Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 58

Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til frétta- stofu Sjénvarps UNDANFARNA daga hafa starfsmenn fréttastofu Sjónvarps unnið að þáttagerð um undirbúning komandi sveitarstj órnakosninga, með kynningu á fram- bjóðendum úti á lands- byggðinni og svipmynd- um frá þeim sveit- arfélögum þar sem frambjóðendur eiga # heima. í fljótu bragði viðist þetta þarft fram- tak og full ástæða að minna á að sveitar- stjómarkosningar snú- ast um fleira en tvísýn úrslit í Reykjavík. Þess- ara þátta hefur því ver- ið beðið með nokkurri eftii-væntingu hjá okkur á landsbyggðinni, því allt of oft virðast fréttamenn telja að fátt eða ekkert frásagnarvert gerist utan höfuðborgarsvæðisins. Við Siglfirðingar biðum eins og aðrir með nokkuni eftirvæntingu, eftir þættinum frá Siglufirði, sem var á dagskrá mánudagskvöldið 18. maí. Frammistaða frambjóðenda var -^óaðfinnanleg, þó að menn greini kannski eitthvað á um það eftir því hverjum þeir hafa valið að veita brautargengi, en það sama verður varla sagt um hiut fréttamannsins í gerð þáttarins. Innslag hans og myndasyrpa af ryðbrenndum, yfir- gefnum og niðurníddum húsum, ásamt runulestri af tölum yfir stöðugan fólksflótta úr bænum, var sú mynd af Siglufirði, sem hann kaus að bera á borð fyiir sjónvarps- áhorfendur. Eg sat eftir stjarfur og ^steinilostinn og svo hefur sjálfsagt verið um fleiri Siglfirðinga. Eg rifjaði upp í huga mér þá aðra þætti, sem ég hafði horft á m.a. þann frá Sauðárkróki, sem var næstur á undan þættinum um Siglufjörð og í engum þeirra minnt- ist ég að dregin hefði verið jafn- neikvæð og niðrandi mynd af staðn- um, sem verið var að kynna. Fréttastofa Sjón- varps hafði verið í sam- bandi við mig, sem odd- vita kjörstjórnar í Siglufirði og meðal ann- ars var ég þetta kvöld með í höndunum bréf, þar sem gefín voru fyr- irmæli um í hvaða formi þær upplýsingar sem Sjónvarpið óskaði eftir að fá um gang kosninganna og taln- ingu að þeim loknum ættu að vera. Ég lét því verða mitt fyrsta verk morguninn eftir að hringja í ykkur og til- kynna að ég treysti mér ekki til sam- vinnu við ykkur um upplýsingaöflun. Viðbrögð, sem voru lítil eða athuga- semdir af ykkar hálfu hafa ekki orðið til að breyta þessari ákvörðun minni. Hjarta mínu blæðir og svo er vafa- laust með fleiri Siglfirðinga, þegar við horfum á og h'tum yfir hnignun Hjarta mínu blæðir og svo er vafalaust með fleiri Siglfirðinga, segir Hannes Baldvinsson, eftir að hafa horft á þátt fréttastofu Sjón- varps frá Siglufírði. fasteigna í bænum okkar og á sama hátt fyllist hugur okkar gleði þegar gömul hús eru gerð íbúðarhæf og tekin í notkun á nýjan leik. En svona ástæðulaus aðför frá tillitslausum fréttamanni, þar sem kutanum er bókstaflega snúið í sárinu, er meira en ég get þolað orðalaust. Erfitt er að gera sér í hugarlund, af hvaða hvötum Gísli Sigurgeirsson kaus að Hannes Baldvinsson birta Siglufjörð í þessu ljósi. Hafi val hans byggst á áhuga á eldri húsum, hefði mátt benda honum á að í nágrenni húsanna, sem hann valdi að mynda er verið að endurbyggja af mikilli smekkvísi og taka í notkun eitt elsta íbúðarhús í bænum og skammt þaðan er verið að endur- byggja, bæta við og færa í nútíma horf gamla Bamaskólann, sem tek- inn var í notkun 1913 og allir Sigl- firðingar hafa stigið þar sín fyrstu spor á skólagöngu og em stoltir af þessu framtaki. Að þessum og fleiri byggingum snéri hann blinda aug- anu og mér er þessvegna næst að halda að val hans hafi byggst á ill- kvittni og tillitsleysi. Á hverju ári ern rifin eitt eða fleiri hús, sem flest hafa verið vanrækt af brottfluttum eigendum. Við Aðalgöt- una eina hafa verið rifin 5 hús á síðasta áratug og flest á kostnað bæjarins. Tugum milijóna hefur einnig verið kostað til af hálfu bæjar- ins, að rífa og fjarlægja gamlar bryggjur í eigu fyiirtækja og ein- staklinga, sem löngu voru flúnir frá Siglufirði og létu okkur, sem eftir sátum um að fjarlægja þær þegar þær vom orðnar lífshættulegar fyrir bömin í bænum og stóðu í vegi fyrir uppbyggingu við höfnina. Þannig höfum við Siglfirðingar lært af biturri reynslu, að þeir fjármunir, sem eyða þarf í niðurrif verða ekki notaðir til uppbyggingar á sama tíma og því hreinn óþarfi af fréttamanninum að velta okkur upp úr þessum vanda, sem vissulega er til staðar en óþolandi að gefa í skyn að sé megin yfirbragð bæjarins. Ég vil því enda á því að biðja Sigl- firðinga og aðra þá velunnara, sem áhuga hafa á úrslitum kosninga í Siglufírði, að virða mér til vorkunnar að ég treysti mér ekki til að eiga samskipti við ykkur á fréttastofu Sjónvarpsins. Verði þessi afstaða mín til þess að fréttir af úrslitum berist einhverjum mínútum seinna en ella, sem ég vona að verði ekki, þá þykir mér það leitt, en vil benda á að samskipti við aðra fjölmiðla verða vonandi með eðlilegum hætti. Á afmælisdegi Siglufjarðarkaup- staðar 20. maí. Höfundur er oddviti kjörstjómar á Siglufirði. Sýnd veiði en ekki gefin Opið bréf til hr. Þorsteins Pálssonar sjávarútvegsráðherra EFTIR að ég kom að daglegum rekstri út- ’’ ’gerðarfyrirtækis, sem gerir út skip sem selja ferskan fisk bæði á inn- lendum og erlendum mörkuðum, vöknuðu spurningar hjá mér um það óréttlæti sem felst í skerðingarákvæðum á aflaheimildir þeirra er flytja ferskan fisk út í gámum, eða sigla með afla á erlenda markaði. Það kom mér verulega á óvart hvað þessar skerðingar eru stór hluti af úthlutuðum aflaheimildum skipa er selja ferskan fisk á er- lendum mörkuðum. Samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu fyrir árið 1997 fluttu Vestmannaeyingar út ferskan fisk sem nam 1.782 tonnum af þorski í gámum, svo ég taki eina tegund fyr- ir. Sú tala á þorski fluttum út í gám- um er ekki rétt, því inni í henni er meðtalin 20% skerðing, sem nemur 297 tonnum af þorski. í reynd sendu því Vestmannaeyingar út þorsk sem nam 1.485 tonnum. Þá kemur spumingin: Hvar lenda þessi 297 tonn í aflamarkskerfinu sem >eru skráð sem veiddur afli en eru það ekki í raun? Útflutningur af þorski í gámum yfir landið nam 5.034 tonnum árið 1997 þannig að 20% eru nálægt 1.000 tonnum. Þegar litið er á aðrar tegundir í botnfiskafla fer skerðingin að vega enn þyngra. Útflutningur frá Vestmannaeyjum: Ýsa 3.868 tonn 15% skerðing (var 20%)? Karfi 1.953 tonn 15% skerðing Aðrar tegundir 3.624 tonn 15% skerðing Vestmannaeyingar fluttu alls út í gámum 9.445 tonn að andvirði 1.043.508 milljónir. Frá landinu öllu fór 25.460 tonn af ferskum fiski í gámum að andvirði 2.854.400 milljónir kr. árið 1997. Þegar þessar tölur eru skoðaðar spyr ég hvort skerðing- artonnin sem vega orðið stórt eigi að tilheyra tölunum yfir veiddan afla, þar sem þau eru ekki veidd? Þarna er augljós skekkja í útgefnum aflatölum. Ég Ég fullyrði að ég tala fyrir munn margra, segir Sigurmundur G. Einarsson, þegar ég fer fram á að þessar skerðingar verði felldar niður þegar í stað. ætla ekki að taka önnur dæmi með útreikningi, það ætla ég „sér- fræðingunum" sem okkur er tjáð að framtíð okkar velti á. Islenska fisveiðastjórnunarkerf- inu er ætlað að gefa rétta mynd af veiðiþoli fiskistofna við ísland, en ekki til að notast tii feluleikja með staðreyndir. Ég fullyrði að ég tala fyrir munn margra þegar ég fer fram á að þess- ar skerðingar verði felldar niður þegar í stað, þar sem ekki er séð að forsendur fyrir þessum skerðingum séu fyrir hendi. Það styður jafn- framt að forsendur sem gefnar hafa verið í upphafi þessara skerðing- arákvæða eru ekki lengur til, að út- hafskarfi sem seldur er ferskur á erlendum mörkuðum og er úthlutað í aflamarki ber engar skerðingar. Ég get ekki séð hvað réttlætir skerðingu á venjulegum karfa sem er innan aflamarkskerfisins um 15% en engin skerðing sé á úthafskarfa innan sama aflamarkskerfis! Þetta eru ekkert annað en viðskiptaþving- anir og mismunun á milli aðiia inn- an sömu atvinnugreinar. Ég hef ekki heyrt af breytingum á stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins í þessa veru eða að þetta væri í anda yfirlýstrar stefnu hans. Hérna fyrr á árum var framsókn- armennskan allsráðandi í formi skömmtunarkerfis og kunningja- fyrirgreiðslu. Þessar skerðingar eru angi af slíku kerfi og er tími kominn til að útrýma fortíðar- draugum af því tagi úr íslensku samfélagi og þar með talið úr fisk- veiðastjórnunarkerfinu. Með kveðju og ósk um velfarnað í starfi. Höfundur er framkvæmdosijóri Ut- geróarfélags Vcstmannaeyja hf. Sigurmundur G. Einarsson Skólinn og vímuefnin HVERS vegna gengur okkur svona illa að berjast við vímuefnavandann? Er það vegna þess að hann er ósigrandi andstæðingur? Nei, það er fyrst og fremst vegna þess að við notum ekki þær aðferðir sem eru lík- legastar til þess að sigrast á honum! Hver eru viðbrögðin? í dag beitum við fyrst og fremst tveimur úrræðum: löggæslu og forvörn- um. Með hertri löggæslu og þar með tollgæslu er reynt að hindra dreifingu vímuefna annars vegar og innflutning þeirra hins vegar. Þess- ar aðgerðir hafa þó ekki skilað til- ætluðum árangri. Innflutningurinn heldur áfram og alltaf eru einhverj- ir reiðubúnir að halda vímuefnainn- flutningi og -sölu áfram þó svo aðrir séu handteknir, því gróðavonin er svo mikil. Hitt úrræðið er forvarnir, þar sem reynt hefur verið að útrýma markaðinum með fræðslu um hætturnar sem fylgja vimuefna- notkun. Þetta markmið hefur greinilega ekki náðst og mun líklega ekki nást ef forvarnir verða áfram í þeirri mynd sem þær eru nú. Hræðslu- áróður virkar mjög takmarkað. Flestir vita að vímuefni eru hættu- leg bæði andlegri og líkamlegri heilsu, en samt heldur fólk áfram að neyta þeirra. Áróður sem beinist að skynsemi manna er eðli sínu sam- kvæmt mun skynsamlegri leið Skólinn kennir börnunum okkar ekki hvernig best sé að lifa. Sigurður Hólm Gunnarsson og Brynjólfur Þór Guðmundsson gagnrýna stefnu ________skólanna í_________ vímuefnavörnum. enhræðsluáróður til þess að halda ungu fólki frá vímuefnum. Áróður og fræðsla um vímuefnin og afleiðingar þeirra er hins vegar engan veginn nóg til þess að koma í veg fyrir neyslu þeirra. Það er eins og áður hefur verið sagt í flestum tilvikum ekki vegna vanþekkingar á vímuefnunum sem fólk neytir þeirra heldur er það öllu frekar vegna félagslegs vanþroska þess. Eigum við þá við óöryggi, lítið sjálfstraust, feimni og/eða aðrar vanmáttartilfmningar sem eru gríð- arlega algengar hjá ungu fólki. Þeg- ar svona er komið fyrir fólki brýst eðlilega út þörf hjá því til þess að losna við þessar vanmáttartilfinn- ingar. Þá verða áfengi og önnur vímuefni því miður oft fyrir valinu sem „lausn“ á vandamálinu eða sem einhvers konar veruleikaflótti. Vandamálið er því ekki endilega að finna í vímuefnunum sjálfum né, að neinum stórum hluta, í vanþekkingu um þau, heldur í félagslegum vanþroska þeirra sem freistast til þess að neyta þeirra. Því hlýtur það að vera skylda okkar (samfélagsins) að bregðast við með öðrum hætti en hingað til hefur verið reynt. Hvernig á að bregðast við? Við teljum rétt að skólakerfið verði stokkað upp og áherslum breytt frá því sem nú er. Skólinn á að auka möguleika einstaklingsins til þess að lifa hamingjusömu lífi. Þetta reynir skólinn í dag aðallega að gera með því að mennta einstak- linginn þannig að hann sé betur í stakk búinn til þess að starfa í nútímasamfélagi. Menntun þessi felst m.a. í því að kenna börnum að lesa, skrifa og reikna, auk þess sem þau eru látin læra sagnfræði, ensku, dönsku, íþróttir, smíði, saumar, myndmennt, heimilisfræði og sitt- hvað fleira sem almennt er talið að auki þroska og möguleika einstak- lingsins. Skólakerfið í dag vanrækir hins vegar það sem mikilvægast er og ætti að vera einn aðaltilgangur- inn með námi. Það er að kenna börnum að vera manneskjur. Að kenna þeim að bera umhyggju hvert fyi-ir öðru (siðfræði), að hvetja þau til þess að leita sannleikans með því að hugsa sjálfstætt og um leið að vera gagnrýnin á eigin skoð- anir (rökhugsun) og að hjálpa þeim til þess að geta tjáð skoðanir sínar og hugsanir á fimlegan og röklegan hátt jafnt sem hlustað á skoðanir annarra (tjáning). Skólakerfið van- rækir algjörlega að kenna börnum hvernig þau verða að góðum mann- eskjum. Skólinn kennir börnum okkar ekki hvernig best sé að lifa. Skólakerfið í dag bregst að stór- um hluta því hlutverki sínu að búa nemendur undir lífið. Lítil sem eng- in áhersla er lögð á sjálfstæði nem- enda. Nám í tjáningu mætir af- gangi. Oft finnst okkur sem lýsa mætti núverandi skólastefnu þannig að hún einkennist af sestu-niður- haltu-kjafti-hugsun. Það er ekki ætlast til að börn sýni frumkvæði og þau eru of sjaldan hvött til að leita svara við spumingum sínum. Við teljum nauðsynlegt að þessu verði breytt. Sjálfstæðir og rökfast- ir einstaklingar sem skilja afleiðing- ar, og orsakir, gerða sinna eru lík- legri til að standast vímuefnin en að falla fyrir þeim. Það er oft rætt um áhrifagimi bama, að þau lendi í slæmum félagsskap og villist af leið. Minna hefur hins vegar verið gert til að bregðast við þessu. Með því að breyta skólakerfinu þannig að meiri áhersla sé lögð á mótun og styrk- ingu einstaklingsins, andlega jafnt sem líkamlega, tökumst við á við vandann og eygjum raunvemlegan möguleika á að sigrast á honum. Við getum notað skólakerfið til að efla sjálfsvitund barnanna okkar. Það væri fráleitt að gera það ekki. Spurning til menntamálayfirvalda Er það raunverulegur vilji yfir- valda að vernda börn okkar og unglinga fyrir vímuefnum, reyk- ingum, ofbeldi og áhrifagirni með því að gera þau að sterkari og hamingjusamari einstaklingum? Ef svo er þá verða yfirvöld að byggja nýtt skólakerfi þar sem tjáning, rökfræði og siðmennt er daglegt brauð. Núverandi slagorðapólitík skilar engu. Sigurður Hólm er forseti mennta- nefndar Sambands ungra jnfnnðar- manna. Brynjólfur Þór er gjaldkeri Sambands ungra jafnaóarmanna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.