvæmt mest á vorin. í fasteignablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað um sumarhúsa- markaðinn, en að sögn fasteignasala hefur hann farið vel af stað. Fjallað er um helztu sumarhúsa- svæðin og um nokkur sumarhús, sem eru til sölu. Eins og áður eru bústaðir í uppsveitum Árnes- sýslu hvað eftirsóttastir en Hvalfj arðargöngin valda því, að áhugi á sumarhúsum í Borgarfírði fer nú ört vaxandi fRnStmUahih Fylgstu með nýjustu fréttum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.