Morgunblaðið - 10.07.1998, Side 35

Morgunblaðið - 10.07.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1998 35 AÐSENDAR GREINAR Fyrir hvern einn í fýlu koma tíu SIGHVATUR Björgvinsson formað- ur Alþýðuflokksins - J afnaðarmannaflokks Islands hefur eins og kunnugt er beitt sér fyrir því að sameina vinstrimenn í land- inu. Hann hefur, að eigin sögn, beitt til þess öllum tiltækum ráðum og hefur nú nýlega sýnt meiri hugkvæmni en áður var þekkt á byggðu bóli. Hugkvæmnin birtist ekki í því að reyna að sameina þá sem fyrir eru í flokk- um vinstrimanna í nýrri stjórn- málahreyfingu eða í nýju fram- boðsafli. Það eru gamaldags og úreltar aðferðir eins og kunnugt er og tímafrekar. I fréttum sjón- varpsins í gærkvöld benti for- Hin gamla sögn Biblí- unnar um glataða son- inn, segir Svavar Gestsson, verður eins og hjóm eitt fyrir þess- ari nýju sameiningar- kenningu Sighvats Björgvinssonar. maður Alþýðuflokksins - Jafnað- armannaflokks íslands á að það væri ástæða til að gleðjast yfir hverjum einum sem færi því jafn- óðum koma tíu í staðinn. Þetta er einkar augljóst þegar þess er gætt - eins og Sighvatur benti á - að þeir sem fara eru að hans sögn, yfírleitt í fýlu. Þess vegna er þeim mun meira tilefni til að gleðjast þegar þeir fara. Þannig verður hin gamla sögn Biflíunnar um glataða soninn og veisluna þegar hann koni til baka allt í einu eins og hjóm eitt fyrir þess- ari nýju sameiningarkenningu Sighvats Björgvins- sonar. Nær hefði ver- ið, í Biflíunni, að slátra alikálfi þegar sonurinn fór en þegar hann kom. Þannig er hver genginn gleði- efni. Merkilegt ér að það skuli hafa tekið þúsundir ára að kom- ast að þessum mikil- vægu sannindum. Nú er svo komið að þessi augljósu sannindi verka hversdagslega á hvern mann um leið og þau eru sögð eins og er um allar miklar uppgötvanir. Má mannkynið sannarlega vera þakklátt fyrir þessi kaflaskil og breiðist hróður kenningasmiðsins nú vonandi sem víðast um heims- byggðina. Nú hafa einir 38 félagar sagt sig úr Alþýðubandalaginu á Þórs- höfn á Langanesi. Þar á meðal er Steingrímur J. Sigfússon alþing- ismaður. Ekki taldi Sighvatur ástæðu til að sjá eftir honum. Enda óþarfí því einmitt þegar Steingrímur fór leystist úr höfði Sighvats sú nýja stjórnmóla- kenning sem áður var rakin. Samkvæmt henni koma nú 380 í flokkinn í staðinn fyrir þá 38 sem fóru út á Þórshöfn. Merkilegt er reyndar til umhugsunar að Sig- hvatur skuli ekki hafa beitt sér fyrir þessari aðferð í Alþýðu- flokknum sem yrði samstundis miklu stærri en Sjálfstæðisflokk- urinn og upp úr því stærsti flokk- ur í heimi og þó víðar væri leitað. En kannski er það aðeins til marks um óeigingjarna einingar- fórnfýsi þessa stjórnmálaleiðtoga að hann skuli hafa geymt þessa kenningu í kolli sínum til þessa dags eins og rúsínuna í pylsuend- anum. Astæða er til að óska þjóðinni, gott ef ekki mannkyninu, til ham- ingju með þessi tímamót! Höfundur er áhugamaður um sam- fylkingu, jafnvel sameiginlegt fram- boð, vinstrimanna. Svavar Gestsson heimtu. Ef arður verð- ur af nýtingu auðlindar er hann skattlagður og tekjumar renna í ríkis- sjóð. Ef tap er af nýt- ingu auðlindar verður enginn skattstofn til og engar tekjur renna til ríkisins. Aðalatriðið er þess vegna að sjávarút- vegsfyrirtæki skili hagnaði og þar er kvótakerfíð að skila frábæmm árangri. Veiðigjald jafngildir því að skatturinn sé rakk- aður inn fyrirfram, hvort sem hagnaður eða tap er af nýtingu auðlindarinnar. Þetta er ótrúlega vitlaus hugmynd. Og hún er gömul og þreytt. Með henni er fólki ætlað að hugsa ekkert um þá sem hafa orðið gjaldþrota í sjávarútvegi eða eru að berjast í bökkum um þessar mundir. Það á bara að hugsa um þá sem hafa efnast á atvinnugreininni og öfunda þá. Með orðinu gjafakvóti er gefið í skyn að útgerðir fái afla- heimildir ókeypis. Skrifstofumann- inum á að finnast að hann eigi líka að fá svona aflaheimild ókeypis. Hann á ekki að hugsa um hvað það kostar að sækja fiskinn. Og hann á ekki að skrifa undir nein skuldabréf vegna kaupa á þeim tækjabúnaði sem þarf til veiðanna. Hann á bara að sitja heima, bíða eftir umslaginu sínu og öfunda þá sem vel gengur en gleyma hinum sem verr vegnar. Og umfram allt; hann á ekki að taka neina áhættu. Honum hefur verið sagt, með jöfnu millibili í nokkur ár, að hann sé hluti af stórbrotinni undiröldu í þjóðfélaginu, undiröldu gríðarlegrar óánægju sem bráðum brjótist út í hreinni uppreisn gegn þessu voðalegasta ranglæti allra tíma. í „Þjóðvaka um þjóðar- eign“ era skráðir rúm- lega tvö þúsund ein- staklingar sem jafn- gildir 0,8% af íbúum eyjarinnar. Þannig hafa 99,2% Islendinga ekki ennþá skráð sig formlega í undirölduna. Til að ná þeim inn í skrána, verður orðið gjafakvóti óspart notað. A meðan „Þjóðvaki um þjóðareign" hrópar um gjafakvóta, veiðir út- gerðin yfir tvær milljónir lesta af fiski í lögsögunni á ári. Það þarf hún að gera til að standa undir skuld- bindingum sínum og skila vaxandi velmegun inn í samfélagið. Þeir sem hrópa hæst um gjafakvóta, ætla ekki að taka neina áhættu við að ná í þennan fisk. En þá langar í meiri pening. Hér ríkir ekki fegurðin ein, ofar hverri kröfu. Orðið gjafakvóti felur í sér blekkingu sem er ætlað að æra upp tiltekna kennd. Þetta er kennd sem ekki er haft hátt um, því maðurinn skammast sín fyrir hana. Höfundur er framkvæmdastjóri Út- vegsmannafélags Norðuiiands. Bjarni Hafþór Helgason ætlum viö æ hamborpra Ef þú kaupir MEGA MAC hamborgarann e§ framvisar Gjafamiða frá Samhíóunum áttu möguleika á að eignast ARMAGEÐDON bol eða húfu. eða ARMAGEDDON geisladisk á meðan birgðir endast. McDonald's Varilux High Vision margskipt gler Nú bjóðum við einstakt tilboð á gleraugum með margskiptu gleri frá hinum virta glerframleiðanda HOYA LENSES — Verð aðeins 22.900kr Innifalið í verði: Spöng með margskiptu vatns- og móðuhrindandi gleri eða plasti auk rispu- og glampavarnar. GLERAUGNAVERSLUN HAGKAUPS Skeifunni Sími 563 5125

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.