Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR TORFI Lárus á bandarísku sjúkrahúsi fyrr á árinu. Bandarískur skurðlæknir framkvæmdi flókna skurðaðgerð á Barnaspítala Hringsins Bjartsýnn á góðan bata BANDARÍSKI barnaskurðlækn- irinn dr. Steven J. Fishman, sem annast hefur skurðaðgerðir á Torfa Lárusi Karlssyni, eins og hálfs árs drengs, kom í vikunni til landsins til að framkvæma fram- haldsaðgerð á honum á Barna- spítala Hringsins. Torfí litli er sonur hjónanna Sig- urbjargar Ólafsdóttur og Kai-ls Torfasonar og er haldinn sjald- gæfum sjúkdómi, sogæðaæxli, sem lýsir sér þannig að ofvöxtur hleypur í sogæðar með þeim af- leiðingum að vefír bólgna og þenj- ast út. Líkami Torfa aflagaðist mikið vegna sjúkdómsins og miða því aðgerðirnar að því að auðvelda honum að nota hendui- og hand- leggi með eðlilegum hætti og bæta útlit hans. Aðgerðin var framkvæmd í fyrradag og var hún fjórða stóra aðgerðin á Torfa og jafnframt sú fyrsta sem dr. Fishman gerir á honum hérlendis. Hann hefur þegar fjarlægt vefi í brjósti Torfa og vef í hægri hluta hálsins, sem þrýsti á barkann þannig að hætta var á köfnun. Þessar aðgerðir fóru fram á skurðdeild bamaspítalans í Boston. í aðgerðinni, sem tók átta klukkustundir, var fjarlægður hluti ofvaxtar á vinstri hluta hálsins og sagði dr. Fishman, þegar Morgun- blaðið spurði um h'ðan sjúklingsins, að Torfa hði stórvel. „Ég vænti þess að hann nái sér mjög fljótt eft- ir þessa aðgerð og tel líklegt að hann verði kominn heim eftir fáeina daga,“ sagði dr. Fishman. „Næst munum við fjarlægja ofvöxt úr vinstri hluta brjóstsins og hol- handarinnar og lagfæra hendum- ar. Meginmarkmiðið er að hann geti hreyft þær eðlilega." Dr. Fish- man mun þó ekki framkvæma handaaðgerðimar. Með honum starfa þau dr. John DiFiore barnaskurðlæknir og Cynthia Vanderburg skurðhjúkr- DR. FISHMAN barna- skurðlæknir. unarfræðingur, en dr. Fishman segir ekki ástæðuna vera þá að hérlendis sé ekki færu fólki til að dreifa, heldur þekki þau hvert annars handbragð vel eftir langa samvinnu auk þess sem Cynthia þekkir Torfa vel eftir legu hans á spítalanum í Boston þar sem hún annaðist hann. Hérlendis hefur Gunnlaugur Sigfússon barna- læknir ásamt fleiri læknum ann- ast Torfa á Landspítalanum. Vildi dr. Fishman sérstaklega þakka samstarfið við íslenska lækna og hjúkrunarlið og sagði að allir hefðu lagst á eitt um að láta að- gerðina takast vel. Þorsteinn Pálsson um álitamál um skattheimtu í sjávarútvegi Finna má leiðir og ná sáttum ÞORSTEINN Pálsson sjávarút- vegsráðherra sagði á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva í gær, að hann teldi það réttlætismál að skattheimta raskaði ekki rekstrar- forsendum einstaklingsútgerða og minni sjávarútvegsfýrirtækja í minnstu sjávarþorpunum. „Fallist þeir, sem gera kröfu um skattheimtu á grundvelli réttlætis á þessi sjónarmið, á þessa hlið réttlætisins er ég viss um að finna má leiðir til að svara þeim álitaefn- um um réttlæti, sem uppi eru, og ná um þau sáttum,“ sagði Þor- steinn. Þorsteinn lét þessi orð falla er hann ræddi um gagnrýni á fisk- veiðistjórnunarkerfið. Hann sagði þar talað fyrir óábyrgri nýtingar- stefnu og fyrir því að framþróun sjávarútvegsins ætti ekki að gerast í krafti markaðslögmálanna, heldur samkvæmt pólitískri stýringu. Hann sagði að ekki yrði á móti því mælt, að við hefðum náð meiri efna- hagslegum árangri í rekstri sjávarútvegsins á undanfórnum ár- um en í annan tíma. Réttlætinu ekki fullnægt? Þorsteinn sagði síðan að svo væru aðrir gagnrýnendur, sem viður- kenndu að árangur hefði náðst, en teldu að réttlætinu hefði ekki verið fullnægt. Réttlætinu yrði ekki fullnægt nema með skattheimtu. Þeir sem vildu skattheimtu yrðu að svara nokkrum spurningum: „Geta þeir fallist á að almenn starfsskil- yrði, þar á meðal skattheimta, séu með þeim hætti að fjárfesting í vel reknum sjávarútvegsfyrirtækjum skili sambærilegum arði og vel rek- in fyrirtæki í öðrum greinum? Geta þeir fallist á að einstaklingsútgerð- ir, sem almennt hafa minna svigrúm til hagræðingar en stórútgerðir, eigi að hafa forsendur til viðunandi afkomu, sem tryggi eðlilega endur- nýjun og framfarir? Geta þeir fallist á að fyrirtæki í minni sjávarpláss- um, sem ekki hafa sömu möguleika til hagræðingar og stórfyrirtæki, eigi að hafa viðunandi grundvöll til rekstrar og endurnýjunar? Geta Leiðrétta varð skekkju í sfðasta Þjóðarpúlsi Gallup um fylgi stjórnmálaflokka GALLUP hefur sent frá sér leiðréttingu vegna mistaka við úr- vinnsiu á síðasta Þjóðarpúlsi Gallup um spumingar um fylgi stjómmála- flokka. Samkvæmt leiðréttu niður- stöðunum er meira fylgi við lista félagshyggjufólks en í þeim fyrri og minna fylgi við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Spurt var um fylgi við lista til Alþingis ef þrír flokkar byðu fram, þ.e. lista Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og lista félagshyggju- fólks. Sjálfstæðisflokkur fengi sam- kvæmt leiðréttu niðurstöðunni 46,9% fylgi en var áður með meiri- Fylgið jókst um 7,2 prósentustig hlutafylgi eða 52,5%. Skekkjan nemur 5,6 prósentustigum. Framsóknarflokkur fær 13,7% en hafði áður 15,3%, skekkja 1,6 pró- sentustig, og listi félagshyggjufólks fengi 39,4% en ekki 32,2% eins og var tilgreint í fyrri niðurstöðum. Skekkjan nemur 7,2 prósentustig- um. Þorlákur Karlsson, rannsókna- stjóri hjá Gallup, sagði fyrirtækið harma þessi mistök, sem hann sagði sérlega leiðinleg, og biðja hlutaðeig- andi velvirðingar á þeim. Hann þeir fallist á að skattheimta sé ekki notuð til að færa fjármuni frá vel reknum fyrirtækjum til illa rekinna fyrirtækja? Sjávai-útvegsstefnan hefur vissu- lega þrengt kosti óhagkvæmra út- gerða og fiskvinnslufyrirtækja. Hún hefur knúið menn til hagræðingar. Mín skoðun er sú, að við eigum ekki að ganga svo hart fram í hag- ræðingarkröfunni að einstak- lingsútgerðir og minni sjávarút- vegsfyrirtæki í minnstu sjávarþorp- unum leggi skilyrðislaust upp laupana. Aukin skattheimta gæti leitt til þess,“ sagði Þorsteinn Páls- son. sagði margt geta bilað bæði hjá mönnum og tækjum. „Þetta voru mistök hjá okkur mönnunum og þegar ég var að rýna í tölurnar eftirá sá ég að eitthvað stemmdi ekki. Við keyrðum því gögnin aftur í tölvunum og þá fundum við út að þama var skekkja,“ sagði Þorlákur og bætti við að ekki hefði komið annað til greina en leiðrétta skekkj- una. Þorlákur sagði að í gær hefði ver- ið kallaður saman fundur starfs- fólks og fundið út hvar bilunin lægi. Hefði verið komið upp ákveðnu öryggisþrepi í ferlinu. Sjálfstæðis- flokkurinn Prófkjör í Reykja- nesi 14. nóvember KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálf- stæðisflokksins í Reykja- neskjördæmi hefur ákveðið að efna til prófkjörs vegna alþingiskosninga laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Frestur til að skila framboðum rennur út sunnudaginn 11. október. I frétt frá kjördæmisráðinu segir að samkvæmt prófkjörs- reglum Sjálfstæðisflokksins þurfi væntanlegir fram- bjóðendur að hafa í huga að tuttugu flokksbundnir sjálf- stæðismenn búsettir í kjör- dæminu skuli standa að hverju framboði, að enginn þeirra geti staðið að fleiri en sex framboðum og að fram- bjóðandi skuli vera flokks- bundinn og kjörgengur við næstu alþingiskosningar. Lækkun á gjaldskrá til útlanda DAGTAXTI Landssímans á símtölum til Bretlands, Þýskalands og Norðurland- anna lækkar mánudaginn 21. september úr 38 kr. á mínútu í 33 kr. Lækkunin nemur 13%. Kvöld- og næturtaxti verður óbreyttur, 28,50 kr. á mínútu. Sérblöð í dag m Á LAUGARDÖGUM ¥ ¥7CIO^*^ IjLoDOii : Gústaf ekki með á móti Finnum/B1 Gífurieg spenna í knattspyrnunni/B2-B4 Blaðinu í dag fyigir blaðaukinn Tölvur og tækni. Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.