Morgunblaðið - 09.10.1998, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 09.10.1998, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 23 Japanir biðjast af- sökunar KEIZO Obuchi, forsætisráð- herra Japans, bað S-Kóreubúa afsökunar í gær á þrjátíu og fimm ára grimmúðlegri ný- lendustjórn Japana. Sagði í yf- irlýsingu hans og Kim Dae- Jungs, S-Kóreuforseta sem var í heimsókn í Tókýó, að Japanir „viðurkenndu auð- mjúklegast þá sögulegu stað- reynd að þeir hefðu valdið íbú- um S-Kóreu skaða og sárs- auka á meðan á nýlendustjórn þeirra stóð.“ Er þetta fyi-sta skipti sem Japanir biðja annað ríki skriflega afsökunar á framferði sínu fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Netanyahu fær viðvörun HARÐLÍNUMENN meðal stuðningsmanna Benjamins Netanyahus, forsætisráð- herra Israels, hótuðu í gær að hætta stuðningi við stjórn hans og valda þannig falli hans úr embætti ef Netanya- hu gefur Palestínumönnum eftir landsvæði á fundi sem haldinn verður í Bandaríkjun- um í næstu viku til að reyna að finna friðsamlega lausn á deilunum í Mið-Austurlönd- um. Þjóðaratkvæði um framtíð Jeltsíns? GENNADÍ Seleznyov, forseti dúmunnar, neðri deildar rúss- neska þingsins, sagðist í gær hlynntur þjóðaratkvæða- greiðslu um hvort Borís Jeltsín, forseti Rússlands, ætti að halda áfram í embætti eða segja af sér. Sagði hann slíka atkvæðagreiðslu eðlilega í ljósi andófsins í fyrradag þegar hundruð þúsunda Rússa mót- mæltu slæmum lífsskilyrðum. Kom Seleznyov á óvart með því að lýsa þvi einnig yfir að hann hefði ekkert á móti því að verða sjálfur frambjóðandi í næstu forsetakosningum. Irakar gefa ekkert eftir ÍRAKAR lýstu því í gær yfir að þeir myndu ekki afturkalla bann sitt á frekara vopnaeftir- lit á vegum Sameinuðu þjóð- anna nema þeir hefðu fyrst fengið fullvissu um að endur- skoðun færi fram á samskipt- um Iraks og SÞ. Halda þeir því fram að vopnaeftirlitið sé um of undir áhrifum Banda- ríkjamanna og vilja þeir fá því breytt. Mikill skaði vegna flóða í Kína KÍNVERSKA dagblaðið Xin- min Evening News gi-eindi frá því í gær að flóðin í september sem lék hluta Kína afar grátt í sumar hefðu kostað 3.656 manns lífíð og sagði jafnframt að fjárhagslegur skaði vegna flóðanna væri 2100 milljarðar ísl. kr. Flóðin voru þau mestu í Kína um árabil. ERLENT Cardoso endurkjörinn í Brasilíu Boðar umbætur en engar skyndi- aðgerðir Brasilíu. Reuters. FERNANDO Henrique Cardoso, sem var endm-kjörinn forseti Brasil- íu á sunnudag, lofaði í fyrradag að koma á efnahagslegum umbótum til að afstýra hættu á fjármálakreppu í landinu. Hann boðaði þó engar skyndiaðgerðir til að minnka fjár- lagahalla ríkisins og olli það mörg- um fjáimálamönnum vonbrigðum. „Eg fékk aftur stuðning þjóðar- innar í kjörklefunum, sem veitir mér nýtt umboð,“ sagði Cardoso þegar hann lýsti yfir sigri í forseta- kosningunum á fyrsta blaðamanna- fundi sínum eftir kosningarnar. Hann er fyrsti þjóðkjörni forsetinn í sögu Brasilíu sem nær endurkjöri með lýðræðislegum hætti. Cardoso, sem er jafnaðarmaður, virtist þó ekki í skapi til að fagna og var þungbúinn á blaðamannafund- inum. Hann sagði ljóst að Brasilíu- menn stæðu frammi fyrir miklum erfiðleikum og kvaðst ætla að knýja fram efnahagsumbætur til að af- stýra óðaverðbólgu og ringulreið í brasilíska hagkerfinu, hinu níunda stærsta í heiminum. Forsetanum hefur tekist að halda verðbólgunni í skefjum á fjögurra ára valdatíma sínum en mistekist að knýja fram breytingar á félagslega öryggiskei’finu og fækka ríkisstarfs- mönnum til að minnka fjárlagahall- ann, sem nálgast nú 8% af vergii landsframleiðslu. Brasilíska hagkerfið er mjög háð dollaranum og þótt seðlabankinn hafi hækkað vexti sína í tæp 50% til að styrkja gjaldmiðil landsins, real- inn, hefur það ekki dugað til að hindra gífurlegan fjármagnsflótbi úr landinu. 30 milljarðar dala, andvirði 2.100 milljarða króna, hafa streymt út úr hagkerfinu á einum mánuði. Óttast er því að realinn fari sömu leið og rússneska rúblan í ágúst og gjaldmiðlar margra Asíuríkja síð- ustu misseri. Gengishrun og óða- verðbólga í Brasilíu gæti síðan leitt til fjármálakreppu í öðrum löndum Rómönsku Ameríku. Það gæti skaðað efnahag Bandaríkjanna, sem selja um 20% af útflutnings- vörum sínum til Rómönsku Amer- íku, auk þess sem fjárfestingar bandarískra fyrirtækja í Brasilíu nema 35 milljörðum dala, 2.500 milljörðum króna. Reuters FERNANDO Henrique Cardoso, forseti Brasilíu, heldur á tilkynn- ingu um nýjustu kjörtölur forsetakosninganna á sunnudag. Langtímamarkmiðin duga ekki Fjármálamenn út um allan heim höfðu því vonast eftir því að Car- doso myndi fylgja kosningasigidn- um eftir með því að grípa strax til sparnaðaraðgerða í því skyni að minnka fjárlagahallann. Forsetinn lýsti því hins vegar yfir að hann hefði engar slíkar skyndiaðgerðir í hyggju og olli það miklum von- brigðum á fjármálamörkuðunum. Gengi verðbréfa í kauphöllinni í Sao Paulo lækkaði um 2,8% og fjár- festar í New York sögðu að umbæt- urnar, sem Cardoso boðaði, væru langtímamarkmið og dygðu ekki til að afstýra þeim hættum sem steðj- uðu að efnahag Brasilíu. Nokkrir sérfræðingar í stjórn- málum landsins sögðu þó að forset- inn kynni að hafa frestað því að til- kynna sparnaðaraðgerðir til að komast hjá því að minnka sigurlík- ur stjórnarsinna í ríkisstjórakosn- ingum sem fram fara í Brasilíu 25. þessa mánaðar. Þegar 90% atkvæðanna í forseta- kosningunum höfðu verið talin var Cardoso með 53% fylgi. Vinstri- maðurinn Luiz Inacio Lula da Silva fékk 32% atkvæðanna og tapaði þar með í þriðju forsetakosningunum í röð. Reuters KAFARAR kanna bátinn, sem sökk með 141 farþega um borð. Átti að hífa hann á land með stórum krana. 20 lífeyrisþegar drukknuðu Sökk nærri bryggju Madrid. Reuters. TUTTUGU franskir lífeyrisþegar drukknuðu í gær og rúmlega 40 slösuðust þegar skemmtisiglinga- bátur með 141 farþega sökk á Banyoles-vatni á Norðaustur- Spáni. Sumir farþeganna lokuðust inni í skipinu er það sökk en þá var það að leggja upp í siglingu og aðeins í 25 metra fjarlægð frá bryggjunni. Stukku flestir farþeganna í kalt vatnið en sumir höfðu ekki þrek til að synda í land. Þeir, sem létust, voi-u franskir lífeyrisþegar frá hafn- arborginni La Rochelle. Joan Solana, bæjarstjóri í Banyo- les, sagði í gær, að ekki væri vitað hvað hefði komið fyrir. Hugsanlega hefðu verið of mai-gir um borð eða Náttúrlegt og Sími 562 6950, fax 552 6666 20% lægra verð V/tamín og steinefni úr ríki náttúrunnar um væri að kenna einhverjum galla í bátnum, sem var rafdrifinn. Vitni segja, að báturinn hafi farið að síga í vatnið strax eftir að lagt var frá bryggju og síðan sokkið eins og steinn. Hafi áhöfnin reynt að snúa við en ekki unnist tími til. Bát- urinn var tekinn í notkun í sumar en Banyoles-vatn er vinsæll áfanga- staður ferðamanna. Fæst í byggingauöruuerslunum umlandallt. i mmmn BIÖ(ldlJil3rtSBkÍ Moratemp High-Lux blöndunartæki í eldhús hentar sérlega vel þar sem koma þarf háum ílátum undir kranann. Mora sænsk gæðavara. Heildsöludreifing: veon , . Smiðjuvegi H.Kópavogi Sími 5B4 1088.fax 564 1089 Heill gámur af sparnaði! Nú gefst viðskiptavinum okkar kostur á aó gera reyfarakaup í IBERNA kæliskápum, þvottavélum, tauþurrkurum og uþþþvottavélum. Athugið: Takmarkað magn. Nú er að hrökkva eða stökkva, því fyrstur kemur, fýrstur fær. Hibemci béES* .« mi Kælir 249 I Frystir 74 I HxBxD: 163x60x60 Kr. 41.900 stgr. Gerð ID-28 Gerð ID-24 Kælir 213 I Frystir 67 I HxBxD: 143x60x60 Kr. 37.400 stgr. Kælir 181 I Frystir 44 I HxBxD: 142x54x56 Kr. 32.100 stgr. Þvottavél LBI 2610 T Tekur 5 kg 18 þvottakerfi Frjálst kerfisval Frjálst hitaval Vinda 1000-400 sn. Ryðfrí tromla Ryðfrír belgur HxBxD: 85x60x52 Kr. 42.000 stgr. Þvottavél 800-400 sn. kr. 38.200 Tauþurrkari 4,5 kg m/barka kr. 24.700 Tauþurrkari 4,5 kg þarkalaus kr. 42.400 Uþþþvottavél 12 manna kr. 41.200 iberno rffQniX Hátúni 6a, sími 552 4420.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.