Morgunblaðið - 19.09.1998, Page 21

Morgunblaðið - 19.09.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 21 Til eru þeir sem vilja að landsmenn fái að keppa um það hver geti fyrstur krækt í þann fisk sem er heppilegt að veiða. Reynslan sýnir að við slíkar aðstæður leggja of margir út í of miklar fjárfestingar. Öflug veiðitæki eru dýr í rekstri og það getur aldrei borgað sig að láta aragrúa skipa keppast um að veiða of fáa fiska. Skynsamleg stjóm fiskveiða felur því ekki aðeins í sér ákveðinn hámarksafla, hún felur einnig í sér hagkvæman rekstur. Þannig getum við tryggt að fjárfestingar í sjávarútvegi borgi sig og að veiðamar skili arði út í samfélagið. Vel rekin útvegsfyrirtæki auka almenna hagsæld á Islandi. Þau hleypa lífi í verslun og þjónustu og skapa fjölda atvinnutækifæra. Með því að treysta núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi í sessi bætum við kjör okkar allra í framtíðinni. Fyrstu vísbendingar um þróun kaupmáttar á Islandi sjáum við alltaf í hafinu. Heimildir. Kaupmáttur: Morgunblaðið 27. ág. 1998 og Þjóðhagsstofnun. Miðað er við vísitölur launa og neysluverðs frá Hagstofu íslands. Seiðavísitala: Hafrannsóknastofnunin. Mælingar á fjölda þorskseiða í kringum landið í ágúst ár hvert segja til um hvemig klak hafi heppnast. Síðustu mælingar benda til að nýliðun í þorskstofninum geti orðið góð eftir 3-4 ár. Fræðsluátak á ári hafsins *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.