Morgunblaðið - 28.04.1998, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 28.04.1998, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 47 < < < < ( ( ( ( < < < < < : < < < < < < < < < < < < < LAUFEY OTTADÓTTIR + Laufey Otta- dóttir fæddist í Reykjavík 21. októ- ber 1902. Hún lést á Landakoti 15. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Helga Jónsdóttir, f. 15. ágúst 1866, d. 4. febr. 1927, og Otti Guðmundsson skipasmiður, f. 24. júní 1856, d. 20. apríl 1920. Laufey var næstyngst af sex systkinum, sem öll eru látin. Laufey giftist Kolbeini Finns- syni skipstjóra og síðar hafn- sögumanni 16. júní 1934, Kol- beinn var fæddur 16. júní 1901, hann lést 13. júlí 1986. Þau bjuggu allan sinn búskap á Vesturgötu 41 í Reykjavík. Þau eignuðust tvö börn. Þau eru: 1) Finnur lyíjafræðingur, f. 24. ágúst 1935, maki Guðrún Páls- dóttir kennari, f. 14. ágúst 1937. Börn Finns og Guðrúnar eru Kolbeinn hagfræðingur, f. 12. apríl 1964, kvæntur Birnu Guð- mundsdóttur gjald- kera, f. 23. júlí 1964. Börn þeirra eru: Finnur, f. 16. febrúar 1989, og Brynjar Kári, f. 9. maí 1996. Hólmfríð- ur Erla sgnfræðing- ur, f. 10. jánúar 1970, gift Sigurði Kjartanssyni graf- ískum hönnuði, f. 8. september 1967, barn þeirra er Guð- rún Gígja, f. 9. des- ember 1997. 2) Anna Lovísa Jo- hannessen, f. 8. júní 1939, maki Jóhannes Johannessen lögfræð- ingur, f. 10. nóvember 1937. Börn Onnu og Jóhannesar eru: Laufey þjónustufulltrúi íslands- banka, f. 24. desember 1966, gift Ólafi Garðarssyni hrl., f. 13. nóvember 1959, og Haraldur nemi við HI, f. 27. nóvember 1968. títför Laufeyjar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Vesturgata 41, ævintýrahöll í augum lítillar hnátu, höll full af kærleika og visku. Höll þar sem afí minn Kolbeinn Finnsson, skipstjóri og amma mín Laufey Ottadóttir, húsmóðir lifðu hamingjusömu lífi. Hjón sem báru mikla virðingu og ást hvort til annars. Ast sem hnáta í ævintýraþrá fékk óskerta. Margt býr í minningu hnátunnar litlu sem nú er orðin fullorðin. Hver man ekki eftir þegar afí lum- aði að okkur bamabömunum gul- um PK tyggjópakka sem hann geymdi í tugavís í kassa í búrinu? Eða þá kökunum hennar ömmu sem mnnu ljúflega niður í margan svangan magann? Minn fylltist ætíð af brúnu tertunni hennar sem var í miklu uppáhaldi. Aðfanga- dagskvöldin, fjölmörgu, þegar öll ættin kom saman og amma töfraði fram rjúpur með tilheyrandi kræs- ingum. Hringferðinni þegar við grilluðum pylsur í Hallormsstaða- skógi og leikföngunum sem afi og amma keyptu handa okkur í kaup- félaginu. Hvað þá um alla bíltúrana eða sumarfríin sem við eyddum saman. Þessi minningarbrot ylja mér um hjartarætumar á kveðju- stund þessari. Það er skrýtið til þess að hugsa að afi og amma sem mér fannst að alltaf ættu að vera til staðar séu nú bæði búin að kveðja þennan heim. Tólf ár eru liðin síðan afi féll frá og nú fer amma mín til hans, komin á 96. aldursár. Þegar fólk er komið á þennan aldur er andlát sagt eins sjálfsagt og fæðing en einhvem veginn vill það verða svo að mikill söknuður og tómarúm myndast þegar kær manneskja, eins og hún amma var, fellur frá. Laufey amma var glæsileg og hjartahlý kona sem stóð vörð um hag fjölskyldu sinnar enda var fjölskyldan henni allt. Hún hafði mikinn metnað að öllum gengi vel og famaðist vel í lífinu. Stolt var hún þegar við barnabörnin fjögur höfðum öll sett upp hvítu kollana og haldið áfram í önnur verkefni lífsins. Amma var sagnabrannur liðinna tíma og ófáar voru sögum- ar sem hún sagði af fólkinu sem bjó vestan við „lækinn“ eða af upp- vaxtaráram sínum. Amma var kona gamalla hefða og mikil var ánægja hennar þegar ég og Sig- urður maðurinn minn gengum í hjónband. Þá var sonardóttirinn hætt að lifa í synd! En þá tók ann- að umhugsunarefnið við. Hvænær ætlaði ég að gefa henni langömmu- bam? Það leit dagsins ljós í des- ember síðastliðnum, ömmu til mik- illar gleði. Ég vil þakka Onnu Lovísu frænku og móður minni fyrir ómet- anlega hlýju og stuðning sem þær veittu ömmu minni bæði nú þegar halla fór undan fæti og alla tíð. Elsku amma, við sem eftir lifum minnumst þín með virðingu og þakklæti fyrir allt sem þú kenndir okkur. Þín sonardóttir, Hólmfríður Erla. Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að mér taka, méryfírláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Nú þegai’ amma hefur lagt aug- un aftur í hinsta sinn er margs að minnast. Fyrstu minningamar era síðan ég var smástrákur og fékk að fara í pössun og næturgistingu á Vesturgötuna til ömmu og afa. Þá var ósjaldan farið í bíltúr, brjóst- sykur dreginn úr hanskahólfinu og endurnar á tjöminni heimsóttar. Jól og áramót á Vesturgötunni vora fastur punktur í tilveranni þar sem amma, og síðar Anna Lovísa, sá um hátíðamatinn af miklum myndarskap. Eftirminni- leg er hringferð um landið með fjölskyldu minni, ömmu og afa, og Onnu Lovísu og hennar fjölskyldu. Þá var víða komið við og margt skemmtilegt brallað og víst er að amma og afi hafa bæði notið sam- vista við sína nánustu, því það var ávallt mikils virði fyrir þau bæði að vera í miklu og góðu sambandi við fjölskylduna. Það má segja að amma hafi á sinn hátt verið tengiliður stórfjölskyldunnar og ávallt var það hún sem mundi alla afmælisdaga og hvemig öllum ætt- artengslum var háttað. Það var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir ömmu þegar hún, nálægt sjö- tugu, missir nánast sjónina og gat því ekki gert hluti sem okkur flest- um þykja sjálfsagðir s.s. að lesa og stunda hannyrðir sem hún hafði haft mikla ánægju af. Þrátt íyrir þetta heyrði maður hana aldrei kvarta, enda einstaklega jákvæð kona og það var ótrúlega margt sem hún gat gert án hjálpar. Amma hafði alla tíð mjög gaman af því að umgangast fólk, hún var ákveðin og vel gefin kona. Það var skemmtilegt að ræða við hana því hún hafði alltaf skoðanir á þeim málum sem vora til umræðu og einnig var hún mjög fróð um gamla tíma í Reykjavík, sannkallað Reykjavíkurbam. Það er óhætt að segja að það hafi glatt ömmu mikið þegar langömmubömin fæddust. Hún hafði mikla ánægju af að fylgjast með uppvexti Finns og síðar Biynjars Kára og spurði mikið frétta af þeim og jafnvel þótt heils- unni hrakaði var hugsunin ótrú- lega skýr og áhuginn fyrir sínum nánustu samur. Að leiðarlokum þakka ég ömmu Laufeyju sam- fylgdina. Guð blessi minningu hennar. Kolbeinn Finnsson. Móðursystir mín, Laufey Otta- dóttir, lést í Reykjavík 15. þessa mánaðar 95 ára að aldri. Hún kveð- ur þennan heim seinust sex barna þeirra Otta Guðmundssonar báta- smiðs frá Engey og konu hans, Helgu Jónsdóttur frá Laxnesi í Mosfellssveit. Laufey ólst upp í foreldrahúsum og að skóla loknum starfaði hún hjá verslun Egils Jacobsen þar til hún gifti sig Kolbeini Finnssyni hafnsögumanni 16. júní 1934. Þau bjuggu allan sinn búskap á Vestur- götu 41 í Reykjavík, en það hús byggðu foreldrar Kolbeins, þau Finnur Finnsson skipstjóri og kona hans, Anna Lovísa Kolbeins- dóttir. Lulla tanta og Binni, eins og þau voru alltaf kölluð, eignuðust 2 böm Finn lyfjafræing, giftur Guðrúnu Pálsdóttur sérkennara, og Önnu Lovísu, gift Jóhannesi Johannes- sen hdl., bamabömin eru 4 og bamabamabömin 3. Við systkinabömin ólumst upp á svæði sem markaðist af Vestur- götu í norður, Bræðraborgarstíg í vestur, Bárugötu í suður og Stýri- mannastíg í austur, þessi heimur dugði okkur árin í barnaskóla. Svo mikil var samheldni systkinanna og okkar systkinabamanna að við voram sem heima hjá okkur hjá hverjum sem var, það leið ekki sá dagur að systumar hefðu ekki samband og bræðumir unnu sam- an og ráku bátastöðina við Brann- stíg eftir lát afa 1920 og ömmu 1927. Lulla og Kolbeinn vora samhent hjón og traust, fram til 1949 stund- aði Kolbeinn sjóinn, var bátsmaður á Tryggva gamla og nokkur sumur á síldveiðum, varð svo hafnsögu- maður í Reykjavík til 1965 þegar hann hóf störf á hafnarskrifstof- unni þar sem hann starfaði til 1978, seinustu 8 árin í hálfu starfi. Mörg sumur eftir að Kolbeinn var hættur til sjós eyddu þau sum- arleyfi sínu í tjaldbúðum við Þing- vallavatn í landi Kárastaða, þar sem þau veiddu sér til ánægju, en Kolbeinn hafði yndi af stangveiði með flugu að agni, var gaman að heimsækja þau í tjaldbúðimar þar sem oft var gestkvæmt. Seinustu árin sem þau nutu samvista gistu þau gjaman 1 viku á Edduhóteli, þá oftast við Laugarvatn. Lulla var einstaklega traust og heilsteypt kona, lagði öllum gott til, hafði afburða minni sem brást henni ekki fyrr en seinustu 2 árin en 1970 fór sjónin að bregðast henni og ágerðist það smátt og smátt, seinustu 10 árin þekkti hún þá sem komu til hennar af rödd- inni. Hún fylgdist vel með öllum systkinabörnum sínum og bömum þeima og gladdist þegar vel gekk og var traust þeim sem þess þurftu með. Móðir mín lá seinustu sjö ár ævi sinnar ósjálfbjarga á sjúkradeild Grundar, heimsóttu systur hennar og Guðlaug mágkona hennar hana alla virka daga að deginum til, sýn- ir þetta þá ást og það trygglyndi sem einkenndi þetta fólk, vil ég nú þakka fyrir þetta. Þegar horft er til baka og hug- leidd helstu einkenni afkomenda afa og ömmu er áberandi: trygg- lyndi, vinnusemi, hógværð, hand- lagni og staðfesta. Lulla var södd lífdaga, hún þráði endurfund genginna vina, hún var þakklát íyrir lífshlaupið. Fyrir hönd okkar systkinabarn- anna og fjölskyldna okkar vil ég þakka fyrir allt sem hún var okkur. Guð blessi minningu Lullu töntu. Sverrir Hallgrímsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, VILBORG SIGURÐARDÓTTIR, Hringbraut 50, áður Hólmgarði 1, lést á elliheimilinu Grund, fimmtudaginn 23. apríl síðastliðinn. Einar Árnason, Ingibjörg Einarsdóttir, Þórir Þórðarson, Sigurður L. Einarsson Guðbjörg Friðriksdóttir, Anna María Einarsdóttir, Gústaf Guðmundsson, Árni Einarsson, Ragnhildur Nordgulen, Sigurbjörg Einarsdóttir, Eyþór Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, KRISTRÚN STEINDÓRSDÓTTIR, andaðist laugardaginn 25. apríl á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ. Jarðarförin auglýst síðar. fjk Solveig Guðmundsdóttir, Kjartan Guðmundsson. jW Móðir okkar, + AUÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR, Skúlabraut 14, Blönduósi, er látin. Guðrún Steingrímsdóttir, Benedikt Steingrfmsson, Guðmann Steingrímsson, Þorbjörn Ragnar Steingrímsson. + Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, HELGI HINRIK SCHIÖTH, sem lést 18. þ.m. verður kvaddur í Akureyrarkirkju í dag, þriðjudaginn 28. aþril, kl. 13.30. Sigríður Schiöth, Reynir H. Schiöth, Margrét A. Schiöth, Valgerður G. Schiöth og fjöiskyldur. + Þakka auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, GUÐMUNDAR A. SVEINBJÖRNSSONAR, Hjarðarhaga 62. Sérstakar þakkir til Sigríðar og Othar Ellingsen og starfsfólks. Guð blessi ykkur öll, kæru vinir. —~ |/a M. Gurid Sveinbjörnsson. + y- ■ Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu | okkur samúð og hlýhug við andlát og útför 1 ... föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KARLS ÁSGEIRSSONAR u - { l|g' r málarameistara frá Fróðá, Stýrimannastíg 10, Reykjavík. Innilegar þakkir færum við starfsfólki á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun. Ólafur R. Karlsson, Hrefna Einarsdóttir, Bergljót Ó. Karlsdóttir, Ásgeir Karlsson, Guðrún Skúladóttir, Sigrún Karlsdóttir, Ármann Ásmundsson, Stefán Karlsson, Karen Karlsson, Már Karlsson, Sigurður K. Karlsson, Soffía Árnadóttir, barnabörn og langafabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.