Morgunblaðið - 10.07.1998, Side 16

Morgunblaðið - 10.07.1998, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Tíu ára afmæli Blönduósbæjar Jafnaldrar bæjarins gróðursettu tré fögnuðu einnig tíu ára afmæli og plöntuðu fulltrúar þeirra einnig trjám. Til gamans má geta að plantað var nokkrum grenitrjám sem ræktuð voru af fræjum jólatrés frá vinabæ Blönduóss, Moss í Noregi, en umrætt tré var uppistandandi jólin 1988. Sú er kom fræjum vinabæjartrésins í frjóa mold, annaðist þau og kom á legg er ræktunarkonan Sveinbjörg Jó- hannesdóttir á Blönduósi. Blönduósi - Haldið var upp á tíu ára afmæli Blönduósbæjar um síðustu helgi. Margt var til skemmtunar og meðal annars plöntuðu börn á Blönduósi, sem tíu ára eru á þessu ári, tijám í tilefni tímamótanna. Trjánum var plantað þar sem áður stóð húsið Brúarland. Við sama tækifæri plöntuðu konur í kvenfélaginu Vöku á Blönduósi tijám í umræddan reit. Tvö fyrirtæki á Blönduósi Morgunblaðið/Jón Sigurðsson JAFNALDRAR Blönduósbæjar plöntuðu trjám í tilefni 10 ára afmælis bæjarréttinda og nutu við það aðstoðar foreldra. Styrkjum úr Menningarsj óði Landsbankans úthlutað Vopnafírði - Á 112 ára afmælis- degi Landsbanka Islands, hinn 1. júlí, úthlutaði bankinn 4 milljónum króna úr Menningarsjóði Lands- bankans. Meðal styrkþega voru Vopnafjarðardagar, sem er menn- ingarhátíð Vopnfirðinga, styrkur- inn nam 100 þúsund krónum. Markmið menningarsjóðsins er að veita stuðning og styrkja með fjárframlögum verðug mannúðar-, mennta- og menningarmál að mati sjóðsstjórnar. I stjórn sjóðsins sitja: Helgi S. Guðmundsson, for- maður bankaráðs Landsbanka Is- lands, Halldór J. Kristjánsson aðal- bankastjóri, Kjartan Gunnarsson, varaformaður bankaráðs, og Þór- unn K. Þorsteinsdóttir, formaður starfsmannafélags Landsbanka ís- lands. Úthlutað verður úr sjóðnum 1. júlí og 1. desember ár hvert, en þetta er fyrsta úthlutun úr sjóðn- um. Sigríður Dóra Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Vopnafjarðar- daga, tók við styrknum af Víglundi Pálssyni, útibússtjóra Landsbank- ans á Vopnafirði. Sagði Víglundur af þessu tilefni að Landsbankinn hefði lengi styrkt ýmis menningar-, mennta-, og mannúðarmál, þó svo að þetta væri gert opinberlega að þessu sinni. Auk Sigríðar Dóru eru í fram- kvæmdastjórn Vopnafjarðardaga þau Aðalheiður Steingrímsdóttir og Guðjón Böðvarsson, en hátíðin verður að þessu sinni dagana 25. Morgunblaðið/Sigrún Oddsdóttir SIGRÍÐUR Dóra Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Vopnafjarðardaga, tók við styrknum af Víglundi Pálssyni, útibússtjóra Landsbankans á Vopnafirði. júlí til 3. ágúst. Meðal efnis á Vopnafjarðardögum á þessu sumri eru Hagyrðingakvöld 25. júlí og Sagnakvöld 30. júlí, þessir viðburð- ir hafa notið mikilla vinsælda heimamanna sem aðkomufólks. Eiginlegt Vopnaskak hefst svo 31. júlí, er þar um að ræða fjölskyldu- skemmtun með ýmsum uppákom- um, tónleikum og dansleikjum. Meðal annars verður boðið upp á golfmót, siglingu, dorgveiðar, sjóstangaveiðimót og fjársjóðsleit, svo eitthvað sé nefnt. Sunnudaginn 2. ágúst er Bustarfellshátíð, starfs- dagar á minjasafninu á Bustarfelli. KIRKJAN að Búðum. KIRKJAN á Búðum. Siimarmessur á Búðum Hellissandi - Búðir á Snæfellsnesi eru vinsæll og fjölfarinn ferða- mannastaður. Þar er mikið fjöl- menni flestar helgar sumarsins. Viktor Sveinsson hótelstjóri hef- ur oft bent á að ástæða sé til að reyna að messa þar sem flesta sunnudagsmorgna á sumrin og kynna hina merkilegu 151 ára gömlu kirkju staðarins í leiðinni. Nokkrum erfiðleikum er þó háð að koma því við af ýmsum ástæðum, hvað sem síðar verður. Búðasókn er lítil og fámenn sveitasókn sem get- ur ekki ein og óstudd staðið undir miklum tilkostnaði við slíkt messu- hald og kynningu á kirkjunni. Til reynslu hefur sóknarnefndin samt ákveðið að flytja þar fjórar slíkar messur á þessu sumri sér- staklega ætlaðar ferðafólki. Fyrsta messan fór fram 28. júní síðastliðinn og var geysilega vel sótt. Sú næsta verður n.k. sunnu- dag, 12. júlí kl. 11. Síðan verða tvær messur í ágústmánuði, þann 9. og 23. ágúst. Ef þessi tilraun gefst vel verður örugglega framhald á þessu á næstu árum og messunum þá fjölg- að og er það von sóknarnefndar að stuðningur fleiri aðila við þetta framtak komi til. DIESEL rRAGRANCes PLUS PLUS COOLINGBOX SUMARSMELLUR MEÐ DIESEL T-BOL OG 75 ML EDT. DIESEL verslun Morgunblaðið/Sverrir Karlsson Lyftari valt á hliðina LYFTARI valt þegar verið var að vinna við bátaaðstöðu í fjöruborði hafnarinnar á Grundarfirði. Lyftar- inn var að lyfta staur þegar slysið átti sér stað. Staurinn reyndist erf- iður viðureignar og hallaðist lyftar- inn með þeim afleiðingum að hann féll alveg niður á hliðina. Verið var að staðsetja aðstöðu fyrir báta niðri í fjöruborðinu þegar slysið átti sér stað. Engin slys urðu á fólki en lyft- arinn er talsvert skemmdur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.