Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 30

Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Heimsókn utanríkisráðherra Svíþjóðar Hvetur til aukins íslenzks útflutnings til Svíþjóðar LENA Hjelm-Wallén, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, átti í gær viðræður við íslenzka ráðamenn um samskipti ríkjanna og stefnu þeirra í alþjóðamálum. I samtali við Morgunblaðið hvatti Hjelm- Wallén til þess að íslenzkir út- flytjendur létu meira að sér kveða á Svíþjóðarmarkaði. Opinber heimsókn Hjelm- Wallén til Islands hófst í fyrra- dag. í gær átti hún viðræður við hinn íslenzka starfsbróður sinn, Halldór Ásgrímsson, og við ut- anríkismálanefnd Alþingis. Þá ræddi hún einnig við Davíð Oddsson forsætisráðherra og heimsótti hr. Ólaf Ragnar Grímsson forseta að Bessastöð- um. I dag bregða sænsku utan- ríkisráðherrahjónin sér í véls- leðaferð upp á Skálafellsjökul og í bátsferð á Jökulsárlóni. Þau halda heim á leið á morgun, föstudag. í samtali við Morgunblaðið sagði Hjelm-Wallén að samskipti Svíþjóðar og Islands væru eins og bezt verður á kosið; löndin séu mjög samstiga í öllum ákvörðunum á alþjóðavettvangi. Nýjasta dæmið um þetta var sameiginleg yfirlýsing Norður- landanna vegna kjarnorku- vopnatilrauna Indverja. En hvað varðar tvíhliða sam- skipti fslands og Svíþjóðar gerði Hjelm-Wallén það að umtalsefni, að íslendingar flytja miklu meira inn frá Svíþjóð en Svíar flytja inn frá Islandi. „Við mynd- um fagna því að íslenzkur út- flutningur til Svíþjóðar ykist,“ sagði ráðherrann. „íslenzku sjávarútvegsfyrirtækin mættu vera virkari á sænska markaðn- um og selja meira af sinni fram- leiðslu þar. Það myndi þjóna hagsmunum beggja þjóða, að mínu mati,“ sagði hún. Schengen sameiginlegt hagsmunamál Helztu umræðuefnin á fund- um hennar með íslenzkum ráðamönnum sagði Hjelm- Wallén þó mótast af því að nú séu þrjú Norðurlönd í Evrópu- sambandinu (ESB) en tvö utan þess, þ.e. ísland og Noregur, og af því að önnur þrjú Norðurlönd séu í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og tvö utan þess, þ.e. hlutlausu löndin Svíþjóð og Finnland. Nefndi ráðherrann Schengen-samninginn sem dæmi um sameiginlegt hagsmunamál Svía og íslendinga, sem nú væri ofarlega á baugi í tengslum við ESB. „Norræna vegabréfasam- bandið verður að haldast, þrátt fyrir skiptingu Norðurlandanna í ríki innan og utan ESB,“ sagði Hjelm-Wallén. Aðspurð um væntanleg áhrif þjóðaratkvæðagreiðslunnar í Danmörku um Amsterdam-sátt- mála ESB sagðist Hjelm-Wallén ganga út frá því að danska þjóðin muni samþykkja hann. „Allt bendir til þess og ég tel að það sé þeim fyrir beztu að gera það,“ sagði hún, og bætti við að Amsterdam-sáttmálinn væri að sínu mati betri en Maastricht- sáttmálinn, þar sem tekizt hefði að ná inn ýmsum áherzlumálum Norðurlandanna í Amsterdam- sáttmálann, sem ekki var áður að finna í Maastricht-samningn- um. Mikilvægt að EMU heppnist vel En burtséð frá Schengen og Amsterdam er stærsta málið sem varðar öll Norðurlöndin um þess- ar mundir hið væntanlega Efna- hags- og myntbandalag Evrópu (EMU), sem leiðtogar ESB-ríkj- anna ákváðu í upphafi þessa mánaðar að yrði hleypt af stokk- unum um næstu áramót með ell- efu stofnaðildarríkjum, þ.e. öll- um ESB-rílqunum 15 að undan- skildum Grikklandi, Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð. Um þetta sagði Hjelm-Wallén Morgunblaðið/Ásdís Lena Hjelm-Wallén að Svíum sé mikill akkur í því að myntbandalagið heppnist vel. „Vandkvæði við framkvæmd EMU hefðu áhrif á okkur, og reyndar ísland einnig. Það er því allra hagur að aðildarþjóðum myntbandalagsins takist vel upp með það,“ sagði hún. Svíar verði að fylgjast vel með framvindunni og vera vakandi fyrir því hvort og hvenær ráðlegt væri fyrir Svíþjóð að taka þátt í EMU. „Við fylgjumst með utan frá í nokkur ár áður en við gerum þetta upp við okkur. Við erum í eins konar „biðum og sjáum“-stöðu, líkt og Bretar," sagði ráðherrann. Fyrir þau Evrópuríki sem standi utan EMU sé mikilvægt að sjá til þess að halda eigin efna- hagsmálum í Iagi, að halda aga í ríkisfjármálum og stöðugu gengi landsgjaldmiðilsins - ekki sízt gagnvart evróinu. Nyrup hafnar ESB-þjóð- aratkvæði Kaupmannahöfn. Reuters. POUL Nyrup Rasmussen, forsæt- isráðherra Dana, hyggst ekki efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Danmerkur að Evrópusam- bandinu (ESB), verði Amster- dam-samningur- inn felldur í þjóð- aratkvæði, sem fram fer eftir rétta viku í Dan- mörku. Þetta kemur fram í viðtali sem Politi- ken átti við forsætisráðherrann. „Ég get ekki verið svo fljótfær að segja að við munum segja okk- ur algerlega [úr ESB] ef niður- staðan verður „nei“,“ sagði Nyrup. „Slíkt væri algert ábyrgðarleysi og afar neikvætt fyrir þjóðfélag- ið.“ Blaðið hefur eftir Nyrup að hann muni heldur ekki segja af sér, verði samningurinn felldur en stjómvöld reyna nú með öllum ráðum að fá Dani til að samþykkja hann. Amsterdam-samningurinn er Iykillinn að stækkun ESB til austurs og að sameiginlegri stefnu aðildarlandanna í málefnum flótta- manna og þeirra er leita hælis. Þrátt fyrir að meirihluti styðji samninginn samkvæmt skoðana- könnunum, hafa verið uppi raddir um að fjöldi fólks hyggist refsa ríkisstjórinni fyrir að setja lög á allsherjarverkfall, sem stóð í um tvær vikur. Öll aðildarlönd ESB verða að samþykkja samninginn en Danir hafa áður fellt svipaða samninga Evrópusambandsins. Er þess skemmst að minnast er þeir höfn- uðu Maastricht-samningnum árið 1992. Greidd voru atkvæði um hann að nýju ári síðar er Danir höfðu fengið í gegn undanþágur frá honum og var hann þá samþykktur. I samtalinu við Politiken lofaði Nyrup því hins vegar að ekki yrði um nýja at- kvæðagreiðslu að ræða að ári, hver svo sem úrslitin yrðu. ÞER ER BOÐIÐIKJARNA IMIÐBÆ MQSFELLS8ÆJAR Gíaesileg opnunarhátíð Kjarna í IVlosfellsbæ í dag; fimmtudaginn 22 maf kl. 10:00 - 14:00 % * LElKlR VtlTjNGAR ANDLITSMAVUN V t % » » I * I «» V * % I * • »I SKEMMTUN VERíÐ VELKOMIN I K]ARNA VINþJINGAR SpICE GIRLS DANSAR . B ÁI f t á r ó s Sími 566 8900 • Fax 566 8904 POUL Nyrup Rasmussen
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.