Morgunblaðið - 28.04.1998, Page 51

Morgunblaðið - 28.04.1998, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 51 1 Morgunblaðið/Golli FRÁ sýningu GKS og Samtaka iðnaðarins sem nú stendur við Smiðjuveg 2 í Kópavogi. Hönnun og vöruþróun á sýningu hjá GKS GKS við Smiðjuveg 2 í Kópavogi stendur um þessar mundir fyrir sýn- ingu á nýsköpun, hönnun og vöru- þróun í samvinnu við Samtök iðnað- arins og nýsköpunarkeppni grunn- skólanema. Þar er m.a. sýnt nýtt herðatré fyrir börn og fatlaða sem 12 ára grunnskólanemi, Þóra Oskars- dóttir, hannaði og hlaut fyrstu verð- laun í keppninni. Yfirskrift sýningarinnar er Ný- sköpun í nærmynd - taktu hugmynd í fóstur. Tilgangur hennar er að gera iðnhönnun og vöruþróun að umtals- efni, vekja athygli á þróunarstarfi innan GKS og kynna hugmyndir sem fram komu á nýsköpunarkeppni Leikskólinn á krossgötum kennimiða? DÓRA S. Bjarnason, dósent við Kennaraháskóla íslands, flytur fyr- irlestur á vegum Rannsóknarstofn- unar Kennaraháskólans miðviku- daginn 29. apríl kl. 16.15. Fyrirlest- urinn nefnist: Leikskólinn á kross- götum kennimiða? - Samanburðar- rannsókn á viðhorfum starfsfólks í leikskólum Reykjavíkur til sameig- inlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra barna. í fyrirlestrinum mun Dóra fjalla um nokkrar niðurstöður úr tveimur könnunum á viðhorfum starfsfólks grunnskólanna frá liðnum vetri. í frétt frá GKS, sem varð til með sam- runa Gamla kompanísins, Kristjáns Siggeirssonar og Steinars, stálhús- gagnagerðar, segir að nýsköpunar- keppni grunnskólanna hafi notið mikilla vinsælda og hátt í fjögur þús- und hugmyndir borist undanfarin ár. Á sýningunni má m.a. sjá fyrstu herðatré Þóru í því útliti sem þau verða framleidd á komandi árum en Sigriður Heimisdóttir iðnhönnuður hefur stjórnað vinnu við endanlega þróun þeirra. Þá er efnt til getraun- ar á sýningunni sem er opin virka daga milli klukkan 9 og 18 og kl. 10- 16 á laugardag. Dagvistar bama í Reykjavík til starfa sinna á leikskólum, m.a. til sameiginlegs uppeldis fatlaðra og ófatlaðra leikskólabarna. Fyrri könnunin var unnin 1986 en hin síðari 1996. Við samanburð á niðurstöðum þessara kannana vakna ýmsar spurningar um þróun fagmennsku leikskólakennara á þessum áratug, og um vinnubrögð og breytt viðhorf til leikskóla fyrir alla. Niðurstöður verða ræddar og túlkaðar með hliðsjón af breyting- um á áherslum í leikskólafræðum á þessum áratug. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu M-201 í Kennaraháskóla ís- lands við Stakkahlíð. Öllum er heimill aðgangur. Námskeið um meðferð sorps ENDURMENNTUNARSTOFNU N Háskóla íslands gengst fyrir námskeiði um meðferð sorps. Nám- skeiðið er einkum ætlað sveitar- stjómarfólld, kjörnum fulltrúum í nefndum sveitarfélaga, embættis- og tæknimönnum en nýtist einnig stjórnendum fyrirtækja sem hyggja á úrbætur í þessum málaflokki. í kynningu á efni námskeiðsins segir m.a.: „Sorp og meðferð þess er það svið umhverfismála sem stendur almenningi og sveitarfélög- um næst. Viðhorf til sorpmála hafa tekið miklum breytingum undanfar- in ár og eru nú farin að endurspegl- ast í nýjum tæknilegum lausnum og nýju laga- og reglugerðarumhverfi. Á komandi misserum eru fyrirsjá- anlegar enn frekari breytingar í þessum efnum. Sveitarfélög og fyr- irtæki munu þurfa að bregðast við hertum kröfum bæði fi-á almenningi og pftirlitsaðilum." Á námskeiðinu verður leitast við að skýra afstöðu mála hér heima og á alþjóðavettvangi og hvað sé vænt- anlegt m.a. með tilliti til tilskipana ESB. Fyrirlesarar á námskeiðinu verða þeir Bjöm Guðbrandur Jóns- son og Hafsteinn Helgason, báðir hjá verkfræðistofunni Línuhönnun hf., Ingi Arason frá Gámaþjónust- unni hf., Sveinn Ásgeirsson hjá Hr- ingrás hf., Lúðvík Gústafsson hjá Hollustuvernd ríkisins og Þröstur Sigurðsson frá Rekstri og ráðgjöf ehf. Að loknum fyrirlestrum verður farið í stutta heimsókn til Sorpu þar sem þátttakendur kynnast þeim að- ferðum sem Sorpa beitir við lífræn- an úrgang, m.a. gassöfnun á urðun- arstað höfuðborgarsvæðisins í Álfs- nesi sem Sorpa hefur sett upp. Upplýsingar og skráning hjá Endurmenntunarstofnun. Aðalfundur Líffræðifélags Islands LÍFFRÆÐIFÉLAG íslands held- ur aðalfund sinn miðvikudaginn 29. apríl. Fundurinn verður haldinn í Líffræðistofnun HI, Grensásvegi 12 (stofa G6), klukkan 20.30. Á dagskrá em venjuleg aðalfund- arstörf og í lok fundar er boðið upp 50 krakkar í knattþraut DREGIÐ hefur verið úr réttum lausnum í HM-ævintýri Coca-Cola og Morgunblaðsins. Hér á eftir fer upptalning á þeim 50 krökkum sem urðu svo heppin að vera dregin út en þau era beðin að mæta til að þreyta knattþraut miðvikudaginn 29. apríl. Þrautin felst í að hlaupa á hlaupa- braut Laugardalsvallar, leika knatt- spyrnu á gervigrasinu og fram- kvæma tækniæfingar. Þátttakendur þurfa að mæta í viðeigandi klæðnaði og skóm en all- ir þátttakendur fá númeraðan bol. Stelpur eiga að mæta kl 15.45 en strákar kl 16.45. Um leið og aðstandendur HM- ævintýrisins óska þeim góðs gengis sem taka þátt í þrautinni vilja þeir þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í ævintýrinu. Andri Sveinsson, Vallarhúsum 29, R. Anita Arnþórsdóttir, Hraunbæ 36, R. Anna Þorsteinsdóttir, Áifhólsvegi 123, Kóp. Ari Logason, Borgarsandi 2, Hellu. Arnar Þór Ásgrímsson, Breiðvangi 26, Hafnarf. Birgir Jóhannsson, Birldbergi 30, Hafnarf. Bjarnveig Birgisdóttir, Bjarnhólastíg 4, Kóp. Björg Helgadóttir, Tunguheiði 6, Kóp. Daníel Pálmason, Mánagötu 17, Grindavík. Einar S. Oddsson, Tunguvegi 9, Njarðvík. Elmar Björgvin Skúlason, Háaleitisbr. 40, R. Eiríka Lea Elvarsdóttir, Rjúpufelli 25, R. Erla Bára Ragnarsdóttir, Mosarima 49, R. Eyjólfur Héðinsson, Skriðuseli 11, R. Eyrún Haraldsdóttir, Hrauntúni 33, Vestm. Finnur Eiríksson, Furugrund 52, Kóp. Guðbjörn Einarsson, Bjargartanga 6, Mos. Guðlaugur L. Finnbogason, Maríubakka 8, R. Guðleif Edda Þórðardóttir, Bæjargili 34, Garðabæ Gunnar Jarl Jónsson, Kambaseli 3, R. Gunnar Sigurður Valdimarsson, Grænumýri 14, Ak. Haukur Jóhannsson, Hraunbæ 192, R. Haukur Jónsson, Fjóluhvammi 10, Hafnarf. Hildur Einarsdóttir, Fögrubrekku 18, Kóp. Hlynur Kárason, Heiðarbrún 59, Hverag. Hrafn Guðmundsson, Suðurgötu 18, R. Ingibjörg Lára Gunnarsdótth', Háholti 25, Keflav. Jóhann Bragi Birgisson, Garðhúsum 26, R. Jóhann Guðmundsson, Bæjargili 32, Garðabæ Jóhannes Erlingsson, Túngötu 28, Eyrarb. Jón Ragnar Ragnarsson, Lyngrima 12, R. Jónas Guðmannsson, Þverási 7, R. Karólína Helga Símonardóttir, Móatúni 3, Tálknaf. Kári Snædal, Vesturbrún 12, R. Kristinn Hrafnsson, Hálsaseli 2, R. Kristjana S. Sveinsdóttir, Varmá 2, Hverag. Kristján Egill Karlsson, Safamýri 17, R. Leifur Jóhannesson, Höfðavegi 24, Vestm. Marta Sandholt Haraldsdóttir, Dísarási 15, R. Ólafur Gauti Olafsson, Fífurima 18, R. Ólafur Páll Johnson, Tjarnarmýri 39, Seltj. Óli Jóhann Friði-iksson, Baughúsum 49, R. Sara Simonardóttir, Ásvöllum 5, Grindav. Sigríður Ásta Hiimarsdóttir, Álfaheiði 42, Kóp. Sigrún Anna Snorradóttir, Kjarrmóum 18, Kóp. Sigrún Helga Pétursdóttir, Bæjargili 23, Garðabæ Sigurður H. Höskuldsson, Sæbólsbraut 28, Kóp. Vigdís Elfa Jónsdóttir, Víðigrund 22, Akran. Þorbjörg Jónsdóttir, Seljabraut 56, R. Þórunn Helga Jónsdóttir, Nesvegi 82, R. á léttar veitingar. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. V esturbyggðar- listinn valinn ÞEIR sem standa að lista framfara- sinna í Vesturbyggð, Vesturbyggð- arlistanum, hafa ákveðið skipan list- ans við bæjarstjómarkosningarnar í Vesturbyggð 23. maí nk. Vestur- byggðarlistinn mun óska eftir lista- bókstafnum V á kjörseðlinum. Á listanum era eftirtaldir íbúar Vesturbyggðar: 1. Guðbrandur Stíg- ur Ágústsson skólastjóri, Patreks- firði, 2. Kolbrún Pálsdóttir kaupmað- ur, Patreksfirði, 3. Elín Anna Jóns- dóttir bæjarfulltrúi, Patreksfirði, 4. Nanna Áslaug Jónsdóttir bóndi, Rauðsdal, Barðaströnd, 5. Óskar Hörður Gíslason skipstjóri, Patreks- firði, 6. Gunnar Pétur Héðinsson verkstjóri, Patreksfirði, 7. Jónas Hörðdal Jónsson bóndi, Breiðavík, 8. Valgeir Jóhann Davíðsson bóndi, Hvammi, Barðaströnd, 9. Valgarður Lyngdal Jónsson aðstoðarskóla- stjóri, Patreksfirði, 10. Skúli Har- aldsson vélstjóri, Patreksfirði, 11. Sigurður Eiðsson skipstjóri, Pat- reksfirði, 12. Sigríður Erlingsdóttir, starfsmaður leikskóla, Patreksfirði, 13. Nanna Lilja Sveinbjömsdóttir iðnnemi, Patreksfirði, 14. Bjami Sig- urjónsson bflstjóri, Patreksfirði, 15. Karólína Guðrún Jónsdóttir húsmóð- ir, Patreksfirði, 16. Laufey Böðvars- dótth- umboðsmaður, Patreksfirði, 17. Ólafur Magnússon útgerðarmað- ur, Patreksfirði, 18. Ari ívarsson verkamaður, Patreksfirði. LEIÐRÉTT Uppskriftin féll niður í lok pistils Álfheiðar Hönnu Friðriksdóttur féll niður uppskrift að bananabrauði. Hún er birt hér og biðst Morgunblaðið velvirðingar á mistökunum. _____________J egg______________ 150 qr púðursykur (má vera minno) _______2 þroskaðir bananar______ 250 gr hveifi (helst lífrænt og óbleikt _______- fæst í Heilsuhúsinu)___ _________V2 tsk. motarsódi______ ____________1 tsk. salt_________ 1 msk. fljótandi hunang (má sleppa) Hrærið allt saman, þurrefnin síð- ast og setjið í vel smurt bökunar- form. Bakið við 180 gr í 45 mín. Frábært morgunbrauð með smjöri eða kotasælu." Dagbók lögreglunnar Slysalaust en talsverður erill helgina 24. til 27. april 1998 HELGIN var góð að því leyti að engin alvarleg slys urðu en tals- verður erill við allskonar minni mál. Alls var tilkynnt um 14 inri- brot um helgina. 16 mál vegna ölv- unar við akstur komu upp um helgina og 37 mál vegna of hraðs aksturs. Rólegt var yfir miðborginni á fóstudagskvöld, Nato menn sagðir tfl sóma og engin mál vegna þeirra. Margt fólk var í miðbæn- um aðfaranótt sunnudags og meiri órói í fólkinu en ekkert sérstakt sem kom upp. Erlendu sjóliðarnir voru vart sýnilegir þá nótt. Kona réðst á lögreglu Hópur manna slóst í miðborg- inni klukkan að ganga fjögur að- faranótt laugardags. Ekki var vit- að hver sló hvern en tveir vora fluttir á slysadeild í lögreglubif- reið með áverka á nefi. Kona réðst á mann í miðborginni aðfaranótt sunnudags. Meiðsli mannsins vora minniháttar. Þá var ráðist á annan mann í miðborginni um svipað leyti og hlaut sá áverka á augabrún. Einnig fór par að slást þama en það var skilið að og mál- ið afgreitt á staðnum. Fólk neitaði að greiða fyrir leigubifreið i aust- urborginni aðfaranótt sunnudags. Þegar átti að fjarlægja fólkið réðst kona á lögreglumann og hlaut hann skurð á höfði. Maður, sem var að sækja síma sem tekinn hafði verið sem trygg- ing fyrir greiðslu á bensínstöð, greip símann án þess að borga, hljóp út og ók í burtu. Maðurinn var handtekinn stuttu síðar. Tilkynnt var á fóstudagskvöld um innbrot í sumarbústað við Suðurlandsveg. Stolið var útvarpi. Tveimur fánum var stolið frá húsi Rauða krossins við Listabraut á föstudagskv'öld. Þeir fundust í hópi unglinga en enginn þeirra vildi viðurkenna verknaðinn. Til- kynnt var um innbrot á gististað á laugardagsmorgun. Þar hafði ver- ið stolið 28 tommu sjónvarpi. Fór í ríkið utan opnunartíma Þá var farið inn í húsbíl í aust- urborginni og stolið þaðan m.a. vaski, gaseldavél, rafmagnssög og síma. Einnig var farið inn í gám í Breiðholtshverfi og stolið þaðan verkfærum að verðmæti um 400 þús. kr. Á laugardagskvöld braut maður rúðu í verslun ÁTVR og var kominn inn í anddyri þegar hann var handtekinn. Loks var tilkynnt um innbrot í bfl í austurborginni á sunnudags- morgun en úr honum var stolið miklu magni af ýmsum munum. Sama dag kom í ljós innbrot í verslun í Múlahverfinu en þaðan var stolið ýmsum tækjum. Síðdegis á sunnudag var til- kynnt um innbrot í geymslu í vesturborginni en þar var stolið fatnaði og ýmsum munum sem vora töluverð verðmæti. Um svip- að leyti var tilkynnt um þjófnað á töluverðu af skartgripum úr húsi í austurborginni. Maður varð fyrir bfl á Sóleyjar- götu sídegis á fóstudag. Hann slasaðist lítið og var fluttur með sjúkrabfl á slysadeild. Lögreglan lenti í eltingarleik við ölvaðan ökumann aðfaranótt laugardags. Hann var stöðvaður eftir stutta stund. Okumaður var stöðvaður í miðborginni aðfaranótt laugar- dags fyrir smá umferðarlagabrot. Hann reyndist með útrannið öku- skírteini og varð því að yfirgefa bifreiðina en þá komu í ljós mari- huana og tæki til neyslu þess. Vora því ökumaðurinn og farþeg- ar hans fluttir á lögreglustöð. Þá gekk ölvaður maður utan í strætisvagn á laugardagsmorgun en meiðsli hans reyndust minni- háttar. Árekstur varð á gatnamót- um Lönguhlíðar og Miklubrautar á laugardagsmorgun. Annar öku- maðurinn var fluttur á slysadeild en meiðsli talin minniháttar. 14 á flæðiskeri stödd Þrír unglingar vora stöðvaðir síðdegis á föstudag þar sem þeir voru á göngu innst við Grafarvog með 20 bjórflöskur meðferðis. Bjórinn varð eftir á lögreglustöð- inni þegar piltarnir fóra til síns heima. Þrjú ungmenni voru tekin við að krota á vegg í Fellsmúla á föstudagskvöld. Þau voru flutt á lögreglustöð þangað sem foreldr- ar sóttu þau. Síðdegis á laugar- dag gekk 14 manna hópur út í skerið við Geldinganes en komst ekki til baka þegar flæddi að. Lögregla og slökkvilið komu fólk- inu á þurrt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.