Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 6

Morgunblaðið - 08.05.1998, Page 6
6 FÖSTUDAGUR 8. MAÍ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Margir þingmenn enn á mælendaskrá Alþingis um hálendismálin Þingmenn tala daglangt fyrir hálftómum salnum Morgunblaðið/RAX FÁIR þingmenn voru í þingsölum í gær þegar Svanfrfður Jónasdóttir var langt komin með fimm og hálfs tima ræðu sína um sveitarstjómarmál í gær. Yfir 40 þingmenn hafa rætt frumvarp til laga um sveitarstjórnarmál síðustu daga og er um- ræðan að verða með þeim lengri á Alþingi um einstakt mál. Jó- hannes Tómasson leit inn í þinghúsið 1 gær og hleraði stöðuna en margir þingmenn eru enn á mælendaskrá. LANGAR og yfírgripsmiklar ræður með innskotum og tilvitnunum, sem virðast stundum nokkuð langsóttar, hafa einkennt umræðu á Alþingi um eitt lagafrumvarp í rúma viku. Með- an þessu vindur fram sitja aðeins einn til tveir þingmenn í þingsal, stundum enginn og engir ráðherrar. Þannig var ástandið síðdegis í gær þegar umræða um frumvarp félagsmálaráðherra um sveitar- stjómarmál var á sjöunda degi. Ræður sumra þingmanna stjómar- andstöðunnar hafa tekið nokkra klukkutíma í flutningi og þeir segj- ast vilja ræða málið ítarlega, enda viðamikið. Aðrir telja þessa fram- komu hreint málþóf. Svanfriður Jónasdóttir var í ræðustól og í salnum voru Ólafur Öm Haraldsson og Jóhanna Sigurð- ardóttir. Skömmu síðar vom þau bæði horfin. Og þó er Svanfríður ekki óáheyrilegur ræðumaður. Magnús Stefánsson, formaður fé- lagsmálanefndar, var líka viðloð- andi, enda talið eðlilegt að einhverj- ir úr þeirri þingnefnd sem fjallað hefur um viðkomandi mál sé nær- hendis. f forsetastóli var Ragnar Amalds, sem er trúlega löngu hætt- ur að kippa sér upp við ítarleg ræðuhöld, og Friðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, var honum til hægri handar. Litu þeir í ritverk meðan ræðan stóð. Þriggja til fimm tíma ræður Ekki færri en 40 þingmenn hafa talað í umræðunni og era þá andsvör ekki meðtalin. Umræðan mun standa fram eftir kvöldi og nóttu og jafnvel mun henni ekki ljúka fyrr en um hádegi á morgun. Þá era eftir frumvörpin tvö sem HITASÓTT í hrossum hefur verið staðfest á einum bæ í Skagafirði. Granur leikur á að þetta sé ekki fyrsti bærinn sem hún kemur upp á þar. Yfirdýralæknir hefur því enn á ný sett bann á útflutning hrossa frá íslandi, en á fundi dýralæknanefnd- ar Evrópusambandsins 5. maí sl. fékkst heimild til að flytja út hesta frá ósýktum svæðum á íslandi. Að sögn Sigríðar Bjömsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma, urðu hross á einum bæ í Skagafirði skyndilega veik í fyrrakvöld og um hádegisbil í gær höfðu 10 hross fengið sóttina og vora sum mikið veik. Sagði hún þetta vera ólíkt því hvemig sóttin hefur hagað sér þeg- ar hún hefur borist á ósýkt svæði og því væra líkur á að þetta væri ekki fyrsti staðurinn sem veikin kemur upp á í Skagafirði. Öll þessi hross voru á húsi en sóttarinnar hafði þá ekki orðið vart í útigangi. Talið er vist að smitið hafi borist með hesta- tengjast hálendismálunum, þ.e. um þjóðlendur og auðlindir í jörð. Gæti umræða þeirra staðið fram eftir næstu viku. Þeirri hugmynd var fleygt að tæknilega væri hægt að gera hlé á þingstörfum í nokkra daga kringum sveitarstjómarkosn- ingar og halda síðan áfram. Ennþá er slíkt þó aðeins nefnt sem mögu- leiki. Þingmenn, sem eiga að vera við- staddir umræður nema aðkallandi eða ófyrirsjáanleg önnur verkefni hamli, virtust einmitt margir hverj- ir hafa ýmsum öðram hnöppum að hneppa meðan Svanfríður talaði yfir auðum sætum, sem getur nú varla verið mjög skemmtilegt. Þeir vora sumir á skrifstofum sínum að sinna pappírsvinnu eða ræða við kjósend- ur sem vilja koma einhverju á fram- færi við þá. Inn á milli geta þeir hækkað f útvarpinu frá þingsölum og heyrt hvaða stefnu ræðuhöldin era að taka og skellt sér yfir í þing- sal ef þeir vilja grípa til andsvara. Nokkra áður en Svanfríður lauk máli sínu kom Sighvatur Björgvins- son í salinn, enda næstur á mæl- fólki af öðra svæði sem kom í heim- sókn. Samgangur hefur einnig verið milli ábúenda á bænum og fólks af bæ í Húnavatnssýslu síðustu daga áður en sóttin kom upp og því talin hætta á að hross þar geti smitast að sögn Sigríðar. I fréttatilkynningu sem yfirdýra- læknir sendi frá sér síðdegis í gær kemur fram að heimild til að flytja hesta út frá því svæði á Islandi sem taldist þá ósýkt, sem dýralækna- nefnd Evrópusambandsins gaf á fundi þess 5. þ.m., hafi verið bundin þeim skilyrðum að veikin kæmi endaskrá. Þegar yfir lauk hafði hún talað í fimm og hálfan tíma og skaut þá Pétri Blöndal upp. Kom hann í ræðustól og gerði hinn langa ræðu- tíma þingmarinsins að umtalsefni, spurði hvort það væri eitthvert markmið í sjáÖfu sér að tala sem lengst eða slá fyrri met um lengd á ræðum. Dró hann í efa að nokkur íslendingur sem fylgst hefði með ræðunni hefði getað haldið fullri at- hygli allan tímann og taldi aðalat- riðin drakkna í smáatriðum í svo löngu máli. í svari sínu sagðist Svanfríður ekki vera í málþófi og sagði ótrúlegt hversu þingmaðurinn væri upptekinn af lengd ræðu. Lengdin væri aukaatriði, innihaldið væri það sem máli skipti og hún teldi sig hafa haldið sig nákvæm- lega við umræðuefnið. Hún sagði umræðuna skila athygli sem væri mun meiri en ella hefði verið. Saknaði forsætisráðherra Sighvatur Björgvinsson saknaði forsætisráðherra og óskaði eftir nærvera hans. Hann sagði ekki rétt að málþófi væri beitt; ef þingmenn hvergi upp á ósýkta svæðinu. Að öðrum kosti félli útflutningsheimild- in niður fyrir allt svæðið. Því sé Ijóst að ekki getur orðið af útflutn- ingi hesta frá íslandi að sinni. Væntanlega verði það ekki mögu- legt fyrr en það kemur í ljós hverjar era orsakir veikinnar. Rannsóknir þar að lútandi era í fullum gangi. Meiri Iíkur á því að landsmótið fari fram Einnig kemur fram í frétt yfirdýra- læknis að enn hafi ekld verið tekin ákvörðun um breytingar á reglu- hefðu farið út fyrir efnið ætti for- seta að hafa verið í lófa lagið að gera athugasemdir við málflutning þeirra. Það hefði hann ekki gert enda væri fólk einfaldlega að ræða það mál sem væri á dagskrá og eng- inn ræðumanna, þótt þeir töluðu lengi, hefði farið út fyrir efnið. Staða þessa alvöramáls er í stuttu máli þessi: Sjónarmið stjóm- arandstöðu eru þau að ekki sé enn hægt að afgreiða hálendismálin þar sem þau séu hvergi nærri fullrædd og að nánast þjóðin öll hafi risið upp og krefjist meiri tíma og umræðna. Stjórnarþingmenn segja málið hafa fengið ítarlega umræðu og nú verði að ráða því til lykta með lýðræðis- legri afgreiðslu þingsins. Spurning er hvort hægt verður að gera ákveðnar breytingar og ná um leið sáttum um afgreiðslu á öðram mál- um sem ríkisstjómin vill Ijúka. Er húsnæðisframvarp þeirra umfangs- mest en síðan eru tugir annarra mála sem bíða lokaafgreiðslu og ættu þingmenn í fæstum tilvikum að þurfa að efna til ítarlegrar um- ræðu um þau. gerð um vamarlínur, en verði af því þá muni það meðal annars verða gert að höfðu samráði við hags- munaaðila í greininni. Jón Ólafur Sigfússon, fram- kvæmdastjóri landsmótsins á Mel- gerðismelum, segir að erfitt sé að átta sig á þessum nýju tíðindum. Þó virtist honum að nú væru meiri lík- ur á að landsmótið yrði haldið. Und- irbúningur hefur aldrei stöðvast þrátt fyrir óvissuna og í íyrradag var tekin í notkun ný spennistöð á Melgerðismelum og um helgina verður vígt nýtt stóðhestahús á svæðinu. Allur undirbúningur og fram- kvæmdir hafa kostað mikla vinnu og fjármuni og sagði Jón það verða mikið fjárhagslegt tjón íyiir félögin sem að mótinu standa verði það ekki haldið. Auk þess yrði þjóðarbú- ið af um hálfs milljarðs króna hagn- aði af ferðaþjónustu, hestaferðum og öðru sem tengist landsmótin Yinnslu- stöðin sel- ur Jón V. til Namibíu i VINNSLUSTOÐIN hf. hefur selt ísfisktogarann Jón V. ÁR 111 til dótturfyrirtækis íslenzkra sjávar- afurða, ísöldu. ísalda leggur skipið síðan inn í namibíska fyrirtækið Seaflower Whitefish Corp., en IS á fyrir hlut í því fyrirtæki á móti þar- lendum stjómvöldum. Kaupverð á skipinu er um 73 milljónir króna og verður það afhent í lok maí. Jón V. var smíðaður á Spáni 1974 og hét fyrst Otur, síðan Stokksnes, loks Jón Vídalín áður en hann hlaut núverandi nafn. Hann lá við bryggju lungann úr síðasta ári, en var síðan settur á rækjuveiðar í vetur og gengu þær vel. Þetta er annað skipið á skömm- um tíma, sem Vinnslustöðin selur, en Breki VE var seldur fyrir nokkru. Vinnslustöðin gerir nú út Kap og Sighvat Bjarnason, sem nú eru á kolmunnaveiðum, Kap II, sem er á síld, netabátinn Brynjólf, togbátana Drangavík og Danska Pétur og ísfisktogarann Jón Vídalín. Aukinn lýsingskvóti Aukinn lýsingskvóti við Namibíu hefur leitt af sér þörf Seaflower fyrir ísfisktogara til að afla fyrir fiskvinnslu sína. Kvótinn var skor- inn mikið niður fyrir rúmu ári og voru þá tveir ísfisktogarar fyrir- tækisins seldir og frystitogarinn Seaflower leigður öðru fyrirtæki. Seaflower gerir nú aðeins út ísfisk- togarann Rex, sem hefur fiskað mjög vel frá því í vetur, um 100 tonn í þriggja til fjögurra daga túr- um. Gert er ráð fyrir að Jón V. verði kominn niður til Namibíu að áliðnu sumri þegar vertíðin stend- ur sem hæst. I ----------------- Dauft á síldinni DAUFT er yfir síldveiðum ís- lenzku skipanna í Síldarsmugunni. Guðrún Þorkelsdóttir SU náði þó einu rúmlega 400 tonna kasti seint í fyrrakvöld og var þá komin með um 800 tonn. Isak Valdimarsson er skipstjóri á Guðrúnu. Önnur skip fengu mun minna. Mjög erfitt er að eiga við síldina enda eru þetta bara smápeðrur, að sögn Þorsteins Kristjánssonar, skipstjóra á Hólmaborg sem komin er með um 500 tonn. Nokkur íslensk skip era enn á kolmunna. Þeirra á meðal eru Kap VE og Sighvatur Bjarnason VE- Þar er frekar lítið um að vera líka. Kolmunninn er hrygndur og er á leið norður á ný í ætisleit. Hann virðist fara beggja vegna Færeyja og er dreifður og þurfa skipin að toga mjög lengi til að fá einhvern afla. Líklega fara kolmunnaskipin á sfld fljótlega ef eitthvað lifnar yf- ir þeim veiðum. Eldsvoði á Njálsgötu Grunur um íkveikju RANNSÓKN á upptökum elds í húsi við Njálsgötu að morgni mið- vikudags stendur yfir hjá rannsókn- ardeild lögreglunnar í Reykjavík. Að sögn Sigurbjörns Víðis Egg- ertssonar aðstoðaiyfirlögregluþjóns leikur grunur á að kveikt hafi verið i en það hefur ekki verið staðfest. Hitasótt hefur verið staðfest 1 hrossum á einum bæ í Skagafírði Bann sett á út- flutning* á ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.