Morgunblaðið - 28.04.1998, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 28.04.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 35 Verkfallsátökin í Danmörku gætu orðið langvinn Reuters. ALMENNINGUR í Danmörku bjó sig undir langt verkfall med því að hamstra matvæli og aðrar nauðsynjavörur. Þessí maður var seint á ferðinni í sínum innkaupum og kom að tómum kofanum. Nútíminn í fortíðar- klæðum Hvernig stendur á að jafnnútímalegur vinnu- markaður og sá danski lamast af verkföllum? Sigrún Davíðsdóttir reifar hugsanleg svör. Tam í haust eiða tóber myndu mikil verðmæti, jafnt mann- réttindi, vísindaumhverfi sem fjár- magn.“ A blaðamannafundi sem Læknafé- lagið efndi til í gær sagði Guðmundur Björnsson, formaður félagsins, að fulltrúar þess hefðu verið boðaðir til viðræðna í heilbrigðisráðuneytinu vegna frumvarpsins. Hann sagði nauðsynlegt að halda áfram virkri umræðu og myndu læknasamtökin ýta undir hana. Guðmundur sagði nauðsynlegt að laga einkum þrjú at- riði. Brýnt væri að tryggja persónu- vernd betur en séð yrði af frumvarp- inu; hann sagði það orka tvímælis að veita einum aðila einkaleyfi á starf- rækslu slíks gagnagrunns, það myndi binda hendur annaiTa um of til vísindastarfa meðan 12 ára einka- leyfistíminn vari og hann sagði því hafa verið haldið fram að fjöldi há- launastarfa myndi glatast yrði frum- varpið ekki samþykkt nú. Sagði hann æ betur hafa komið í ljós að gagna- gi-unnurinn myndi ekki skapa fjölda hálaunastarfa heldur yrði einkum um innsláttarvinnu að ræða sem vísinda- menn myndu að vísu stýra en málið þyldi frestun. Guðmundur sagði að aldrei hefði gefist svo stuttur tími til umræðu um eitt viðamesta mál í sögu íslenskrar heilbrigðisþjónustu. Brýtur grundvallarreglur í lagasetningu Sigurður Bjömsson, sem situr í stjórn Læknafélagsins, sagði ljóst að unnið hefði verið að málinu í að minnsta kosti ár áður en frumvarpið kom fram fyrir fáum vikum. Hann sagði frumvarpið brjóta gnmdvallar- reglur lagasetningar. Lög ættu að vera einföld og skýr, ekki innihalda of mikið af varasömum túlkunarat- riðum og þau ættu að þjóna hags- munum fjöldans en ekki sérhags- munum. Hann sagði það líka mein- gallað að réttur sjúkrastofnana til að hafna þátttöku í slíkum gagnagrunni væri ekki fyrir hendi. Olafur Þór Ævarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, benti á að brýnt væri að stefna ekki trúnaði og trausti milli lækna og sjúklinga í hættu, upplýsingar í sjúkraskrám væru mikilvæg gögn í allri meðferð og því væri slæmt ef sjúklingar héldu upplýsingum frá læknum af ótta við að þær lækju út. Sagði hann að það hlyti að hafa áhrif á upplýsingagjöf sjúklinga ef þeir vissu að sjúkraskrá þeirra, sem slegin væri inn þar sem þeir væru til meðferðar, færi síðan í annan banka á öðrum stað. Gagna- grunnur mætti ekki skerða þennan trúnað. Tómas Zoéga, formaður Siðfræði- . . . ráðs LI, sagði hraðann eKKl sem einkennt hefði fram- I traust lagningu frumvarpsins linga engu líkari en að búið væri að semja um niður- stöðu málsins. Hann spurði hvort gerð slíks miðlægs gagnagrunns væri réttlætanleg og hvort eitthvert vit væri í því að keyra saman upplýs- ingar úr mörgum skrám í einn gi-unn. Þá bentu fundarmenn á að fram hefði komið í umræðum undanfaniar vikur að svo virtist sem engin vís- inda- eða rannsóknastarfsemi hefði farið fram hérlendis síðustu árin sem væri mikill misskilningur því svo hefði verið í áratugi. Þeir sögðu þá hugmynd að mörgu leyti góða að gagnagrunnar yrðu á ábyrgð Há- skóla Islands en allir slíkir grunnar yrðu háðir því að tryggja persónu- vernd. Einnig yrði að setja nákvæm- ar starfsreglur og aðgengnisreglur og fela fulltúum ýmissa stofnana stjórn þeirra. jC STÉTTABARÁTTAN er ekki dauð, þrátt fyrir allt og rís nú upp í verkfollunum í öllu sínu veldi dagana fyrir baráttudag verkalýðsins 1. maí. En stéttabarátt- an er annað en rauðir fánar og bar- áttusöngvar og því fær verkalýðsfor- ystan að finna fyrir þessar stundirnar. Fæstir reikna með að verkfallið leys- ist í vikunni og allir aðilar reyna til hins ýtrasta að skapa sér samúð og spila á alla strengi sálfræðinnar. Þótt vinnumarkaðslög í Danmörku bjóði upp á vinnustaðasamninga hefur Dansk Industri í þessari umferð kosið samflot til að koma í veg fyrir að reynslan frá fyrri samningum, þegar einstök félög notuðu tækifærið og sömdu umfram rammann sem lagður var. I samtali við Morgunblaðið segir Max Bæhring, formaður danska Málmiðnaðarsambandsins, að samn- ingsfyrirkomulagið sé gott. Hins veg- ar sé alltaf hægt að misnota allt og í þetta skiptið hafi atvinnurekendur í raun verið þrándur í götu vinnustaða- samninga og krafíst samflots. Og Lillian Knudsen, formaður Verka- kvennasambandsins, skefur ekki utan af því er hún segir að atvinnurekend- ur hafi á mjög óheppilegan hátt hampað því í lok samninganna hve þeir hefðu verið ódýrir vinnuvejtend- um. Hún bendir einnig á að hefðu vinnuveitendur ekki krafist þess að hafa sameiginlega atkvæðagreiðslu fyrir alla hefði aðejns orðið verkfall í iðnaðargeiranum. í þjónustugreinum og víðar hafi samningamir verið sam- þykktir. Að mati vinnuveitenda standa átök- in um að viðhalda óbreyttu ástandi hvað kostnaði viðvíkur, svo sam- keppnisstaða Dana versni ekki. Að mati launþega er kominn tími til að fólk fái áþreifanlegan hluta af því góð- æri, sem Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra og leiðtogi Jafnaðar- manna og aðrir stjórnmálamenn eru alltaf að tala um. En lyktir atkvæða- greiðslunnar um samningana eru enn ein vísbending um nagandi óánægju, sem er mótsagnakennd í þessu landi hamingju og velgengni. En það væri kannski einnig misvísandi að gera of mikið úr óánægjunni, því þegar grannt er skoðað vom það aðeins þrjú prósent Dana, eða 149 þúsund Danir, sem höfnuðu samningunum og hrandu þar með þeirri atburðarás af stað, sem orðin er að veruleika. Atvinnurekendur þvinguðu fram samflot og sameiginlega atkvæðagreiðslu „Markmið samninganna nú er að tryggja samkeppnisstöðu útflutnings- gi-einanna,“ sagði í yfirlýsingu Dansk Industri er samningatöminni lauk í lok mars. Á blaðamannafundi í gær sagði Hans Jensen, forseti danska Al- þýðusambandsins, að sennilega væru dönsk launþegasamtök þau ábyrgustu í öllum heimi hvað varðaði launakröf- ur og hvorki hann né aðrir þyrftu á neinum fyrirlestrum um efnahagsmál að halda frá atvinnurekendum. Harkan í samningunum nú er að hluta endurómur síðustu samninga, sem gerðir vora 1995. Þá eins og nú var mikið talað um að samningarnir mættu ekki skaða samkeppnisstöð- una, um leið og verið var að semja við einstök félög. Þá gerðist það að nokkur félög náðu hærri launasamningum en gert var ráð fyrir í þeim ramma, sem Dansk Industri, sem er öflugasti aðili Vinnuveitendasambandsins danska og atvinnurekendur miðuðu við. Ný lög auðvelduðu að samningarnir voru felldir Þegar kom að samningunum nú var Dansk Industri í mun að yfirboð af því tagi, sem urðu að þeirra mati 1995 endurtækju sig ekki. Þeir kröfðust þess því að enginn semdi fyrr en náðst hefðu samningar í iðnaðargeir- anum. Það náðist ekki fyrr en átta dögum áður en boðað verkfall átti að skella á í mars og þá var sumsé naum- ur frestur til að gera þá rúmlega 500 aðra samninga, sem þá voru eftir. í samtali við Morgunblaðið sagði Hans Jensen, forseti danska Alþýðusam- bandsins, að þessi aðferð hefði valdið mikilli reiði meðal launþega og væri ein helsta skýringin á að samningun- um hefði verið hafnað. ,A-tvinnurek- endur notuðu þessa aðferð. Þeir trúðu því einfaldlega ekki að á okkar tímum gætu orðið stórverkfóll hér í Dan- mörku.“ Það er einnig dálítið napurlegt að með því að krefjast sameiginlegrar atkvæðagreiðslu allra þeirra rúmlega 567 þúsund launþega, sem samið var fyrir, ýttu vinnuveitendur einnig und- ir að verkfallið yrði jafnútbreitt og raun bar vitni. Lillian Knudsen bend- ir á að með afmörkuðum atkvæða- greiðslum fyrir einstök félög hefðu áhrifin orðið mun minni, því samning- arnir hafi verið samþykktir í mörgum félögum, þar á meðal í þjónustgreinunum. Samn- ingarnir voru aðeins felldir af 149 þúsund manns. Og það bitra er líka að breytt lög frá 1996 um starf sáttasemjara gerðu það auðveldara að fella samninga í atkvæðagreiðslu. Áður þurftu 35 prósent af öllum at- kvæðisbærum að hafna samningum til að þeir yrðu felldir, en samkvæmt lögunum nú er hægt að fella samn- ingana með einföldum meirihluta ef meira en 40 prósent taka þátt í at- kvæðagreiðslunni. Og þar sem 47 prósent kusu nú gátu 26,26 prósent atkvæðabærra fellt samningana. En það er ekki aðeins verkalýðs- hreyfingin, sem er atvinnurekendum gröm. Vinnuveitendur í ýmsum grein- um hafa einnig reiðst yfir að þeir gætu ekki komist til að semja og mörg þung orð hafa fallið um að óþarfi sé að hafa vinnuveitendasam- band, ef Dansk Industri ráði þar eitt lögum og lofum. Af hálfu Dansk Industri er þó óspart minnt á að það dugi ekki að gera óábyrga samninga, því þá gerist bara tvennt: Staða út- flutningsgreinanna versni og launa- hækkanir, sem fari fram úr því sem gerist í helstu viðskiptalöndum eins og Þýskalandi og Svíþjóð, verði ein- faldlega teknar til baka af stjórninni með efnahagsráðstöfunum. Það ligg- ur þegar í loftinu að í júní muni stjómin grípa til efnahagsráðstafana til að halda aftur af verðbólgunni og ekki sé á það bætandi með óábyrgum samningum. Lykilkrafan: Tími fyrir fjölskylduna Það eru ekki launakröfur, sem verkfallið snýst um. í fyrsta skipti virðist svo sem kröfur um annað en peninga hafi verið laun- þegum svo mjög í mun að þeir hafi fellt samningana þegar ekki fékkst meira frí en þeir óskuðu. Einn af þeim sem mest talar um aukinn tíma til handa fjölskyld- unni er Poul Nyrup Rasmussen for- sætisráðherra. Jafnt í áramótaræðu sinni og er hann ræddi við erlenda blaðamenn á föstudaginn, klukku- stund áður en staðfest var að samn- ingarnir hefðu verið felldir, gerði hann sér tíðrætt um að kjarninn í góðu þjóðfélagi eins og því er Danir vilja byggja, sé tími til að vera með fjölskyldunni. Sveigjanleiki á vinnu- markaðnum á að sögn forsætisráð- herra að ganga út á að ungt fólk geti unnið mikið, barnafólk minna, þeir með uppkomin börn aftur meira og svo eldra fólk á leið á eftirlaun minna. Lillian Knudsen segir í samtali við Morgunblaðið að enginn efi sé á að frídagar hafi verið efstir á blaði hjá mjög mörgum. Meðal verkakvenna sé einnig óskað eftir svokölluðum um- önnunardögum til að sinna fjölskyld- unni, þegar á þurfi að halda. Því mið- ur hafi atvinnurekendur ekki tekið undir fríkröfur og miður sé að ekki hafi fengist einhverjir dagar, sem gætu verið byrjun á 6. frívikunni, þótt hún fengist ekki öll í einu taki. Hún álítur þó að mikið hafi fengist í samn- •> ingunum, en það hafi hins vegar verið einkar óheppilegt að vinnuveitendur hafi strax að samningum loknum hreykt sér af hve samningarnir væru ódýrir, hefðu aðeins í för með sér aukinn launakostnað upp á 0,7 pró- sent og sagt þetta vera bestu samn- inga nokkru sinni. í útreikningum verkalýðshreyfingarinnar var hækk- unin hins vegar metin um átta pró- sent. Óánægjan í hamingjulandinu Mörgum fréttaskýrendum er ofar- lega í huga að samningarnir hafi verið felldir vegna almennrar óánægju meðal fólks með kjör sín, en síður af _ því samningamir hafi í sjálfu sér þótt slæmir. Það er hins vegar erfitt að koma auga á hvað það er sem Danir ættu að vera óánægðir með. Það er atvinnu að hafa, launin eru góð og það ríkir stöðugleiki í þjóðfélaginu. Og í hvert sinn, sem Danir taka þátt í al- þjóðlegum skoðanakönnunum um af- stöðu til lífs síns og hags era þeir í efsta sæti eða þar við, svo halda mætti að þeir væra flestum þjóðum ánægðari. Þessa þversögn er erfitt að skýra. Það er vandséð hvernig hnúturinn verði leystur. Vinnuveitendur segja samninga hafa verið gerða og annað fáist ekki. Verkalýðsfor- ystan segir að leita verði einhverra leiða. Og stjórn- in hvetur alla aðila til við- ræðna enn einu sinni. Það reiknar enginn með að stjórnin grípi til aðgerða fyrr en kannski um miðja næstu viku. Þá verður ástandið sennilega orðið nokkuð slæmt, líklega búið að setja verkbann á hluta verslunarfólks, lítið orðið til í búðunum og bensín • uppurið. Hægriflokkarnir, sem stjórnin verður að styðja sig við, taka ekki í mál að stjórnin bæti launþeg- um samningana. Heimildarmenn Morgunblaðsins benda þó á að jafn- aðarmönnum muni reynast erfitt að setja lög um það sem launþegar hafi þegar hafnað, en muni kannski reyna að koma með einhverja dúsu, svo sem umönnunardaga af einhverju tagi, þó erfitt sé að sjá hvernig megi fóðra það svo atvinnurekendum líki. Á meðan halda Danir áfram að kynnast lífi, sem fer að minna eldri kynslóðina • á vöruskort stríðsáranna. Fæstir reikna með skjótri lausn Ekki reiknað með aðgerð- um stjornvalda
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.