Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.09.1998, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Málefnaskrá sameiginlegs framboðs mætir andbyr strax í upphafí Kynning á stefnunni nánast í molum var «r -- INNLENDUM VETTVANGI Undirbúningur að kynningu á málefna- skrá sameiginlegs framboðs félagshyggju- flokkanna var verulega áfátt og svo virðist sem forystumenn flokkanna hafí ekki gefíð sér tíma til að koma sér saman um hvernig bæri að túlka hana. Misskiln- ingur um stöðu varnar- samningsins rýrir enn- fremur trúverðugleika málefnaskrárinnar, Eg- ill Ólafsson fjallar um málefnaskrána og kynningu hennar. AÐ þurfti ekki að koma á óvart að andstæðingar sam- eiginlegs framboðs félags- hyggjuflokkanna myndu gagnrýna harkalega málefnaskrá hins nýja framboðs. Það kemur hins vegai- á óvart að forystumenn flokk- anna lenda í því að þurfa að verja stefnuna nánast áður en hún hefur verið kynnt í stað þess að sækja fram á hið pólitíska svið. Kynning á stefnunni virðist hafa verið í molum. Undirbúningur að gerð málefna- skrárinnar hefur staðið alllengi. Þeg- ar umræður um sameiginlegt fram- boð stjómarfiokkanna komust á al- varlegt stig voru svör forystumanna flokkanna þau, að það réðist af mál- efnum hvort af sameiginlegu fram- boði yrði. Á síðasta vetri voru skip- aðar fímm málefnanefndir, sem í sátu þrír fulltrúar frá hverjum fiokki og skiluðu þær áliti í vor. Þessi nefndarálit voru gagnrýnd í þeirri pólitísku glímu sem var háð innan Alþýðubandalagsins um hvort flokk- urinn ætti að ganga til liðs við sam- eiginlegt framboð. Á aukalandsfundi flokksins í júlí var niðurstaða utan- ríkismálahópsins harðlega gangrýnd og sömuleiðis urðu margir til að gagnrýna vinnubrögðin við málefna- vinnuna. Bent var á að hópamir hefðu þurft lengri tíma, en utanríkis- málahópurinn kom t.d. fyrst saman aðeins rúmri viku fyrii- landsfundinn. Svör flokksforystunnar við gagn- rýninni voru að þetta væru fyrstu drög og að það ætti eftir að vinna málið frekar. Það var engu að síður á grundvelli vinnu þessara fimm hópa sem flokkarnir tóku þá ákvörðun að stefna að sameiginlegu framboði í næstu alþingis- kosningum. Hjörleifur Guttormsson og Stein- grímur J. Sigfússon vís- uðu einnig í niðurstöðu þessara mál- efnahópa þegar þeir sögðu sig úr Al- þýðubandalaginu. Ónógur undirbúningur? Eftir landsfund Alþýðubandalags- ins skipuðu flokkarnir sameiginlega nefnd sem átti að yfirf'ara vinnu mál- efnahópanna og leggja fram endan- lega tillögu að málefnaski-á. í nefnd- inni sátu fyrir Alþýðubandalagið Ari Skúlason, Haukur Már Haraldsson og Magnús Jón Áraason. Fulltrúar Alþýðuflokksms í nefndinni voru Guðmundur Ami Stefánsson, Rann- veig Guðmundsdóttir og Össur Skarphéðinsson og fulltrúar Kvennalistans voru Guðný Guð- björnsdóttir, Steinunn V. Óskars- dóttir og Svala Jónsdóttir. Ritari nefndarinnar var Heimir Már Pét- ursson. Nokkrir fleiri komu að vinnu nefndarinnar. Menn hafa nokkuð misjafnar skoð- anir á því hversu vel og ítarlega nefndin hafí unnið að stefnuskránni. Nefndarmenn segja að vel hafí verið unnið og mikil vinna liggi að baki þessari stefnuskrá. Aðrir, sem stóðu utan við vinnu nefndarinnar, gagn- rýna vinnubrögð hennar og segja að mikið vanti á að nægileg umræða hafí farið fram um ýmis mál sem sett séu fram í málefnaskránni. Hvaða skoðun sem menn hafa á þessu virð- ist ljóst að nefndin vann undir tals- vert mikilli tímapressu undir lokin. Svavar Gestsson sagði eftir auka- landsfundinn í sumar, að niðurstaða í þessu máli yrði að liggja fyrir um miðjan september áður en Alþingi kæmi saman og aðrir forystumenn flokkanna voru sammála um þessa tímasetningu. Stefnan samin undir pressu frá vinstri Undir það síðasta var búið að kynda undir talsverðar væntingar um að merkileg tímamót væru að verða í pólitíkinni. Fréttastofa Sjón- varps sá t.d. ástæðu til að vera með beina útsendingu í fréttatíma sínum frá Austurstræti þar sem nefndin var á fundi. Áhersla var því lögð á að klára málið þrátt fyrir að ýmislegt benti til að nefndin hefði í raun þurft lengri tíma. Allt frá því að nefndin hóf vinnu sína hafa fylgismenn sameiginlegs framboðs mátt þola allharða gagn- rýni frá fyrrverandi félögum í Al- þýðubandalaginu sem em andvígir slíku framboði. Þeir fullyrtu að sú stefna sem verið væri að móta væri kratastefna þar sem öll róttækni væri þurrkuð út vegna kröfu um sam- stöðu og málamiðlun. Jafnframt var ljóst að Svavar Gestsson og fleiri lykilmenn í Alþýðubandalaginu voru mjög tvístígandi í afstöðu til sameig- inlegs framboðs. Það má því segja að nefndin hafí orðið að afsanna fullyrð- ingar um að hún væri að semja lit- lausa kratastefnu og sömuleiðis varð hún að taka tillit til krafna Svavars Gestssonar og fleiri, sem héldu fast fram grundvallarmálum Alþýðu- bandalagsins og hótuðu leynt og Ijóst að ganga til liðs við Steingrím J. Sigfússon ef þeir fengju ekki sitt fram. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að sú stefna sem birtist í mál- efnaskránni er í veigamiklum atrið- um önnur en mótuð var af málefna- hópunum sem skiluðu niðurstöðum í vor. Hún er að mörgu leyti róttækari og meira í ætt við stefnu Alþýðu- bandalagsins en reiknað var með. Ástæðan er ekki síst sú að flokkarnir lágu undir stöðugri gagnrýni um að vera ekki nægilega vinstri sinnaðir. ,AJþýðuflokknum var allan tímann alveg sama hvað stæði í þessari stefnuskrá. Það sem skipti hann máli var að ná þessu saman,“ sagði einn heimildarmaður Morgunblaðsins, sem hefur verið gagnrýninn á sam- fylkingu flokkanna. Óundirbúin kynning Margir hafa furðað sig á hve for- ystumönnum sameiginlegs framboðs tókst óhönduglega við fyrstu kynn- ingu á stefnunni, ekki síst í ljósi þess hvað rétt kynning er mikilvægt at- riði í sambandi við það að koma stefnunni til kjósenda. Kynningin var ekki mikið undirbúin, en ákvörð- un um að halda blaðamannafund var tekin um hádegi daginn eftir að mál- efnaskráin lá fyrir. Margrét Frímannsdóttir var með efasemdir um að rétt væri að afhenda fjölmiðl- um málefnaskrána strax, en Sigvat- ur Björgvinsson og Guðmundur Árni Stefánsson töldu að eðlilegast væri að boða blaðamannafund strax m.a. vegna þess að upplýsingar úr henni væru þegar komnar til fjölmiðla. Þar sem samstarf flokkanna er enn ekki komið á það stig að búið sé að tilnefna sameiginlegan talsmann voru mai'gir um að túlka stefnuna. Greinilegt var að forystumenn flokk- anna voru ekki búnir að ræða vel saman um hvernig ætti að túlka ein- stök umdeild stefnuatriði. Þegar spurt var um afstöðuna til varnar- liðsins, NATO, sjávarút- vegsmála og hvernig ætti að fjármagna breytingar á velferðarkerfinu komu nokkuð misvísandi svör. Forystumenn flokkanna vúðast því ekki hafa gefíð sér nægilegan tíma til að tala saman og eins má segja að Margrét og Sig- hvatur, sem ekki áttu sæti í nefnd- inni, hafi ekki verið búin að kynna sér nægilega vel hvernig nefndin hugsaði sér að útfæra einstök stefnumál. Vegna þessa ágreinings tókst framboðinu ekki að slá sér upp á nýrri og nútímalegri stefnu í fjöl- skyldumálum eins og nefndarmenn höfðu rætt um að gera. Athygli fjöl- miðla beindist strax að misvísandi yfirlýsingum forystumanna flokk- anna í utanríkismálum. Hver for- ystumaðurinn á fætur öðrum var spurður hvort herinn ætti að fara og hvort ísland væri á leið úr NATO og svörin voru nánast eins mörg og við- mælendurnir. Stefna í varnarmálum byggð á misskilningi Sú staðreynd að nefndin byggði stefnu sína í varnarmálum á ruglingi á vamarsamningnum við bókunum við samninginn bendir sömuleiðis til þess að nokkur fljótaskrift hafi verið á málum og beindi athyglinni frá því sem nefndin hafði talið vera megin- viðfangsefni hins sameiginlega fram- boðs. Þetta er því neyðarlegra sem tveir nefndarmenn í utanríkismála- nefnd Alþingis, Margrét Frímanns- dóttir og Óssur Skarphéðinsson, tóku þátt í að móta stefnuna. Forystumenn flokkanna voru því nánast frá upphafí í vöm en ekki sókn við að kynna stefnuna, ekki síst eftir að forsætisráðheiTa hafði farið um hana háðulegum orðum. „Það var búið að byggja upp spennu í þjóðfélaginu fyrir þessari boðuðu stefnuskrá, en forystumenn- irnir glötuðu því tækifæri sem þeir fengu til að kynna stefnuna. Eg tel að þeir fái ekki jafngott tækifæri í bráð,“ sagði einn heimildarmanna blaðsins. Stefnumörkuninni ekki lokið Sighvatur og Guðný Guðbjörns- dóttir, formaður þingflokks Kvenna- listans, hafa lagt áherslu á að mál- efnaskráin sé samningur milli flokk- anna og litlar breytingar verði gerð- ar á honum í þeim málum sem helst hefur verið deilt um, þ.e. utanríkis- málum og sjávarútvegsmálum. Svavar Gestsson hefur hins vegar lagt áherslu á að stefnumörkun sé alls ekki lokið og Margrét hefur að nokkru leyti tekið undir það. Svavar knúði það í gegn skömmu fyrir blaðamannafundinn að í stað þess að tala um málefnaskrá sem undirrita ætti með fyrirvara um samþykki flokkanna var talað um tillögur nefndar- innar sem afhentar væi-u fonnönn- um flokkanna. Einn heimildarmanna blaðsins benti á að flokkarnir ættu að vera Svavari þakklátir fyrir þessa orðalagsbreytingu. Forystumenn flokkanna gætu núna vai-ist gagn- rýni á málefnaskrána með því að segja að það ætti eftir að vinna málið betur. Flokkarnir misstu af góðu tækifæri Neyðarlegur misskilningur um varnarmál Morgunblaðið/Júlíus MEÐ nokkrum skiltum er vakin athygli á löggæslumyndavélun- um sem verið er að koma fyrir í miðborg Reykjavíkur. Löggæslumyndavélar senn í notkun Verið að ganga frá reglum og tengingum VERIÐ er að leggja síðustu hönd á frágang löggæslumyndavéla í mið- borg Reykjavíkur. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að verið sé að ganga frá teng- ingum í stjórnstöð lögreglunnai' og reglum vegna notkunar og vöktunar á vélunum. Búið er að tengja sex af átta myndavélum sem komið hefur verið fyrir á nokkrum stöðum í miðborg- inni. Næstu dagar fara í að stilla tækin og prófa og jafnframt er verið að ljúka við að semja reglur um það hvernig notkun á efni vélanna verður háttað. Eru það bæði reglur frá rík- islögreglustjóra og lögreglustjóra- embættinu. Vélai’nar verða vaktaðar frá stjórnstöð lögreglunnar og segir Karl misjafnt hversu stíft verður setið yfír vélunum en efni af þeim verður tekið upp. Hann segir vonir bundnar við að ákveðnum tegundum af afbrotum, ekki síst líkamsmeið- ingum, muni fækka með tilkomu vél- anna. Karl Steinar segir það verða tilkynnt hvenær myndavélarnai' verða teknar í notkun. ----------------- Örnefnanefnd Mælt með tveim- ur nöfnum af sjö ÖRNEFNANEFND kveðst geta mælt með tveimur nöfnum af sjö, sem bárust í erindi sameinaðs sveit- arfélags Árskógshrepps, Dalvíkur- kaupstaðar og Svarfaðardalshrepps til nefndarinnar. I svari örnefnanefndar frá því á fimmtudag segir að hægt sé að mæla með nöfnunum Víkurbyggð og Valla- byggð. Segir þó að fyrri liður beggja nafna, Víkur- og Valla-, sé ekki ýkja sérkennandi fyrir sveitarfélagið, sem hér um ræðir. Þrátt fyru- þennan annmarka gæti nefndin þó mælt með þessum nöfnum. „Hins vegar má nefna að í heitum á borð við Dalvíkurbyggð eða Svarf- dælabyggð væri fyrri liður ákaflega sérkennandi um hið nýja sveitarfé- lag í augum allra landsmanna,“ segh' í umsögn um hvort nafn. Nefndin fjallaði einnig um nöfnin Árdalsvík, Norðurbyggð, Norður- slóð, Eyjafjarðarbær og Víkurströnd og kvaðst ekki geta mælt með þeim á ýmsum forsendum. I svarinu er fjallað um meginsjón- armið örnefnanefndar og segii' þar meðal annai's að athuga beri að hér sé um að ræða opinbert stjórnsýslu- heiti, en nöfn landsvæða eða byggð- arlaga, sem fyrir séu innan sveitarfé- lags eða í nágrenni þess, ættu hvorki að þurfa að breytast né leggjast af með tilkomu nýs stjórnsýsluheitis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.