Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 19.09.1998, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ^ I » Anwar hvetur forsætis- ráðherra til afsagnar Minni munur mælist á fylgi stóru flokkanna í Þýzkalandi Bitist um atkvæði óákveðinna A-Þjóðverja Bonn. Reuters. ANWAR Ibrahim hvatti Mahathir Mohamad, forsætisráðherra Malasíu, til þess að segja af sér embætti. Anwar var rekinn úr embætti ijármálaráðherra í upp- hafi þessa mánaðar og er þetta í fyrsta skipti sem hann gagnrýnir Mahathir opinberlega. „Ég vil fara fram á það opinber- lega að Mahathir láti af embætti," sagði Anwar í ávarpi til um þrjú þúsund stuðningsmanna sinna, sem safnast höfðu saman í borg- inni Kuala Trengganu á austur- strönd Malasíu. Anwar Ibrahim var til skamms tíma talinn ganga næst Mahathir að völdum í Malasíu. „Hvaða faðir myndi koma svona fram við son sinn?“ sagði Anwar við mannfjöld- ann og vísaði til náins sambands við forsætisráðherrann, læriföður sinn, sem verið hefur við völd í 17 ár. Stuðningsmenn Anwars þyrpt- ust að bifreið hans að Iokinni bænagjörð í mosku í Kuala Ter- engganu í gær og vildu heilsa ráð- herranum fyrrverandi með handa- bandi. HELMUT Kohl, kanzlari Þýska- lands, fór í gær fram á stuðning kjósenda í komandi þingkosningum í heilsíðuauglýsingu í söluhæsta dagblaði Þýzkalands Bild. Var yfir- skrift auglýsingarinnar „kæru borgarar“ og varaði Kohl í henni við að ef Jafnaðarflokkur Gerhards Schröders ynni í kosningunum myndi það ógna efnahagsbatanum sem Kohl segir í uppsiglingu í Þýzkalandsi. Munurinn á fylgi flokks Helmuts Kohls, kanzlara Þýzkalands, og jafnaðarmanna, helztu keppinaut- anna um völdin í komandi þingkosn- ingum, dróst enn saman samkvæmt niðurstöðum nýjustu skoðanakann- ana sem birtar voru í gær. Kohl nýtur þó enn mjög lítils fylgis í austurhluta landsins, þar sem kommúnistar réðu ríkjum á árum áður. Talið er að það geti ráðið úrslit- um í Sambandsþingkosningunum, sem fram fara eftir átta daga, hvernig atkvæði Austur-Þjóðverja skiptast milli stóru flokkanna tveggja, Kristilegra demókrata (CDU) og Jafnaðarmannaflokksins (SPD). Bæði Kohl og Gerhard Schröder, kanzlaraefni jafnaðar- manna, hafa lýst því yfir að þeir þuiti að berjast um hvert einasta atkvæði alveg fram á kjördag, þar sem enn hafí mjög margir kjósend- ur ekki gert upp hug sinn. Báðir boðuðu Schröder og Kohl í vikunni víðtækar auglýsingaher- ferðir flokkanna í austurhlutanum, þar sem um fímmtungur hinna 60 milljóna þýzkra kjósenda er búsett- ur. „Ég hneigist ekki til þess að van- meta andstæðinga," tjáði Schröder dagblaðinu Bild. „Það er alltaf ein- hver óvissa. Urslit þessara kosninga ráðast ekki fyrr en á allra síðasta degi,“ sagði hann, og vísaði með þessum orðum til helzta viðkvæðis Kohls undanfarna mánuði varðandi kosningarnar. Schröder hefur sam- kvæmt skoðanakönnunum átt miklu fylgisforskoti að fagna á kanzlarann allt frá því hann var útnefndur kanzlarefni SPD í marz sl. En flokkurinn varð fyrir fylgistapi í ný- afstöðnum kosningum til þings Bæjaralands, þar sem CSU, systur- flokkur CDU, fór með sannfærandi sigur af hólmi. Dregur saman, en óbreyttur munur eystra Kohl lýsti því yfír að úrslit Bæj- aralandskosninganna sýndu, að hann væri á góðri leið með að vinna upp forskot Schröders og jafnaðar- manna. Það hefur líka sýnt sig oftar en einu sinni, að Kohl hljóti meira fylgi í kosningum en í skoðanakönn- unum. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær, virðist kanzlarinn hafa nokkuð til síns máls. Munurinn á fylgi CDU og SPD hefur minnkað niður í tvö prósentustig, úr sex stig- um, en það er sá munur sem mæld- ist í síðustu viku. Þannig var fylgi flokks Kohl nú komið upp í 37.5%, en SPD tapaði einu stigi og mælist nú með 39.5% fylgi. í austurhluta landsins mæltist munurinn á fylgi stóru flokkanna þó ennþá heil 10% fyrr í vkunni. Kohl varð gífurvinsæll meðal Austur-Þjóð- veija fyrir hlutverk sitt sem „kanzl- ari sameiningarinnar" 1990, en nú segja þeir hann ábyrgan fyrir hinu mikla atvinnuleysi sem er stærsta vandamálið í þessum hluta landsins. Og þrátt fyrir að allt að þriðjungur a- þýzkra kjósenda sé enn óákveðinn telja stjómmálaskýrendur mjög ólík- legt að mönnum Kohls takizt að rífa fylgið upp úr þeirri miklu lægð sem það er komið í. Öbreytt kosningalög í næstu þingkosning- um í Bretlandi I dag, laugardag, opnum við óviðjafnanlega lagerútsölu Geirsuötunni, við Faxaskála. \mx Dæmi um verð: : ^ó\a»ot Geisladiskar frá 180 kr. Pampersbleiur 290 kr. Sólgleraugu frá 190 kr. Kolagrill frá 900 kr. Gasgrill 9.900 kr. Skyrtur 290 kr. Vöfflujárn 1.400 kr. Brauðrist 900 kr. Kuldagallar 4.600 kr. Opið kl. 10-18 báða dagana, 19. og 20. september Olíufélagið hf. ESSO á Geirsgötu við Faxaskála Olíufélagiðhf London. Reuter. ENGAR breytingar verða á kosn- ingakerfinu í Bretlandi og þrátt fyi'- ir kosningaloforð Tony Blairs for- sætisráðherra verður kosið sam- kvæmt gildandi kosningalögum í næstu þingkosningum, að sögn Fin- ancial Times. Blaðið segir að hver sem niður- staðan kunni að verða af þjóðarat- kvæði um úrbætur á kosningalög- gjöfinni verði engar breytingar gerðar áður en gengið verður til næstu kosninga, sem ráðgerðar eru árið 2002. Fréttirnar þykja líklegar til að virka eins og köld vatnsgusa framan í andlit Paddys Ashdowns, leiðtoga Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem reynt hefur að sannfæra flokks- menn sína um nauðsyn þess að starfa með stjórn Verkamanna- flokksins. Þær tilraunir hans munu standa og falla með hvernig hug- myndinni um að taka upp hlutfalls- kosningar vegnar. Að sögn Financial Times hefur kosningaumbótanefnd, sem stjórn Blairs skipaði eftir þingkosningarn- ar í fyrravor, einnig útilokað að taka upp kerfi sem gefur kjósendum kost á að raða frambjóðendum. I kosningunum í fyrra vann Verkamannaflokkuriinn 419 þing- sæti af 659, eða 63,6% sæta, þrátt fyrir að hljóta aðeins 44% atkvæða. Frjálslyndi flokkurinn hlaut aðeins 46 sæti þrátt fyrir að fá 17% at- kvæða. Opið laugard. 10-16. \o^kM5IÐ Mörkinni 6, sími 588 5518. Vendiúlpur 25.900 Meiriháttar pelsúlpur með hettu Mörg snið Stuttar og síðar pelskápur Verð frá kr. 9.900 www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.