Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Smáfólk 50 TME FAMILV 60E5 INTO THE MALL, ANP l'MLEFTALONE IN THE CAR... HERE'5 THE WORLD FAM0U5 3I6-RI6 OPERATOR TOOLIN6 HI5 UlAf TOUIARD OMAHA.. gygl|f 1 ONE MINDTE HERE WHILE U)E TAKE THE MAP OUT OF THE 6L0V/E COMPARTMENT.. ONE MINU'TE HERE WHILE WETRYTOOET THE MAPBACK INTO THE6L0VEC0MPARTMENT.. Svo fjölskyldan fer inn í Kr- Hér er hinn heimsfrægi ingluna og ég er skilinn eft- ökuþtír að leggja af stað ir einn / bflnum ... austur yfir fjall... Eitt andartak á meðan við Eitt andartak á meðan við tökum vegakortið út úr reynum að koma vegakort- hanskahtílfínu ... inu aftur / hanskahtílfíð ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjav/k • S/mi 569 1100 • S/mbréf 569 1329 Til Auðar og Svans Frá Þórdísi Björnsdóttur: ÉG las grein ykkar til ritstjóra Morg- unblaðsins í blaðinu, miðvikudaginn 1. apríl sl. og vona svo sannarlega að skrif ykkar hafí verið grín í tilefni dagsins þar sem þið hótuðuð að segja upp áskrift vegna nektar- mynda sem birtust í blaðinu 22. mars sl. En ef ekki vona ég að þið séuð enn áskrifendur því óg vil benda ykkur á að umræddar myndir voru af stærðinni ca 1x2,5 sm og því varla sjáanlegar. Jafníramt sé ég ekkert athugavert við birtingu erótískra mynda í blaði sem þessu - kynlíf og erótík koma á einhvern hátt fýrir í öllum tegundum fjölmiðla enda eru hvort tveggja náttúruleg og falleg fyrirbæri sem við eigum að njóta og vera þakklát fyrir. Morgunblaðið birtir stundum myndir af illa útleiknum fómarlömb- um ofbeldisverka og/eða stríðsmönn- um með skotvopn ogþetta virðist börnum ykkar ftjálst að skoða án ykkar afskipta. Hins vegar teljið þið það misbjóða „eðlilegri blygðunar- kennd þeirra og sakleysi“ að sjá myndir af fallegum og heilbrigðum nöktum líkömum (væri skárra að myndirnar sýndu nakin lík í fjölda- gröf!) Ég leyfi mér að halda því fram að þetta viðhorf og slík afneitun stuðli einungis að kynferðislegri bælingu barnanna í framtíðinni. Haldið þið virkilega að þau verði heilbrigðari einstaklingar í ft’amtíðinni ef þið selj- ið sjónvarpið, segið upp áskrift að Morgunblaðinu og takið þau úr skóla vegna þess að þar er kynfræðsla? Kynlíf er okkur öllum nauðsynlegt og gott kynlíf byggist að miklu leyti á fræðslu. Því verða foreldrar auðvitað að taka þátt í að fræða bömin sín um þetta málefni í stað þess að vera með einhvem feluleik og láta sem þetta sé forboðinn hlutur því að börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft. En að lokum, Auður og Svanur, ef þið kærið ykkur um að svara þessari grein minni og færa frekari rök fyrir máli ykkar þá þætti mér vænt um að þið stíluðuð svarið á þrítuga systur mína, sem býr í Grafarvogi, því að þetta er henni hjartans mál. Virðingarfyllst að auki, ÞÓRDÍS BJÖRNSDÓTTIR, Brekkuseli 25, Reykjavík. Þtírd/s Björnsdtíttlr Vorboði á Þing'völlum Frá Jóni Baldri Þorbjörnssyni: UM páskana sóttu okkur heim nokk- ur hundruð Irar á vegum Samvinnu- ferða-Landsýnar. Það er vel að þessi frændþjóð okkar í suðri skuli vera farin að sýna íslandi og íslendingum aukinn áhuga og írar hafa alla burði til þess að verða okkur mikilvæg ferðaþjóð þegar fram líða stundir. Föstudaginn langa var ég sem leiðsögumaður fenginn til að fylgja 80 manns úr þessum hópi í skemmti- legri hálfsdagsferð, þar sem m.a. var komið við á Þingvöllum. Þar sem enginn úr hópi leiðsögumanna vildi láta hjá líða að sýna svæðið á viðeig- andi hátt, og sýna þjóðarstolti okkar með því viðeigandi virðingu, er geng- ið með fólkinu ofan af Hakinu og nið- ur að Lögbergi. Nú gerðist það, sem allajafna gerist tímabundið á hverju vori þegar gengið er eftir Almanna- gjá, að fólkið sökk í forina á göngu- stígnum. Ekki vegna þess að frostið sé að fara úr jarðveginum - það er náttúrulögmál - heldur fyrst og fremst vegna þess að ekki hefur ver- ið borið frostfrítt efni (t.d. bruni) í stíginn niður gjána. Auðvitað er það ekki nema ánægjulegt að erlendir ferðamenn hafi heim með sér minjagripi eftir ánægjulega ferð til íslands. En ég er ekki viss um að ánægja íranna hafi verið óblandin yfir þessum árstíða- bundnu minjagripum úr Almanna- gjá, kleprum á spariskóm og drullu- slettum á buxnaskálmum. Sennilega hafa þeir lent í holræsakerfinu í stað hillunnar þegar heim var komið. „Moralen" í sögunni er: Gott væri ef þeir einstaklingar sem skipa Þing- vallanefnd gerðu sér far um að skoða svæðið ekki eingöngu á sólríkum sum- ardögum heldur allt árið um kring. JÓN BALDUR ÞORBJÖRNSSON, Fögrubrekku við Vatnsenda, Kópavogi. Gagnagrunnur eður ei Frá Þórólfí Antonssyni: VINDUR blæs um íslenskt þjóðfé- lag. Kári. Sumum finnst hann þýður hnjúkaþeyr en öðrum bylur hinn versti. Gagnagrunnur með heilsu- farsupplýsingum. Loksins þegar sér glitta í stóra, nýja urt í efnahagsflór- unni, byggjandi á þekkingu og mannauði en ekki eiturspúandi og landsökkvandi, þá bregðast margir hart í mót. Slík breyting á atvinnu- stefnunni ætti ein sér að vera heilsu- farsbætandi. fslenskir læknar og hjúkrunarfólk á að sjálfsögðu að láta slík mál til sín taka. Svo einkennilega vill þó til að þrátt fyrir að mjög mörg atriði vel rökstudd séu með málinu eru fáir úr þeim stéttum sem hafa tekið undir þau hvað þá haldið á lofti. Hvað kemur til? En þeir stagast mjög á þeim tveimur þáttum (per- sónuleyndinni og einkaleyfinu) sem eru helst talin gegn málinu og fyrr- talda atriðið gjarnan illa rökum sett. í þessum orðum hugsuðum en þá óblaðsettum kom Mbl. (8/4 ‘98) með frétt til mín frá Stokkhólmi, Reuters. Um árabil hafði fyrirmyndarheil- brigðiskerfið sænska níðst á tugþús- undum geðveikum, flogaveikum og treggáfuðum „skjólstæðingum" sín- um með ýmsu móti. Láust þá niður í huga mér, er eitthvað slíkt falið í ís- lenskum sjúki-askrám sem ekki þolir dagsljós? Hví láta íslenskir læknar svo dólgslega, þeir eru jú margir sænskmenntaðir? Vonandi er þetta vindhögg eitt. En óneitanlega væri það aðhald fyrir okkar umfangs- mesta og viðkvæmasta samfélags- kerfi að það þyrfti að standast skoð- un samtíma og seinni tíma. ÞÓRÓLFUR ANTONSSON, Barónsstíg 59, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.