Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 92

Morgunblaðið - 21.05.1998, Síða 92
* Það besta úr báðum heimum! unix og NT = hp OPINKERFIHF Wfipt hewlett mHrJm packard MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Landmælingar Islands verða áfram með starfsaðstöðu að hluta í Reykjavík Auka leig’uhús- næði á Akranesi LANDMÆLINGAR íslands verða að öllum líkindum áfram með aðstöðu í Reykjavík eftir að stofnun- in verður flutt til Akraness. Einnig verður sala á kortum Xandmælinga áfram í Reykjavík, en að sögn Guðjóns Ólafs Jónssonar, aðstoðarmanns Guðmundar Bjarna- sonar umhverfisráðheiTa, er senni- legt að rekstur hennar verði boðinn út. Guðjón Ólafur sagði að rætt hefði verið að Landmælingar hefðu áfram einhverja aðstöðu í Reykjavík. Hann sagði að þar yrði sennilega um að ræða sameiginlega aðstöðu með öðr- um ríkisstofnunum, sem störfuðu úti á landi, og kæmu til greina Skógrækt ríkisins og Landgræðsla n"kisins. Gert er ráð fyrir að Landmæling- ar taki til starfa á Akranesi 1. janúar 1999. Rýma þarf núverandi húsnæði í Reykjavík fyrir 1. apríl 1999. Haustið 1996 var gengið frá samn- ingi við húseigendur á Aki-anesi þar sem gert var ráð fyrir rúmlega 1.300 fermetra húsnæði. Síðan hefur stjórn Landmælinga hins vegar ákveðið smávægilega viðbót við húsnæðið. Sagði Guðjón Ólafur að þar væri um að ræða um 100 fer- metra, sem meðal annai-s væru ætlaðir undir tölvubúnað. Þetta myndi leiða til þess að heildarhúsa- leiga stofnunarinnar á Aki’anesi hækkaði að einhverju leyti, en húsnæðið yrði engu að síður bæði minna og ódýrara en það væri nú í Reykjavík. ■ Ákveða að starfa/10 Nýju apótekin með 30% markað- arins LYFJA Lágmúla og Apótekið Smiðjuvegi eru langstærstu lyfja- búðir landsins þótt þær hafi ekki veríð stofnaðar fyrr en frelsi til lyf- sölu var aukið fyrir rúmum tveimur árum. Apótekin sem stofnuð hafa verið á þessum tíma hafa náð um 30% lyfjamarkaðarins. Frá því frelsi lyfjafræðinga til að stofna lyfjabúðir var aukið í mars 1996 hefur lyfjabúðum fjölgað úr 44 í 61 eða um 40%. Flest nýju apótek- in eru á höfuðborgarsvæðinu, eða þrettán, sem er 62% aukning. Nýju iyfjabúðirnar hafa náð veru- legri markaðshlutdeild, eða 30% af lyfseðilsskyldum lyfjum, eftir því sem næst verður komist. Þrjár apó- tekakeðjur hafa náð stórum hluta þessara viðskipta. Langstærstu lyfjabúðir landsins eru nú Lyfja Lágmúla og Apótekið Smiðjuvegi, hvor um sig með 5% til 6% markaðshlutdeild. Aður var eitt af eldri apótekunum, Ingólfsapótek, langstærsta apótek landsins. Lyfja- dreifingin hefur færst í auknum mæli á hendur apótekakeðja og er því spáð að sú þróun haldi áfram , þannig að nokkrar slíkar keðjúr muni ráða markaðnum í framtíðinni. Samkeppnin á lyfjamarkaðnum hefur leitt til nálægt 10% verðlækk- unar á hlut sjúklinga í lyfjaverði, þrátt fyrir að ríkið hafi á sama tíma minnkað niðurgreiðslur sínar á lyfjaverði um 800 milljónir kr. Þrátt fyrir betra aðgengi almennings að lyfjum og lægi'a verð hefur lyfja- neysla ekki aukist meh-a en verið hefur á undanförnum árum. ■ Keðjurnar herja/C4 Morgunblaðið/Ásdís Helst illa á ungunum sínum ANDARMAMMA sýndi hróðug sjö unga á litlu tjörninni við Ráðhúsið á gatnamótum Tjarnar- götu og Vonarstrætis í gær. Friðbert Njálsson, íbúi í ~ nágrenninu, sagðist hafa fylgst með andarmömmu þegar hún kom inn á fjörnina í gærmorgun. Nokkur Ijón urðu á vegi þeirra að tjörninni og duttu tveir þeirra í tröppunum niður í bflhýsið en allt fór vel að lokum og þeir syntu á eftir andarmömmu. En þá tók ekki betra við því veiði- bjallan réðst að þeim og voru fimm ungar eftir á hádegi. Sagði Friðbert að óvíst væri hversu margir ungar lifðu daginn af. „Veiðibjallan bíður eftir að kom- - ast í ungana og éta þá,“ sagði hann. „Þetta er vargfugl og það er leiðinlegt að horfa til hennar núna á sveimi yíír ungunum." MORGUNBLAÐIÐ kemur ■næst út laugardaginn 23. maí. Nýtt heildarsamkomulag um loðnuveiðar milli fslands, Noregs og Grænlands Aukinn hlutur Islands og tvíhliða samningar ÍSLAND fær 81% í sinn hlut samkvæmt heildar- samkomulagi sem tókst í gær milli samninga- nefnda Islands, Noregs og Grænlands um skipt- ingu loðnustofnsins, en samkvæmt fyrri samningi fengu íslendingar 78% í sinn hlut. Samkvæmt nýja samningnum fá Grænlendingar 11% eins og áður, en Norðmenn fá 8% í stað 11% áður. Jafnhliða heildarsamningnum voru gerðir tvíhliða samningar um aðgang að lögsögum land- anna, og í samningi íslands og Noregs er kveðið á um að norsk skip geti veitt allt að 35% af heildar- kvóta sínum í íslenskii lögsögu í stað 60% áður. Gagnkvæmar veiðar Islands og Grænlands f samningi íslands og Grænlands er kveðið á um að íslensk skip geti stundað loðnuveiðar í lögsögu Grænlands og jafnframt eru grænlensk- um skipum heimilaðar veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands með ákveðnum takmörkunum. Þá var gert gagnkvæmt samkomulag við Grænlendinga um veiðar á úthafskarfa, og sam- kvæmt því er hvorum aðila um sig heimilt að Morgunblaðið/Kristinn DAG Erling Stai, formaður norsku samn- inganefndarinnar, Jóhann Sigurjónsson, for- maður íslensku nefndarinnar, og Einar Lenke, formaður grænlensku nefndarinnar, undirrita samkomulagið um veiðar úr loðnu- stofninum sem náðist í gær. veiða 50% af úthlutuðum veiðiheimildum sínum í úthafskarfa innan fiskveiðilandhelgi hins aðilans. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið að þessi niðurstaða væri viðunandi fyrir íslendinga. „Þessi samningur boðar vaxandi samskipti ís- lendinga og Grænlendinga á sjávarútvegssviðinu og ég tel það af hinu góða,“ sagði Halldór. Búið að leggja gífurlega vinnu í málið „Auðvitað vildum við fá sem mest út úr þessum samningi, en sá fundur sem haldinn var í Kaup- mannahöfn fyrir nokkru milli forystumanna samninganefndanna leiddi til þess að menn töldu mögulegt að ná samkomulagi og það hefur komið í ljós. Það er búið að leggja gífurlega vinnu í þetta mál og Jóhann Sigurjónsson hefur leitt það af okkar hálfu. Að mínu mati hefur hann staðið sig afar vel í því að gæta hagsmuna okkar og leiða fram niðurstöðu, en það er að sjálfsögðu ljóst að við Islendingar höfum mestra hagsmuna að gæta í þessu máli sem stærsti aðilinn. Þetta er ekki aðeins mikilvægur veiðistofn heldur jafnframt mjög mikilvægt æti fyrir fiskistofna okkar.“ ■ Hlutur ísIands/24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.