Morgunblaðið - 21.05.1998, Page 1

Morgunblaðið - 21.05.1998, Page 1
136 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 113. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þingsæti fyrir mis- skilning Asuncion. Reuters. LÍTT þekktur stjórnarand- stöðuflokkur sem heitir Blanco fær eitt sæti í öldunga- deild þingsins í Paraguay eftir að þúsundir kjósenda, sem hugðust skila auðu, greiddu flokknum atkvæði sitt fyrir mistök í þingkosningunum 10. maí sl. Colorado-flokkurinn, sem setið hefur að völdum í 51 ár, hélt meirihluta sínum. Full- trúi flokksins og fulltrúi stjórnarandstöðunnar, Lýð- ræðisbandalagsins, sögðu að Partido Blanco (Hvíti flokkur- inn) gæti þakkað flest þeirra 35.000 atkvæða, sem hann hlaut, merkingarruglingi. Spænsku orðin fyrir „autt atkvæði" eru „voto en blaneo“, eða „hvítt atkvæði", og útlit er fyrir að fjöldi kjó- senda, sem hugðist skrá at- kvæði sín auð, haf! ekki áttað sig á muninum og merkt við „Partido Blanco". Afsögn Suhartos Indónes- íuforseta sögð yfirvofandi Djakarta. Reuters. BÚIST var við að Suharto, forseti Indónesíu, segði af sér embætti í nótt, að íslenskum tíma, og fæli það varaforseta sínum, Jusuf Habibie, að því er blaðið Jakarta Post hafði eftir heimildarmönnum í gærkvöldi. Blaðið sagði ennfremur að fundir forsetans með æðstu embættis- mönnum og stjórnarskrársérfræð- ingum hefðu staðið fram undir morgun. Þá hefði yfirmaður hersins átt fundi með sveitarforingjum og lögreglustjóra. Fréttastofa CNN sagði að leið- togar námsmanna, sem hafa krafist þess að forsetinn fari frá, hefðu full- yrt að afsagnar væri að vænta í dag. Ekki hefðu fengist frekari staðfest- ingar á að afsögn væri yfírvofandi, en ljóst væri að þrýstingur á forset- ann sé orðinn gífurlegur. I gær hefði forseti þingsins tekið undir með námsmönnum. Oddviti indónesísku andspyrnu- hreyfíngarinnar, Amien Rais, leið- togi múslímskra námsmanna, sakaði í gær Suharto um „hryðju- verkastarfsemi í nafni ríkisins" eftir að stjómvöld sýndu styrk sinn til þess að koma í veg fyrir fjöldamót- mæli gegn forsetanum. Rais hefur verið sá maður sem mest hefur borið á og heyrst í und- anfarið þegar kröfur hafa verið uppi um afsögn Suhartos, sem setið hef- ur á forsetastóli í rúm 30 ár. Krafan um afsögn hefur verið rauði þráður- inn í mótmælaaðgerðum náms- manna um gervalla Indónesíu und- anfarna þrjá mánuði, og náðu þær hámarki á mánudaginn er fjöldi námsmanna hreiðraði um sig í þing- húsinu í Djakarta. í gær réðust þeir síðan til inngöngu í sjálfan þingsal- inn. Rais afboðaði fjöldasamkomu á Merdekatorgi í miðborg Djakarta í gærmorgun eftir að tugir þúsunda hermanna voru kallaðir út til þess að stöðva umferð um götur. Slíkur herafli hefur ekki sést opinberlega í höfuðborginni í áratugi. „Heimsbyggðin hefur orðið vitni að þeim yfirþyrmandi öryggis- ráðstöfunum sem herinn hefur gripið til í því skyni að meina fólki AMIEN Rais, oddviti and- spyrnuhreyfingar námsmanna, ávarpar fréttamenn á fundi í Djakarta í gær. aðgang að opinberum sam- komustað," sagði Rais á frétta- mannafundi. „Djakarta líkist nú mest hersetinni borg. Að sýna styrk sinn á þennan hátt er ekkert annað en hryðjuverkastarfsemi í nafni rík- isins.“ Rais er lektor í alþjóðastjóm- málafræði við háskóla í Yogyakarta á Mið-Jövu, og í samtökum músl- ímskra námsmanna, sem hann er í forsæti fyrir, em um 28 milljónir. Ibúar í Indónesíu eru alls um 200 milljónir. Rais sagði við fréttamenn í gær að með því að sýna styrk hersins hefði Suharto gengið á bak þeirra orða sinna að hann myndi aldrei beita hervaldi til þess að halda forsetaembættinu. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á Suharto að „gæta orðspors- ins“ með því að láta af völdum og gera lýðræðisþróun mögulega, að því er AP greindi frá. Þá hvatti Al- bright Indónesíuforseta til að fara varlega í að beita valdi gegn mót- mælaaðgerðum námsmanna. Kommúnistar reyna að koma Jeltsín frá Driman styður málshöfðun átökum þegar hann leysti upp rúss- neska þingið 1993. Zjúganov hafði áður sagt að kommúnistar legðu fram beiðnina að ósk kolanámamanna, sem hafa efnt til mótmælaaðgerða í Síberíu síðustu daga, en ekkert er minnst á vanda kolanámanna í ákæruskjal- inu. Interfax-fréttastofan hafði eftir talsmanni forsetans, Sergej Jastrzhembskí, að Jeltsín myndi taka málshöfðunarbeiðninni „með stillingu“. Gennadí Seleznjov, forseti Dúmunnar, viðurkenndi að sam- kvæmt stjórnarskránni væri máls- höfðun til embættismissis „mjög tímafrekt og erfitt ferli“. Frétta- skýrendur segja að það sé nánast útilokað að forsetanum verði vikið úr embætti, þar sem málshöfðunin þarf samþykki að minnsta kosti tveggja þriðju hluta Dúmunnar og Sambandsráðsins, efri deildar þingsins, auk þess sem hæstiréttur og stjórnlagadómstóll landsins þurfa að samþykkja hana. Námamenn krefjast launanna Kolanámamenn hindruðu í gær lestasamgöngur milli austur- og vesturhluta Síberíu með því að setj- ast á brautarteina til að krefjast þess að vangoldin laun þeirra yrðu greidd tafarlaust og laun þein-a hækkuð. Héraðsstjóri Kemerovo í Síberíu lýsti yfir neyðarástandi þar sem lestaferðir til héraðsins lögðust algjörlega niður vegna aðgerða kolanámamanna í Kuzbass. ■ Neyðarástandi lýst yfir/26 Þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Norður-frlands fer fram á morgrm Fjórðungur enn óákveðinn Belfa.st. Morpunblaðið. TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, biðlaði í gær til þeirra íbúa Norður-írlands, sem enn hafa ekki gert upp hug sinn til friðarsam- komulagsins sem lagt verður í þjóð- aratkvæðagreiðslu á morgun, að snúast á sveif með fylgjendum samn- ingsins, nú á síðasta degi kosninga- baráttunnar. Hann sagðist í ræðu sem hann hélt í Háskóla Ulster í Coleraine-borg skilja og hafa samúð með fólki sem erfitt ætti með að ákveða sig, en lagði jafnframt áherslu á að íbúar N-írlands stæðu frammi fyrir tækifæri núna sem ekki væri víst að kæmi aftur í nánustu framtíð. Blair kom til Belfast um kvöld- matarleytið í gær í sína þriðju heimsókn á skömmum tíma og Ian Paisley, oddviti andstæðinga samn- ingsins, sagði fyrr um daginn að tíð- ar komur Blairs sýndu að ríkis- stjórnin gerði sér fyllilega ljóst hvert stefndi, að sambandssinnar ætluðu ekki að láta blekkja sig til að segja já við „svikasamningi“. Blair var ekki einn um að heimsækja N-írland í gær, því milljarðamæringurinn Richard Branson, eigandi Virgin- fyrirtækisins, fékk sér göngutúr um miðborg Belfast ásamt Mo Mowl- am, N-írlandsmálaráðherra bresku stjómarinnar, og lofaði að auka fjár- festingar sínar á N-írlandi ef samn- ingurinn yrði samþykktur. William Hague, leiðtogi breska íhaldsflokksins, var einnig á ferð í Belfast í gær og hvatti til þess að samningurinn yrði samþykktur. Sumir kjósenda hafa fyllst vantrausti á undanfórnum dögum vegna þessar- ar „breiðfylkingar". „Ef þessi samn- ingur er eins frábær og þeir vilja vera láta, hvers vegna er þá þörf á öllum þessum heimsóknum frægs fólks tU að sannfæra okkur?“ spurði einn viðmælenda Morgunblaðsins. Skoðanakannanir sýna að allt að fjórðungi kjósenda hefur enn ekki gert upp hug sinn og bæði fylgjend- ur og andstæðingar samningsins segjast fullvissir um stuðning þessa fólks. David Trimble, leiðtogi Sam- bandsflokks Ulsters, sagði á frétta- mannafundi andstæðinga samnings- ins enga valkosti hafa kynnt fólki en Paisley gagnrýndi fylgjendur samn- ingsins fyrir að reyna að „hræða“ fólk til að segja já. Öll greidd atkvæði verða flutt til Belfast og talin þar, til þess að ekki verði hægt að sjá hver úrslit urðu á hverjum stað. Því er ekki að vænta endanlegrar niðurstöðu fym en um miðjan dag á laugadag. ■ Paisley sakar/28 Reuters MO Mowlam, Norður-Irlandsmálaráðherra bresku stjórnarinnar (t.v.), átti orðastað við vegfarendur í mið- borg Belfast í gær. I för með henni var Richard Branson, eigandi Virgin-fyrirtækisins. Moskvu. Reuters. RÚSSNESKIR kommúnistar sögð- ust í gær hafa fengið nægilegan stuðning í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins, til að geta kraf- ist þess að höfðað yrði mál á hendur Borís Jeltsín forseta til embættis- missis. Gennadí Zjúganov, leiðtogi kommúnista, sagði að tilskilinn fjöldi þingmanna, eða að minnsta kosti 150, hefði undirritað beiðni um málshöfðunina. Fyrr um daginn lagði Zjúganov fram tólf síðna lista yfir ákæruat- riðin og Jeltsín er þar m.a. sakaður um að hafa valdið hruni Sovétríkj- anna árið 1991 og mannskæðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.