Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1998, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ íslensk erföagreining hefur í hyggju aö setja upp ráðgjafarþjónustu, sem hafi þaó hlutverk aö leita svara viö spurningum vísindamanna, sem vilja nýta sér miölægan gagnagrunn. Ragnhildur Sverris- dóttir ræddi viö Kára Stefánsson sem segir aö meö þessu móti væri persónuverndin enn betur tryggö en ella. Sérleyfishafi myndi aö sjálfsögöu hvetja íslensk heilbrigöisyfirvöld og vísindamenn til aö nota gagnagrunninn. Ef enginn þekkti notagildi hans væri enginn möguleiki á markaössetningu. Rádgjafarþjónu sta veiti svör úr grunni ÞEGAR Kári Stefánsson ákvað að stofna fyiirtæki til erfðarannsókna á Islandi ætlaði hann sér að hafa það íslenskt í húð og hár. Hann segir að íslensk lög um hlutafélög setji hins vegar þau skilyrði, að óháðir mats- menn skuli meta verðmæti, önnur en fé, sem lögð eru fram við stofnun félags og slíkum skilyrðum hafi hann ekki getað sætt. Hann hafi fengið erlenda fjárfesta til að leggja fram áhættufé til stofnunar fyrir- tækisins, en sjálfur lagt fram hug- vitið, ásamt öðrum vísindamönnum sem komu að stofnuninni og samn- ingsstaðan gagnvart fjárfestunum hefði að sjálfsögðu orðið önnur og verri, ef matsmenn hefðu verið bún- ir að ákveða, hversu verðmætt hug- vitið væri. Þess vegna hefði sú leið verið farin að stofna deCode Genet- ics í Bandaríkjunum, sem hefði eng- an rekstur með höndum. Eina hlut- verk deCode væri að eiga fyrirtækið Islenska erfðagreiningu. Ahættufjárfestarnir sjö, sem lögðu 12 milljónir dollara, eða um 850 milljónir króna, í stofnun deCode Genetics, eru Advent International, Alta Partners, Atlas Venture, Arch Venture Partners, Faleon Technologies, Medical Sci- ence Partners og Polaris Venture Partners. Þeir eiga 48,5% í deCode og hafa þrjá menn í stjórn, en aðrir eigendur, þ.m.t. Kári, hafa jafn- marga stjómarmenn. Fulltrúar fjárfesta í stjóm era Guy Nohra fyrir Alta Partners, Jean Francois Formela fyrir Atlas Venture og Terence McGuire fyrir Polaris Venture Partners. Fulltrúar ann- arra eigenda, auk Kára, em John Vane og André Lamott. Óddamaður í stjóm er íslenskur, Vigdís Finn- bogadóttir, fyi-rverandi forseti. Kári segir að hann hafi sjálfur leitað til áhættufjárfestanna og það hafi tekið skamman tíma að ná góð- um samningum við þá, enda hafi hann getað selt þeim góða hug- mynd. Hann hafí ekkert fé lagt í fyrirtækið en samt tekist að halda meirihluta. Af 48,5% hlut áhættu- fjárfestanna má ráða að þeir hafi samþykkt að meta hugvitið til hátt í 900 milljóna íslenskra króna. Stofn- endur fyrirtækisins, auk Kára, voru þeir Ernir Snorrason geðlæknir, Kristleifur Kristjánsson barna- læknir, Guðmundur Ingi Sverrisson heimilislæknir, Sigurður R. Helga- son hjá Björgun, Hjálmar Kjartans- son, sem var í fjármálastjórn fyrir- tækisins og Jeffrey Gulcher læknir, verkstjóri á rannsóknarstofu. Auk Kára starfa þeir Kristleifur, Guð- mundur Ingi og Jeff nú hjá ís- lenskri erfðagreiningu. Breyta þarf umgjörð um hátæknifyrirtæki Kári segir að uppbygging af þessu tagi sé alþekkt erlendis. Hann telur sjálfur óeðlilegt að deCode sé skráð í Delaware í Bandaríkjunum og að breyta þui'fi umgjörð um há- tæknifyrirtæki á Islandi, fyrirtæki sem byggi á hugviti. Þetta hafi ís- lensk erfðagreining m.a. rætt við fjármálaráðherra. Ef umgjörðinni yrði breytt á þennan hátt væri hægt að leggja deCode niður, enda hlut- verki þess þá lokið. „Það er gífur- lega mikilvægt, þegar menn ætla að setja upp hátæknifyrirtæki, að þeir hafi erlent áhættufé. Með því kemur ekki bara peningur, heldur þekking og mat þess fólks, sem býr á vænt- anlegu markaðssvæði. Það er því skynsamlegt, ef íslensk yfirvöld hyggjast setja meira fé í atvinnu- uppbyggingu, að nota það til að laða erlenda fjárfesta að, en ekki setja það í sjóði til að keppa við sömu að- ila. írar hafa til dæmis búið til alls konar skattaívilnanir fyrir hátækni- fyrirtæki, greitt ákveðna upphæð fyrir hvern vel menntaðan Ira sem flutt hefur heim til starfa og svo mætti lengi telja.“ I byrjun þessa árs var hlutafé í deCode boðið út, en á síðasta ári og aftur í vor var ræddur sá möguleiki að fyrirtækið færi á almennan hlutafjármarkað. Þegar hugmyndin kom upp var það talin eðlilegasta leiðin til að afla meiri fjár. Ef ráðist yrði í gerð gagnagrunns þyrfti við- bótarfé. „Ein leiðin er að fara á al- mennan hlutafjármarkað og nýta þannig innra virði fyrirtækisins, í stað þess að fá fleiri fjárfesta til liðs við okkur. Þetta var freistandi leið í vor, en hlutafjármarkaður hefur staðið í ströngu í sumar og því er þetta ekki eins spennandi núna. Það má því vel vera að við förum aðrar leiðir. I mínum huga er ekkert sem réttlætir að fara á almennan mark- að nema til að afla fjár til ákveðinna verkefna eða ef sérstök ástæða er talin til að dreifa eignaraðild. Núna era um 350 íslenskir hluthafar í fyr- irtækinu. Það er spennandi að reyna að stækka þann hóp, jafnvel upp í tíu þúsund manns, og ein leið- in til þess er að fara á almennan markað.“ Hluthöfum í deCode hefur ijölgað verulega vegna þeirrar stefnu að starfsmenn Islenskrar erfðagrein- ingai- eignist hlut í fyrirtækinu, auk þess sem hlutaíjárútboðið í vor dreifði eignaraðild og sóst var eftir framlagi íslenskra fjárfesta til að tryggja að meirihlutinn yrði áfram í íslenskri eigu. Eftir hlutafjárútboð- ið upp á 10 milljónir dollara segir Kári að nafnvirði hlutabréfa í fyrir- tækinu sé nú 26,5 milljónir dollara, eða um 1.855 milljónir króna, miðað við að upphafsverð hvers bréfs var skráð 1 dollari. Markaðsvirði er erf- iðara að giska á, en Kári segir að það sé töluvert hærra. Hluthafalist- inn er ekki opinber, en verður það ef fyrirtækið verður skráð á al- mennum markaði. Hægt að leita mein- gena í 10-15 ár Ef frumvarp til laga um gagna- grunn á heilbrigðissviði verður sam- þykkt og íslensk erfðagreining fær einkarétt á rekstri slíks grunns þyrfti, að sögn Kára, að taka ákvörðun um hvort fyrirtækið fer á almennan hlutafjármarkað. Ef ekk- ert verður af gagnagrunni segir Kári það hins vegar óþarft, því fyr- irtækið hafi nóg fjármagn til að vinna að núverandi rannsóknum sínum. Kári segir að fyrirtæki verði þó ekki rekið í langan tíma með mein- genaleit eina að takmarki. Hægt sé að byggja rannsóknir við háskóla á slíku starfi, en framfarir séu svo ör- ar að ekki sé rekstrargrundvöllur fyrir stórt fyrirtæki, sem byggi ein- göngu á meingenaleit, nema næstu tíu til fimmtán árin. Gagnagrunnur- inn skapi forsendu fyrir framþróun fyrirtækisins, hann sé frekari út- færsla á erfðafræðilegri sérstöðu íslendinga. „Erfðafræðin þarf ekki eingöngu að vera tæki til uppgötv- ana, heldur er hægt að þróa hana svo að hún verði safn aðferða til að þróa og stjórna heilbrigðisþjónustu. Ef menn ætla að eiga einhvern möguleika á að keppa við hinn stóra heim verður að nýta sérstöðu okk- ar. Það era vissulega aðrir mögu- leikar. Við getum, eftir að við finn- um erfðavísa, leitað lækninga. Sú vinna er hins vegar minna sérstæð, FJÖLDI íslenskra lækna starfar með íslenskri erfða- greiningu að ýmiss konar rannsóknum, eða 70-90 tals- ins og að þeim rannsóknum koma sjúkrahús í Reykjavík, Krabbameinsfélagið og Hjartavernd, auk smærri að- ila. íslensk erfðagreining vinnur nú að rannsóknum á: • Fjölskyldulægum skjálfta • Insúlínháðri sykursýki • MS-sjúkdómnum • Fóstureitrun • Ósæðagúl • Legslímuflakki • Drómasýki • Psoriasis • Þarmabólgu • Celiac sýki • Sykursýki fullorðinna • Alzheimer • Slitgigt • Geðklofa • Útæðasjúkdómi • Lungnaþembu • Heilablóðfalli • Beinþynningu • Hjartadrepi • Háþrýstingi • Geðhvarfasýki • Astma • Parkinsons veiki • Kæfisvefni • og langlífi sem að vísu flokkast seint sem sjúk- dómur. Samningur íslenskrar erfðagreiningar og Hoffmann- La Roche snýst um rann- sóknir á tólf sjúkdómum, fjórum hjartasjúkdómum, fjórum miðtaugakerfissjúk- dómum og fjórum ónæmis- sjúkdómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.