Morgunblaðið - 28.04.1998, Page 48

Morgunblaðið - 28.04.1998, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ RAGNHILDUR RÚN GUNNARSDÓTTIR + Ragnhildur Rún Gunnars- dóttir fæddist á Húsavík 28. september 1994. Hún lést á Landspítalanum 16. apríl síðast- iiðinn og fór útfor hennar fram frá Grundarljarðarkirkju 23. aprfl. Þeir sem guðirnir elska deyja ungir, sár eru þessi sannindi fyrir okkur sem eftir lifum. Síðustu dagar hafa verið mjög erfiðir, ég trúi því varla enn að hún Ragnhildur Rún okkar sé farin. Hún sem átti allt lífið framundan. Þegar ég hugsa um þessa hræði- legu staðreynd þá vakna margar minningar. Mikið var erfitt þegar við þurftum að teygja á og gera æf- ingar, sem þér þóttu margar svo sárar. Eitt gátum við þó huggað okkur við, þetta þurfti fyrir liða- mótin þín. Alltaf var þó stutt í brosið og gleðina sem mér er svo annt um. Þér fannst svo gaman þegar við ákváðum að mála og þá var líka í bókstaflegri merkingu málað, því oftast vorum við aðalmálverkið á eftir. Líka er mér mjög minnisstæður dagurinn þegar við bjuggum til karamellubúðinginn og notuðum hann svo til að mála stóra spegilinn í æfingaherberginu með höndun- um, þú varst svo dugleg að teygja þig og ná settu marki. Þér fannst líka svo gaman þegar við vorum úti að leika okkur. Þá voru rólan, vegasaltið og rennibrautin alltaf vinsælust. Mikið þakka ég þér fyrir allt, ástin mín. Minningin er eitthvað sem enginn getur tekið frá okkur og þú munt ávallt eiga stað í mínu hjarta. Ég sendi foreldrum, bróður og ættingjum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur. Megi algóður guð styrkja ykkur og styðja í sorg ykkar. Kveðja, Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir. Elsku Ragnhildur Rún, ég minn- ist þess er við hittum þig í fyrsta sinn, ekki sólarhrings gamla, og þú svo falleg. Við áttum eftir að hitt- ast aftur. í millitíðinni varst þú á spítala svo veik en svo sterk og ákveðin, enda fór svo að þú fórst heim á Grundarfjörð með mömmu og pabba. Þú áttir alltaf til bros og hlátur, þannig mun ég minnast þín. Guð geymi þig, elsku Ragnhiidur Rún. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér. Hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár og sáttmáli við guð um þúsund ár. Hvað jafnast á við andardráttinn þinn. Hve öll sú gleði er fyr naut hugur minn er orðin hljómlaus utangátta og tóm hjá undrinu að heyra þennan róm. Hjá undri því, að líta Htinn fót í litlum skóm, og vita að heimsins grjót svo hart og sárt er honum fjarri enn og heimsins ráð sem brugga vondir menn. Já, vita eitthvað anda hér á jörð er ofar standi minni þakkargjörð í stundareUífð eina sumamótt. 0 alheimsljós, ó mynd sem hverfur skjótt. (Halldór Laxness.) Elsku Hrafnhildur, Hanni og Jónas Elís. Megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Dröfn og fjölskylda. t Faðir okkar, PÉTUR HALLDÓRSSON, Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnu- daginn 26. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Margrét Pétursdóttir, Róbert Pétursson, Halldór Pétursson. t Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR M. KÉRÚLF, sem andaðist á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 23. þ.m. verður jarðsungin frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 2. maí nk. kl. 14.00. Jarósett verður I Þingmúlakirkjugarði. Einar Pétursson, Erla Sólveig Einarsdóttir, Karl N. Guðbjartsson, Guðrún Einarsdóttir, Pétur Guðvarðarson, Ingibjörg Einarsdóttir, Hreinn Guðvarðarson, Örn Sigurður Einarsson, Matthildur Þ. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum, þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU JÚLÍÖNU KJARTANSDÓTTUR, Vesturgötu 14, Keflavík. Sigurður Arason, Ágústína Albertsdóttir, Þorgerður Aradóttir, Örn Bergsteinsson, Daníel Arason, Ingibjörg Óskarsdóttir, Anna Aradóttir, Halldór Marteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Guðmundur Guðmundsson fæddist í Bolungar- vík 22. nóvember 1908. Hann lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. aprfl síðastliðinn. For- eldrar hans voi-u Guðmundur Sveins- son, trésmiður, frá Gerðum í Garði, f. 24.4. 1879, d. 31.4. 1957, og kona hans, Guðfinna Magnús- dóttir frá Lambhaga í Skilmannahreppi, f. 12.10. 1868, d. 14.12. 1958. Guðmundur kvæntist 8. júní 1935 Sigríði Einarsdóttur frá Grund, Eyrarbakka, f. 18.9. 1906, d. 25.9. 1990. Þau bjuggu fyrst í Hafnarfirði, en hafa búið í Kópavogi frá 1942. Sonur þeirra er Samúel, f. 1935, kvæntur Ástu Guðmundsdóttur frá Siglufirði. Sonur þeirra er Afi minn. Nú hefur þú kvatt okk- ur og farið til móts við gamla ást- vini. Ég mun aldrei gleyma stund- um okkar saman sem voru allar góðar. Hvort sem ég minnist þess þegar ég beið eftir að þú kæmir heim úr vinnunni til að við gætum farið að slá garðinn eða að fóndra eitthvað niðri í kjallara eða þeirra stunda sem við áttum saman uppi í bústað, úti á vatni að veiða, sigla með spýtubáta í ánni, spila á spil við kertaljós eða að mála „kofann“. Það voru aldrei nein vandamál hjá þér þegar litli strákurinn átti í hlut og allt var látið eftir honum. Þú varst alltaf hress og kátur og söngl- aðir yfirleitt lagstúf fyrir munni þér og þrátt fyrir veikindi þín hættir þú ekki að ganga um sönglandi og Einar Þór og á hann eina dóttur, Tönju Dögg. Guðmundur lærði málaraiðn hjá Ós- valdi Knudsen og tók sveinspróf 1935. Hann starfaði síðan við iðnina, um tíma sjálfstætt, en frá 1951 starfaði hann við málun hjá Raf- magnsveitu Reykja- víkur uns hann hætti störfum vegna aldurs 1979. Guðmundur var annar tveggja aðalstofnenda Ungmennafélagsins Breiðabliks í Kópavogi og heiðursfélagi þess. Þá starfaði hann f fjölda ára með Leikfélagi Kópavogs og var einn af stofnendum skátafé- lagsins Hraunbúa í Hafnarfirði. Utför Guðmundar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. halda uppi húmornum hjá þér og viðstöddum. Sögurnar sem þú kunnir voru óteljandi og ég gat set- ið tímunum saman og hlustað á þær. Sögurnar um fólkið sem kom jafnvel langt að í heimsókn til ykk- ar að sækja vatn í brunninn í garð- inum ykkar. Um dýrin sem þið átt- uð og er þá helst að telja sögurnar um Níels og leikfélagið. Þú varst brunnur af fróðleik enda búinn að upplifa margt og sjá miklar breyt- ingar og framfarir. Nú ert þú sem sagt horfinn af sjónarsviðinu en þú munt aldrei gleymast. Ég minnist þín líka oft í Tönju Dögg því hún á skemmtilegan svip sem hún setur stundum upp og minnir á þig. Tanja Dögg fékk þvi miður aldrei að sjá þig, en vertu viss um að hún fær að heyra sögurnar þínar og sögur af þér. Hún segir hæ, hæ og veifar. Ég kveð þig með söknuði en stolti í brjósti fyrir að hafa fengið að þekkja þig. Einar Þór. Guðmundur frændi, móðurbróðir minn, er látinn, aldinn og eflaust hvíldinni feginn. Hann var hálfbróð- ir móður minnar, samfeðra. Þau kynntust þegar hún var á bams- aldri, hann ungur maður sendur til róðra vestur á Snæfellsnes. Þar hitti hann föður sinn og ömmu mína sem bjuggu með börnum sínum við óbljúg kjör í verstöð undir Jökli. Með þeim systkinum tókst vinátta sem aldrei bar skugga á. Minning frænda er órjúfanlega tengd Sigríði, konunni sem hann svo augljóslega elskaði og virti. Þau hjónin voru mjög ólík en það kom ekki í veg fyrir að þau væru sam- rýnd og samhent í öllu sínu lífi. Lífsfyllingu fundu þau í áhugamál- um sínum, Leikfélagi Kópavogs, uppbyggingu íþróttafélags, laxveið- um og í samveru með fjölmörgum vinum og ættingjum hvort sem var á Kópavogsbrautinni eða í sumar- bústað þeirra hjóna. Áhugamál sín, fjölskyldu og vini ræktuðu þau af sömu alúð og garðinn sinn á Kópa- vogsbrautinni sem í minningunni hefur á sér ævintýraljóma á öllum árstímum. Elska og virðing voru sterkustu persónueinkenni frænda sem hann tjáði í öllu sínu atferli. Hann var besti frændinn, glaður, rólyndur og gefandi í umgengni sinni við menn og náttúru. Hann kenndi mér að fara á skautum, veiða og bera virð- ingu fyrir laxinum, umhverfi mínu og öllu sem lifír. Hann hafði enda- lausa þolinmæði í samtölum við bamið, alltaf fræðandi og skemmti- legur. Móðir mín Anna Guðmundsdóttir átti ætíð athvarf hjá Guðmundi frænda og Siggu þegar erfiðleikar og veikindi steðjuðu að. A þeim stundum var frændi henni um- hyggjusamur og elskulegur bróðir, fyrir það er ég þakklát. Vináttu og samveru þeirra hjóna og Samúels sonar þeirra við okkur fjölskylduna í Drápuhlíð 47 tók ég sem bam og unglingur sem sjálfsagðan hlut en skil í dag að voru verðmæti sem sí- fellt erfiðara verður að eignast og rækta. Nú þegar ég kveð frænda minn elskulegastan er mér efst í huga hvemig hann var í hátt, í umgengni við menn, málleysingja og umhverfi sitt. Það er dýrmætasta minningin og jafnframt dýrmæt fyrirmynd sem ég óska að við sem nutum nær- vera hans fáum nýtt okkur til eftir- breytni. Við andlát hans er mín sterkasta tilfinning þakklæti en jafnframt söknuður og sorg sem við upplifum jafnan við fráfall ástvina. Nú er einskis frekar hægt að spyrja, ósögð orð og athafnir frosin í tíma. Það sem við getum gert er að draga lærdóm af lífi þeirra okkur til far- sældar. Góðar minningar era allt sem við eigum þegar veraldlegu brölti okk- ar lýkur og hvað er lífið annað en söfnun góðra endurminninga. Við getum geymt þær í hjarta okkar, tekið þær fram í huga okkar og ylj- að okkur við þær þegar erfiðleikar sækja okkur heim. Fyrir mína hönd og Sigríðar Ólafar systur minnar sendi ég Samma og Ástu, Einari og fjöl- skyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Margrét Árnadóttir. • Fleiri minningargreinar um Guðmund Guðmundsson biða birtingar og munu birtast ( blaðinu næstu daga. r 3lówat>MðilV > öarðsKom k v/ T'ossvoqskiukjwgarið a 5ími: 554 0500 t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Sléttahrauni 32, Hafnarfirði, sem lést 22. apríl sl., verður jarðsunginn frá Garðakirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsam- legast bent á að láta Hjúkrunarþjónustu Karitas njóta þess. Svanhildur Þorbjarnardóttir, Jens Þorsteinsson, Hrafnhildur Þórisdóttir, Unnur Lóa Þorsteinsdóttir, Elías Vairaktaridis, Birna Arinbjarnardóttir, Júlíus Pálsson, Edda Arinbjarnardóttir, Grétar Guðnason og barnabörn. t Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, GUÐRÚN FRÍMANNSDÓTTIR píanókennari, Lálandi 22, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 28. apríl, kl. 13.30. Ferdinand Alfreðsson, Margrét Stefánsdóttir, Frímann Ari Ferdinandsson, Sigurveig Ágústsdóttir, Helga Margrét Ferdinandsdóttir, Kristinn Alfreð Ferdinandsson, Guðrún Ósk Frimannsdóttir, Hanna Frímannsdóttir, Höskuldur Frímannsson. Lokað Vegna jarðarfarar GUÐRÚNAR FRÍMANNSDÓTTUR, píanókenn- ara, fellur öll kennsla niður í Tónmenntaskóla Reykjavíkur í dag, þriðjudaginn 28. apríl, frá kl. 13.00—16.00. Skólastjóri. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.