Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.05.1998, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 AKUREYRI LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ^ Morgunblaðið/Kristján JÓN Magnússon, fuglaáhugamaður við hreiður álftaparsins í hólmanum á Leirutjörn. titi á tjörninni gaf parið hinum óboðnu gestum illt auga og sendi þeim tóninn. Akureyringar eignast sínar bæjarálftir Sjö egg í hreiðri á Leirutjarnahólma AKUREYRINGAR hafa eignast sínar bæjarálftir, en álftapar hef- ur gert sér hreiður í hólmanum á Leirutjörn. I hreiðrinu eru sjö egg og má því búast við að líflegt verði á tjöminni þegar ungamir koma úr eggjunum. Jón Magnússon, fuglaáhugamaður á Akureyri, segir að þetta séu fyrstu álftim- ar sem geri sér hreiður á Akur- eyri svo vitað sé, þannig að hér er því um nokkuð merkilegan at- burð að ræða. Hann sagði mjög mikilvægt að fuglinn fengi að vera í friði í sínu fyrsta varpi í hólmanum og gengi það eftir væm miklar líkur á að hann yrði hér áfram næstu árin. Æðarkolluhreiður í vegkantinum Æðarkollur era farnar að verpa í bæjarlandinu og mikill Qöldi þeirra er i kringum Akur- eyrarflugvöll. Að minnsta kosti tvenn æðarkollupör hafa hins vegar gert sér hreiður í vegkant- inum við Drottningarbraut og eru þau bæði aðeins um 3 metra frá vegkantinum. Æðarkollurnar virðast kunna nokkuð vel við sig í hávaðanum frá umferðinni um Drottningarbraut, en mikilvægt er að þær fái einnig frið á hreiðr- um sínum. Jón segir að um 100 stormmávapör haldi til í austur- kanti flugbrautarinnar en ekki séu nema 300-400 stormmávapör í landinu. Þá hafa fuglaáhuga- menn merkt fyrstu þrastarung- anana á þessu vori og auðnutitt- lingar em komnir með unga fyr- ir nokkru. Staða skólastjóra við Brekkuskóla Umsókn dregin til baka SVEINBJÖRN Markús Njálsson hefur dregið umsókn sína um starf skólastjóra Brekkuskóla til baka. Hann var eini umsækjandinn um stöðuna og hefur starfað sem skóla- stjóri síðasta árið. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði á fundi bæjar- stjómar Akureyrar á þriðjudag að staðan yrði nú væntanlega auglýst að nýju. Nokkurrar óánægju hefur gætt eftir að skólarnir tveir, Barnaskóli Akureyrar og Gagnfræðaskóli Ak- ureyrar, voru sameinaðir í Brekku- skóla síðasta haust. Foreldrafélag og foreldraráð Brekkuskóla sendu bæjarstjóra bréf á þriðjudagsmorg- un þar sem m.a. er rætt um slæman aðbúnað og að byggja þurfi upp innra starf skólans. Þórunn í Lundarskóla Ásta Sigurðardóttir, formaður skólanefndar, gerði grein fyrir miklu þróunarstarfi sem unnið hefði verið í vetur á sviði fjarkennslu nemenda á grunnskólaaldri, en skólinn hefur fengið styrk vegna þróunarverkefnis í fjarkennslu úr Þróunarsjóði grunnskóla. Sagði Ásta að nú væri með lítilli fyrir- hyggju verið að setja þetta þróunar- starf í uppnám. Á fundi bæjarstjórnar var ráðn- ing Þórunnar Bergsdóttur í stöðu skólastjóra Lundarskóla samþykkt, en hún hefur verið skólastjóri Dal- víkurskóla undanfarin ár. Sigmar Ólafsson, sem skólanefnd hafði samþykkt að mæla með í stöðu að- stoðarskólastjóra, dró umsókn sína til baka á mánudag. Samþykkt var á fundi bæjarstjórnar að ráða Gunnar Jónsson í starfið, en kennararáð hafði mælt með honum. Oddakirkja á Rangárvöllum Sæmundur fróði kominn heim Afsteypa af listaverki Asmundar Sveinssonar afhjúpuð í Odda Hellu-Sl. sunnudag var afsteypa listaverksins ^Sæmundur á seln- um“ eftir Ásmund Sveinsson myndhöggvara afhjúpuð við hátíð- lega athöfn við kirkjuna í Odda. Markar sú athöfn upphaf hátíða- halda í Rangárvallasýslu til að minnast þúsund ára kristnitökuaf- mælis á Islandi. Dagskráin hófst með messu í Odda, þar sem sr. Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup predikaði og sr. Sigurður Jónsson sóknar- prestur þjónaði fyrir altari, en aðr- ir prestar úr héraðinu lásu ritning- arorð. Að því búnu afhjúpaði sr. Sváfnir Sveinbjarnarson prófastur styttuna, sem stendur á hæð utan við kirkjuna. Ávörp íluttu dr. Stefán Karlsson forstöðumaður Árnastofnunar, Þór Jakobsson for- maður Oddafélagsins og sr. Sig- urður Jónsson sóknarprestur. Þá las ung stúlka frá Hellu, Sigríður Harpa Jónsdóttir, þjóðsöguna Sæ- mundur fær Oddann, en sagan mun vera uppspretta myndverks Ásmundar. Segir þar frá því er Sæmundur fróði hafði verið við nám i Svarta- skóla að honum berast spurnir af því að prestakall í Odda muni vera laust. Upphefst mikið kapphlaup meðal Sæmundar og skólabræðra hans, þein-a Kálfs og Hálfdáns, hver yrði fyrstur heim. Gerir Sæ- mundur samning við kölska, eitt sinn sem oftar, um að ef kölski geti flutt hann yfir hafið og heim án þess að hann myndi vökna, fengi kölski sálu hans. Kölski taldi það auðsótt mál og breytti sér í ferlíki mikið í selsmynd og bauð Sæmundi að setjast á bak og synti síðan af stað. Á leiðinni las Sæmundur Dav- íðssálmana og var svo niðursokk- inn í lesturinn að hann uggði ekki að sér fyrr en í lestri 148. sálms og voru þeir þá komnir fram hjá Vest- mannaeyjum skammt undan Rangársandi. Rak þá Sæmundur saltarann af öllu afli í haus selsins sem hrökk við og missti Sæmund af baki, sem óð í land og náði fyrst- ur heim að Odda og var þar með úthlutað brauðinu. Það var að frumkvæði Odda- félagsmanna, sem er félagsskapur áhugafólks um sögu og menningu Oddastaðar, að ráðist var í söfnun fjár til verksins undir forystu sr. Sigurðar Jónssonar sóknarprests í Odda. Framlög bárust víða að, en þó langflest úr héraðinu. Háskóli Islands á frumgerð styttunnar sem stendur fyrir utan háskólann og gaf, ásamt erfingjum Ásmundar, góðfúslegt leyfi til afsteypunnar. Fjölmenni var við athöfnina, en að henni lokinni bauð sóknamefnd og Kvenfélag Oddakirkju til kaffisam- sætis í Hellubíói. Sr. SVÁFNIR Sveinbjarnarson prófastur Rangárvallaprófastsdæmis afhjúpaði styttuna af Sæmundi á selnum við kirkjuna í Odda að viðstöddum fjölda kirkjugesta. Þeir sem eru reiðubúnir að hjálpa til eru hvattir til að hafa samband við hverfaskrifstofurnar eða skrifstofu Sjálfstæðisflokksins fsíma 515 1700. Að fanga fugla á filmu ÖRN Óskarsson, líffræðingur og kennari við Fjölbrauta- skóla Suðurlands, mun segja frá aðferðum og tækni sem hann beitir til að ljósmynda fugla og smádýr sunnudaginn 24. maí. Þetta er síðasti fyrirlestur- inn í vor sem Listasafn Ár- nesinga stendur fyrir og hefst hann kl. 16 í húsi safnsins við Tryggvagötu á Selfossi. Örn er þekktur fyrir marg- vísleg störf í þágu skógrækt- ar og fyrir dýramyndir sínar. Ljósmyndir hans hafa birst í tímaritum og bókum. f r » i i i » » i t i » f; I | » I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.