Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 62

Morgunblaðið - 28.04.1998, Síða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 28. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM V aldamennirnir í Hollywood Hverjir eru það sem ákveða hvaða myndir eru gerðar í Hollywood? Hverjir eru valdamestu mennirnir í draumaverk- smiðjunni? Arnaldur Indriðason skoðaði Ksta sem gerður hefur verið yfir þá 100 einstaklinga sem taldir eru ráða mestu um bandaríska kvikmyndagerð. GIBSON, Costner og Foster komast öll á listann. irtaskinu einnig eins og „Volcano" og ekki síst „Speed 2“, að líkindum versta mynd síðasta árs. I þriðja sæti listans er Sumner Redstone, eigandi og stjómarformað- ur Viacom, sem ræður yfir Para- mount kvikmyndaverinu ásamt öðru. Sagt er að hluthafarnir í fyrirtækinu vildu óska þess að hann hefði framtíð- arsýn Murdochs en Redstone lætur engan bilbug á sér finna og sagt er að hann hafi gert Viacom að beinskeytt- ara skemmtanafyriitæki en það var áður. Að vísu mun Paramount áforma að kvikmynda „Beavis og Butthead 2“ og „Star Trek 9“ en svo eru líka bitastæðari stykki í bígerð. Steven Spielberg, gulldrengurinn í Hollywood, vermir fjórða sæti list- ans. Titanic hefur skotið E.T. og Júragarðinum ref fyrir rass en víst þykir að Spielberg gæti auðveldlega fengið fé í þrjár Titanicmyndir ef honum hugnaðist svo. Fyrirtæki hans, Amblin Entertainment, græddi óhemju á sumarmyndunum 1997, Júragarðinum 2 og Mönnum í svörtu, en nýja fyrirtækið, Dr- eamWorks, hikstaði á „Peacema- ker“ og „Mouse Hunt“. Nokkur von- brigði fyrir Spielberg að Amistad kom hvergi nærri Óskarnum í ár. Eigi að síður veit enginn betur en hann hvaða myndir seljast best. Tom Cruise fyrstur og fremstur I fimmta sæti er Edgar Bronfman yngri, forstjóri Seagram, eiganda Universal kvikmyndaversins, en Spielberg var einmitt helsta fjöðrin í hatti Universal áður en allur tími hans fór í DreamWorks. I sjötta sæti er leikarinn Tom Cruise. Hann er fyrsti leikarinn sem nefndur er á listanum enda sá sem kvikmynda- húsaeigendur um heim allan treysta best til þess að skila tekjum í kass- ann. Hann dvaldi í London í 15 mán- uði á meðan Stanley Kubrick gerði með honum „Eyes Wide Shut“ og gæti hafa tapað 40 milljón dollurum í launum á meðan meistarinn hélt honum út af fyrir sig. Ætlar að gera „Mission: Impossible 2“ en leist ekki nógu vel á hvernig Oliver Stone hugsaði þá mynd og hafnaði honum sem leikstjóra. Ræðir nú málið við John Woo. í næstu tveimur sætum eru for- stjórar kvikmyndavers Disney fyrir- tækisins, Joe Roth, og Warner Bros. kvikmyndaversins, Robert Daly og Terry Semel. Árið í fyrra var Warn- er Bros. þungt í skauti; fyrirtækið græddi ekki nógu vel á Batman og Robin enda myndin vond og sömu sögu má segja um Samsæriskenn- inguna eða „Conspiracy Theory" með Mel Gibson og Juliu Roberts og svo komu skellirnir: „Father’s Day“, Póstmaðurinn, „Sphere" og „Mad City“. í sumar senda þeir frá sér „Lethal Weapon 4“ og í enn fjarlæg- ari framtíð Súperman lifir eftir Tim Burton, sem gæti orðið rósin í Utanlandsferðir í boði á næstunni Beint flug til Budapest 30. maf og 11. sept. Vikudvöl í stórborginni Budapest, drottningu Dónár. Stóra Evrópuferðin 2. júnf Sautján daga rútuferö um Luxemborg, Belgíu, Holland, Þýskaland, Danmörku, Noreg, Færeyjar og ísland. Beint flug til Prag 6. og 27. ágúst Sex daga ferö til ævintýraborgarinnar Prag. Granninn í vestri Stangveiðiferðir til Suöur Grænlands. fer&askrffstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR Hf. Borgartúni 34, sími 511 1515. 9 EINU sinni á ári tekur bandaríska kvikmynda- tímaritið Premiere saman lista yfir þá 100 einstak- linga sem það telur valdamestu mennina í kvikmyndaheiminum vestra. Nýlega birtist slíkur listi og tróna efstir á honum eigendur og forstjórar kvikmyndaveranna í Hollywood. Efstur er forstjóri Disn- ey fyrirtækisins, Michael Eisner. Sagt er að Disney veldið blómstri sem aldrei fyrr undir stjórn hans. Tekjur fyrirtækisins námu 21,6 milljörðum dollara á síðasta ári og jókst um átta prósent. Tekjur sjálfs Disney kvikmyndaversins voru að vísu minni en tekjur Columbia kvik- myndaversins, sem er í eigu Sony fyrirtækisins, en það kemur ekki að sök; á síðasta ári einu fjölgaði Disn- ey búðum um 106. Eigendur og forstjórar í öðru sæti er ástralski fjölmiðla- kóngurinn Rupert Murdoch, eigandi og stjómarformaður News Corp., móðurfyrirtækis 20th Century Fox kvikmyndaversins. Hann keypti Los Angeles Dodgers á síðasta ári, teiknimyndadeild Fox skilaði viðun- andi árangri með Anastasíu og hin nýja kvikmyndadeild, Fox Se- archlight, græddi 200 milljónir á Með fullri reisn. Ekki má gleyma að Fox græðir fúlgur á Titanic. Hins vegar komu vondar myndir frá fyr- LEONARDO DiCaprio er í 25. sæti. STEVEN Spielberg er í fjórða sæti listans; hér við tökur á „Saving Private Rvan“ með Tom Hanks, sem er í 14. sæti listans. ROBIN Williams er í 28. sæti en Matt Damon í 88. TOM Cruise JAMES Cam- er valdamesti eron er í ní- leikarinn. unda sæti. hnappagatið. Leikstjórinn James Cameron er í níunda sæti yfir valdamestu menn í Hollywood. Titanic hefur mjög aukið hróður þessa besta hasarmyndaleik- stjóra draumaverksmiðjunnar en hann var í 30. sæti á þessum sama lista í fyi'ra. Titanic er fyrsta bíó- myndin í sögunni sem skilar meira en milljarði dollara í tekjur. Hvort hann fær nokkuð af þeim er óvist ennþá. Framleiðendurnir Fox og Paramount eru enn að segjast ætla að láta hann hafa eitthvað af hagn- aðinum en lítið hefur orðið úr efnd- unum. Cameron ætlar ekki að gera Tortímandann 3 en skrifar handritið að endurgerð Apaplánetunnar og ætlar að framleiða þá mynd. I tíunda til þrettánda sæti eru stjórnendur 20th Century Fox, Pet- er Chernin og Bill Mechanic, en ein- hverjar líkur eru taldar á að þeir fái fyrstir að bjóða í dreifingarréttinn á nýju Stjörnustríðsseríunni þótt ekk- ert sé ákveðið í þeim efnum; John Calley, forstjóri kvikmyndadeildar Sony fyrirtækisins en hann fékk þá Roland Emmerich og Dean Devlin („Independence Day“) frá Fox með sumarmyndina Godzilla, og yfir- menn Paramount og Universal, Jon- athan Dolgen og Sherry Lansing, sem er fyrsta konan á valdalistan- um, og Ron Meyer og Casey Silver. Stjörnurnar I næstu tveimur sætum eru tvær kvikmyndastjömur. Tom Hanks er í 14. sæti sem annar vinsælasti kvik- myndaleikari heimsins. Hann mun bráðlega leika aðalhlutverkið í Grænu mflunni, sem byggð er á sam- nefndri sögu eftir Stephen King, og á móti Meg Ryan í þriðja sinnið í „You’ve Got Mail“ fyrir leikstjórann Noru Ephron, sem áður gerði með þeim Svefnvana í Seattle. Mel Gibson er í 15. sæti sem einn af vinsælustu kvikmyndaleikurum jarðarinnar. Hann leikur í fyrsta skipti óþokka í myndinni „Payback“ og mun leik- stýra endurgerð „Farenheit 451“, hugsanlega með Tom Cruise í aðal- hlutverkinu. Leikstjórinn og framleiðandinn Ge- orgejLucas er í 17. sæti. Hann hefur lokið tökum á fyrstu myndinni af þremur í nýrri Stjörniistríðsseríu og kvikmyndaverin í Hollywood berjast öll sem eitt um dreifingarréttinn. Tölvubrellufyiirtæki hans, ILM, stendur sig best í samkeppninni. 119. til 21. sæti eru leikaramir Harrison Ford, sem virðist ekki eldast hætis- hót, John Travolta, sem öllum líkar við en gæti átt á hættu að þynnast út með því að vera í of mörgum mynd- um í einu, og Jim Carrey, sem kallað- ur er konungur gamanmyndanna. 122. sæti eru forstjórar New Line Cinema, Robert Shaye og Michael Lynne, og síðan Frank Mancuso sem stjórnar Metro Goldwyn Meyer og í 24. sæti er leikarinn Will Smith, sem leikið hefur í tveimur sum- arsmellum í röð, „Independence Day“ og Menn í svörtu. Hann var í 79. sæti í fyrra. A eftir honum kem- ur svo hjai’taknúsari ungviðisins, Leonardo DiCaprio; fær nú 20 millj- ónir dollara fyrir mynd. Nicholas Cage er í 37. sæti list- ans, orðinn einn eftirsóttasti hasar- myndaleikarinn vestra eftir myndir eins og Fangaflugið og „Face/Off’. Gamla buffið Clint Eastwood kemur á eftir honum og Robert Redford þar á eftir. Fyrstu leikkonumar sem nefndar eru á listanum eru Jodie Foster í 40. sæti og Julia Roberts í 41. sæti, sem segja má að njóti mestra vinsælda í dag (Demi Moore er í 92. sæti). Brad Pitt er í 43. sæti en hann mun leika í „The Fight Club“ sem David Fincher leikstýrir. Bruce Willis er um miðbik listans, í 49. sæti. Hann mun á næstunni leika í mynd sem ber heitið Sjötta skilningarvitið. Kevin Costner er í 53. sæti þrátt fyrir að hera alla ábyrgð á Póstmanninum, sem mun sennilega vera sú mynd sem mestir peningar hafa tapast á í sögu Warn- er Bros. kvikmyndaversins. Michael Douglas fylgir honum í næsta sæti en nokkru neðar eru tveir metsölu- höfundar, Michael Crichton í 59. sæti og John Grisham í því sextug- asta. Sagt er að Crichton hafi selt kvikmyndarétt ,Airframe“ á tíu milljónir dollara. Þá er Sean Conn- ery í 62. sæti og á eftir honum kem- ur Arnold Schwarzenegger, sem oft hefur verið ofar á listanum. Hann vill ekki leika í Tortímandanum 3 nema Cameron sé sáttur við það en kvikmyndarétturinn mun ekki vera lengur í höndum Titanicleikstjórans. Ónnur nöfn neðar á valdalistanum eru m.a.: Stanley Kubrick, Martin Scorsese, John Woo, Jack Nicholson í 76. sæti, Danny DeVito, Tim Burton, Quentin Tarantino í 80. sæti og Sylvester Stallone í næstneðsta sæti listans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.