Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.04.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 55 BREF TIL BLAÐSINS Sjúkrasag'a Islendinga til sölu Björn Jakobsson Frá Birni Jakobssyni: YMSAR uppákomur á starfsferli núverandi heilbrigðisráðherra hefðu einar sér gefið ástæðu til að ráð- herra segði af sér. Nú virðist svo sannarlega að mælirinn sé full- ur. Með frum- varpi því sem ráð- herra leggur íyrir Alþingi um heilsu- farslegan gagna- grunn Islendinga, þar sem mann- réttindi og per- sónuréttur ein- staklinga eru freklega brotin - hlýt- ur það að verða krafa almennings að ráðherrann segi tafarlaust af sér. Verði frumvarp þetta samþykkt á Aiþingi, hlýtur það að kalla á máls- höfðun einstaklinga og hópa gegn íslenska ríkinu. Furðulegt má reyndar telja ef ríkisstjórn og þingflokkar hennar samþykkja að leggja frumvarpið fram, eins og til þess er stofnað. Það er líkast því að einkafyrirtæki, sem ekki er vitað hver verður eig- andi að, og einstaklingur, sem þvi stjórnar hafi vafið heilbrigðisráð- herra um fmgur sér við samningu frumvarpsins. Ekki þarf að fara í grafgötur með hver er tilgangurinn með stofnun „íslenskrar erfðagreiningar, eign- arhaldsfélags“. Framkvæmdastjór- inn sjálfur lýsti því í heyranda hljóði, á fjölmennum fundi læknafé- lags Landspítalans, með eftirfar- andi yfirlýsingu. „Grundvallarhugmyndin á bak við frumvarpið, er eingöngu sú, að þær upplýsingar sem hér liggja, og má búa til úr verðmæti (peninga) verði komið í verðmæti (peninga). Ekkert annað.“ Þetta var yfirlýsing fram- kvæmdastjórans. Skýring innan sviga greinarhöf. Það liggur sem sagt ljóst fyrir að tilgangurinn með fyrirtækinu og frumvarpinu er fjárplógsstarfsemi - „Bisness" af grófustu gerð, en ekki vísindastarfsemi eða virðing fyrir manneskjunni, lifandi eða látinni. „mér er ekki Sama hverju é^klæ5ist...“ AÐEINS NATTÚRULEG EFNI UNO DANMARK fataverslun Vesturgötu 10A • Sími: 561 0404 Samkvæmt frumvarpinu á Alþingi að gefa þessu fyrirtæki, sem enginn veit hver verður raunverulegur eig- andi að, einkaleyfi til tólf ára á gagnagrunni yfir heOsufarslegan feril allra íslendinga, ættfærslu og persónulega hagi sem þessu tengj- ast. Síðan eiga stofnanir íslenska ríkisins að kaupa upplýsingarnar til baka frá fyrirtækinu - upplýsingar, sem því hafa verið afhentar frá ís- lensku heilbrigðisþjónustunni og læknum fyrir ekki neitt. Síðan færi að sjálfsögðu aðalsalan á sjúkrasögu íslendinga fram erlendis. Hver fær svo peningana, „verðmætin", sem sölustjórinn kallar. Því hefir að sjálfsögðu ekki verið svarað. Þetta greinarkom er skrifað á Ítalíu, þar sem greinarhöfundur dvelur nú um stundarsakir. Þegar ég sá Morgunblaðið hér frá 4. apríl þar sem fjallað er rækilega um þetta mál - þá verður maður þakklátur fyrir að til skuli vera enn á íslandi fjölmiðill, sem hefir mátt og áhrif til að taka kröftuglega á slíkum málum, sem varða hvem einasta einn íslending, látinn jafnt sem borinn eða óborinn. Hér á Italíu er það á almanna vit- orði að hin alþjóðlega mafía sækir nú fast bæði leynt og ljóst að koma illa fengnum fjármunum sínum af eiturlyfjasölu yfir í löglega skráð fyrirtæki í upplýsinga- og tölvugeir- anum. Sérstaklega fyrirtækjum sem á einhvern hátt tengjast póli- tískri eða opinberri vemd. Með því vinna þeir margt í senn - verða eignaraðilar, fá þekkingu og aðgang að tæknihliðinni í nútíma upplýs- ingastarfsemi og ná sambandi við pólitíska aðila í opinbera kerfinu. Ekki er ósennilegt að íslensk erfðagreining Inc. gæti orðið álit- legur fjárfestingakostur hjá þessum aðilum, ef fyrirtækið fengi umbeðið einkaleyfi og fyrirtækið yrði skráð á alþjóðlegum hlutabréfamarkaði. Þetta er aðvöran. Ef nota á fámenni íslensku þjóð- arinnar og sjúkrasögu hennar sem rannsóknarverkefni - þá væri það betur gert á vegum alþjóðastofn- ana, þar sem öll mannréttindi, bæði lifandi og látinna væra virt að fullu. Einkafyrirtæki, sem enginn veit raunveruleg deili á og sækir um einkaleyfi til slíkra rannsókna í hagsmunaskyni, á að sjálfsögðu ekki að koma til greina. BJÖRN JAKOBSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri. GfTIP Plöstunarvélar Skírteinis- og skjalaplast á hagstæðasta verði. Óbrigðul skjalavernd. Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29, Reykjavík, sími 588 4699, fex 588 4696 Allianz (Ö) Sparitr\gging Allianz Slysatrygging - líftrygging - fjárfesting Allianz slysatrygging endurgreiðir iðgjöld ásamt vöxtum Verðir þú fyrir alvarlegu slysi, þarft þú meira en ást og umhyggju. - Þú þarft einnig fjárhagslegt öryggi. Allianz tryggir þér: • örorkubætur aílt að 60 milljónir króna • lífeyri til æviloka • dagpeninga frá fyrsta degí • Allianz yfirtekur greiðslur á iðgjaldi • endurgreiðslu á iðgjaldi, ásamt tryggðum vöxtum • írygging frá fæðingu til níræðis aldurs Dæmi: Fimmtugur karlmaður kaupir UPR Spariíryggingu hjé Allianz. Eftir að hafa greitt 4.788 kr. á ménuði I tíu ár greiðir Allianz r 773.560 kr* jeínve: uv ' ekkert hafi komið fyrir. Hann verður hins vegar fyrir slysi 53 érs og er úrskurðaður 70'--. ör,r'<i. Samkvæmt samningi fær hann greitt út 2.886.400 kr. strax og að auki 120.000 kr. ménaðarlega til æviloka. Allianz viðheldur samningi hans eftír slysið út sarrr.ingstímabiiið og greiðir honurn aö lokum, eins og um var samið, 773.560 kr. Þegar pess; einstakúrgur nær 75 éra aídri hefur Allianz greitt honum alls 35.339.960 kr. Allianz - örugg trygging 4 5 Hafðu sarnband . c þjónustufulltrúa í síma 588 30 60 oz eitaðu .sp Spar mz? ngu Allianz
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.