Morgunblaðið - 28.04.1998, Side 23

Morgunblaðið - 28.04.1998, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 23 Drengur skýtur kennara BANDARÍKJAMENN eru enn einu sinni slegnir óhug vegna vopnaburðar og ofbeld- ishneigðar barna en um helg- ina frömdu fjögurra og fjórtán ára drengir morð. Tveir ung- lingar særðust er Andrew Jer- ome West dró upp skamm- byssu og hóf skothríð á skóla- dansleik í Edinboro í Pennsyl- vaníuríki sl. fóstudagskvöld. MikO skelfmg greip um sig á dansleiknum en West var handtekinn á staðnum og verð- ur réttað yfir honum eins og um fullorðinn mann sé að ræða. Á sunnudag skaut fjögurra ára drengur sex ára leikfélaga sinn í afmæli þess síðarnefnda í Greensboro í Norður-Karólínu- ríki. Voru afmælisgestir að leik er þeir fundu hlaðna byssu í handtösku og fóru að leika sér að henni með fyrrgreindum af- leiðingum. Ekki hefur enn ver- ið tekin ákvörðun um hvort eigandi byssunnar verður sótt- ur til saka fyrir að skilja hana eftir á glámbekk. Barnfóstra fyrir rétti LOUISE Sullivan, áströlsk bamfóstra sem sökuð er um að hafa orðið völd að andláti sex mánaða gamals barns í hennar umsjá í síðustu viku sagðist fyr- ir dómi í London í gær saklaus af ákærunni. Mál Sullivan þykir um margt minna á mál bresku stúlkunnar Louise Woodward í fyrrahaust sem kom fyrir rétt í Bandaríkjunum Afganir leita sátta STRÍÐANDI fylkingar í Afganistan tOkynntu í gær að þær hefðu náð samkomulagi um að hefja friðarviðræður. Meðal umræðuefna verða vopnahlé, fangaskipti og stofn- un nefndar tO að leita sátta. Eignir Bhutto frystar RÉTTUR í Pakistan sam- þykkti í gær að frysta eignir og bankainn- stæður Ben- azir Bhutto, fyrrum for- sætisráðherra landsins, að kröfu stjóm- valda. Bhutto er sökuð um að hafa ásamt eiginmanni sínum stolið eigum ríkisins og tekið við mútum en hún neit- ar öllum ásökunum. Stúdentar mótmæla INDÓNESÍSKIR her- og lög- reglumenn beittu táragasi og dældu gulu litunarefni á um tvö þúsund námsmenn við stærsta háskóla viðskiptaborgarinnar Medan í gær tO að kveða niður mótmæli gegn Suharto forseta. Námsmennirair stóðu and- spænis hundruðum her- og lög- reglumanna í tvær klukku- stundir þar til öryggissveitun- um tókst að hrekja námsmenn- ina aftur á skólalóðina. .aiwio'i io'saa"',uii ERLENT Lebed sigurstranglegur í héraðsstjórakosningum í Krasnojarsk Stökkpallur Lebeds til Kremlar? Krasnojarsk. Reuters. LÍKLEGT er að Alexander Lebed, rússneski hershöfðinginn fyrrver- andi, verði kjörinn héraðsstjóri Kra- snojarsk í Síberíu og fari svo eykur það sigurlíkur hans í forsetakosning- unum í Rússlandi árið 2000. Viktor Tsjernomyrdín, fyrrverandi forsæt- isráðheira, lýsti því formlega yfir um helgina að hann hygðist gefa kost á sér í forsetakosningunum. Samkvæmt bráðabirgðatölum um fyrri umferð héraðsstjórakosning- anna í Krasnojarsk á sunnudag fékk Lebed 45% atkvæðanna, en helsti keppinautur hans, Valerí Zubov, rúm 35%. Kosið verður á milli þeirra í síðari umferðinni 17. maí. Zubov naut stuðnings Jeltsíns í kosningunum og fréttaskýrendur sögðu að mikið fylgi Lebeds væri áhyggjuefni fyrir ráðamennina í Kreml, sem hafa ekki enn tilnefnt forsetaefni. „Lebed er mjög hættu- legur fyrir Jeltsín,“ sagði stjóm- málaskýrandinn Leoníd Radzíkhov í sjónvarpsviðtali í Moskvu. „Ef Lebed fer með sigur af hólmi í kosn- ingunum em mjög miklar líkm- á því að hann verði öflugur í forsetakosn- ingunum árið 2000.“ Lebed e> 48 ára, fyirverandi ör- yggisráðgjafi Jeltsíns, og varð í þriðja sæti í fyrri umferð forseta- kosninganna í júní 1996. Hann hyggst gefa kost á sér að nýju sem fulltrúi „þriðja aflsins“ - andstæð- inga Jeltsíns og kommúnista - og tel- ur að sigurlíkur hans aukist verulega verði hann kjörinn héraðsstjóri Kra- snojarsk, sem nær yfir einn sjöunda hluta alls Rússlands. Nái hann kjöri fær hann einnig sæti í Sambandsráð- inu, efri deild þingsins. Lebed segist ekki ætla að gefa kost á sér í forsetakosningunum bíði hann ósigur í Krasnojarsk. Fylgi hans í fyrri umferð héraðsstjóra- kosninganna var mun meira en búist var við og fréttaskýrendur telja mjög líklegt að hann fari með sigur af hólmi. „Seinni umferðin verður mjög erfið fyrir Zubov,“ sagði Sergej Kim, sjónvarpsfréttamaður í Kra- snojarsk. Anstæðingar Lebeds segja að hann hafi engan áhuga á efnahags- og um- hverfisvandamálum Krasnojarsk en hann hét því að rétta efnahag héraðs- ins við og nota það ekki aðeins sem stökkpall th Kremlar. Það hefur lengi staðið Lebed fyi-ir þrifum að hann hefur ekki notið fjár- hagslegs stuðnings öflugra íýrir- tækja og hann vonast nú til þess að geta tryggt sér stuðning stórfyrir- tækja í Krasnojarsk, m.a. í ál-, nikk- el- og efnaiðnaði. Tsjemomyrdín í framboð Flokkur Viktors Tsjernomyrdíns, Heimili okkar Rússland, hélt lands- fund um helgina og forsætisráðherr- ann fýrrverandi hélt ræðu þar sem hann hvatti flokkinn til að styðja for- setaframboðið. Jeltsín hefiir ekki lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við framboð Tsjernomyrdíns en for- setinn sendi skeyti á landsfundinn og fór lofsamlegum orðum um stuðning flokksins við markaðsumbætur og lýðræði. Tsjemomyrdín var forsætisráð- .. Reuters GOMUL kona ræðir við Alexander Lebed, sem fékk mest fylgi í hér- aðsstjórakosningum í Krasnojarsk í Síberíu á sunnudag. herra í rúm fimm ár þar til Jeltsín ákvað að víkja honum frá 23. mars. Tsjernomyrdín kvaðst bera mikla virðingu fyrir forsetanum þrátt fyrir brottvikninguna og ítrekaði stuðning sinn við eftirmann sinn í forsætisráð- herraembættinu, Sergej Kíríjenko. Hann kvaðst þó ekki hika við að gagnrýna stjóm Kíríjenkos ef henni yrðu á mistök. Nýi forsætisráðherrann ræddi í gær við leiðtoga þingsins um mynd- un nýrrar stjórnar og sagði að valda- mestu ráðherrarnir yrðu skipaðir á morgun, miðvikudag. Hann þyrfti þó meiri tíma til að ljúka stjómarmynd- uninni. Óttaðist stjórnarkreppu Alexander Kotenkov, fulltrúi Jeltsíns í Dúmunni, sagði í gær að forsetinn hefði ákveðið að víkja stjóm Tsjemomyrdíns frá þar sem hann hefði óttast að þingið samþykkti til- lögu um vantraust á stjómina. „Hefði stjóminni ekki verið vikið frá hefði. þingið getað samþykkt vantrauststil- lögu innan viku, sem hefði getað leitt til stjómarkreppu, ekki aðeins í fimm vikur, heldur í sjö eða átta mánuði,“ sagði Kotenkov. „Forsetinn varð því að bregðast skjótt við.“ Hillary yfírheyrð Washington. Reuters. SAKSÓKNARI yfirheyrði Hillary Clinton, eiginkonu Bandaríkjaforseta, í hátt á fimmtu klukkustund í Hvíta húsinu um sl. helgi vegna lög- fræðistarfa sem hún sinnti í tengslum við sviksamlegan samning um byggingafram- kvæmdir í Arkansas. Kenneth Starr, sérstakur saksóknari er rannsakar meint misferli forsetans og eiginkonu hans, stýrði yfirheyrslunni, en Hillary hefur fullyrt að Starr gangi erinda hægrisinnaðra andstæðinga forsetans. Yfir- heyrslumar nú em sjötta skipti sem Hillary gefur vitnis- burð en ekki er gert ráð fyrir að hún verði aftur spurð spjör- unum úr. Whitewater-málin hafa verið tengd við meint hjú- skaparbrot og meinsæri for- setans. Núer réttí timinn til að kaupa útsæðið Við seljum allar tegundir af útsæðiskartöflum í hentugum umbúðum. Verið velkomin til okkar! Vagnhöfða 13-15 112 Reykjavík. Sími 577 4747

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.