Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 31 LISTIR Verðlauna- störf fyr- ir börnin HILMAR Hilmarsson, Kristín Thorlacius og Hildur Hermóðsdóttir Á SUMARGLEÐI Barnabóka- ráðsins, IslandsdeUdar IBBY, voru veittar árlegar viðurkenn- ingar félagsins fyrir menningar- starf í þágu barna og unglinga. Viðurkenningarnar hlutu eft- irtaldir þýðendur: Hildur Her- móðsdóttir sem hefur um árabil þýtt bækur fyrir yngstu börnin á góða og vandaða íslensku. Með starfi sínu hjá Máli og menningu hefur Hildur jafn- framt stuðlað að útgáfu valinna erlendra bóka fyrir börn og unglinga þar sem áhersla á gæði hefur yfirskyggt gróða- sjónarmið. Kristín Thorlacius fyrir þýð- ingar á bókaflokki C. S. Lewis um töfralandið Narníu. Bóka- flokkurinn tilheyrir svokölluð- um fantasíubókmenntum en þeirri tegund barnabókmennta hafði lítt verið sinnt hér á landi er Kristín hóf að þýða Narníu- bækurnar og var þetta frum- kvæði hennar lofsvert. Hilmar Hilmarsson fyrir vandaðar þýðingar á unglinga- bókum sænska rithöfundarins Mats Wahl. Bækurnar fjalla einkum um tilfinningalíf ung- linga og eru raunsæjar og til- fínningaþrungnar en jafnframt afar spennandi. Sumar í Sólheimum LEIKLIST Leikfélag Sólheima BÍÓSÖGUR Spunaverk eftir leikendur Leikstjóri: Gunnar Sigurðsson Aðstoðarleikstj. Estelle Burgel Lýsing: Bernd Friedrich Aðstoð baksviðs: Andrea Cosimo Leikendur: Kristjana Larsen, Erla Sigmundsdóttir, Edda Guð- mundsdóttir, Ólafur Benediktsson, Rúnar Magnússon, Haukur Þorsteins- son, Ármann Eggertsson, Kristján Ólafsson, Hanný Haraldsdóttir, Dísa Sigurðardóttir, Guðlaug Jónatans- dóttir, Pálína Erlendsdóttir, Árni Ge- orgsson, María Kristjánsdóttir, Lárus Fjeldsted, Gísli Haraldsson, Erla Leifsdóttir, Einar Baldursson, Sigurlín Sigurgeirsdóttir. Frumsýn- ing að Sólheimum í Grímsnesi á sumardaginn fyrsta. Á SUMARDAGINN fyrsta höldum við upp á hamskipti náttúr- unnar. Þungur skrápur vetrar vík- ur fyrir léttu skrúði sumars og á einhvern forritaðan genetískan hátt verðum við einnig ný. Okkur eflist máttur til nýrra verka, því þótt við séum alltaf söm verðum við þó önnur á sumrin og stundum meiri. Á Sólheimum í Grímsnesi, í hvilftinni sem veitir skjól fyrir nöprustu vindunum, og innan um höggmyndirnar allar sem bera vott um staðfestu kærleikans, sjást þessar breytingar hvert sem litið er. Jörð litverpist, opin mold bíður sáningar, á greinum trjánna brýst undrið undan berkinum enn einu sinni og aftur og hárprúðir hund- amir ærslast hrekklausir á milli gestanna og leika tunguleiki mjúk- lega við hvem þeirra fingm-. Á þessum blíða degi fyrirheit- anna hópast Sólheimingar inn í samkomuhúsið sitt og taka þátt í helgisiðum árstíðarinnar með því að setja upp leikverk. Þeir sömu verða aðrir um stund. Það er hollt að gleyma því ekki, að einmitt þetta er einn persónulegasti og dýpsti munaður leiklistarinnar, að skreppa út úr skrápnum. Og þama bmgðu karlar og kon- ur sér í heim kvikmyndanna, sett- ust niður í kring um varðeldinn og átu brúnar baunir af bestu lyst og bmgðu sér á hestbak og stóðu ábúðafull með kábojhattinn á hvirflinum og hendur á mjöðm, en það var einnig sú stelling sem gerði Jón heitinn veinandi heimsfrægan. Og svo kynnust Danny og Sandy þama á ný, þau sem allir unglinga féllu í yfirlið yfir í fitus- klessuræmunni Grís. Og ekki var síðra að sjá álfaskarann undir söngnum Stóð ég útí tunglsljósi. Það tókst vel á Sólheimum að skreppa út úr skrápnum og þótt sumir hafi eflaust verið með sviðs- skrekk og ekki allir alltaf með á nótunum er það eitthvað sem þekk- ist ekkert síður í leikhúsum í Reykjavík, París, London og Róm og fylgir hverri leiksýningu. Það sem máli skipti var gleðin, og hana mátti sjá á leikendum, ljóst og kannski ekki síður leynt, og alveg fortakslaust meðal áhorfenda í salnum. Og kærleikann líka, en sú kennd er dýrmæt af sjálfri sér, enda aldrei ókeypis. Guðbrandur Gíslason Skagfírska fær í flestan sjó TÓNLIST Langhol tskirkja KÓRTÓNLEIKAR Skagfirska söngsveitin fiutti innlend og erlend söngverk. Einsöngvarar: Kristín R. Sigurðardóttir og Guð- mundur Sigurðsson. Píanóleikari: Sigurður Marteinsson. Stjórnandi: Björgvin Þ. Valdimarsson. Fimmtu- daginn 23. apríl 1998. VORBOÐINN var að þessu sinni Skagfirska söngsveitin, með tónleikum í Langholtskirkju á sumardaginn fyrsta, og hófust tónleikamir með hinu fallega lagi Senn kemur vor eftir rússneska tónskáldið Dimitri Kabalevski. Þetta fallega lag var mjög vel flutt og sömuleiðis Nú sefur jörðin sumargræn, eftir Þorvald Blöndal, en bæði lögin söng kórinn sérlega þýðlega og með fallegum sam- hljómi. Augasteinninn, þýskt þjóðlag í útsetningu eftir Ernst Tittel, Sláttuvísa, slóvenskt þjóðlag út- sett af Heinz Lau, og þrír ung- verskir söngvar í sérlega skemmtilegri gerð eftir Matthias Seiber voru nokkuð misjafnlega flutt, en sérstaklega truflaði áhersluskipanin í útsetningum Seibers, sem á köflum stóð óþægi- lega á skakk við áhersluskipan ís- lensku þýðingarinnar. Þetta vandamál kemur oft upp þegar reynt er að stemma saman er- lenda áhersluskipan laga við ís- lenskan texta. íslenska þjóðlagið Ég að öllum háska hlæ, í útsetningu Hallgrím's Helgasonar, var mjög vel flutt en lag eins og Ég fann þig, amerískt þjóðlag, hefði mátt missa sín og auk þess var það allt of djúpt fyrir einsöngvarann, Guðmund Sig- urðsson, sem hefur bjarta og fal- lega tenórrödd. Tvö lög eftir söng- stjórann, Ástarþrá og Vorsól, voru síðust fyrir hlé. Ástarþrá er ágætt lag og var það einnig mjög vel flutt. Vorsól við kvæði eftir Stefán frá Hvítadal er allt of gassalegt fyrir annars lýrískan texta Stef- áns og var auk þess nokkuð of kraftmikið í flutningi, bæði hjá kór og einsöngvara, Kristínu R. Sigurðardóttur, sem hefur í raun lýríska rödd en hættir til að „for- sera“ hana um of í átökum við háa tóna. Efnisskráin eftir hlé var að mestu erlend tónverk, utan Friður á jörðu eftir Árna Thorsteinsson, sem Guðmundur Sigurðsson söng ágætlega í allt of lágri tóntegund. Erlendu lögin voru Deep river, sálmurinn frægi í úsetningu eftir H.T. Burleigh. Besti hluti efnis- skrárinnar hófst með Locus iste eftir Bruckner, sem var sérlega vel flutt. Minna bragð var að In- flammatus et accensus eftir Ross- ini, en í því verki, sem er víxlsöng- ur einsöngvara og kórs, vantaði hinn ítalska fínleika, þótt einsöng- ur Kristínar R. Sigurðardóttur væri á margan hátt góður. Faðir vor eftir Berggreen, sem er ágæt tónsmíð, var vel flutt og sama má segja um Sicut locutus est úr Magnificat eftir J.S. Bach, sem er stutt fúga að gerð og var nokkuð vel sungin, þótt sums stað- ar væri samskipan raddanna ekki alveg nógu góð. Lokakórinn úr Mattheusarpassíunni eftir J.S. Bach var á margan hátt vel fluttur en það var í lokalagi tónleikanna, Hallelújakórnum eftir Hándel, sem flutningur kórsins var hinn glæsilegasti og sýnir síðari hluti efnisskrárinnar að kórinn er að verða fær í flestan sjó. Björgvin og kórinn mega sem best ætla sér erfið verkefni í framtíðinni, þótt ekki beri að lasta léttleikandi við- fangsefni í bland. Sérlega ánægju- legt var að heyra hve karlaradd- imar voru góðar og hljómmiklar og kórinn í heild vel hljómandi, bæði í veikum og sterkum söng. Undirleikari með kórnun var Sig- urður Marteinsson, er lék af hóg- værð og sérlega vel í tveimur síð- ustu verkunum, þar sem helst reyndi á. Jón Ásgeirsson Afmælis- hátíð í Dalabyggð Búðardal - í tilefni 50 ára afmælis Söngfélagsins Vorboðans ætlar kórinn að halda veglega tónleika í Dalabúð, Búðardal, föstudaginn 1. maí nk. kl. 21. Kórinn var stofnaður í janúar árið 1948 og aðalhvatamenn að stofnun kórsins voru hjónin Elísa- bet Guðmundsdóttir og Magnús Rögnvaldsson í Búðardal. Fyrsti stjórnandi kórsins var Krístján Einarsson frá Hróðnýjarstöðum í Laxárdal. Stofnendur voru 22 tals- ins. M.a. viðfangsefna sá kórinn um messusöng í Hjarðarholts- kirkju um 40 ára bil. Kórfélagar eru nú 28 talsins auk undirleikara. Núverandi stjómandi kórsins er Halldór Þórðarson frá Breiða- bólsstsað á Fellsströnd. Efnisskráin á þessum tónleikum verður fjölbreytt að vanda og verða þar flutt m.a. nokkur lög sem sungin voru á fyrsta starfsári kórsins. Einnig verður rakin saga hans frá upphafi og fleira verður sér til gamans gert. Stofnfélagar kórsins eru sérstaklega boðnir vel- komnir og vonast aðstandendur til að sem flestir sjái sér fært að mæta. Núverandi formaður kórsins er Magnína Kristjánsdóttir. Umboðsaðilar: Akureyri: Höldur, s: 461 3014 • Akranes: Bílver, s: 431 1985 • ísafjörður: Bilasala Jóels, s: 456 4712 Keflavík: B.G. Bílakringlan, s: 421 1200 • Egilsstaðir: Bíla og Búvélasalan, s: 471 2011 Fjórhjóladrifinn fjölskyldubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður InnifaiiO í verpj bíi$in$ s 2.01 4 strokka 16 ventla léttmálmsvél s Loftpúðar fyrir ökumann og farþega ^ Rafdrifnar rúður og speglar ■S ABS bremsukerfi s Veghæð: 20,5 cm y Fjórhjóladrif v Samlæsingar ✓ Ryðvörn og skráning •/ Útvarp og kassettutæki ✓ Hjólhaf: 2.62 m / Lengd: 4.52m, Breidd: 1.75m, Hæð: 1.675m Verð á götuna: 2.285.000.- með abs Sjálfskipting kostar 80.000, (H HONDA Sími: 520 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.