Morgunblaðið - 09.10.1998, Page 23

Morgunblaðið - 09.10.1998, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 23 Japanir biðjast af- sökunar KEIZO Obuchi, forsætisráð- herra Japans, bað S-Kóreubúa afsökunar í gær á þrjátíu og fimm ára grimmúðlegri ný- lendustjórn Japana. Sagði í yf- irlýsingu hans og Kim Dae- Jungs, S-Kóreuforseta sem var í heimsókn í Tókýó, að Japanir „viðurkenndu auð- mjúklegast þá sögulegu stað- reynd að þeir hefðu valdið íbú- um S-Kóreu skaða og sárs- auka á meðan á nýlendustjórn þeirra stóð.“ Er þetta fyi-sta skipti sem Japanir biðja annað ríki skriflega afsökunar á framferði sínu fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Netanyahu fær viðvörun HARÐLÍNUMENN meðal stuðningsmanna Benjamins Netanyahus, forsætisráð- herra Israels, hótuðu í gær að hætta stuðningi við stjórn hans og valda þannig falli hans úr embætti ef Netanya- hu gefur Palestínumönnum eftir landsvæði á fundi sem haldinn verður í Bandaríkjun- um í næstu viku til að reyna að finna friðsamlega lausn á deilunum í Mið-Austurlönd- um. Þjóðaratkvæði um framtíð Jeltsíns? GENNADÍ Seleznyov, forseti dúmunnar, neðri deildar rúss- neska þingsins, sagðist í gær hlynntur þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort Borís Jeltsín, forseti Rússlands, ætti að halda áfram í embætti eða segja af sér. Sagði hann slíka atkvæðagreiðslu eðlilega í ljósi andófsins í fyrradag þegar hundruð þúsunda Rússa mót- mæltu slæmum lífsskilyrðum. Kom Seleznyov á óvart með því að lýsa þvi einnig yfir að hann hefði ekkert á móti því að verða sjálfur frambjóðandi í næstu forsetakosningum. Irakar gefa ekkert eftir ÍRAKAR lýstu því í gær yfir að þeir myndu ekki afturkalla bann sitt á frekara vopnaeftir- lit á vegum Sameinuðu þjóð- anna nema þeir hefðu fyrst fengið fullvissu um að endur- skoðun færi fram á samskipt- um Iraks og SÞ. Halda þeir því fram að vopnaeftirlitið sé um of undir áhrifum Banda- ríkjamanna og vilja þeir fá því breytt. Mikill skaði vegna flóða í Kína KÍNVERSKA dagblaðið Xin- min Evening News gi-eindi frá því í gær að flóðin í september sem lék hluta Kína afar grátt í sumar hefðu kostað 3.656 manns lífíð og sagði jafnframt að fjárhagslegur skaði vegna flóðanna væri 2100 milljarðar ísl. kr. Flóðin voru þau mestu í Kína um árabil. ERLENT Cardoso endurkjörinn í Brasilíu Boðar umbætur en engar skyndi- aðgerðir Brasilíu. Reuters. FERNANDO Henrique Cardoso, sem var endm-kjörinn forseti Brasil- íu á sunnudag, lofaði í fyrradag að koma á efnahagslegum umbótum til að afstýra hættu á fjármálakreppu í landinu. Hann boðaði þó engar skyndiaðgerðir til að minnka fjár- lagahalla ríkisins og olli það mörg- um fjáimálamönnum vonbrigðum. „Eg fékk aftur stuðning þjóðar- innar í kjörklefunum, sem veitir mér nýtt umboð,“ sagði Cardoso þegar hann lýsti yfir sigri í forseta- kosningunum á fyrsta blaðamanna- fundi sínum eftir kosningarnar. Hann er fyrsti þjóðkjörni forsetinn í sögu Brasilíu sem nær endurkjöri með lýðræðislegum hætti. Cardoso, sem er jafnaðarmaður, virtist þó ekki í skapi til að fagna og var þungbúinn á blaðamannafund- inum. Hann sagði ljóst að Brasilíu- menn stæðu frammi fyrir miklum erfiðleikum og kvaðst ætla að knýja fram efnahagsumbætur til að af- stýra óðaverðbólgu og ringulreið í brasilíska hagkerfinu, hinu níunda stærsta í heiminum. Forsetanum hefur tekist að halda verðbólgunni í skefjum á fjögurra ára valdatíma sínum en mistekist að knýja fram breytingar á félagslega öryggiskei’finu og fækka ríkisstarfs- mönnum til að minnka fjárlagahall- ann, sem nálgast nú 8% af vergii landsframleiðslu. Brasilíska hagkerfið er mjög háð dollaranum og þótt seðlabankinn hafi hækkað vexti sína í tæp 50% til að styrkja gjaldmiðil landsins, real- inn, hefur það ekki dugað til að hindra gífurlegan fjármagnsflótbi úr landinu. 30 milljarðar dala, andvirði 2.100 milljarða króna, hafa streymt út úr hagkerfinu á einum mánuði. Óttast er því að realinn fari sömu leið og rússneska rúblan í ágúst og gjaldmiðlar margra Asíuríkja síð- ustu misseri. Gengishrun og óða- verðbólga í Brasilíu gæti síðan leitt til fjármálakreppu í öðrum löndum Rómönsku Ameríku. Það gæti skaðað efnahag Bandaríkjanna, sem selja um 20% af útflutnings- vörum sínum til Rómönsku Amer- íku, auk þess sem fjárfestingar bandarískra fyrirtækja í Brasilíu nema 35 milljörðum dala, 2.500 milljörðum króna. Reuters FERNANDO Henrique Cardoso, forseti Brasilíu, heldur á tilkynn- ingu um nýjustu kjörtölur forsetakosninganna á sunnudag. Langtímamarkmiðin duga ekki Fjármálamenn út um allan heim höfðu því vonast eftir því að Car- doso myndi fylgja kosningasigidn- um eftir með því að grípa strax til sparnaðaraðgerða í því skyni að minnka fjárlagahallann. Forsetinn lýsti því hins vegar yfir að hann hefði engar slíkar skyndiaðgerðir í hyggju og olli það miklum von- brigðum á fjármálamörkuðunum. Gengi verðbréfa í kauphöllinni í Sao Paulo lækkaði um 2,8% og fjár- festar í New York sögðu að umbæt- urnar, sem Cardoso boðaði, væru langtímamarkmið og dygðu ekki til að afstýra þeim hættum sem steðj- uðu að efnahag Brasilíu. Nokkrir sérfræðingar í stjórn- málum landsins sögðu þó að forset- inn kynni að hafa frestað því að til- kynna sparnaðaraðgerðir til að komast hjá því að minnka sigurlík- ur stjórnarsinna í ríkisstjórakosn- ingum sem fram fara í Brasilíu 25. þessa mánaðar. Þegar 90% atkvæðanna í forseta- kosningunum höfðu verið talin var Cardoso með 53% fylgi. Vinstri- maðurinn Luiz Inacio Lula da Silva fékk 32% atkvæðanna og tapaði þar með í þriðju forsetakosningunum í röð. Reuters KAFARAR kanna bátinn, sem sökk með 141 farþega um borð. Átti að hífa hann á land með stórum krana. 20 lífeyrisþegar drukknuðu Sökk nærri bryggju Madrid. Reuters. TUTTUGU franskir lífeyrisþegar drukknuðu í gær og rúmlega 40 slösuðust þegar skemmtisiglinga- bátur með 141 farþega sökk á Banyoles-vatni á Norðaustur- Spáni. Sumir farþeganna lokuðust inni í skipinu er það sökk en þá var það að leggja upp í siglingu og aðeins í 25 metra fjarlægð frá bryggjunni. Stukku flestir farþeganna í kalt vatnið en sumir höfðu ekki þrek til að synda í land. Þeir, sem létust, voi-u franskir lífeyrisþegar frá hafn- arborginni La Rochelle. Joan Solana, bæjarstjóri í Banyo- les, sagði í gær, að ekki væri vitað hvað hefði komið fyrir. Hugsanlega hefðu verið of mai-gir um borð eða Náttúrlegt og Sími 562 6950, fax 552 6666 20% lægra verð V/tamín og steinefni úr ríki náttúrunnar um væri að kenna einhverjum galla í bátnum, sem var rafdrifinn. Vitni segja, að báturinn hafi farið að síga í vatnið strax eftir að lagt var frá bryggju og síðan sokkið eins og steinn. Hafi áhöfnin reynt að snúa við en ekki unnist tími til. Bát- urinn var tekinn í notkun í sumar en Banyoles-vatn er vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Fæst í byggingauöruuerslunum umlandallt. i mmmn BIÖ(ldlJil3rtSBkÍ Moratemp High-Lux blöndunartæki í eldhús hentar sérlega vel þar sem koma þarf háum ílátum undir kranann. Mora sænsk gæðavara. Heildsöludreifing: veon , . Smiðjuvegi H.Kópavogi Sími 5B4 1088.fax 564 1089 Heill gámur af sparnaði! Nú gefst viðskiptavinum okkar kostur á aó gera reyfarakaup í IBERNA kæliskápum, þvottavélum, tauþurrkurum og uþþþvottavélum. Athugið: Takmarkað magn. Nú er að hrökkva eða stökkva, því fyrstur kemur, fýrstur fær. Hibemci béES* .« mi Kælir 249 I Frystir 74 I HxBxD: 163x60x60 Kr. 41.900 stgr. Gerð ID-28 Gerð ID-24 Kælir 213 I Frystir 67 I HxBxD: 143x60x60 Kr. 37.400 stgr. Kælir 181 I Frystir 44 I HxBxD: 142x54x56 Kr. 32.100 stgr. Þvottavél LBI 2610 T Tekur 5 kg 18 þvottakerfi Frjálst kerfisval Frjálst hitaval Vinda 1000-400 sn. Ryðfrí tromla Ryðfrír belgur HxBxD: 85x60x52 Kr. 42.000 stgr. Þvottavél 800-400 sn. kr. 38.200 Tauþurrkari 4,5 kg m/barka kr. 24.700 Tauþurrkari 4,5 kg þarkalaus kr. 42.400 Uþþþvottavél 12 manna kr. 41.200 iberno rffQniX Hátúni 6a, sími 552 4420.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.