Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 15 Frambjóðendur D- og R-lista á hádegisfundi hjá Marel Lííleg’ skoðanaskipti um skipulags- og lóðamál SEX talsmenn D-lista og R-lista voru á fundi með starfsmönnum Marels í gær. Frá vinstri: Eyþór Arnalds og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af D-lista og síðan fulltrúar R-listans: Helgi Hjörvar, Sigrún Magnúsdóttir, á bak við hana Guðrún Jónsdóttir og Helgi Pétursson Qærst. Við borðsendann situr Helgi Hjálmarsson fundarstjóri. Morgunblaðið/Kristinn ÁÐUR en fundur hófst dreifðu frambjóðendur beggja lista ýmsu les- efni um ágæti málefna sinna. ÞEIR voru ábúðarfullir þegar þeir ræddu skipulags- og lóðamálin þeir Vilhjálmur og Helgi og settu hvor um sig upp spurnar- eða hæðnissvip þegar þeim fannst hinn mæla út í hött. Nokkrir frambjóðendur Sjálfstæðisflokks og Reykjavíkurlista heimsóttu Marel í gær til að kynna sjónarmið sín. Jóhannes Tómas- son sat undir umræðum og spurningum sem starfsmenn höfðu nógar. FULLTRÚAR tveggja fram- boðanna í Reykjavík af fjórum, þ.e. frá Sjálfstæðisflokki og Reykjavík- urlista, heimsóttu starfsmenn Mar- els í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Höfðabakka í hádeginu í gær og gumuðu af verkum flokka sinna. Urðu á köflum lífleg skoðanaskipti sem runnu vel niður með brauði og skyri og þaðan af meiri næringu undir fundarstjórn Helga Hjálmarssonar en starfsmenn höfðu óskað eftir að fá frambjóðendur í heimsókn. „Þetta eru ekkert spennandi kosningar, bara ásakanir á báða bóga og frambjóðendur hafa engin málefni,“ varð einhverjum á orði þegar sest var að borðum. Reykja- víkurlistinn sendi fjögurra manna sveit á móti tveimur fulltrúum Sjálf- stæðisflokks. Dreifðu frambjóðend- ur í upphafi ýmsu lesefni flokka sinna til hluta þeirra 200 starfs- manna Marels sem fundinn sátu, hver og einn mislengi eftir pólitísku úthaldi sínu og áhuga. R-listinn náði árangri Helgi Hjörvar, sem skipar efsta sæti R-listans, byrjaði með stuttu ávarpi og sagði að sínir menn hefðu staðið í kosningabaráttu, ekki aðeins síðustu vikurnar heldur síð- ustu fjögur árin. Það hefði verið far- sæll tími og R-listinn náð árangri í skóla- og dagvistarmálum, um- hverfismálum, orkumálum og fjár- málum borgarinnar. Hann sagði kjósendur líta til fjögurra þátta þegar þeir tækju afstöðu, þ.e. frammistöðu flokkanna, framboðs- listanna sjálfra, til fyrirætlana þeirra og forystumanna. Hann sagði Reykvíkinga hafa fellt dóm sinn í borgarstjórnarkosningunum árið 1994 og sýndust sér málefni D- listans í kosningabaráttunni nú ekld benda til þess að þeir fulltrúar hans hefðu lært nokkuð, sett væru fram kosningaloforð uppá átta til 10 milljarða umfram núverandi fjár- hagsáætlun borgarinnar sem allir vissu að gengi ekki nema með að hækka skatta eða skuldsetningu. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem er í öðru sæti D-listans, sagði grundvallarmun á sjónarmiðum D- lista og R-lista í skipulags-, umferð- ar- og lóðamálum. Hann sagði það vera meðal stærstu mála varðandi framtíðarbyggð hvernig þessum málaflokkum yrði stýrt. Kvað hann sjálfstæðismenn ætla að taka Geld- inganes undir 8 þúsund manna íbúðabyggð. Hann sagði skort vera á lóðum íyrir atvinnuhúsnæði sem og íbúðir og það sama hefði gerst og þegar vinstri menn réðu borginni árin 1978 til 1982. Vilhjálmur sagði ætlunina að halda áfram því átaki í umhverfísmálum sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefði byrjað á 1987-88 sem hann sagði eitt stærsta um- hverfisátak borgarinnar. Einnig sagði hann áfram haldið með vandaða skólastefnu sem væri brýnt mál. Hann sagði sjálfstæðis- menn bjóða góðan og samhentan lista frambjóðenda með mikla reynslu, kvað kosningaloforðin mundu efnd fengi Sjálfstæðisflokk- urinn umboð til að stýra borginni næstu fjögur árin. Geldinganesið fyrir íbúðabyggð í framhaldi af þessu var spurt hvort rétt væri að lóðaskortur væri í Reykjavík, m.a. í samhengi við það að til stæði að Marel flytti í Garða- bæ, lóðir hefðu staðið til boða í Reykjavík sem ekki hefðu verið mjög álitlegir valkostir. Helgi Hjör- var sagði mikla eftirspurn hafa ver- ið eftir lóðum undir atvinnustarf- semi, ekki síst hafnsækna starf- semi. Hann sagði að úthlutað hefði verið um 30 hekturum lóða á kjörtímabilinu en í áratugi þar áður hefði alls verið úthlutað um 90 hekt- urum. Hins vegar hefði verið skort- ur á lóðum undir starfsemi svipaða og Marel hefði með höndum. Vil- hjálmur kvaðst þess fullviss að íbú- ar Reykjavíkur myndu leggjast gegn því að Geldinganesið, sem væri ein fegursta perla borgarinn- ar, yrði lögð undir atvinnustarfsemi. Sagði hann stefnu listans þar óskýra, þar yrðu ræmur íbúðar- og atvinnuhúsnæðis og enginn vissi hvað gera ætti. Helgi Hjörvar spurði mótfram- bjóðandann hvort atvinnustarfsemi væri eitthvað ljótt, sjálfstæðismenn lýstu henni sem iðnaðar- og gáma- svæði með þannig tón að ekki yrði skilið öðruvísi en þannig að atvinnu- starfsemi ætti helst að vera í felum. Sagðist Helgi halda að fyrirtæki eins og Marel ætti ekki að hafa neitt í felum og var þessari yfírlýsingu fagnað með lófataki starfsmanna. Vilhjálmur minnti á í framhaldi af þessu að Sjálfstæðisflokkurinn hefði skipulagt atvinnulóðir og því hefði R-listi getað úthluta þeim á kjörtímabilinu og spurði hvað list- inn hefði verið að gera til framtíðar í þeim málum. Hvar á að spara? Bent var á að framboðslistarnir hefðu ýmis áform um að hrinda hinu og þessu í framkvæmd og spurt var hvar væri ætlunin að spara. Sigrún Magnúsdóttir, sem talaði af hálfu R-listans, sagði að fjármálin hefðu verið tekin fóstum tökum. Nefndi hún sem dæmi að um tveir milljarðar hefðu farið til margs konar framkvæmda, þar af um 1.500 milljónir til skólabygginga og að af þeirri upphæð væru frávik aðeins um ein milljón. Svo lítil skekkja hefði aldrei sést meðan íhaldið hefði stjórnað. Vilhjálmur sagði frambjóðendur R-listans hafa gagnrýnt sjálfstæðis- menn íyrir fjórum árum vegna fjár- mála og spurði hvað hefði síðan gerst. Bylting, svaraði Sigrún strax, og Vilhjálmur hélt áfram og sagði byltingu já, til hins verra. Sagði hann borgina og fyrirtæki hennar hafa verið að safna skuldum. Frá 1994 til 1998 næmi hún 5,5 milljörð- um króna og væru ekki meðtaldar lántökur vegna Nesjavallavirkjun- ar. Sagði hann skuldir á fyrra kjörtímabilinu hafa verið 5,7 millj- arða. Hann sagði R-listann hafa safnað þessum skuldum á sama tíma og innheimtar væru nýjar tekjur, einnig væri hagvöxtur sem fært hefði borginni mun meiri útsvarstekjur. Þannig hélt umræðan áfram og höfðu frambjóðendur af nógu að taka, ef ekki af ágæti eigin flokka þá var bara að víkja að dugleysi andstæðinganna. Nokkuð var spurt áfram, m.a. um einsetningu skóla, fjölda í bekkjardeildum, hver yrðu næstu skrefin varðandi íþrótta- mannvirki og nokkrar umræður urðu um tónlistarhús og spurt hvort ekki væri nóg að slíkt hús risi í Kópavogi. Helgi Pétursson frá R- lista sagði menn sammála um nauð- syn tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík, húsið í Kópavogi væri aðeins tónleikasalur. Hann sagði ferðaþjónustuna geta stutt við nýt- ingu á slíku húsi og nefndi sem dæmi að í Evrópu væru haldnar ár- lega um 4.500 ráðstefnur og sætu hverja þeirra milli 900 og 1.200 manns. Tíminn var að renna út þegar hér var komið og farinn að þynnast flokkur Marel-starfsmanna og mesti móðurinn að renna af fram- bjóðendunum. Tókust þeir í hendur að lokum og framundan trúlega annar vinnustaður og annar fundur. Venera tefst í Esbjerg ÁHÖFN flutningaskipsins Venera, sem gert er út frá Ba- hamaeyjum, en er í eigu rúss- neskrar útgerðar, fékk ekki laun sín greidd við komu skipsins til hafnar í Esbjerg í gær eins og lofað hafði verið eftir að skipið lestaði á ís- landi. Tafðist afgreiðslan í Hafnarfirði vegna mótmæla rússneskrar áhafnar sldpsins við útgerðina en áhöfnin hefur ekki fengið laun sín greidd í nokkra mánuði. Borgþór Kjæmested, full- trúi Alþjóðasambands flutn- ingaverkamanna, er staddur í Esbjerg til að fylgja málinu eftir fyrir hönd sambandsins. Sagði hann að uppskipun hefði byrjað í gærmorgun en síðan fóru hafnarverkamenn í kaffi og á fund til að ræða málin. Skuld útgerðarinnar er sam- tals um 190 þúsund dollarar eða liðlega 13 milljónir króna. Sjö skipverjar áttu að fá lokauppgjör við komuna til Esbjerg þar sem þeir verða afskráðir og aðrir sjö að koma í þeirra stað. Borgþór sagði í gær að beðið væri þess að ná sambandi við útgerðina sem hefur bæði aðsetur í Seattle í Bandaríkjunum og Vladi- vostok í Síberíu. Bjóst hann allt eins við að ekki tækist að leysa úr málinu fyrr en á fóstudag. Skipið flutti frystar fiskafurðir írá Islandi og er í leigu hjá Eimskip. Brotist inn í úraverslun LÖGREGLUNNI í Reykjavík var tilkynnt um innbrot í úra- verslun Guðmundar Her- mannssonar við Laugaveg á þriðja tímanum í fyrrinótt. Ibúi í nálægu húsi vaknaði við brothljóð og sá par athafna sig við verslunina og hlaupa síðan í burtu. Parið fannst inn- an við hálftíma síðar á Grettis- götu en þýfið ekki. Fólkið var handtekið og flutt á lögreglu- stöð. Maðurinn, sem er fæddur 1975, hefur komið við sögu lögreglu áður en konan, fædd 1972, ekki. D-lista-rútan skemmd SKEMMDARVARGUR náðist í fyrrinótt eftir að hann hafði ráðist á rútu, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur notað undan- farið í kosningabaráttunni, og brotið af henni gjallarhom og skemmt spegil og stefnuljós. Rútan stóð í Stakkahlíð við Úthlíð og það var íbúi við Út- hh'ð sem vaknaði við hávaða og gat látið lögreglu vita um bláklæddan mann á reiðhjóli sem hvarf af vettvangi. Mað- urinn náðist og fylgihlutir rút- unnar eru nú komnir í réttar hendur. * Arekstur bif- hjóls og bíls ÖKUMAÐUR bifhjóls var fluttur á slysadeild á níunda tímanum í gærmorgun eftir að hafa lent í hörðum árekstri á gatnamótum Höfðatúns og Borgartúns. Þar skullu saman bifhjólið og fólksbíll. Ökumann fólksbílsins sakaði ekki. Bæði farartækin voru fjar- lægð af staðnum með kranabíl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.