Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 49 1 HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristínsson FEGURÐ og fimi Valíants frá Heggstöðum heillaði áhorfendur í skautahöllinni á laugardagskvöldið. Ekki er neinum vafa undirorpið að þeir félagar Valíant og Hafliði verða mjög sigurstranglegir í B- flokki á landsmótinu í sumar. VEL var mætt í skautahöllina þótt ekki væri alveg fullskipað. Istölt í skautahöllinni Hafliði og Valí- ant öruggir sigurvegarar Eftir forkeppni lá nokkuð ljóst fyrir hvar sigurinn lenti í frumraun hestamanna 1 skautahöllinni í Laugardal, töltmóti Reið- sports. Valíant frá Heggstöðum sem Hafliði Halldórsson sat bar höfuð og herð- ar yfír aðra hesta sem þarna komu fram enda áttu þeir hylli áhorfenda óskipta. Valdimar Kristinsson brá sér í skautahöll- ina og fylgdist með hvernig færleikunum gekk að fóta sig á hálu svelli hallarinnar. KATLA frá Dallandi sem er í fríi frá folaidseignum mætti galvösk til leiks ásamt Atla Guðmundssyni og komust þau í undanúrslit. FYRSTU spor hestanna á nýjum vettvangi gefa góða von um að framhald geti orðið á samkomum hestamanna í þessum dúr. Það tók þá að vísu góða stund að ná jafn- vægi og öryggi á gangi á svellinu en undir lokin voru bestu hestamir farnir ganga í góðum takti þar sem fímin og fjaðurmagnið naut sín vel. Margir góðar hestar voru skráðir til leiks og snjallir knapar einnig. Ekki var um frjálsa ski’áningu að ræða heldur útvöldum boðin þátt- taka því búast hefði mátt við að ein kvöldstund hefði ekki nægt ef þátt- taka hefði verið frjáls. Eftir forkeppni vom eins og áð- ur kemur fram Hafliði og Valíant í fyrsta sæti sem í raun varð aldrei ógnað. Vignir Siggeirsson heims- meistari í tölti kom næstur með mjög athyglisverðan hest, Ofsa frá Viðborðsseli undan Otri frá Sauð- árkróki og hryssu frá Viðborðsseli, væntanlega af hornfirskum meiði. Þarna er heimsmeistarinn kominn með hest sem lofar góðu og verður spennandi að fylgjast með honum í sumar. Auðunn Kristjánsson var þriðji með Oð frá Brún sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma gæti orðið enn betri síðar í vor en hann hefur verið áður. Ragnar Hinriks- son hafði betur í viðureign við Sig- urbjöm Bárðarson í undanúrslitum á Bhkari frá Miðhjáleigu sem er bráðefnilegur hestur. Þessir fjórir börðust um efstu sætin og voru hestamir þá famir að fóta sig betur á svellinu. Undir lokin höfðu Hafliði og Valíant betur gegn Ragnari og Blikari og tryggðu sér sigursætið. Auðunn og Óður tryggðu sér fjórða sætið í einvígi við Vigni og Ofsa sem var farínn að þreytast undir lokin. I viðureign Hafliða og Ragnars skrikaði Blikari fótur á svellinu og féllu þeir en komust báðir heilir úr byltunni. Góð hugmynd að veruleika Þessi frumraun hestamanna í skautahöllinni tókst með miklum ágætum og á Guðlaugur í Reið- sporti lof skilið fyrir þessa góðu hugmynd. Áhorfendur voru hátt í átta hundruð og höfðu góða skemmtun af. Eins og við var að búast komu hestamir misjafnlega út á ísnum. Sumir þeirra fóm í baklás og vom langt frá því að sýna sínar bestu hliðar. Knapar fengu eina klukkustund til að kynna hestunum aðstæður sem er líklega of skammur tími. Taktur hestanna og gangöryggi var með ýmsu móti en flestir þeirra náðu þó að sýna góðar glefsur. Einn knap- inn brá á það ráð að ríða með tvo píska sem dugði þó ekki til að kom- ast í úrslit. Fagurhvítur Feykir Aðgöngumiðar á samkomuna giltu einnig sem happdrættismiðar og voru vinningar tveir, hnakkur frá Reiðsporti og folatollur undir Feyki frá Hafsteinsstöðum sem var teymdur inn með hnakkinn á bakinu. Var gaman að sjá þennan fagurhvíta höfðingja sem kominn er á þrítugsaldur og ber hann vel. Feyldr hefur skilað mörgum gæð- ingnum þar sem hæst tróna Kr- ingla frá Ki-inglumýri og Fáni frá Hafsteinsstöðum. En þarna var góður tónn gefinn. Starfsmönnum skautahallarinnar leist vel á þessa góðu gesti þótt þeir skildu eftfr sig taðköggul hér og þar. Ætla má að framhald verði á heimsóknum hesta og hesta- manna í þessa ágætu höll enda gott mál að hægt sé að nýta slík mann- virki á sem fjölbreytilegastan máta. Hrossa- ræktin að ná í skottið MEÐ nýútkomnu III. hefti af Hrossaræktinni 1996 hillir undir að Bændasamtökin nái í skottið á sjálfum sér í útgáfu þessara rita. I formála segir Kristinn Hugason hrossaræktarráðunautur að nú sé aðeins eftir að gefa út III. hefti 1997 til að skikki sé komið á út; gáfutíma þessa fróðlega rits. í þessu riti sem hér um ræðir er meðal annars annáll yfir það helsta sem gerðist í ræktunarstarfinu á árinu, umfjöllun um sýningarhald- ið, inntökuskilyrði og reglur vegna sýninga kynbótahrossa. Skýrslur um einstakai’ sýningar, ársskýrsla Hólabúsins, örmerking hrossa og frjósemi íslenska hrossastofnsins. Hér er að sjálfsögðu um úrelt efni að ræða en ef til vill mörgum les- endum kærkominn fróðleikur og upprifjun eins og Kristinn orðar það í formála. Að lokiimi hitasótt Hrossin við hestaheilsu HEILSUFAR hrossa á höfuð- borgarsvæðinu er almennt gott að lokinni hitasótt og eru dýra- læknar sammála um að mjög lítið hafi borið á eftirmálum vegna veikinnar. Þó megi finna einn og einn hest sem sýni linku og slappleika sem rekja megi til hitasóttarinnar. Ekki hefði held- ur borið á neinum veikindum eft- ir páskana þegar hestamenn voru mikið á ferðinni í lengri reiðtúrum og mátt hefði gera ráð fyrir einhverjum tilfellum. Sóttin breiðist frekar rólega út í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu að sögn Gunnars Arnar Guðmundssonar héraðsdýra- læknis. Fikrar sig þetta bæ af bæ eins og hann orðaði það. Hjá Rúnari Gíslasyni héraðs- dýralækni á Snæfellsnesi feng- ust þær upplýsingar að veikin breiddist út innan hesthúsa- hverfisins við Grundarfjörð. Hún væri væg að öðru leyti en því að einn hestur hefði orðið talsvert veikur. Hann sagði að veikin hefði ekki komið upp hjá þeim sem sögusagnir sögðu að hefðu farið gagngert í Borgar- nes til að sækja veikina. Ekki er vitað hvernig veikin barst vestur en Rúnar benti á að Snæfelling- ar sæktu mikið þjónustu til Borgarness og því um marga möguleika að ræða hvað varðar smit þaðan. ÐataCard Plastkortaprentarar fyrir félaga- og viðskiptakort. Gæðaprentun í lit Otto B. Arnar ehf. Ármdla 29> Reykjavík, sími 588 4699, fex 588 4696 www.mb il.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.