Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Fullyrt að breskur njósnari hafí verið handtekinn í Iran Sagður laus úr haldi Tehran, London. Reuters. TheDaiiy Telegraph. Umhverf- isslys á Spáni Madrid. Reuters. ÍBÚAR Suður-Spánar glíma nú við afleiðingar umhverfisslys sem varð þegar eiturefnaúr- gangur rann úr keri í eigu sænsk-kanadísks fyrirtækis á laugardag. Ymis skaðleg efni flæddu út í ár og læki og Isabel Tocino, umhverfisráðherra Spánar, sagði áhrif á umhverfi og landbúnað geigvænleg. Bændur á svæðinu segjast úttast að uppskera þeirra sé únýt og þar með lífsviðurværi þeirra enda nær eiturefnabrákin yfír hálfs kílúmetra svæði og drepur allt sem fyrir verður. Samtök bænda spáðu því í gær að land- svæðið yrði ekki ræktanlegt um mörg komandi ár. Úrganginum var beint frá Donana-þjúðgarðinum, þar sem er að finna afar viðkvæmar nátt- úruperlur, og í Guadalquivir- ána áleiðis út í Cadiz-fíúa en fulltrúar grænfriðunga sögðust ekki sannfærðir um að stjúrn- völd hefðu gert núg tU að af- stýra tjúni á þjúðgarðinum. í at- hugun er nú hvort námafyrir- tækið hafí gerst brotlegt við um- hverfislög. Bæjarstjúrar sjö bæja í ná- grenni Guadiamar-ár vöruðu íbúa við neyslu jarðvatns og kúa- og kindabændur voru hvattir tU að flytja fé sitt í hæfí- lega Qarlægð frá ánni. Á mynd- inni má sjá ræktarland í ná- grenni árinnar sem eiturefnaúr- gangurinn flæddi yfir. IRONSK stjómvöld lýstu því yfir í gær að Breti, sem hefði verið tekinn höndum, grunaður um njósnir, hefði verið látinn laus og að hann væri ekki lengur í íran. Iranskt dagblað sagði frá því um helgina að maður- inn hefði verið handtekinn og hvatti í gær til þess að írönsk stjómvöld sendu Bretum „skýr skilaboð" með því að refsa manninum. íranski utanríkisráðherrann Kamal Kharrazisagði í samtali við IRNA-fréttastofuna að Bretinn hefði verið handtekinn í Kúrdistan- héraði, þar sem hann hefði verið staðinn að myndatökum á svæði sem aðgangur væri ekki heimill að. KRAFIST hefur verið endurskoðun- ar á öryggisþáttum í kjamorku- og endurvinnsluverum í Bretlandi í kjölfar afsagnar yfirmanns í lögregl- unni sem sér um öryggisgæslu í kjamorkuverum. Málið komst í há- mæli eftir að sagt var frá öryggis- prófun í Dounreay-verinu í Skotlandi, sem leiddi í ljós alvarlega bresti í öryggi þess. John Battle orkumálaráðherra fullyrti í breska þinginu í gær að öryggisgæslan væri fullmönnuð en The Sunday limes sagði á sunnudag að um 70 öiyggis- verði vantaði til að gæslan í breskum Hann hefði verið látinn laus að yfir- heyrslum loknum. Bresk yfirvöld hafa hins vegar ekki fengið form- lega staðfestingu frá írönum um hvort breskur þegn hafi verið hand- tekinn. Fullyrt var í Johmhurí Eslami að maðurinn héti Gavin Roberts og að hann væri njósnari bresku leyni- þjónustunnar, MI6. Hann hefði þóst vera fréttamaður BBC en játað á sig njósnir eftir vikulangar yfir- heyrslur. BBC neitar því að Roberts starfi á sínum vegum. Þá hafa heimilda- menn innan bresku leyniþjónust- unnar sagt það afar ólíklegt að kjamorkuverum væri fullskipuð. Krafist hefur verið skýringar á brotthvarfi Tony Pointer, yfir- manns kjamorkuiðnaðarlögregl- unnar bresku, úr starfi. Hann sagði af sér í upphafi árs og talsmenn lög- reglunnar segja að ágreiningur hafi komið upp á milli Pointers og emb- ættismanna um hversu margir ættu að sinna öryggisgæslu í Dounreay. Pointer hefur fullyrt að kjarn- orkuverið sé öruggt, svo fremi sem nægt fé renni til gæslunnar. Hins vegar hefur The Daily Telegraph fyrir því heimildir að til sé minnis- njósnari myndi þykjast vera frétta- maður. Neita þeir því að þekkja nokkuð til Roberts. Hins vegar lýsti Robin Cook, utanrfldsráðherra Bretlands, því yfir í síðustu viku að breska leyniþjónustan hefði tekið þátt í að koma í veg fyrir að Iranir kæmust yfir breska kjamorku- tækni. Árið 1996 vom samþykkt lög á íranska þinginu sem kveða á um dauðarefsingu fyrir njósnir á mun víðara sviði en áður var. Þá minnt- ust breskir fjölmiðlar þess að bresk- ur blaðamaður hjá Observer var handtekinn fyrir njósnir í íran árið 1990 og tekinn af lífi fyrir þær. blað þar sem Pointer segi að á sl. þremur áram hafi fjárframlög til löggæslu í kjamorkuveranum ítrek- að bragðist. Niðurstaða tveggja ára gamallar bandarískrar tölvuúttekt- ar var ennfremur sú að réðust hryðjuverkamenn á Dounreay-verið væra yfir helmings líkur á því að þeir myndu komast yfir efni í kjam- orkusprengju og að þeim tækist að vinna tjón á verinu. Fulltrúar lög- reglu og öryggismála í breskum kjarnorkuveram hafa vísað þessum fullyrðingum á bug og segja að ör- yggi í þeim sé ekki ábótavant. Fullyrt að öryggi Dounreay sé ábötavant London. The Daily Telegraph. Reuters. Reuters. Slökkt á rat- sjársvara? Bogota. Reuters. GRUNUR leikur á að áhöfn Boeing 727 þotu, sem fórst með 53 innan- borðs í íjallshlíð skammt frá Bogota í Kólumbíu fyrir viku, hafi gleymt að kveikja á nauðsynlegum tækjabúnaði sem mælir hæð og fjarlægð. Abel Jimenez, fram- kvæmdastjóri flugmálastjómar landsins, sagðist telja líklegt að áhöfnin hefði ekki kveikt á rat- sjársvara flugvélarinnar sem nem- ur merki frá vitum á jörðu niðri og sendi svarmerki. Skv. segulbandsupptökum af samtölum flugumferðarstjóra í Bogota við áhöfn vélarinnar var ekki kveikt á ratsjársvaranum fyrr en varað hafði verið við því að vélin væri komin langt af leið. Reglum samkvæmt hefði áhöfnin átt að taka krappa hægri beygju strax eftir flugtak til að forðast fjallið. Sú beygja var aldrei tekin. Lítil kjörsókn í Nígeríu Lagos. Reuters. FYRSTI flokkurinn, sem beitti sér fyrir því að Sani Abacha hershöfð- ingi, leiðtogi herforingjastjómarinn- ar í Nígeríu, yrði í framboði í for- setakosningum siðar á árinu, fékk mikinn meirihluta atkvæða í þing- kosningum á laugardag. Þegar fjórð- ungur atkvæða hafði verið talinn hafði Sameinaði þjóðþingsflokkur Nígeríu (UNCP) fengið 80% at- kvæða. Næstur kom Lýðræðisflokk- ur Nígeríu með rúm 15%. Fimm flokkar tóku þátt í kosning- unum en hreyfingar stjómarand- stæðinga sniðgengu þær. Fyrir kosn- ingamar höfðu allir flokkarair fimm, sem era leyfðir í Nígeríu, samþykkt að óska eftir því að Abacha yrði fram- bjóðandi þeirra í forsetakosningunum 1. ágúst þannig að allt bendir til þess að hann verði sjálfkjörinn. Grasrótarhreyfing lýðræðissinna, efndi, einn fiokka, til atkvæða- greiðslu um forsetaframbjóðanda og Mohammed Yusufu, fyrrverandi lög- reglustjóri, laut þar í lægra haldi fyrir Abacha. Flokkurinn fékk ekk- ert þingsæti í kosningunum á laugar- dag, samkvæmt fyrstu tölum. Jafnvel einn af nánustu banda- mönnum Abacha kvaðst hafa orðið fyrir vonbrigðum með kjörsóknina og stjómarandstaðan taldi að áskor- anir um að kjósendur sætu heima hefðu borið árangur. Hún hefur boð- að til fjöldafunda 1. maí til að krefj- ast þess að herforingjastjórnin afsali sér völdum. Embættismenn í verkfall Brussel. Reuters. EMBÆTTISMENN fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins, ESB, hyggjast leggja niður vinnu á fimmtudaginn, dag- inn fyrir sögulegan leiðtogafund ESB-ríkjanna í Brassel, þar sem leggja á lokahönd á undirbúning Efnahags- og myntbandalags Evr- ópu. Loek Rijnhoudt, formaður stærsta verkalýðsfélags starfs- manna Evrópusambandsins, hét því hins vegar í gær að verkfallið myndi ekki bitna á framkvæmd leiðtogafundarins. „Þetta er aðgerð sem beint er gegn framkvæmdastjórninni, ekki ráðherraráðinu,“ sagði Rijnoudt. „Leiðtogafundurinn fer fram í ráð- herraráðsbyggingunni." Embættismenn framkvæmda- stjórnarinnar era óánægðir með það sem þeir kalla skort á samráði um tillögur um uppstokkun á innra skipulagi stofnunarinnar. „Þetta er ekki launadeila,“ sagði Rijnhoudt. Á leiðtogafundinum í Amsterdam í fyrrasumar hét framkvæmda- stjórnin því að endurskipuleggja stjómardeildaskiptinguna tíman- lega áður en ný framkvæmdastjóm verður skipuð árið 2000. Chretien á Kúbu JEAN Chretien, forsætisráð- herra Kanada, hitti Fidel Ca- stro Kúbuleiðtoga í gær í sögu- legri heimsókn sinni til Kúbu. Chretien er fyrstur leiðtoga sjö stærstu iðnríkja heims sem sækir Castro heim og segja stjórnmálaskýrendur Castro mjög ánægðan með heimsókn- ina. Reuters. JEAN Chretien, forsætis- ráðherra Kanada, og Fidel Castro. Ovæntur samninga- fundur EZER Weizman, forseti ísra- els, átti í gær óvæntar viðræður við helstu samningafulltrúa Pa- lestínumanna í því augnamiði að koma friðaramleitunum fyrir botni Miðjarðarhafs á skrið, en þær hafa legið niðri í rúmt ár. Ræddu þeir sáttatillögur Bandaríkjamanna, er lúta að brottflutningi ísraelsks herliðs frá svæðum á Vesturbakkanum. Adams hitti Blair GERRY Adams, leiðtogi Sinn Féin, sagði í gær eðlilegt að bresk stjómvöld myndu í fram- tíðinni leggja sitt af mörkum til að stuðla að sameiningu fr- lands í eitt ríki. Adams, sem hitti Tony Blair á fundi í London, sagði Blair hafa skuld- bundið sig til þessa að því gefnu að meirihluti íbúa N-ír- lands óskaði eftir slíkri samein- ingu. Hann sagðist samt með- vitaður um að nokkur tími yrði að líða áður en bresk stjórn- völd gætu beitt sér í málinu. Yilmaz hikar MESUT Yilmaz, forsætisráð- herra Tyrklands, reyndi í gær að hvítþvo sig af umdeildu sam- komulagi um þingkosningar á næsta ári sem hann gerði við Deniz Baykal, leiðtoga CHP- flokksins, í síðustu viku. Hann hvatti CHP, sem veitir minni- hlutastjórn Yilmaz stuðning á þingi, til að endurskoða hug sinn til samkomulagsins í ljósi gagnrýni erlendra sem inn- lendra aðila. Samkomulagið hefur verið talið geta ógna efnahagsbata á Tyrklandi, og vildu fullti-úar CHP fá að vita í gær hvort Yilmaz hefði snúið baki við umrætt samkomulag. Tíbetbúi kveikir í sér STUÐNIN GSMAÐUR Dalai Lama kveikti í sér til að mót- mæla aðgerðum lögreglunnar í Nýju Dehli á Indlandi sem í gær stöðvaði hungurverkfall sex Tíbetbúa í borginni en þeir berjast gegn veru Kínverja í Tíbet. Lögreglan fór með mennina á sjúkrahús og lét lækna gefa þeim næringu í æð en mennirnir höfðu fastað í 48 daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.