Morgunblaðið - 19.09.1998, Side 19

Morgunblaðið - 19.09.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 19 VIÐSKIPTI Niðursveifla í Rússlandi Samdráttur í skinnaiðnaði EFNAHAGSKREPPAN í Rúss- landi hefur valdið miklum sölusam- drætti og almennu verðfalli á hrá- gærum undanfarið. Niðursveiflan þykir koma á afar óheppilegum tíma fyrir Skinnaiðnað hf. á Akur- eyri því meginviðskipti ársins fara jafnan fram á haustin og í upphafi vetrar. Á síðasta rekstrarári dróg- ust sölutekjur félagsins saman um 30% frá árinu á undan. Bjami Jónasson, framkvæmda- stjóri félagsins, segir greinina hafa orðið fyrir miklum áföllum á síð- ustu tólf mánuðum en menn séu engu að síður bjartsýnir á að jafn- vægi nái að skapast að nýju og þeir markaðir sem eftir standa taki við sér á ný: Erfíður aðlögunartfmi „Við höfum horft upp á miklar sviptingar í þessum iðnaði síðustu 7 ár. I upphafí áratugarins óx Suð- ur-Kórea í að verða stærsti ein- staki markaðurinn fyrir skinnvörur í heiminum en hvarf svo af sjónai’- sviðinu í fyrra. Nú hefur Rússland farið á sama veg og eftir standa einungis vestrænir markaðir sem eru í lægð.“ Bjarni segist þó eiga von á því að greinin nái að jafna sig aftur og salan verði söm eða jafn- vel meiri en áður. Verðið muni al- mennt lækka og í kjölfarið gætu nýir markaðir opnast í Austur- Evrópu. Þá sé eftirspurnin enn fyr- ir hendi í Rússlandi en spurning með hvaða hætti vöruverðið kemur til með að þróast þar í framtíðinni. Hann segir þó ljóst að breytt um- hverfi kalli á erfiðan aðlögunartíma sem gæti kostað einhverja rekstr- arhagræðingu en þegar fram í sækir muni ástandið batna: „Sveifl- ur í þessari grein eru engin nýlunda og við erum vel í stakk búnir til að mæta þeim. Góðæri síð- ustu tíu ára hefur verið nýtt til að byggja félagið upp fjárhagslega og í því sambandi má m.a. minna á að eigið fé þess nam 344 milljónum króna, eða 38,2% við milliupggjör í febrúar sl.“ Forsvai’smenn Skinnaiðnaðar gera ráð fyrir að uppgjör rekstrar- ársins, sem lauk hinn 31. ágúst sl., liggi fyiir í byrjun nóvember. Akveða samruna Chrysler-Daimler Wilmington, Delaware. Reuters. CHRYSLER Corp. segir að hlut- hafar fyrirtækisins hafi samþykkt samruna þess og Daimler-Benz AG í fimmta mesta bílaframleiðanda heims. Samkvæmt upplýsingum Chrysler, þriðja mesta bílafram- leiðanda Bandaríkjanna, sam- þykktu samninginn 97,5% þeirra sem atkvæði greiddu, eða eigendur 472,6 milljóna bréfa, en á móti voru 2,5%, eða eigendur 12 milljóna bréfa. Hluthafar Daimlers komu saman í Stuttgart og var búizt við að þeir samþykktu samninginn á fundi sem stæði langt fram á nótt. Daimler og Chrysler kunngerðu sögulegan 40 milljarða dollara samning sinn í maí og sögðu að komið yrði á fót stórveldi, sem mundi bjóða upp á heimsþekkt vörumerki á borð við Mercedes- gerðir Daimlers og jeppa Chryslers. Uppgangsfyrirtæki? Ganga á frá samningnum í nóv- ember. Gert er ráð fyrir að hið nýja fyrirtæki DaimlerChrysler AG í Þýzkalandi verði uppgangs- fyrirtæki, sem muni auka fram- leiðslu og spara 1,4 milljarða doll- ara á fyrsta rekstrarári. Á Chrysler fundum mætti stjórn fyrirtækisins nokkurri mótspyrnu hluthafa af Gyðingaættum, sem mótmæla því að fyrirtækið sé selt Þjóðverjum. í Stuttgart var talið að 14.500 hluthafar Daimlers 800.000 mundu greiða atkvæði um samninginn í lok mikils maraþon- fundat. Áður en fundurinn hófst sagði Daimler-Benz AG að fyrirtækið hefði tækifæri til að valda kafla- skiptum í iðnaðarsögunni með því að samþykkja samruna þess og Chryslers. Biðlað hefur verið til hluthafa með loforðum um stór- aukinn hagnað og auknar arð- greiðslur. „í dag markið þið söguleg tíma- mót,“ sagði stjómarformaður Daimlers, Jurgen Schrempp, á hluthafafundinum. „Við vitum allir hve sögulegur dagur þetta er. Hlý og notaleg úlpa með hettu Dúnmjúk dúnúlpa Fæst í rauðu. í dökkbláu. grænu og svörtu. Skeifan • Smáratorg • Akureyri • Njarðvík • Kringlan 2. hæð HAGKAUP Alttaf betri kaup www.mbl.is fyrlr fyrirtæki NetGear ISDN leiaarstjóri m/2 simatengl 39.500 NetGear 8 porta hub m/Coax tengt 12.300 Etcon ISDN PC kort f. Win'ogNT 14.900 NetGear 1 B porta huh m/Coax tengi 22.300 ’Tilfaaðavarfl Verslun Skaitahlið 24 • Simi 569 7700 http://www.nyherli.ls Bay Networks

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.