Morgunblaðið - 28.04.1998, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 28.04.1998, Qupperneq 60
- '60 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Sveinn Haraldsson gagnrýnandi fjallar um samsafn bestu laga Robson & Jerome sem ber titilinn Happy Days. ★ ★★ Omengað popp EF FINNA ætti einhverja skil- greiningu sem nær að skýra feril Robsons og Jeromes hlýtur dægur- fluga að ná bæði yfir ótrúlega skjót- ar og miklar vinsældir þeirra og svo verkefnavalið. Formúlan er sáraeinfóld. Tveir leikarar sem þekktir eru úr vinsæl- um framhaldsmyndaflokki í sjón- varpi („Soldier, Soldier“ sem eflaust hefur gengið í mörg ár) eru plataðir af Simon Cowell hjá plötufýrirtæk- inu RCA A&R inn í stúdíó sem söngdúó. Lögin sem valin eru til flutnings eru al- þekktir slagarar í rólegri kantinum og reynt af ásettu ráði að hafa útsetn- ingarnar eins líkar þeim upprunalegu og mögulegt er. Þessi lög, sem ein- hvem tíma þóttu nýjasta nýtt og prýddu vinsælda- Msta víðs vegar um hinn vestræna heim, falla nú undir skilgreininguna „ea- sy listening" sem á ís- lensku mætti kannski kalla ljúflings- lög, eftir vinsælum útvarpsþætti. Einfaldir lesendur sem ekki þekkja vélar heimsins ættu kannski til að halda að sh'k samsetning væri ekki líkleg til vinsælda en annað kom á daginn. Þetta reyndist ótrú- leg peningamaskína. Aður en yfir lauk seldi dúettinn 4,7 milljónir geislaplatna í fullri lengd, 3,7 millj- ónir stuttra slíkra og 800.000 mynd- bandsspólur. Og ég bið lesendur vinsamlegast að hafa í huga að sköpunargáfa kemur þarna hvergi nærri - öll lögin era gömul og út- setningarnar eftirlíkingar. Stutti geisladiskurinn með „Unchained Melody“/White Cliffs of Dover“, sem var fyrsta lag þeirra sem sló í gegn, seldist í 1.840 þúsund eintök- um og vam' efsta sæti breska listans í 7 vikur. Útgáfudagurinn var stílað- ur upp á hálfrar aldar afmæli loka heimsstyrjaldarinnar síðari í Evr- ópu. Það er ekki annað hægt en að dást að Simon Cowell fyrir snilli í auglýsingamennsku og viðskiptavit á heimsmælikvarða. Stuttu plöturn- ar voru nefnilega ekki bara með einni gamalli lummu heldur fengu kaupendur allt upp í fjögur þekkt lög á einum litlum diski í flutningi þeirra félaga. En auðvitað er þessi samsetning- ur hinn dægilegasti. Jerome Flynn er ljóshærður og kraftalegur með boxaranef (fæddur 1963) og hinn netti Robson Green (fæddur 1964) er algjör andstæða hans, dökkur yf- Þeir eru engir hetju- tenórar en raddir þeirra ■iggja skemmtiiega saman í samsöng irlitum með loðna bringu. Ef eitt- hvað er að marka sem sagt er um Englendinga, að þeir þyki fríðir ef þeir hafa ekki misst tennurnar og ef stærð eyrna þeiraa er í réttu hlut- falli við stærð höfuðsins þá verður að segjast eins og er að dúettinn er mjög krúttlegur. Þeir eru engir hetjutenórar en raddir þeirra liggja skemmtilega saman í samsöng. Robson, sem er fæddur norður í Newcastle, hefur til að bera þennan nefkvæða fram- burð sem hefur tryggt svo mörgum norðlensk- um söngvmnim enskum frægð og frama og má þar t.d. nefna John Lennon, Gerry Marsden (úr Gerry and the Pacemakers) og Graham Nash (úr Hollies). Sam- söngur Robsons og Jer- omes minnir oft mest á drengjadúetta frá sjö- unda áratugnum: Peter and Gordon, Chad and Jeremy, The Everly Brothers og The Righteous Brothers. Titillag plötunnar er gamalt sálmalag svartra, „Oh Happy Day“. Svo vinda félagarnir sér í gömlu lummuna „Amazing Grace“ með fasmiklum baksöng gospel-kórs nokkurs. Næst er Everly Brothers- eftirlíking („Crying in the Rain“) og svo auðvitað Righteous Brothers- eftiröpun („Unchained Melody"). Það var gefið út með gamla Veru Lynn-laginu „The White Cliffs of Dover“, sem er afar, afar ljúft í flutningi þeiraa fóstbræðra. Gömul Rythm ‘n’ Blues- lög eins og Spinn- ers-lagið „Up on the Roof‘ og „What Becomes of the Broken He- arted“ eru vakin upp frá dauðum af söngparinu ljúfa. Oll þessi lög náðu miklum vinsældum en hvað afgang- inn af disknum varðar er blandað saman vel heppnuðum útfærslum og uppfyllingu. Hápunkti nær væmnin í lokalaginu úr söngleikn- um „Carousel" eftir Rodgers og Hammerstein, „You’ll Never Walk Alone“, lagi sem má heyra reglu- lega sungið með tilþrifum í kara- ókíinu í Glæsibæ þegar Liverpool- aðdáendur hafa fengið sér of mikið neðan í því. Dúettinn náði ekki tveggja ára aldri enda allir möguleikar að- stæðnanna fullnýttir og leiðir skildi. Bautasteinninn er þessi diskur sem er virkilega þægilegur áheyrnar og mjög eigulegur - ef maður nennir ekki að nálgast frumútgáfurnar. DÖMUHÁRKOLLUR í MIKLU ÚRVALI JORN PETERSEN KYNNIR DAGANA 29. APRÍL - 3. MAÍ. APOLLO hárstudio Hringbraut 119. Sími 552 2099. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Á SVIÐINU hjá Leikfélagi Akureyrar sem Lísa ásamt systkinum sínum í Söngvaseið. Eg ákvað að stökkva Morgunblaðið/Kristinn JÓNA Fanney er staðráðin í því að helga sig söngnum. Jóna Fanney Svavars- dóttir leikur hlutverk Lísu von Trapp í upp- færslu Leikfélags Akureyrar á Söngva- seið um þessar mundir. Hildur Loftsdóttir hitti nýju söngstjörn- una og fékk að vita hvað ræður því að hún finnur sig á sviði. JÓNA Fanney er 23 ára og hefur þegar tekið áttunda og síðasta stig í klassísku söngnámi. Hún hóf námið 16 ára við Tónlistarskólann á Akureyri þar sem Hólmfríður Benediktsdóttir kenndi henni. Nú síðustu þrjú árin hefur hún lært við Söngskólann í Reykjavík undir leiðsögn Elísabetar F. Eiríksdótt- ur. Nú liggur fyrir að undirbúa burtfararpróf, einsöngvarapróf, kennarapróf, vinna sjálfstætt hér heima með undirleikara eða skella sér í nám til útlanda. Jóna er að íhuga síðasta möguleikann og hef- ur verið að athuga söngskóla í Austuraíki þar sem ljóðamenningin ræður ríkjum, því á Italíu er hætt við að óperan verði of veigamikill þáttur í náminu. „Það var eiginlega mamma sem fékk hugmyndina að því að senda mig í söngnám þegar ég byrjaði í Menntaskólanum á Akureyri," seg- ir Jóna Fanney brosandi. „Henni fannst ég alltaf syngja svo vel, og fannst að ég ætti að prófa eitthvað nýtt og möguleiki á söngnámi var fyrir hendi á Akureyri. Ég er nefnilega sveitastelpa í húð og hár. Foreldrar mínir búa á sveitabæ sem heitir Litlidalur og er í Aust- ur-Húnavatnssýslu.“ Hlutverk Jónu Fanneyjar hjá Leikfélagi Akureyr- ar er það fyrsta sem hún fær sem- atvinnu- maður, en hafði áður tekið þátt í uppfærslum sem nemandi í Söng- skólanum. Sýningin hefur gengið vonum framan og það er uppselt langt fram í tímann. „Trausti Ólafsson, leikhússtjóri á Akureyri, hafði samband við mig og bauð mér hlutverkið. Þau hugs- uðu sem svo að það væri gaman að fá norðanmanneskju. Ég var nýbú- in að ljúka áttunda stigi og hafði fengið umfjöllun um tónleikana sem ég hélt af því tilefni svo stjórn LA fannst upplagt að gefa mér tækifæri. Ég vissi ekkert hvort ég gæti leikið og þurfti að hugsa mig um áður en ég tók boðinu, bæði upp á það að koma þessu saman við söngnámið og hvort ég væri ein- faldlega tilbúin. Ég var svolítið hrædd um að standa mig ekki en ákvað svo að stökkva. Þetta hefur reynst mér ómetanlegt tækifæri og ég hef lært mjög mikið af þessu. Þetta er frekar létt ralla og þannig fæ ég hlutina í smáskömmtum í stað þess að fá stórt hlutverk sem ég ræð ekki við. að er mjög gaman að leika Lísu. Hún er átta árum yngri en ég og miklu sak- lausari en unglingar eru í dag. Ég talaði við fólk sem hafði verið ungt á þessum árum, og það hjálpaði mér mikið að ná fram per- sónunni í mér, auk leikstjórans, Auðar Bjarnadóttur, sem er alveg einstök," segir Jóna Fanney og brosir þegar hún hugsar til æfinga- tímans, en auk þess að leika Lísu syngur hún sópran í nunnukórn- um. Jóna Fanney er af mikilli sön- gætt, og mun alveg áreiðanlega ráða við stóru hlutverkin í framtíð- inni. Svavar, pabbi hennar, er bróðir Kristjáns Jóhannssonar stórsöngvara og hefur hann líka verið að syngja. „Núna undanfarið höfum við pabbi verið að syngja heilmikið saman, það er alveg virkilega gam- an og við höfum nóg að gera í því. Eins höfum við verið að syngja fimm saman og köllum okkur þá Konnarana. Þá er Jóhann Már, föðurbróðir minn, með og svo Örn Viðar og Stefán Birgissynir sem eru synir Heiðu Hrannar, systur pabba.“ En hvernig líst þá fræga frændanum á Jónu Fanneyju? „Ég er búin að syngja fyrir hann og ég held að honum lítist bara ágæt- lega á þetta allt saman. Það er óskaplega gott að ráðfæra sig við Kristján, hann talar af mikilli reynslu. Auk þess er hann mjög hreinskilinn í eðli sínu, og ég get treyst því að hann ráðleggi mér vel. Hann mun hjálpa mér ef ég fer til Italíu og sama hvaða ákvörðun ég tek varðandi sönginn mun hann verða mér innan handar. Hann benti mér m.a. á Verdi-háskólann í Mílanó. Ég hef ekki í huga að biðja hann að toga í spotta fyrir mig, því það kemur hvort eð er alltaf í ljós hvort maður hefur hæfileika eða ekki, svo það borgar sig varla.“ Lífið framundan er þá eintómur söngur á sviði? „Já, ég kann vel við mig á sviðinu, það er ekkert sem ég hræðist og þess vegna hef ég gam- an af því að syngja.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.