Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Carneg’ie efnir til stærstu mynd-
listarverðlauna á Norðurlöndum
FRAMKVÆMDASTJÓRI Carnegie Art Award, Anne Folke, gerði
grein fyrir árlegum verðlaunum, sýningarhaldi og listabókaútgáfu
sem fyrirtækið hyggst gangast fyrir frá og með þessu ári, til að
styrkja listamenn á Norðurlöndum.
NORRÆNI fjárfestingarbankinn
Carnegie í Stokkhólmi hyggst
standa að árlegri verðlaunaveitingu,
Carnegie Art Award, til norrænna
listamanna er þykja skara fram úr á
sviði málaralistar og verða þau veitt
í fyrsta sinn á þessu ári. Verð-
launaféð nemur samtals 1 milljón
sænskra króna, rúmum 9 milljónum
íslenskra króna, og verða þetta
langstærstu verðlaun sem norræn-
um myndlistarmanni geta hlotnast.
Arlega verður efnt til farandsýning-
ar á Norðurlöndunum á verkum
listamanna sem valdir hafa verið til
þátttöku auk þess sem verkin verða
kynnt í listabók sem gefin verður út
í tengslum við sýninguna. 83 lista-
menn hafa verið tilnefndir til verð-
launanna 1998 og í júní tilkynnir
dómnefnd um þá listamenn sem
valdir verða til þátttöku í sýning-
unni Carnegie Art Award sem verð-
ur opnuð í Konunglegu Listaka-
demíunni í Stokkhólmi í október á
þessu ári þar sem verðlaunin verða
jafnframt veitt fyrsta sinni.
Verðlaunin voru kynnt á blaða-
mannafundi í Listasafni Islands í
gær þar sem framkvæmdastjóri
verkefnisins hjá Carnegie, Anne
Folke, lýsti vilja fyrirtækisins til að
vekja athygli á þeim grunni sam-
tímalistar sem málaralistin er, þar
sem hún hafi nú vikið úr sviðsljós-
inu fyrir öðrum aðferðum í sam-
tímamyndlist. Þá fáist með þessu
kjörið tækifæri til að efla tengsl
Norðurlandanna á sviði samtíma-
myndlistar. „Málverkið er svo sann-
arlega ekki dautt,“ segir Anne. „Það
á bjarta framtíð fyrir sér og þetta
viijum við hjá Carnegie undirstrika
með því að styrkja rausnarlega
norræna listamenn sem þykja skara
fram úr á þessu sviði og styðja við
bakið á norrænni nútímamálara-
list.“ Markmiðið segir hún vera að
tryggja a.m.k. einum verðlaunahafa
árlega bjarta framtíð innan mynd-
listarinnar.
Verðlaunaféð 1 milljón
sænskra króna
í dómnefnd Camegie Art Award
sitja fimm fulltrúar og skulu þeir að
jafnaði skipaðir til fimm ára, þó
heimilt sé að skipa sama dómnefnd-
arfulltrúa á ný. Hún er nú skipuð
forstöðumönnum listasafna á Norð-
urlöndum; Tuula Arkio, forstöðu-
manni Samtímalistasafnsins í
Helsinki, Olle Granath, forstöðu-
manni Listasafiisins í Stokkhólmi,
Asmund Thorkildsen forstöðu-
manni Listasafnsins í Osló, Beru
Nordal, forstöðumanni Listasafns-
ins í Málmey, og Lars Nittve for-
stöðumanni Louisiana í Danmörku,
sem tekur senn við starfi forstöðu-
manns nýja Tate listasafnsins í
Lundúnum og er hann formaður
nefndarinnar. Dómnefnd velur
50-100 verk tilnefndra listamanna
til árlegrar sýningar og ákveður
hverjir skuli hljóta verðlaunin sem
skiptast milli þriggja listamanna.
Fyrstu verðlaun verða 500.000
sænskar krónur (um 4,5 milljónir
ísl.kr.), önnur verðlaun verða
300.000 (um 2,7 milljónir ísl. kr.) og
þriðju verðlaun 200.000 (um 1,8
milljónir ísl. kr.). Auk þess verður
veittur styrkur sem nemur tæplega
450.000 íslenskum krónum, til ungs
og efnilegs listamanns. Áskilur
Camegie sér rétt til að kaupa þau
þrjú verk sem hljóta verðlaun
hverju sinni. Alls hafa 83 listamenn
verið tilnefndir fyrir 1998; 14 frá
Noregi, 13 frá Danmörku, 14 frá
Finnlandi, 8 frá íslandi og 34 frá
Svíþjóð. Skilyrði er að listamennim-
ir séu norrænir ríkisborgarar eða
búsettir á Norðurlöndum.
Þátttaka aðila alls staðar
að úr norrænu listalífi
Anne Folke segir að allt frá því
að hugmyndin að menningarfram-
takinu kviknaði hjá fyrirtækinu sl.
haust hafi menn velt vöngum yfir
því hvernig best væri staðið að slíku
og með hlutleysi fyrirtækisins og
aðila listalífsins að leiðarljósi. Ferð-
ast var um Norðurlöndin og leitað
álits hjá fjölda einstaklinga og
stofnana; listamanna, listgagn-
rýnenda og fulltrúa listasafna og
listmenntunar á Norðurlöndunum,
og þeir beðnir um að benda á allt að
fimm framúrskarandi listamenn á
sviði málaralistar. Farið verður með
nöfn þeirra sem tilnefndu lista-
mennina sem trúnaðarmál, a.m.k.
þar til listsýningin hefur verið opn-
uð en þá verða nöfn þeirra sem fyrir
því gefa leyfi birt í listabókinni. Á
hverju ári verður valinn nýr hópur
tilnefnara, en leyfilegt er að leita
aftur til þeirra sem áður hafa til-
nefnt listamenn til þátttöku.
Sýningin einna mikilvægasti
þátturinn
Sjálf telur Anne þátt sýningar-
haldsins mikilvægastan í þessu
menningarstarfi Camegie. Með því
megi efla innbyrðis samskipti lista-
manna og kynningu á norrænni
myndlist á Norðurlöndum. Þegar
sýningartímanum lýkur í Stokkhólmi
ferðast sýningin til Sophienholm í
Kaupmannahöfn þar sem hún stend-
ur til nóvemberloka. I byrjun desem-
ber verður hún opnuð í Stenersen-
museet í Osló og í byrjun næsta árs í
Taidehalli í Helsinki. Sýningin verð-
ur loks í Listasafhi Islands frá 5. til
21. febrúar á næsta ári.
Norræni fjárfestingar-
bankinn Carnegie
Fyrirtækið Camegie á rætur að
rekja til ársins 1803, þegar skoski
aðalsmaðurinn David Camegie,
ásamt sænskum manni, stofnaði fyr-
irtækið D. Camegie & Co í Gauta-
borg. David þessi átti bróður sem
setist að í Bandaríkjunum þar sem
hann auðgaðist vel á stálframleiðslu
og við hann er hið þekkta Camegie
Hall í New York kennt. í dag hefur
Camegie fyrirtækið í Svíþjóð, sem í
upphafi var stærsta verslunar- og
skipafélag Gautaborgar, einkum
beint starfsemi sinni að lána- og fjár-
málamarkaðnum og telst það vera
þriðji stærsti fjárfestingarbankinn á
Norðurlöndum. Camegie rekur
starfsemi í sjö löndum og em starfs-
menn um 500. Eitt sérkenni fyrir-
tækisins er að 45% hlutabréfa þess
em í eigu starfsfólksins. Síðastliðið
ár hefur fyrirtækið átt í samstarfi
við íslenskt verðbréfafyrirtæki,
Verðbréfastofuna, og lýst yfir áhuga
á fjárfestingu á hérlendum markaði.
Norræni verðbréfasjóður Camegie í
Lúxemborg hefur síðastliðin 10 ár
farið með ávöxtun Nóbelsverðlauna-
sjóðsins og hefur eign hans á þeim
tíma rúmlega tvöfaldast
VISA-verd
fyrir vesturfara!
Far- og Gullkorthöfum VISA gefst nú
frábært tækifæri til aö heimsækja
nágrannaríki okkar í vestri, Kanada.
Með því aö fljúga til Vancouver á vestur-
strönd Kanada eöa Calgary í Alberta-
fylki nýtur þú óviöjafnanlegrar fegurðar
Kanada til hins ýtrasta. Einstæður
regnskógur Vancouver-eyju, snævi þaktir
tindar Klettafjalla og iöandi mannlíf
sérstæöra borga gera feröalagiö
ógleymanlegt.
Frá og með 22. maí til 23. september
fljúgum viö tvisvar í viku til Calgary og
Vancouver. Brottför er á miövikudögum
og föstudögum og heimkoma á þriöju-
dögum og fimmtudögum. Hægt er aö
fljúga frá Keflavík til Vancouver og heim
aftur frá Calgary - eða öfugt. Þá bjóðast
fjölbreyttir möguleikar á tengiflugi til
allra átta.
Hafðu samband við sölufólkiö hjá Samvinnuferóum-Landsýn sem mun aðstoöa
viö aö bóka bílaleigubíl, hótel og tengiflug eftir þínu höfði.
Tilboð til Far- og Gullkorthafa VISA:
rd: 94iitVvl
Frá 22. maí til 12. júní
Almennt verð: 58.100
ð: a^.OUUkr.
Frá og meö 17. júní
Almennt verð: 67.100
Innifalið: Flug, skattar og gjöld.