Morgunblaðið - 28.10.1998, Page 1
245. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sjöundi kanzlari Þýzkalands frá 1949 tekinn við embætti
Schröder heitir mark-
vissum umbótum
Bonn. Reuters.
Reuters
GERHARD Schröder hlaut í gær
sannfærandi stuðning á nýsaman-
komnu þingi Þýzkalands til að taka
við forystu nýrrar ríkisstjórnar sem
sjöundi kanzlari iandsins frá því
lýðræði var endurreist þar fyrir
hálfri öld. Við þetta tækifæri, ná-
kvæmlega einum mánuði eftir kosn-
ingasigurinn yfir Helmut Kohl, hét
Schröder því að hrinda umbótum af
ákveðni í framkvæmd þrátt fyrir
ólguna í hinu alþjóðlega efnahags-
kerfi.
Schröder sór embættiseið síðdegis
í gær frammi fyrir Sambandsþing-
inu, neðri deild þýzka þingsins. Þar
með var formlega bundinn endi á 16
ára valdatíð Helmuts Kohls og
miðju-hægri stjórnar hans. Af 669
þingmönnum greiddi 351 atkvæði
með kanzlarakjöri Schröders, 287 á
móti. 27 sátu hjá og 3 voru fjarver-
andi. Atkvæðagreiðslan var leynileg.
TALSMENN Atlantshafsbanda-
lagsins, NATO, sögðu í gær að ekki
yrði gripið til loftárása á skotmörk í
Júgóslavíu að sinni, en hótunin um
slíkar aðgerðir stæði óbreytt ef
stjórnvöld í Belgrad sinntu því ekki
sem skyldi að uppíylla alþjóðlegar
kröfur um að endi verði bundinn á
ofbeldisátök í Kosovo-héraði.
„Við höfum ákveðið að viðhalda
skipuninni til herja NATO um að
vera í viðbragðsstöðu," tjáði Javier
Solana, framkvæmdastjóri NATO,
fréttamönnum í höfuðstöðvum
bandalagsins í Brussel í gærkvöldi,
eftir að sendiherrar aðildarríkjanna
Þessi úrslit þykja tíðindum sæta
fyrir þær sakir, að Schröder fékk
sex atkvæðum meira en báðir flokk-
arnir sem standa að stjórninni ráða
yfir til samans, en engum fyrii-renn-
ara Schröders tókst að sameina öll
atkvæði eiginlegra stjórnarþing-
manna að baki sér. Jafnaðarmanna-
flokkur Schröders og samstarfs-
flokkurinn Græningjar hafa 21 sæt-
is meirihluta á þinginu. Stjórnmála-
skýrendur gátu sér til um að nokkr-
ir þingmanna PDS, arftakaflokks
austur-þýzka kommúnistaflokksins,
hefðu ákveðið að sýna stuðning sinn
við kanzlaraskiptin í verki.
Schröder sagðist þakklátur fyrir
hvert einasta atkvæði sem hann
fékk og vildi ekki velta vöngum yfir
hvaðan aukaatkvæðin hefðu komið.
Strax í gærkvöldi boðaði hinn nýi
kanzlari til fyrsta ríkisstjórnarfund-
arins.
sextán höfðu fundað um málið. „Við
höfum tekið ákvörðun um að grípa
ekki til aðgerða," sagði Solana.
Hann sagði að liðsstyrkur örygg-
issveita Serba í Kosovo væri nú
kominn niður í það sem hann var
áður en vopnuð átök brutust út - og
þar með hefði ein höfuðkrafa al-
þjóðasamfélagsins verið uppfyllt.
„Síðasta sólarhring hafa yfir fjög-
ur þúsund sérsveitarmenn [serb-
nesku] lögi'eglunnar yfirgefið
Kosovo. Lögregla og hersveitir sem
aðsetur hafa í Kosovo eru á leiðinni
til bækistöðva sinna með öll þunga-
vopn,“ sagði Solana. „Það er þrýst-
„Efnahagslíf heimsins er ekki í
góðu ásigkomulagi og það mun valda
okkur vandkvæðum," sagði Schröder
í ávarpi eftir að Roman Herzog, for-
seti lýðveldisins, hafði staðfest emb-
ættisskipun kanzlarans. „En við
munum jafnframt hafa þann kjark til
ákvarðana sem þai'f til að hi'inda
þeim umbótum í framkvæmd sem
við höfum ætlað okkur,“ sagði
Schröder, sem tekur við stjórn
þriðja mesta efnahagsveldis heims.
Kohl óbreyttur þingmaður
Kohl, sem á sér öruggan sess í
sögubókum sem „kanzlari samein-
ingarinnar“, var meðal fyrstu manna
til að óska Schröder til hamingju
með kjörið með handabandi. Kohl,
sem nú er 68 ára, mun sitja áfram
sem óbreyttur þingmaður.
■ Stafar Schröder hætta/20
ingurinn og hin trúverðuga hótun
um valdbeitingu sem hefur breytt
ástandinu í Kosovo til hins betra.“
Skipunin til herja NATO um að
vera í viðbragðsstöðu, sem tekin var
fyrir rúmlega tveimur vikum, gerði
ráð fyrir að gripið yrði til loftárása
hvenær sem er eftir kl. 19 í gær-
kvöldi ef júgóslavnesk stjórnvöld
teldust ekki standa við gerða samn-
inga.
Þúsundir flóttamanna
halda heim
Eftir því sem fleiri Serbar höfðu
sig á brott með hergögn sín frá
Handtaka Pinochets
Beiðni sak-
sóknarans
hafnað
Madrid, London. Reuters.
SPÆNSKI rannsóknardómarinn,
sem óskaði eftir handtöku Augustos
Pinochets, fyrrverandi einræðis-
herra í Chile, hafnaði í gær beiðni
spænsks saksóknara um að hann
félli frá kröfunni um að Pinochet yrði
framseldur til Spánar.
Saksóknarinn, Eduardo Fungair-
ino, heldur því írarn að spænskir
dómstólai' hafi ekki lögsögu í máli
Pinochets, sem var handtekinn í
Bretlandi fyrr í mánuðinum að
beiðni dómarans Baltasai- Garzon,
sem undh'býi' nú formlega framsals-
beiðni. Saksóknarinn getur skotið
málinu til fjölskipaðrar dómnefndar.
Bretar varaðir við
Handtaka Pinochets hefur valdið
mikilli ólgu í stjórnmálum Chile og
breska utanríkisráðuneytið hvatti í
gær Breta til að ferðast ekki þangað
nema brýna nauðsyn bæri til.
Samkvæmt skoðanakönnun, sem
birt var í Chile í gær, eru 62% Chile-
búa fylgjandi því að þeim sem bera
ábyrgð á mannréttindabrotum sem
framin voru á valdatíma Pinochets
beri að svara til saka fyrir þau.
■ Fleiri óska/22
Kosovo streymdu í gær þúsundir
flóttamanna til eyðilagðra heimila
sinna í héraðinu. Erlendir frétta-
menn sem ferðuðust þvert og endi-
langt um Kosovo urðu ekki varir við
vegartálma lögreglu á helztu vegum
héraðsins; þeir urðu aðeins varir við
einstaka lögreglubifreið á eftirlits-
ferð.
Richard Holbrooke, erindreki
Bandaríkjastjórnar, sem gerði úr-
slitasamningana við Slobodan
Milosevic Júgóslavíuforseta, sagði
að sér sýndist ástæða til aukinnar
bjartsýni á að í þetta sinn ætluðu
Serbar að iáta sér segjast.
Prímakov til
Vínar í stað
Jeltsíns
JEVGENÍ Prúnakov, forsætisráð-
herra Rússiands, ræðir við Viktor
Klima, kanzlara Austurríkis, í
Hofburg-höllinni í Vín í gær.
Prímakov mætti í stað Borís
Jeltsíns Rússlandsforseta á
vinnufund með fulltrúum austur-
rísku ríkisstjórnarinnar, sem fer
með forsæti í ráðherraráði Evr-
ópusambandsins um þessar mund-
ir, og liáttsettum fulltrúum fram-
kvæmdastjórnar sambandsins.
■ Sátt um að Prímakov/22
-----------------
Brezkur ráðherra
segir af sér
„Dómgreind-
arskortur“
Lundúnum. Reuters.
RON Davies, ráðherra málefna
Wales í brezku ríkisstjóminni, sagði
í gær af sér í kjölfar atviks sem átti
sér stað á mánudagskvöld, sem end-
aði með því að hann
var rændur.
I afsagnarbréfi til
Tonys Blairs for-
sætisráðherra segir
Davies að sér hafi
orðið á „alvarlegur
dómgreindarskort-
ur“. Hann hafði um
helgina stýrt að-
gerðum í kjölfar
skaðvænlegra óveð-
ursflóða í Wales. í bréfí sínu til Blairs
útskýrði Davies að þegai- hann kom
heim til Lundúna á mánudagskvöld
hefði hann farið í göngutúr um opið
svæði nærri heimili sínu. Sjón-
varpsfréttamenn tóku fram að stað-
urinn væri þekktur fyrir að samkyn-
hneigðir vendu komur sinar þangað.
„Það vatt sér að mér maður sem
ég hafði aldrei hitt áður og við tókum
tal saman. Hann bað mig að fylgja
sér og tveimur vinum heim til sín og
þiggja með þeim máltíð," segir Dav-
ies. Þá segir hann að þessi þrjú -
ókunni maðurinn, vinur hans og vin-
kona, hefðu verið komin upp í bílinn
til hans. Þá hafi sér verið ógnað með
hnífi og verið skilinn eftir við veg-
kantinn. Veski og sími ráðherrans,
sem er kvæntur og á eina dóttur,
hvarf með bílnum líka.
Blair samþykkti afsagnarbeiðni
Davies „með sönnum trega“, og
skipaði Alun Michael í hans stað,
sem áður þjónaði sem aðstoðarráð-
herra í innanríkisráðuneytinu.
Reuters
GERHARD Schröder situr í kanzlarastólnum í Sambandsþinginu, neðri deild þýzka þingsins,
eftir að hann var formlega kjörinn kanzlari og sór embættiseið í gær.
Frestur Serba til að fara að kröfum SÞ í Kosovo rann út í gærkvöldi
NATO ákveður að grípa
ekki til loftárása í bili
Brussel, Belgrad. Reuters.
Davies