Morgunblaðið - 10.07.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 10.07.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ Framkvæmdastjóri Oslands ehf. segir Hollustuvernd fara offari Verðum fyrir miklu tjóni FRAMKVÆMDASTJÓRI Óslands ehf. á Höfn í Hornafirði segir Holl- ustuvernd ríkisins fara offari vegna afturköllunar á starfsleyfi fiskimjöls- verksmiðju félagsins hinn 3. júlí sl. Hann segir fyrirtækið ekki fá notið réttar síns í málinu og verða fyrir miklu tjóni vegna þess. Stjórn fyrir- tækisins sé nú að ákveða næstu skref í málinu. Hollustuvernd segir Ósland ehf. hafa haft feikinógan tíma til úrbóta í mengunarmálum en úti- lokar ekki að verksmiðjan fái bráða- birgðastarfsleyfi á haust- og vetrar- vertíð. Halldór Árnason, framkvæmda- stjóri Óslands ehf., segir að í starfs- leyfi fiskimjölsverksmiðjunnar hafi verið frestur til 1. júlí sl. til að koma upp mengunarvörnum. Hann segir Ósland ehf. hafa uppfyllt kröfur starfsleyfisins fyrir utan að ekki hafi verið komið fyrir búnaði til að koma í veg fyrir lyktarmengun frá verk- smiðjunni. Starfsleyfið hafi hins veg- ar ekki runnið sjálfkrafa út þó ekki hafi verið brugðist við þessu fyrir til- greindan tíma heldur hafi þurft að grípa til sérstakra aðgerða til að aft- urkalla það. „Allan þann tíma sem þetta mál hefur verið í umfjöllun höfum við gert viðeigandi aðilum grein fyrir því að þessum búnaði verður ekki komið fyrir nema með því að byggja nýja verksmiðju. Til þess þarf aðra þurrkaratækni. Við höfum gert áætl- anir um að þessi búnaður verði kom- inn í gagnið í maí 1999 og allar ákvarðanir þar að lútandi liggja fyr- ir. Það er okkar mat að við höfum ekki notið þess andmælaréttar sem okkur ber samkvæmt stjórnsýslulög- um, meðal annars vegna lagaskila eldri og yngri laga sem urðu á með- an meðferð stóð, og að Hollustu- vernd hafi hér farið offari. Stjóm Ós- lands er nú meta hver verða næstu skref í málinu." Jafnræðis ekki gætt Halldór segir Ósland hljóta alltof harða refsingu fyrir tiltölulega lítið brot. Mengunin frá verksmiðjunni skaði ekki náttúruna á nokkum hátt að öðm leyti en því að lyktin frá henni sé hvimleið fyrir íbúa á Höfn. „Við höfum tekið ákvarðanir um að lyktinni skuli eytt. Við höfum beðið um tíu mánaða frest til að taka á málinu og vísum meðal annars til þess að SR-mjöl á Reyðarfirði hefur frest til 1. júlí 1999 og SR-mjöl á Raufarhöfn til tveggja ára. Það er lengri frestur en við biðjum um þannig að hér virðist ekki gætt jafn- ræðis í afgreiðslu Hollustuverndar. Þessi atriði eram við að fara yfir núna.“ Fyrirtækin verða af þjónustu Halldór segir mjög mikilvægt að fá vinnsluleyfið sem allra fyrst aftur ÚR VERINU stjórnarinnar að hagsmunir íbúa Hornafjarðar, svo og ferðamanna og annarra sem dveljast tímabundið á staðnum, af því að dregið verði úr lyktarmengun í ar.drúmslofti séu hér miklum mun ríkari en fjárhags- legir hagsmunir Óslands ehf. af því að draga framkvæmdirnar og því beri að hafna breytingu á starfsleyfi verksmiðjunnar hvað þetta varðar. Jafnræðisreglan ekki brotin Þá hafnai- Hollustuvemd því að jafnræðisregla stjórnarskrárinnar hafi verið brotin á Óslandi ehf. þótt fjóram loðnuverksmiðjum hafi verið veittur lengri frestur til að koma upp mengunarvamarbúnaði. Stofnunin bendir á að ein þessara verksmiðja sé ekki starfrækt og verði ekki tekin í notkun á ný fyrr en nýir þurrkarar og þar með mengunarvarnarbúnaður sé kominn upp. Hinar verksmiðjurn- ar þrjár séu í eigu SR-mjöls hf. sem þegar noti fullkominn mengunar- vamarbúnað í tveimur af fimm verk- smiðjum sínum og vinni samkvæmt áætlun að framkvæmdum við hinar. Starfsleyfi í haust og vetur kemur tU greina Mengun frá verksmiðjunni er hvað mest á loðnuvertíð að sumri. Þá era vindáttir óhagstæðastar og hrá- efnið lélegast og engin manneldis- vinnsla á loðnu fer þá fram. Holl- ustuvernd ríkisins hefur upplýst for- ráðamenn Óslands ehf. um að til greina komi að heimila vinnslu í verksmiðjunni á næstu haust- og vetrarvertíð án lyktareyðingarbún- aðar ef um það verði sótt, en þá stafar minni mengun frá verksmiðj- unni vegna hagstæðari ríkjandi vmd- átta. A þann hátt yrði engin traflun á manneldisvinnslu vegna bræðslunn- ar. Það er mat Hollustuverndar að með engu móti verði sagt að stofnun- in hafi farið fram af neinu offorsi sé litið yfir feril málsins. Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir SMÍÐI hráefnistanka við Ósland í desember 1995. því verksmiðjan verði íyrir miklu tjóni á meðan sumarloðnuvertíðin stendur sem hæst. „Það er öfugsnúið í þessu máli að um leið og verið er að refsa Óslandi bitnar refsingin á þeim sem Hollustuvernd telur sig vera að vemda. Bæjarbúar sem skrifuðu undir skjal þess efnis að þeir „skor- uðu á bæjaryfirvöld að eitthvað yrði gert í málum bræðslunnar fyrr en síðar“ verða nú fyrir fjárhagslegu tjóni, þar sem ekki er veittur tíu mánaða frestur til umbóta í málinu eins og beðið er um. Þetta er vegna þess að á meðan verksmiðjan er ekki starfrækt verður bæjarfélagið og fyrirtæki á staðnum af ýmiskonar þjónustu í tengslum við hana,“ segir Halldór. Byggja á fjárhag-slegum rökum Hjá Hollustuvemd ríkisins feng- ust þær upplýsingar að í starfsleyfi fiskimjölsverksmiðju Óslands ehf., sem gefið var út 12. september 1995, hafi verksmiðjunni verið veittur frestur til 1. ágúst 1997, eða tæp tvö ár, til að koma upp lykteyðingarbún- aði. Jafnframt átti fyrirtækið að leggja fram áætlanir og ákvörðun um uppsetningu búnaðarins eigi síð- ar en 1. maí 1996. Þetta telur Holl- ustuvemd að hafi verið fullkomlega nægilegur tími. I úrskurði stjómar Hollustu- verndar segir að ekki verði réttlæt- anlegt gagnvart öðram eigendum fiskimjölsverksmiðja, sem unnið hafi að hliðstæðum úrbótum í mengunar- málum, að Ósland ehf. komist upp með það ár eftir ár að gera ekkert í málunum. Ekki hafi verið af hálfu Óslands sýnt fram á tæknileg vand- kvæði á uppsetningu búnaðarins og tæknimenn Hollustuverndar telji hana vel framkvæmanlega með því að byggja við núverandi verksmiðju. Stjórnin líti því þannig á að Ósland hf. fiskimjölsverksmiðja byggi kenn- ingu sína um ómöguleika aðeins á fjárhagslegum rökum, þ.e. að fram- kvæmdin hafi í för með sér kostnað sem nýtist ekki til frambúðar verði verksmiðjan flutt. Það er mat ItlBíC'O Gyða Dröfn Tryggvadóttir spjallar við fjórar konur um ævintýra- og óvissuferð þeirra til Bosníu. í blaðinu á sunnudaginn. flketfíjffi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.